Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Hljómar líklega

Þessi frétt hljómar trúverðuglega.  Hún er mun trúverðuglegri en ýmsar aðrar fréttir sem sagðar hafa verið um áhuga Costco undanfarna daga.

Því miður er það svo að ýmsum Íslenskum fjölmiðlum hættir til að fara undarlega stíga í fréttaflutningi.

Þannig fóru að birtast fréttir í ýmsum Íslenskum fjölmiðlum um hálfgerða kröfugerð Costco á hendur Íslenskum stjórnvöldum.  Þegar þessi frétt er lesin kemur í ljós að þær fréttir virðast ekki eiga við nein rök að styðjast.

Ef til vill var framsetningin fyrst og fremst með þeim hætti til reyna að setja Costco í neikvætt ljós og gefa þeim sem fyrir eru á markaði tækifæri til að stíga fram með yfirlýsingar?

Hér er hins vegar fjallað um málið að rólegan og yfirvegaðan hátt.

Það stemmir við mína reynslu (sem viðskiptavinur) af Costco, þar sem verslanirnar eru lagaðar að þeim lögum og reglum, þar sem þær starfa.  Eru þess vegna eðlilega mismunandi, bjóða yfirleitt nokkuð gott úrval af "local" vörum þó að kjarninn sé hinn sami og framsetning.

En það kemur mér ekki á óvart að mikið sé lagt í undirbúninginn, þó að ákvörðun hafi ekki verið tekin.  Þannig vinnur Costco og hefur ferla og undirbúning á hreinu.

Það hlýtur sömuleiðis að vera Íslendingum umhugsunarefni að lágmarkslaun sem Costco hefur ákveðið fyrir sitt fyrirtæki séu hærri en lágmarkslaun á Íslandi.

En það stemmir við það sem ég hef heyrt.  Costco hefur gott orð á sér sem vinnuveitandi, borgar ágætis kaup, gerir vel við sitt fólk og að starfsmannavelta sé frekar lítil.

Það hljómar ef til vill undarlega, en í þeirri Costco verslun sem ég hef verslað mest í, þekki ég orðið mörg andlitin og þau kannast við marga af kúnnunum.

Costco sker sig sömuleiðis frá öðrum verslunum sem ég hef stundað, með því að við útgöngudyr stendur alltaf starfsmaður (eða menn) og fara yfir strimilinn og gjóa augunum yfir körfuna.

Næstu alltaf þegar krakkarnir voru littlir og voru með mér, teiknaði starfmaðurinn lítið skrípó, eða í það minnsta kosti broskall og afhenti krökkunum.  

Mér er nær að halda að það hafi verið "polisía" í versluninni.


mbl.is Gríðarleg vinna lögð í komu Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa skrifuð/þýdd frétt. Monty Python á betra skilið

Þó að frétt um Mick Jagger og Monty Python sé ef til vill ekki "mikilvægasta" fréttin, verður samt að gera lágmarkskröfur til þess sem skrifa hana.

Monty Python er ekki að fara að framleiða 10 sjónvarpsþætti, Monty Python hópurinn verður með 10 sýningar á sviði í London, nánar tiltekið í  "O2 höllinni".  Sýningin (sem verður sýnd 10 sinnum) heitir Monty Python Live - Mostly.

Hins vegar hefur verið ákveðið að síðasta sýningin verði sýnd beint, í fjölda landa ýmist í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum, ef ég hef skilið rétt.

Engir sjónvarpsþættir eru fyrirhugaðir og ekkert nýtt efni verður samið. Sumir hinna eldri "sketsa" verða "remixaðir" og slípaðir eitthvað til.

Hér má lesa dóm um sýninguna. 

Hér má lesa um hvernig sýningin gengur fyrir sig.

Hér er heimasíða sýningarinnar

Hér má lesa um fyrirhugaða sjónvarpsútsendingu.

Hér er svo heimasíða The Spam Club, aðdáendaklúbbs Monty Python.

Hér er svo myndbandið með Mick Jagger, en það má einnig finna á YouTube.

 

 


mbl.is Mick Jagger fárast yfir gamlingjunum í Monty Python
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofmat á skoðanakönnunum. Hugsast getur að kjósendur hafi einfaldlega skipt um skoðun

Margir vilja meina að misræmi á milli skoðanakannana og kosningaúrslita megi fyrst og fremst rekja til þeirra sem ekki mættu á kjörstað.

Þeir virðast hafa ofutrú á að skoðanakannanir hafi verið réttar, en það hafi einfaldlega ekki rétt úrtak mætt á kjörstað.

Getur ekki einfaldlega verið að þó nokkur fjöldi kjósenda hafi einfaldlega skipt um skoðun, stuttu fyrir kjördag, eða hreinlega á kjördag.

Umfjöllun og umræðum um kosningar halda jú áfram fram á síðustu stundu.

Umræðuþáttur með oddvitum í Reykjavík var á dagskrá RUV kvöldið fyrir kjördag.  Gæti ekki hugsast að ýmsir kjósendur hafi t.d. skipt um skoðun á meðan þeir horfðu á umræðurnar?

Getur ekki verið að hluti kjósenda hafi ekki líkað frammistaða t.d. Dags Eggertssonar í þeim þætti, eða hvað hann hafði fram að færa?

Getur ekki verið að aðrir hafi séð að það væri engin munur á því að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Bjarta framtíð?

Einnig má hugsa sér að sumir kjósendur hafi hrifist af frammistöðu fulltrúum Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks í þættinum.

Skoðanakannanir eru allra góðra gjalda verðar.  En þær mæla stöðuna eins og hún var, með þó nokkrum frávikum þó.

Það tekur ekki nema augnablik að skipta um skoðun, stundum gerist það í kjörklefanum.

 

 

 


mbl.is Ósamræmi milli kannana og úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki missa "kúlið" og bregðast við eins og harðlínu múslimi

Það sem vantar á þessa skopmynd er auðvitað Múhameð spámaður, enda hann og fylgismenn hans óvænt að farnir að leika nokkuð stóra rullu fyrir borgarstjórnarkosningar og jafnvel farnir að teygja sig yfir í næstu sveitarfélög.

En grínmynd er grínmynd, hvort sem hún er af Múhameð eða Sveinbjörgu og þó að þær eigi það til að verða stundum nokkuð rætnarog  ýfa stélfjaðrir, er affarasælast að bregðast við þeim með rósemi.  Það er alger óþarfi að ritskoða þær eða biðja á þeim afsökunar.

Reyndar held ég að Framsóknarflokkurinn sé líklega ekki jafn æstur yfir þessari mynd og þeir vilja vera láta, en vissulega er þetta tækifæri alltof gott til þess að láta það fram hjá sér fara, og það á sjálfum kjördeginum.

Ég yrði reyndar ekki hissa ef þessi skopmynd myndi færa Framókn nokkur auka atkvæði í dag.

P.S.  Fyrir leikmann eins og mig er ekki allur munur á búningi Ku Klux Klan og búrku, þó að tilgangurinn með klæðaburðinum sé ólíkur.  Ég hugsa jafnvel að það hefði verið beittari húmor að nota búrkuna.

P.S.S. Með því að sleppa Múhameð á myndinni er þó líklegt að höfundurinn fái aðeins kröfu um afsökunarbeiðni, en varla líflátshótanir.

 


mbl.is Sakar Fréttablaðið um einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lántaka hins opinbera undirstaða velmegunar og hagsældar?

Ég rakst á þennan texta á ferðalagi mínu um netið.  Textinn, sem er skrifaður af Igor Rõtov, ritstjóra Aripaev (Viðskiptadagurinn, Eistneskt dagblað um viðskipti).  Textanum hefur verið snarað yfir á Ensku á vefsíðunni, BBN (Baltic Business News), og hljóðar svo:

 

„After Estonia introduced the euro, we expected our economy to start growing strongly, catching up with the EU average. The reality has been quite different. We are now falling behind not only Europe, but also our neighbours whose economies continue to grow fast. Although not all EU countries have reported their first-quarter economic results, it seems that Estonia has fallen to the bottom of the back so the gap between Estonia and other economies seems to the widening.

Swedish economy, for instance, is expected to grow 2-3% this year and also Finland’s economy should be in positive territory on full-year results, to say nothing of Latvia and Lithuania that expanded 2.8% and 2.9%, respectively. Even Russia’s economy increased 0.8% a year.

According to Finance Minister Jürgen Ligi the Estonian economy weakened as a result of a warm winter due to low added value in the production of electricity. But was our winter so much worse than in Latvia? After all, our wages have continued to increase and the unemployment keeps decreasing.

It may be, of course, that Statistics Estonia has made a mistake and the figure will be adjusted when final results are known.
Another and more plausible possibility is that the government has in recent years taken a wrong course.

Not surprisingly, Finance Minister Jürgen Ligi said, commenting Q1 results, that Estonian state must remain conservative in its spending.

In my opinion the Estonian political elite is mesmerized by the idea of low government loan burden and this has become the real obstacle which is restricting Estonia’s economic growth.
We are moving in a different direction than the rest of the world as we want to avoid increasing the government loan burden.

Estonian government’s loan burdern of 10% of GDP makes us by far the most fiscally conservative country in the Eurozone.

Luxembourg that is second to Estonia has borrowed more than 20% of its GDP. Worldwide, the list of countries that have government borrowing around 10% of GDP includes Russia, Azerbaidjan, Uzbekistan and Iran. Is this the group of companies that we want to belong to?

For example, if Estonia’s loan burden were as high as in Luxembourg, we would have another 2 billion euros to spend. If we had the same level as Latvia or Sweden, we would have an extra 4 billion. In case of Finland, 6 billion euros.

Just imagine what a boost this money could give to our ailing economy.

Of course, there is always an alternative to go on living in a contracting economy, continuing to cut costs and hoping that one day things will improve on their own. I do not believe in this alternative.

Textan má finna hér.

Það er ekki nýtt að halda því fram að stórauka þurfi eyðslu hins opinbera (yfirleitt með lánum) og það sé lykillinn að velmegun og hagsæld.  Og vissulega getur lántaka verið réttlætanleg, sé reiknað með því að féð sé notað til hluta sem séu arðbærir til lengri tíma litið og geti þannig staðið undir þeim afborgunum, sem eðilega fylgja lántökum.  Auki tekjur hins opinbera, jafnt sem þegnanna.

En það er einmitt sem því miður er oft raunin með opinbera lántöku að hún skilar ekki því sem vonast er eftir, og skuldir hækka sífellt og æ stærra hlutfall af tekjum fer í vexti og afborganir.

Líklega eru mörg ríki sem myndu vilja hafa svipað skuldahlutfall og Eistland og geta notað það fé sem þau þurfa að greiða í vexti og afborganir í annað.

Það er mun algengara að skuldir hins opinbera séu taldar of háar en of lágar, en hvert "rétt" eða eðilegt skuldahlutfall er, er líklega nokkuð sem um eru skiptar skoðanir.

 

 


Hætta samstarfi, en selja þeim samt hergögn. Landamæri Krím voru ekki einu landamæri sem breytt var á tímum Sovétsins

Það má vissulega kalla það spor í rétta átt að Frakkar hætti hernaðarsamstarfi sínu við Rússa "að mestu".

Þetta að mestu tekur til dæmis ekki til þess að Frakkar eru að selja Rússum 2. þyrlumóðurskip.  Þeir afsaka sig reyndar með því að Rússar muni ekki fá skipin vopnum búin.  Þeir þurfi sjálfir að setja vopn í þau.  Líklega líta Frakkar svo á, að vopnlaus herskip, séu rétt si sona eins og fraktarar.

En eðlilega líta margir af bandamönnum Frakka á sölu á Mistralskipunum sem ógn við sig, eins og lesa má hér.

En það er rétt að það komi fram að Frakkar hafa lofað að senda 4. orrustuþotur til Eystrasaltslandana, á vegum NATO. 

En fyrir fróðleiksþyrsta má benda á að flutningur á Krímhéraði frá Rússlandi til Ukraínu voru ekki einu landamærabreytingarnar sem gerðar voru "innan" Sovétsins.  Rússland tók t.d. til sín skerf af Eistlandi (sem þá var hernumið af Sovétríkjunum).  Þegar Eistlendingar endurheimtu sjálfstæði sitt árið 1991, fylgdi þetta landsvæði ekki með.

Líklega hefur Eistlendingum ekki þótt vænlegt að sækja þetta landsvæði beint í hendur Rússa á þeim tíma.  En nýverið undirrituðu Rússar og Eistlendingar samkomulag um landamæri sín, og tilheyrir landsvæðið nú formlega Rússlandi.  

Eðlilega er samkomulag þetta umdeilt í Eistlandi og finnst mörgum of langt gengið að afsala landinu öllum kröfum til þessa landsvæðið og "yfirgefa" það fólk sem er af eistnesku bergi brotið og býr þar. Um samkomulagið má lesa t.d. hér í grein sem nefnist, "Eistland gæti verið næst, en var það ekki fyrst?"

Þannig hafa Rússar takmarkaðan áhuga á því að "eldri" landamæri gildi, og ekki minnist ég þess að hafa heyrt Putin eða aðra Rússneska ráðamenn lýsa yfir áhuga sínum á að skila Finnlandi þeim landsvæðum sem Rússland tók af þeim, í upphafi og að lokinni seinni heimstyrjöld.

En Eistlendingum er vel ljóst að þeir lifa í skugga Rússneska bjarnarins.  Þeim er það líka ljóst að í landamærahéruðunum, býr fjöldinn allur af Rússum og sumstaðar eru þeir í meirihluta.  Í höfuðborginni Tallinn, eru Rússar líklega u.þ.b. 1/3.  Stór hluti þeirra sækir fréttir og annan fróðleik til Rússneskra sjónvarpsstöðva og blaða. 

Þess vegna hafa Eistlendingar áhyggjur af því að þeir séu að tapa "upplýsingastríðinu"

En það er flestum orðið ljóst að friðurinn er brothættur í A-Evrópu. Fréttir þar sem haft er eftir Rússneskum erindrekum, að Rússar hafi áhyggjur af stöðu Rússnesku mælandi í Eistlandi,vekja áhyggjur og ugg hjá heimamönnum.  Þeim er ljóst eins og mörgum öðrum að Rússar hafa alltaf haft "áhuga" á Eystrasaltslöndunum. 

Þó að seinna hafi komið fréttir um að orð hins Rússneska erindreka kunni að hafa verið oftúlkuð, eykur fréttin eigi að síður spennuna sem þegar orðin er. 

Spennan er enn sem komið er ekki síst í frétta og "menningargeiranum", eins og sést á þessari frétt, en Litháensk yfirvöld hafa bannað tímabundið útsendingar sjónvarpsstöðvar í eigu Gazprom .

Það er útlit fyrir vaxandi spennu, ekki síst í samskiptum mismunandi þjóðernishópa. 

 


mbl.is Hafa slitið samstarfi við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki allir að tala um kosningaloforð?

Kosningaloforð hafa verið mikið í umræðunni á Íslandi undanfarnar vikur.  Rakst á þessa umfjöllun á vef Viðskiptablaðsins, þar var einnig að finna meðfylgjandi myndband.

 


Símtali utanríkisráðherra Eistlands og ESB lekið á netið

Nú hefur símtali á milli Urmas Paet utanríkisráðherra Eistlands og Catherine Ashton, starfsystur hans hjá Evrópusambandinu, verið lekið á netið.

Þar ræða þau ástandið í Ukraínu sín á milli og ýmislegt athyglisvert kemur fram, m.a. um leyniskyttur sem skutu á báða deiluaðila.

Paet hefur staðfest að símtalið er "orginal".

Hér má sjá frétt Eistneska ríkisútvarpsinsum málið og símtalið er hér fyrir neðan, via YouTube.

 


mbl.is Frysta eignir Úkraínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttastofa RUV skuldar skýringar

Þó að ég geti verið sammála þeim sem segja að það sé stjórnmálamönnum ekki til framdráttar að lenda í illdeilum eða að munnhöggvast við fjölmiðlamenn, mega þeir ekki láta þá vaða yfir sig.

Það er alls ekki óeðlilegt að biðja um óklippta útgáfu af viðtali við sjálfan sig.  Þvert á móti er það verulega skringilegt og ber vott um slæman málstað að neita slíkri bón.

Við hvað er RUV hrætt?  Hvað er það í óklipptu viðtalinu sem þeir telja að eigi ekki erindi við Gunnar Braga?

Eða eru þeir hræddir um að hægt verði að sýna fram á hvernig klipping viðtalsins sé ekki hlutlaus?

Ef ég skil málið rétt, er löngu búið að senda út viðtalið.  Það er því á engan hátt hægt að segja að beiðnin sé tilraun til að hafa áhrif á fréttir, fréttamat, eða á nokkurn hátt að hafa áhrif á störf eða framvindu mála hjá RUV.

En hvað hefur RUV að fela? 

 


mbl.is Eðlilegt að fá að hlusta á viðtalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ukraína

Góðir skopmyndateiknarar geta skýrt út mál með einni mynd, svo varla er hægt að gera betur í orðum.

Hér eru tvær myndir úr Eistneska blaðinu Postimees (Pósturinn) sem birtst hafa nýlega um átökin í Ukraínu.

Báðar eru eftir teiknarann Urmas Nemvalts.   

PutinUkraninaEuPostimees

 

UkrainiaRussiaFascistPostimees


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband