Hćtta samstarfi, en selja ţeim samt hergögn. Landamćri Krím voru ekki einu landamćri sem breytt var á tímum Sovétsins

Ţađ má vissulega kalla ţađ spor í rétta átt ađ Frakkar hćtti hernađarsamstarfi sínu viđ Rússa "ađ mestu".

Ţetta ađ mestu tekur til dćmis ekki til ţess ađ Frakkar eru ađ selja Rússum 2. ţyrlumóđurskip.  Ţeir afsaka sig reyndar međ ţví ađ Rússar muni ekki fá skipin vopnum búin.  Ţeir ţurfi sjálfir ađ setja vopn í ţau.  Líklega líta Frakkar svo á, ađ vopnlaus herskip, séu rétt si sona eins og fraktarar.

En eđlilega líta margir af bandamönnum Frakka á sölu á Mistralskipunum sem ógn viđ sig, eins og lesa má hér.

En ţađ er rétt ađ ţađ komi fram ađ Frakkar hafa lofađ ađ senda 4. orrustuţotur til Eystrasaltslandana, á vegum NATO. 

En fyrir fróđleiksţyrsta má benda á ađ flutningur á Krímhérađi frá Rússlandi til Ukraínu voru ekki einu landamćrabreytingarnar sem gerđar voru "innan" Sovétsins.  Rússland tók t.d. til sín skerf af Eistlandi (sem ţá var hernumiđ af Sovétríkjunum).  Ţegar Eistlendingar endurheimtu sjálfstćđi sitt áriđ 1991, fylgdi ţetta landsvćđi ekki međ.

Líklega hefur Eistlendingum ekki ţótt vćnlegt ađ sćkja ţetta landsvćđi beint í hendur Rússa á ţeim tíma.  En nýveriđ undirrituđu Rússar og Eistlendingar samkomulag um landamćri sín, og tilheyrir landsvćđiđ nú formlega Rússlandi.  

Eđlilega er samkomulag ţetta umdeilt í Eistlandi og finnst mörgum of langt gengiđ ađ afsala landinu öllum kröfum til ţessa landsvćđiđ og "yfirgefa" ţađ fólk sem er af eistnesku bergi brotiđ og býr ţar. Um samkomulagiđ má lesa t.d. hér í grein sem nefnist, "Eistland gćti veriđ nćst, en var ţađ ekki fyrst?"

Ţannig hafa Rússar takmarkađan áhuga á ţví ađ "eldri" landamćri gildi, og ekki minnist ég ţess ađ hafa heyrt Putin eđa ađra Rússneska ráđamenn lýsa yfir áhuga sínum á ađ skila Finnlandi ţeim landsvćđum sem Rússland tók af ţeim, í upphafi og ađ lokinni seinni heimstyrjöld.

En Eistlendingum er vel ljóst ađ ţeir lifa í skugga Rússneska bjarnarins.  Ţeim er ţađ líka ljóst ađ í landamćrahéruđunum, býr fjöldinn allur af Rússum og sumstađar eru ţeir í meirihluta.  Í höfuđborginni Tallinn, eru Rússar líklega u.ţ.b. 1/3.  Stór hluti ţeirra sćkir fréttir og annan fróđleik til Rússneskra sjónvarpsstöđva og blađa. 

Ţess vegna hafa Eistlendingar áhyggjur af ţví ađ ţeir séu ađ tapa "upplýsingastríđinu"

En ţađ er flestum orđiđ ljóst ađ friđurinn er brothćttur í A-Evrópu. Fréttir ţar sem haft er eftir Rússneskum erindrekum, ađ Rússar hafi áhyggjur af stöđu Rússnesku mćlandi í Eistlandi,vekja áhyggjur og ugg hjá heimamönnum.  Ţeim er ljóst eins og mörgum öđrum ađ Rússar hafa alltaf haft "áhuga" á Eystrasaltslöndunum. 

Ţó ađ seinna hafi komiđ fréttir um ađ orđ hins Rússneska erindreka kunni ađ hafa veriđ oftúlkuđ, eykur fréttin eigi ađ síđur spennuna sem ţegar orđin er. 

Spennan er enn sem komiđ er ekki síst í frétta og "menningargeiranum", eins og sést á ţessari frétt, en Litháensk yfirvöld hafa bannađ tímabundiđ útsendingar sjónvarpsstöđvar í eigu Gazprom .

Ţađ er útlit fyrir vaxandi spennu, ekki síst í samskiptum mismunandi ţjóđernishópa. 

 


mbl.is Hafa slitiđ samstarfi viđ Rússa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband