Færsluflokkur: Löggæsla
26.11.2015 | 16:05
Er "fjölmenningin" að ganga af Belgíu dauðri?
Mér var bent á hlusta á stutt viðtal við Árna Snævarr í morgunþætti Ríkisútvarpsins.
Viðtalið er tekið á meðan "slökkt" var á Brussel ef svo má að orði komast. Skólar voru lokaðir, fólk var hvatt til að vera innandyra og almenningssamgöngum var lokað.
En það er athyglisvert að heyra að Árni virðist telja að "fjölmenning" sé ekki hvað síst undirrót núverandi vanda Brussel og Belgíu.
Mismunandi menning flæmingja og vallóna hafi skapað því sem næst óleysanleg vandamál, og þegar innflytjendum er bætt í blönduna, verði hún eldfim og enn óviðráðanlegri.
Belgía er enda skotspónn margra og hefur verið kölluð "Belgistan", og það hefur mátt heyra þá skoðun í frönskum fjölmiðlum, að í stað þess að gera loftárásir á Raqqa, ætti franski flugherinn að gera loftárásir á Molenbeek.
Belgísk löggæsla er sögð óskilvirk og sundruð og um belgíska herinn hefur verið sagt að hann sé óvenjulega vel vopnum búinn eftirlaunasjóður.
En "fjölmenningin blómstrar" í því sem oft er kallað "höfuðborg" eða "hjarta" Evrópusambandsins.
En það sama verður varla sagt um Belgíu.
Skuldir ríkisins eru yfir 100%/GDP, stjórnmálin eru í kreppu, þó að tekist hafi að mynda ríkisstjórn. Landið er frjósamur jarðvegur fyrir islamska öfgamenn og margir telja að landið sé við það að brotna upp.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2015 | 19:11
Fasismi "góða fólksins"? Er ráðherrra Framsóknarflokksins að leggja til skerðingu á tjáningarfrelsi íslendinga?
Í stjórnarskrá Íslands stendur skrifað:
73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)
Ef marka má fréttina er ráðherra Framsóknarflokksins, Eygló Harðardóttir að leggja til að þessi réttur íslendinga verði skertur, hún virðist telja nauðsynlegt að ræða slíkar skerðingar.
Þýðir það að ráðherra Framsóknarflokksins treysti ekki dómstólum Íslands til að taka á þeim málum sem upp kunna að koma og nauðsyn sé á "fyrirbyggjandi aðgerðum"?
Persónulega ætla ég að nota tjáningarfrelsi mitt til að leggja til að Eygló Harðardóttir segi af sér sem ráðherra og Framsóknarflokkurinn noti tækifærið og setji í embættið hæfari stjórnmálamann.
Svona framsetning ráðherra fær mig til að efast stórlega um framtíð íslenskra stjórnmála.
Alla vegna er nauðsynlegt að berjast af hörku gegn öllum álíka hugmyndum - frá byrjun.
Það er engin ástæða til að íslendingar láti takmörkun á tjáningarfrelsi yfir sig ganga.
Eygló Harðardóttir, segðu af þér sem ráðherra og þingmaður.
Ræða þarf takmörkun tjáningarfrelsis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.11.2015 | 09:31
Geta löggur líka tjáð sig? Og hvenær eru þær ekki löggur?
Það er ef til vill ekki óeðlilegt að það veki athygli þegar lögregluþjónar tjá sig um réttarfar eða dóma.
En þegar við veltum þessu fyrir okkar, verðum við sömuleiðis að hafa í huga spurninguna, hvenær eru einstaklingar lögregluþjónar og hvenær ekki? Eða telst starfið 24/7, ef svo má að orði komast.
Það er engin leið að koma í veg fyrir að einstaklingar hafi skoðanir, hvort sem þeir eru lögregluþjónar eða gegna öðru starfi. En það eru til ýmsar leiðir til að reyna að koma í veg fyrir að þeir tjái þær.
Verðum við ekki líka að gera skýran greinarmun á því hvort að lögregluþjónn tjáir sig í vinnutíma (eða í búningi) við fjölmiðil, eða hvort einstaklingur tjái sig á vefsíðu sinni, jafnvel þó að sá sami sé lögregluþjónn á frívakt?
Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki ráðningasamninga lögregluþjóna og hvort þar er kveðið á um að þeir megi ekki tjá sig um dómsmál eða önnur samfélagsmál, jafnvel utan vinnutíma.
Vissulega hlýtur fullur trúnaðar að ríkja um allt sem þeir sjá og heyra á vinnutíma, en ég fæ ekki séð að þetta mál tengist slíku.
Þetta mál minnir mig dálítið (þó að ekki sé það fyllilega sambærilegt) á mál kennara norður í landi, sem einmitt var rekinn fyrir að skrif á sína prívat bloggsíðu.
Þar var einnig tekist á um skrif utan vinnutíma.
Ég tók afdráttarlausa afstöðu með kennaranum þá, og geri það einnig með "Bigga löggu" nú.
Með því er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við málflutning þeirra. Það er ekki aðalmálið, heldur hitt að ég á erfitt með að sjá að bann við tjáningu þeirra sem einstaklinga sé réttlætanlegt, svo lengi sem það er gert á þann máta að enginn vafi leiki á að um einkaskoðanir sé að ræða og þær settar fram á þann hátt.
Þeir sem halda því fram að slíkar skoðanir geti valdið fordómafullri afstöðu viðkomandi til mála sem upp kunna að koma, verða að gera sér grein fyrir því að skoðanirnar voru til staðar, hvort sem þær voru settar fram eður ei.
Það sem mér þykir þó ekki hvað síst merkilegt í þessu máli, og ber það þá aftur saman við mál kennarans, er að ég hef það á tilfinningunni, að mörgum sem fannst sjálfsagt að kennarinn væri rekinn, eru annarar skoðunar í máli lögregluþjónsins og svo öfugt.
Hitt er svo að ef einstaklingum þykir vegið að æru sinni, þá geta þeir leitað til dómstóla.
En íslenskir dómstólar virðast þó vera þeirrar skoðunar að það að vera kallaður "nauðgari" sé ekki ærumeiðandi, jafnvel þó að myndbirting fylgi.
Ég verð reyndar að viðurkenna að ég man ekki eftir því að mér hafi þótt íslenskir dómstólar setja meira niður í öðru máli, en því sem slík niðurstaða varð raunin.
En það er annað mál, sem líklega flestir þekkja.
Mál Bigga löggu til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.9.2015 | 17:29
Um höfundarrétt
All nokkuð hefur verið fjallað um höfundarétt og brot á honum upp á síðkastið og eins og í mörgum öðrum málum sýnist sitt hverjum.
Í grunninn hlýtur þó öllum að vera ljóst, hvort sem þeir eru "sjóræningjar" eður ei, að lög skulu gilda. Það er með þeim sem við byggjum landið.
Og það er auðvitað rugl að ekki borgi sig að stoppa þá sem brjóta lögin, vegna þess að líklega munu þá aðrir gera það.
Lögbrot er alltaf lögbrot.
Ef margir eru hins vegar þeirra skoðunar að lögin séu röng og ekki "barn síns tíma", ef svo má að orði komast, er sjálfsagt að berjast fyrir því að þeim sé breytt.
Engir eru í betri stöðu í slíkri baráttu, en þeir sem eiga sæti á Alþingi.
Það hlýtur því að klaga upp á þá að leggja fram lagabreytingar hvað varðar höfundarétt, ef þeir eru sannfærðir um að slík lög þjóni ekki nútímanum.
Og að mínu mati er sjálfsagt að ræða um höfundarétt og hvort hann sé og ítarlegur, eða lög hvað slík réttindi varðar þurfi endurskoðun.
Ekki síst er t.d. eðlilegt að ræða hvers vegna höfundaréttur er jafn misjafn og raun ber vitni.
Út af hverju er t.d. höfundaréttur á tónverki varin þangað til 70 árum eftir andlát höfundar (ef ég man rétt), en allir mega kópera lyf 20 árum eftir að sótt er um einkaleyfi fyrir því?
Er það af því að tónlistarmenn eru gjarna "poppstjörnur", en vísindamenn eru "nördar", eða er eitthvað annað sem spilar þar inn í?
Er meiri ástæða til að höfundarvernda lög á geisladiski, en þá uppfinningu sem geisladiskurinn sjálfur er?
Nú skil ég mætavel og hef fulla samúð með því sjónarmiði að tónlistarmenn og aðrir hugverkasmiðir vilji fá greitt fyrir vinnu sína, en gildir ekki það sama um vísindamenn og aðra hugvitsmenn?
Út af hverju þarf t.d. lítil rakarastofa að greiða gjald fyrir það að þeir 2 til 4 viðskiptavinir, sem þar eru inni á sama tíma, hlusti á lag í útvarpi, þegar útvarpsstöðin hefur þegar greitt höfundi og flytjendum lagsins fyrir réttinn til að útvarpa því?
Rakarastofan þarf í ofanálag (í sumum tilfellum) að greiða útvarpsstöðinni fyrir að njóta útsendingar hennar, sem er auðvitað að hluta til notað til að greiða lagahöfundum umrætt gjald.
Er þetta dæmi um að höfundaréttur hafi verið teygður og langt?
Það er sjálfsagt að ræða höfundaréttarmál mun meira en nú hefur verið gert.
Ef til vill er þörf á breytingum á þeim, ef til vill ekki.
En það þurfa allir að fara eftir lögunum, á því á ekki að gefa afslátt og í raun stórhættulegt ef alþingismenn eru að leggja slíkt til.
En þeirra eru löggjafarvaldið.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.9.2015 | 15:26
Að gera meiri kröfur til einkaaðila en opinberra
Það er rétt að fagna því að frumvarp um frjálsa sölu á áfengi skuli verða lagt fram á ný. Hvernig sem fer, er fyllsta ástæða til þess að Alþingi taki afstöðu til málsins og almenningur fái að sjá hverjir eru fylgjandi og hverjir á móti.
En ég set nokkurn fyrirvara við aukin skilyrði og refsigleði sem hefur bæst við frumvarpið.
Vissulega er það svo að allir eiga að fara eftir lögunum. Til að tryggja það er rétt að hafa einhverjar refsingar.
En hvort að allt að 6 ára fangelsi sé réttlætanlegt fyrir það eitt að einhver mistök eigi sér staði í afgreiðslu finnst mér vel í lagt.
Það er rétt að hafa í huga að líklega hafa þúsundir undir lögaldri keypt áfengi í í verslunum ríkisins (ÁTVR) i gegnum tíðina. Sá sem þetta skrifar er einn af þeim.
Aldrei hefur verið talað um að refsa þurfi fyrirtækinu, sekta það, fangelsa afgreiðslufólk eða stjórnendur fyrirtækisins.
Er nauðsynlegt að þyngja refsingar svo um munar, ef sala er færð í hendur einkaaðila?
Þykir það sjálfsagt að gerðar séu mun strangari kröfur til einkafyrirtækja en opinberra, þannig að engin mistök megi eiga sér stað?
P.S. Svo um endurtekin og ítrekuð brot, gegnir að sjálfsögðu öðru máli um afbrot af þessu tagi, rétt eins og öll önnur.
Áfengisfrumvarpið flutt aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.3.2015 | 11:34
Tvíeggjað - en líklega skynsamlegt
Þegar talað er um að gefa skattsvikurum upp sakir, er eðlegt að það veki viðbrögð - bæði neikvæð og jákvæð. Eðlilega eru skiptar skoðanir um hvort slíkt eigi að gera, eða sýna "fulla hörku".
Svona "sakauppgjafartímabil" er þekkt víða erlendis og hefur ef ég hef skilið rétt gefist ágætlega, t.d. í Þýskalandi og Ítalíu. Noregur mun einnig hafa slíkt fyrirkomulag ef ég hef skilið rétt.
En auðvitað er rökrétt að rætt um hvort þetta sé æskilegt, og svo einnig hve langt "sakaruppgjafatímabil" eigi að vera, hve oft, eða hvort það eigi að vera viðvarandi.
Einnig hve hátt álagið eigi að vera, á það að vera mismunandi eftir upphæðum og hve langt aftur í tímann á álagið að gilda.
Það sem ef til vill skiptir ekki minnstu máli þegar menn velta því fyrir sér hvort að sakaruppgjöf sé réttlætanleg, er hvaða möguleika og líkur teljum við á því að skattrannsóknaryfirvöld geti náð árangri í að finna þá sem hafa svikið undan skatti, og rekið mál gegn þeim fyrir dómstólum með árangri.
Það má líka líta til þess, að alþekkt er að dómstólar líti mildari augum á þá sem hafa komið sjálfviljugir og viðurkennt brot sín, eða verið samstarfsþýðir við löggæslu eða gert við hana "samning".
Mér sýnist því að rökin fyrir því að setja "sakaruppgjafartímabil" í lög, séu fleiri og betri en að sleppa því.
Verulegar líkur eru á því að skattur verði greiddur af fjármunum sem ella yrðu áfram "utan lögsögu".
En ég hef ekki mótað mér neinar fastar skoðanir á því hvernig útfærslan eigi að vera.
Skattsvikarar fá eins árs frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2015 | 14:48
Þar sem vandamálin hverfa
Einn einn andstæðingur Putins, forseta Rússlanda "hverfur". Myrtur í alfaraleið. Árásarmannana er leitað.
Þetta er ekki fyrsti andstæðingur Putins sem "hverfur".
En auðvitað er ekki vitað hver myrti Boris Nemtsov, og satt best að segja er það ekki mjög líklegt að það upplýsist.
Þó er það auðvitað ósannað að Putin hafi nokkuð með morðið að gera. Vissulega hefur Moskva og Rússland sinn skerf af glæpamönnum og sálsjúkum morðingum eins og aðrir staðir, jafnvel heldur ríflegri.
En þær fregnir að Putin ætli sjálfur að "stjórna" að vera höfuð rannsóknarinnar á þessu pólítíska morði, segir okkur allt sem þarf, um hvernig ríki Rússland er.
Að forseti hafi þannig afskipti og "yfirumsjón" með rannsókn á morði pólítísks andstæðings, á sér líklega fá fordæmi, nema í Sovétríkjunum.
Að valdi forseta og löggæslu sé blandað saman á þennan máta, sýnir hvar valdið "kemur saman" í Rússlandi.
Í hvers hendi þræðirnir liggja.
P.S. Eftir því sem sagt er hafði Nemtsov verið að vinna að birtingu sannana um hvernig Putin og Rússland stjórna "aðskilnaðarsinnum" í Ukraínu, og í raun stríðinu þar.
Boris Nemtsov skotinn til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2015 | 08:29
Er eðlilegt að sverja eið, með andlitið hulið?
Ýnmis vandræði í samskiptum Vesturlandabúa og múslima hafa verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarin misseri.
Það er ekki eingöngu vegna hryðjuverka, þó að þau hafi ef til vill verið fyrirferðarmest í umræðunni, heldur einnig smærri atriði s.s. blæjur, eða hijab, niqab (ég vona að ég skrifi þetta rétt) og jafnvel fleiri abrigði sem ég kann ekki að nefna.
Eðlilega hefur sítt sýnst hverjum, í þessi eins og mörgu öðru. Sumir vilja alfarið banna slíkan klæðaburð, en aðrir hafa sagt að slíkt ætti að vera val hvers og eins.
Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að óeðlilegt sé að banna "búrkur", en hafa verði í huga að einstaklingar sem ákveði að klæðast þeim, geti ekki notið allra réttinda og þjónustu. Ég bloggaði um það síðast liðið sumar.
Það getur því verið að banna verði slíkan klæðnað við viss tækifæri.
En nú er komið upp athyglisvvert mál í Kanada. Þar hefur kona sem er múslimatrúar krafist þess að henni verði heimilt að klæðast niqab við athöfn þar sem hún yrði ríkisborgari í Kanada.
Slíkt hefur verið bannað, en dómstóll dæmdi konunni nýverið í hag, en ríkisstjórnin áfrýjaði málinu.
Ríkisstjórnin er þeirrar skoðunar að athöfnin sé þess eðlis að einstaklingar verði að vera "þekkjanlegir" og sýna "sitt rétta andlit", ef svo má að orði komast.
Konan hefur þó sagt að það sé ekki vandamál af hennar hálfu, að sýna andlit sitt í einrúmi, fyrir athöfnina.
Það hefur einnig komið fram í fréttum að ekki sé vandamál fyrir einstaklinga að kjósa, þó að andlit þeirra sé hulið og þeir uppfylli skilyrði og síni persónuskilríki.
Meanwhile, an Elections Canada official on Friday confirmed that if someone shows up at a voting location with their face shielded, they may still vote as long as they are registered, show proof of identity and residence, and swear the oath of eligibility.
This protocol has been in place for the last two elections.
En málið hefur vakið athygli í Kanada, enda áður staðið deilur um svipuð eða sama efni. En það verður athyglisvert að sjá niðurstöðuna í þessu máli.
Málið er mikið rætt og margir stíga varlega til jarðar. Stjórnarandstaðan er varfærin í yfirlýsingum sínum, og fæstir taka skýra afstöðu.
"Álitsgjafar", efast margir um að ríkisstjórnin vinni málið, en telja hana þó flestir, njóta stuðnings meirihluta íbúanna.
Hér er viðbótarumfjöllun í National Post.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2015 | 05:49
Að semja við glæpamenn? Tvöfallt siðgæði? Óhefðbundin barátta?
Það er alveg rétt sem kemur fram í fréttinni, að það að kaupa hugsanlega þjófstolin gögn, af einstaklingi sem vill fá greitt "svart", hlýtur að vekja upp spurningar varðandi tvöfallt siðgæði og lagalegar hliðar.
Spurningin um hvort hægt sé að staðfesta gögnin og gera þau gildandi fyrir dómi, er að mínu mati einnig fullgild.
Það er því þarft að hið opinbera reyni að smíða einhvern lagaramma utan um gjörning sem þennan.
En það er ekkert nýtt að ákæruvald semji við "glæpamenn" og þeir fái vægari refsingu, eða hana niðurfellda fyrir upplýsingar um glæpi sem hafa verið framdir.
Jafnframt er ekki óalgengt að þeir sem játi afbrot sín greiðlega, svo ekki sé talað um þá sem játa að fyrrabragði, njóti þess við ákvörðun refsingar.
Þess vegna er gott að hugmyndir um slíkt skuli vera komnar fram í skattamálum.
En það er ekkert óeðlilegra að eiga "óhefðbundið samstarf" í skattamálum en hvað varðar önnur lögbrot.
P.S. Ég hef stundum grínast með það að þeir sem ástundi "skattaundanskot", séu einfaldlega "aðgerðasinnar í skattamálum". En einhverra hluta hefur það yfirleitt ekki hlotið góðan hljómgrunn.
Tvöfalt siðgæði skattyfirvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.1.2015 | 05:26
Velkomin á 21. öldina
Það er ástæða til að minnast á og fagna þessu frumvarpi. Það er auðvitað löngu tímabært að afnema óþarfa hömlu á tjáningarfrelsi.
Það er engin ástæða til að fangelsa fólk fyrir að tala illa um trúarbrögð, gera grín að þeim eða leggja nafn einhvers guðs við hégóma.
Sjálfsagt munu einhverjir telja að Alþingi hafi mikilvægari hnöppum að hneppa.
Það má auðvitað til sanns vegar færa. En það hefur líka hneppt mörgum sem eru síðri.
Það er aldrei án tilgangs að leiðrétta óréttlát eða ósanngjörn lög.
Grín og hæðni að trúarbrögðum getur verið góð og skemmtileg, en líka smekklaus.
En það er óþarfi að smekkleysi varði við lög.
Vilja afnema bann við guðlasti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)