Færsluflokkur: Fjölmiðlar
28.2.2014 | 18:14
Það var þá, en nú gildir....
Þegar þingsályktunartillaga um að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu var lögð fram árið 2009 sýndi skoðanakönnun að tæp 70% Íslendinga vildu að sú ákvörðun yrði tekin íþjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú er lögð fram þingsályktun um að draga þá umsókn sem byggð er á fyrri þingsályktunartillögunni til baka og skoðanakannanir sýna að u.þ.b. 80% Íslendinga vilja að sú ákvörðun verði tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú fara flestir fjölmiðlar hamförum yfir þeirri ósvinnu að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, en þá þögðu flestir.
En hvað veldur og hver er munurinn?
Fyrir kosningar 2009 hafði VG og ýmsir forystumenn þar fullyrt að ekki yrði sótt um "Samandsaðild" á þeirra "vakt". Eitt það fyrsta sem ríkisstjórn með þeirra þátttöku gerði var að sækja um aðild.
Fyrir síðustu kosningar höfðu ýmsir forystumenn Sjálfstæðifsflokks og jafnvel einhverjir í Framsóknarflokknum orð því í viðtölum að best væri að útkljá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú vilja þeir draga umsóknina til baka.
Engin verulegur fjölmiðlahasar varð yfir ákvörðun VG. Nú halda flestir fjölmiðlar ekki vatni.
Getur það verið að Íslenskir fjölmiðlar séu upp til hópa ekki hlutlausir í þessu máli?
Fyrir kosningar 2009 fullyrtu margir frambjóðendur Samfylkingarinnar að Ísland myndu fá hraðferð inn í "Sambandið". Aðildarferlið tæki u.þ.b. 18 til 20 mánuði.
Aðrir töluðu í þá veru að eftir 2 til 3 ár frá umsókn, gætu Íslendingar tekið upp euro.
Hefur einhver fjölmiðill spurt þá stjórnmálamenn hvert sannleiksgildi þeirra fullyrðinga hefur reynst?
Það er gömul saga og ný að stjórnmál er list hins mögulega, og já hið ómögulega spilar þar einnig rullu.
En það er jafn gömul saga að fjölmiðlar eru ekki hlutlausir.
Það væri verðugt verkefni að framkvæma skoðanakönnun á meðal fjölmiðlamanna, um hve margir þeirra eru fylgjandi inngöngu Íslands í "Sambandið" og bera það saman við skoðanakannanir á meðal þjóðarinnar.
Jafn fróðleg gæti skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka á meðal fjölmiðlamanna verið.
Það er eiginlega með eindæmum. Ekki það að Gunnar Bragi skuli ekki hafa svara Árna Páli, heldur að þetta skuli vera orðið að frétt hjá Ríkisútvarpinu.
Auðvitað hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá þeim sem eru ráðherrar að svara bréfum frá formanni Samfylkingar. Sjá það ekki allir, hvort sem þeir starfa hlutlaust hjá ríkisfjölmiðlinum eður ei?
Persónulega finnst mér þetta vægast satt undarlegt fréttamat. Mér er það til efs að utanríkisráðherra beri yfirhöfuð skylda til þess að svara bréfinu, þar sem ekki er um formlega þingfyrirspurn að ræða. En ég viðurkenni fúslega að ég þekki þá lagalegu hlið ekki.
En það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að bréfinu verði svarað, en það getur varla talist óeðlilegt að það taki lengri tíma en 2. daga.
En auðvitað má ekki saka fréttamenn RÚV um hlutdrægni og óeðlilegt fréttamat. Slíkt getur auðvitað ekki átt sér stað. Þeir hljóta að vera hlutlausir, þeir eru ríkisstarfsmenn.
8.8.2013 | 19:05
Ætlaði Ísland að ganga í Evrópusambandið?
Í dag má víða heyra ramakvein Íslenskra "Sambandsssinna" yfir því að Evrópusambandið hafi ákveðið að frekari IPA styrkir stæðu Íslendingum ekki til boða.
Eins og lesa má á vefsíðu Vísis, ætlast "Sambandið" til þess að þær þjóðir sem sækist eftir og fái IPA styrki stefni að inngöngu í "Sambandið".
Á Vísi segir orðrétt í fyrirsögn: Ætlast til þess að viðtökuland stefni að inngöngu
En hefur Ísland og Íslendingar einhvern tíma stefnt að inngöngu í "Sambandið"?
Voru ekki viðræður Íslendinga og "Sambandsins" ekki eingöngu viðræður sem snerust um hvað væri í boði? Hvort að það gæti hugsanlega verið hagsmunir Íslendinga að ganga í "Sambandið", ef samningar væru nógu hagstæðir? Átti ekki bara að "kíkja í pakkann"?
Hafa skoðanakannanir ekki sýnt að Íslendingar eru mótfallnir því að ganga í "Sambandið", þó að á stundum hafi meirihluti sýnt í könnunum að hann vill gjarna halda viðræðum áfram?
Er það land eða þjóð sem vill stefna að inngöngu í Evrópusambandið?
Eða vildu Íslendingar eingöngu stefna að viðræðum við "Sambandið"?
Hver er svo munurinn?
Staðreyndin er sú að þetta sýnir enn og aftur á hve miklum villigötum umsókn Íslendinga var.
Auðvitað sækir engin þjóð um aðild að "Sambandinu" til þess að "kíkja í pakkann".
Þjóðir eiga eingöngu að sækja um aðild að Evrópusambandinu ef fullur vilji er á meðal þeirra til þess að ganga í "Sambandið".
En blekkingarleikurinn í kringum umsókn Íslands, lygarnar og rangfærslurnar hafa verið endalausar og hafa skemmt fyrir umsókninni, sem hafði þegar á reyndi engan grunn, enga undirbyggingu.
Það er sú arfleifð sem Samfylkingin skyldi eftir sig þegar hún hrökklaðist frá völdum, þegar ríkisstjórnin undir forystu hennar setti Evrópumet í fylgistapi.
Auðvitað eiga Íslendingar ekki að fá IPA styrki. Það áttu þeir aldrei að fá.
Þá styrki eiga eingöngu þær þjóðir að hljóta sem afdráttarlaust stefna að inngöngu í Evrópusambandið.
Ísland hefur hefur aldrei verið þeirra á meðal.
ESB skrúfar fyrir IPA-styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2013 | 04:19
Fréttaleysið veit á gott
Það er á köflum hreinlega vandræðalegt fyrir fjölmiðla hvað litlar fréttir berast frá stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þess vegna hafa fréttirnar aðallega snúist um hvar fundirnir eru haldnir, hvað hefur verið á borð borið o.s.frv.
Frekar pínlegt fyrir fjölmiðla og jafnvel sömuleiðis fyrir lesendur þeirra. Það er að segja nema þá sem einmitt vantaði góða vöffluuppskrift.
En ég held að fréttaleysið, þögnin viti á gott.
Ekki eingöngu eru formennirnir þögulir, heldur hafa þingmenn flokkanna ekki stokkið fram með ótímabærar yfirlýsingar og vangaveltur og hugleiðingar.
Ég held að það viti á gott.
Ég vona að það viti á að komandi ríkisstjórn (ég vona að hún komist á laggirnar) takist að forðast stórar og eilífar yfirlýsingar og að stuðningsmenn hennar á Alþingi tali ekki í allar áttir í fjölmiðlum.
Ég vona að innan hennar muni ríkja sátt um helstu mál og trúnaður á milli ráðherra og deilumál þeirra á milli verði ekki eilíflega í fjölmiðlum.
Ég vona að fjölmiðlar verði ekki fullir af vangaveltum um hvort að hinn eða þessi þingmaður stjórnarflokkanna, muni halda áfram að styðja ríkisstjórnina eða að hann sé með stjórnina á "skilorði".
Ég vona að þeir sem sitja á Alþingi á nýhöfnu kjörtímabili hafi í það minnsta dregið þann lærdóm af því nýafstaðna.
P.S. Mikið hefur verið gert úr því að aðeins formennirnir komi að viðræðunum ásamt aðstoðarmönnum sínum. Þó að ég ætli ekkert að fullyrða hér um hvernig staðið er að viðræðunum, ber sú gagnrýni ekki vott um mikinn skilning á nútíma vinnubrögðum.
Það er allt eins líklegt að fjöldi hópa og einstaklinga hafi verið að störfum hér og þar, og leyst hin og þessi verkefni og útreikninga. Það er ekki lengur nauðsynlegt að fólk "komi saman" til að "vinna saman".
Það kann einmitt að vera klókara að halda slíkum hópum utan kastljóss fjölmiðla, þannig gengur vinnan betur og umræðan fer ekki öll að snúast um "hverjir voru hvar".
Viðræður fram á kvöld og á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2013 | 18:51
Álítsgjafarnir og spuninn
Ég hef alltaf gaman af því að heyra hvað "álitsgjafarnir" hafa að segja um stjórnmálaástandið og ekki síður nú, um niðurstöður kosninga.
Ekki það að ég trúi, eða leggi mikinn trúnað á það sem þeir segja, en það er alltaf gaman að heyra skoðanir út fyrir ramma frambjóðenda og ekki síður er oft gaman að reyna að leggja eyrun við og skynja "spunann".
Tvær megin fjölmiðlasamteypurnar á Íslandi eru Ríkisútvarpið (margir vilja ekki að það sé kallað RUV) og svo 365 miðlar. Helstu stjórnmála og "álitsgjafaþættirnir" hjá þeim eru annars vegar Silfur Egils og svo Sprengisandur. Annar í útvarpi og hinn í sjónvarpi (þó að í raun geri myndmálið engan mun).
Eftir stóratburð eins og kosningar, finnst mér því oft sérstaklega gaman að leggja eyrun við þætti í þeim dúr.
Yfirleitt reyna þættirnar að bjóða upp á "álitsgjafa" sem dekka nokkuð hið pólítíska litfróf, þannig að hlustendur fái að heyra mismunandi sjónarmið.
Ég fór því á netið, eins og oft áður, og hlustaði á megnið af fyrrgreindum þáttum.
Auðvitað voru báðir þættirnir fullir af leiðtogum stjórnmálaflokkana, við því er að búast. En síðan voru "álitsgjafar" í stúdíonum sem líklega áttu að dekka hið "pólítíska litróf".
En það sem vakti sérstaka athygli mína, voru þeir sem áttu að dekka litrófið þegar kom að Sjálfstæðisflokknum. Þar var Ríkissjónvarpið með Ólaf Stephensen, ritstjóra frá hinni fjölmiðlasteypunni, og yfirlýstan "Sambandssinna" innan Sjálfstæðisflokksins.
Á Sprengisandi var hins vegar fengin til að gefa álit á stöðunni, Benedikt Jóhannesson, sem er sömuleiðis yfirlýstan "Sambandssinna" innan Sjálfstæðisflokksins, og ef ég man rétt formaður "Sjálfstæðra Evrópu(sambands)manna.
Þannig má ef til vill finna skýringu á því hver vegna svo margir halda að "Sambandssinnar" séu svo sterkir innan Sjálfstæðisflokksins. Það er að segja að þeir eru hlutfallslega "yfirkynntir" í fjölmiðlum. Skoðanakannir benda hins vegar til þess að rétt ríflega 7% af Sjálfstæðismönnum vilji ganga í "Sambandið".
Svo er aftur líka ástæða til þess að velta því fyrir sér, hvort að það finnist engin "álitsgjafi" sem telst tala "röddu" Framsóknarflokksins?
Eða er ef til vill engin ástæða til þess að hafa neinn "álitsgjafa" sem sér úrslitin örlítið frá sjónarhóli sigurvegarans?
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2013 | 05:16
Sundurlyndi og sjálfsblekking ástæða fjölda framboða? Blekking erlendra fjölmiðla?
Margir tala um það eins og að fjöldi nýrra framboða sé afrakstur af frjóu lýðræði. Persónulega er ég ekki sammála þessu, og held að "uppskeran" af þeiim "lýðræðisakri" verði rýr.
Persónulega tel ég að skýringa á fjölda framboða megi frekar leita í stífni, þvermóðsku, sundurlyndi, skort á samsarfsvilja og skilning á málamiðlunum ásamt nokkru magni af því sem í daglegu tali er oft kallað egó.
Sjálfsblekkingin spilar svo sína rullu, því allir eru þess fullvissir um að kjósendur muni flykkja sér að hinum "eina sanna málstað".
Birtingarmynd þessa má sjá meðal annars í því að sumir frambjóðendur eru að starfa með sínu öðru eða þriðja framboði. Og þá erum við eingöngu að tala um fyrir þessar kosningar.
Þetta sýnir kjósendum nákvæmlega það sem myndi gerast ef allir þessir aðilar kæmust á þing og á því hafa kjósendur ákaflega takmarkaðan áhuga.
Hvað varðar undrun erlendra blaðamanna á tómlæti kjósenda gagnvart ríkisstjórninni, er rétt að hafa í huga eftirfarandi.
Afstaða erlendra blaðamanna byggist yfirleitt ekki á "djúpum" athugunum á Íslensku þjóðlífi, heldur á skoðunum þeirra sem þeir ræða við. Hvers vegna þær skoðanir hafa gjarna verið hliðhollar Íslensku ríkisstjórninni, er vissulega rannsóknarefni, sem félagsvísindafólk gæti lagt í.
Þess vegna er það svo að margir sem ég hef heyrt í þekkja ekki Íslenskan veruleika í þeim fréttum sem stundum sjást í erlendum fjölmiðlum.
Það er skýringin á undrun erlendra fjölmiðamanna, að mínu mati.
Vantraust bakgrunnur kosninganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2013 | 05:30
Sam, play our song, just one more time
Það er merkilegt hvað umræða og kröfur um boð og bönn skjóta upp kollinum víða (ekki eins og þau eigi víða rétt á sér).
Nú deila Bretar ákaft um hvort að BBC (það eru nú reyndar ýmsir á móti því að fjölmiðlum í almannaeigu sé heimilt að nota skammstafanir og vilja sumir helst banna, t.d. að Ríkissjónvarpið sé kallað RUV), eigi að eða megi spila hið klassíska laga Ding, Dong The Withc is Dead, á jarðarfarardegi Thatcher.
Hvílíkt bull.
Auðvitað ber það merki um merkilegan smásálarhátt og skrýtið innræti að herferð til þess að koma laginu inn á topp 10 listann, sem spilaður er á BBC, en það segir meira um þá sem standa fyrir herferðinni, en Margaret Thatcher.
Ekki þekkti ég Margaret Thatcher, það er að segja ekki nema af því að lesa um hana og eftir hana greinar í blöðum og tímaritum og fylgjast með henni í fréttum.
En mér þykir afar ólíklegt að hún hefði ergt sig á slíkum smámunum, hvort að laga yrði spilað eður ei. Það hefði heldur ekki komið henni í opna skjöldu að fólk legði á hana hatur.
Auðvitað á BBC að spila lagið. Það segir sig sjálft, ef það kemst á toppinn.
Þeir sem eru að berjast gegn því hafa ekki gert neitt nema að vekja athygli á herferðinni og hafa gefið þeim sem að henni standa það sem þau þráðu mest.
Athygli og góðan málstað.
Því það er svo, í það minnsta kosti að mínu mati, að stofnanir eins og BBC, eiga að halda sig við eðlilegt starfslag. Ekki banna þetta, eða hitt, þessum eða hinum til ánægju, eða hugarróunar.
Að berjast fyrir því er góður málstaður.
Að berjast fyrir því að Ding Dong the Witch is Dead sé spilað á jarðarfarardegi Thatcher, kann að vera smekkleysi. En smekkleysi verður varla, og á ekki að reyna að banna.
Læt hér fylgja með stutt myndband. Þetta er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri minnst á Ding Dong, the Witch is Dead. Ég er enginn sérstakur Oz aðdáandi.
Deilt um nornasöng fyrir útför Thatcher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 06:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2013 | 08:44
Tveir flokkar, tvær ályktanir. Tapa flokkar meiru á því að vera hlynntir "Sambandsaðild", en á móti henni?
Mikið hefur verið rætt um gríðarlega fylgisaukningu Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum að undanförnu og einnig um mikið fylgistap Sjálfstæðisflokks, miðað við það sem skoðanakannanir höfðu áður gefið til kynna.
Þeirri skoðun hefur verið gefið mikið pláss í fjölmiðlum að fylgistap Sjálfstæðisflokks megi á einhvern hátt rekja til harðar afstöðu hans í afstöðu til Evrópusambandsins og þeirrar skoðunar sem samþykkt var á landsfundi hans að loka ætti "Evrópu(sambands)stofu)".
Persónulega get ég ekki séð nein rök sem renna stoðum undir þá skoðun. Það væri alla vegna ljóst að af slíkt væri raunin, væri ekki rökrétt að fyrrum stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins flyttu sig yfir til Framsóknarflokks.
Ég fann því ályktanir, bæði frá bæði landsfundir Sjálfstæðiflokks og flokksþingi Framsóknarflokks, þar sem fjallað er um um aðild að "Sambandinu" og "kynnningarskrifstofur".
Eins og sjá má hér að neðan, er ekki mikill munur þar á, þó að vissulega séu blæbrigðin ekki nákvæmlega þau sömu.
Ég birti ályktanirnar hér án þess að setja skýr mörk hvað kemur frá hvaða flokki. Það er góð æfing fyrir lesendur að greina þar á milli.
Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.Framsóknarflokkurinn telur fulla ástæðu til að setja án tafar lög sem fyrirbyggja að erlend stjórnvöld eða erlendir aðilar geti stundað eða fjármagnað pólitískan áróður hér á landi. Það má vera ljóst að ef íslenskir stjórnmálaflokkar búa við takmörkuð fjárráð en erlendir aðilar mega dæla hingað ótakmörkuðum fjárhæðum til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi þá er lýðræði í landinu hætta búin.Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu
Það er hins vegar athyglisvert, að þegar rætt er um "Sambandsmálin", virðist ekki margir álitsgjafarnir og fréttamennirnir vilja vekja athygli á þeirri útreið sem þeir flokkar sem eru hlynntir aðild að Evrópusambandinu, eru að fá í nýlegum skoðanakönnunum.
Hvert er fylgi þeirrar ríkisstjórnar sem sótti um aðild að Evrópusambandinu? Hvert er fylgi Samfylkingar, þess flokks sem lengst og harðast hefur barist fyrir "Sambandsaðild"? Hvert er fylgi Vinstri grænna sem lét Samfylkingu blekkkja sig til að "kíkja í pakkann"?
Ná þau mönnum á þing? Skyldi staða þeirra vera svo slæm, vegna ályktunar þeirra á landsfundi um að halda áfram viðræðum, án þjóðaratkvæðagreiðslu?
Annar helsti "Sambandssinnaflokkurinn", Björt framtíð hefur einnig mátt horfa upp á fylgi sitt síga býsna hratt niður á við í skoðanakönnunum.
Skyldi það vera vegna afstöðu þeirra til "Sambandsins" sem fylgi þeirra sígur?
Auðvitað er það of einföld skýring, en þó líklega líklegri, heldur en að Sjálfstæðisflokkurinn sé að missa fylgi vegna afstöðu sinnar til "Sambandsins".
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2013 | 05:36
Ósjálfráð skrif blaðamanns?
Þegar ég renndi yfir viðtalið í gær, fannst mér strax augljóst að það hafði verið skrifrað í neikvæðum tilgangi, hvað varðar Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn.
Þegar það bætist við að hvar sem ég hef heyrt viðkomandi blaðamann tala, hefur mér þótt augljóst að hún sé stuðningskona Samfylkingarinnar, þá varð myndin sem viðtalið gaf mér sem lesanda frekar ógeðfelld.
Ekki af Sigmundi Davíð, heldur blaðamennskunni og Fréttatímanum.
En það eru skrýtnir tímar í Íslenskum stjórnmálum og líklegt að ýmsar örvæntingarfullar tilraunir til að höggva í fylgi Framsóknar sjái dagsins ljós.
Það er eðililegt, en ég vona að þó að þær verði örvæntingarfullar verði þær með heiðarlegra yfirbragði en þessi.
Blaðakonan fullyrðir að hún hafi ekki haft neitt neikvætt í huga, það verður þá líklega að draga þá ályktun að um ósjálfráð skrif hafi verið að ræða.
Og þar sem hún er ritstjóri, þá er líklega engin sem getur stoppað það að viðtalið birtist.
En ég er sammála þeim sem segja að viðtalið muni líklega hafa þveröfug áhrif miðað við hvað var lagt upp með.
Ég hygg að svona vinnubrögð muni styrkja bæði Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn í hugum almennings.
Þannig virðist það leggjast nokkuð upp í þessari kosningabaráttu, jafnvel árásir andstæðinganna styrkja stöðu Framsóknar.
Ætlaði ekki að gera Sigmundi óleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2013 | 09:46
Gríðarlega sterk staða Framsóknarflokksins
Þessi könnun staðfestir hina gríðargóðu stöðu Framsóknarflokksins, sem kom fram í könnun MMR fyrir fáeinum dögum.
Munurinn á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er ekki alveg jafn mikill og í MMR könnuninni, en Framsóknarflokkurinn þó u.þ.b. 2.5 prósentustigum stærri.
Það sama gildir um aðra flokka, fylgi þeirra er svipað og í MMR könnuninni, Samfylking og Björt framtíð í kringum 12% fylgi og VG í kringum 8%.
Það er fróðlegt að sjá hvernig þær tölur sem birtast um hvernig fylgið færist á milli flokka frá síðustu kosningum.
Þar kemur ekki síst á óvart, hve stór hópur þeirra sem kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum, ætlar nú að kjósa Framsóknarflokkinn.
Ég sakna þess að sjá ekki sundurliðun hjá "litlu framboðunum" og ennfremur sakna ég þess að sjá ekki frekari upplýsingar, eftir t.d. aldri, en þær upplýsinngar vantaði sömuleiðis í það sem ég hef séð um MMR könnunina.
Auðvitað er gaman að spá í stjórnarmynstur og ýmsa ráðherralista hef ég séð upp á síðkastið, en það er ef til vill full snemmt að spá um slíkt, áður en kosningabaráttan hefst.
En auðvitað er eðilegast að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sé sá kostur sem flestir spá að verði ofan á, auk þess sem sá kostur er líklega sá kostur sem hvað flestum litist best á.
En það er þó engin ástæða til þess að gera of lítið úr möguleikum og tilhneygingu Framsóknarflokksins til þess að vinna til vinstri.
Og eins og sést í þessum skrifum, eru ótvíræð merki um að samstarf við Framsóknarflokkinn væri velséð af "hlutlausum fræðimönnum" á vinstri vængnum.
Framsókn með 28,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)