Færsluflokkur: Löggæsla
2.10.2014 | 04:59
Æskilegt, en varasamt
Ég held að flestir geti verið sammála um það að æskilegt væri að skattayfirvöld kæmust yfir upplýsingar um undanskot Íslendinga frá skatti.
Að upplýsa lögbrot er æskilegt og eitt af hlutverkum yfirvalda.
En svo er það siðferðislega og lagahliðin.
Er alveg sama hvernig upplýsingarnar eru fengnar, hversu áreiðanlegar eru þær og síðast en ekki síst standast þær fyrir dómi.
Er réttlætanlegt að hið opinbera borgi t.d. "tölvuhakkara" stórar fjárhæðir fyrir upplýsingar sem hann hefur undir höndum eftir að hafa framið lögbrot?
Sama spurningin gildir auðvitað t.d. um starfsmann banka, sem kann að hafa tekið skjöl ófrjálsri hendi.
Geta yfirvöld varið það að ráða t.d "hakkara" til tölvuinnbrota? Tæplega, en hver er þá munurinn?
Svo er það spurningin um áreiðanleikann. Það er auðvelt að falsa skjöl nú til dags, nú eða reikningsyfirlit. Það má nokkuð ganga út frá því sem vísu að þær stofnanir sem skjölin eiga eða þau koma frá munu neita að tjá sig um það sem þar kæmi fram.
Hvernig er þá hægt að sanna að þau séu rétt?
Og í framhaldi vaknar spurningin hvernig myndu dómstólar taka á slíkum "sönnunargögnum"?
Ef gögn sýna undanskot, viðkomandi einstaklingur neitar sök, og viðkomandi fjármálastofnun neitar að sjá sig um málið, hvers virði eru gögnin fyrir dómstólum?
En svo má velta því fyrir sér hvort að gögnin geti leitt skattayfirvöld á rétta slóð, og auðveldað þeim að finna sönnunargögn, jafnvel þó að þau sjálf geti ekki staðið sem slík fyrir dómi.
Þannig eru ýmis álitamál, en vissulega er það þess virði að skoða þennan möguleika nánar.
En ein og spurningunum hlýtur að vera, eru lögbrot í lagi, ef afbrotamaðurinn finnur eitthvað misjafnt um aðra með lögbrotinu?
P.S. Til að enda þetta á léttu nótunum, verða menn að velta því fyrir sér hvort að þeir sem skjóta fé sínu undan sköttum, séu ekki einfaldlega áhugamenn um lægri skatta sem hafa ákveðið að gerast "aðgerðasinnar".
Ljóstrað upp um leynilega reikninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2013 | 17:50
Ríkisstjórn Íslands ekki samkoma kórdrengja
Kórdrengir myndu líklega ekki ná langt í FBI. Það myndu þeir líklega ekki heldur gera í Íslenskum stjórnmálum.
Og alls ekki ná sama stjórnmálaaldri og Össur, Jóhanna, Ögmundur eða Steingrímur J. Sigfússon.
En því hefur ekki verið svarað hvað Íslensku hagsmunir lágu að baki því að ríkisstjóirnin hafði afskipti af því að Íslenskur ríkisborgari hafði af fúsum og frjálsum vilja samstarf við FBI.
Einstaklingurinn fór síðan af landi brott með Bandarísku alríkislögreglumönnunum, og dvaldi í Bandaríkjunum í nokkra daga og sneri síðan heim á leið. Frjáls ferða sinna.
Var þetta andsnúið hagsmunum Íslenska ríkisins, eða Íslensku ríkisstjórnarinnar?
Hvað knúði Íslenska ráðherra til þess að skipta sér af lögregulstörfum með þessum hætti?
Verður því einhverntíma svarað?
FBI ekki samkoma kórdrengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2013 | 13:35
Stóra FBI málið
Það er frekar eritt að átta sig á þessu máli. Flest það sem fram hefur komið vekur fleiri spurningar en svör.
Hvers vegna skyldi einstaklingur gefa sig fram við Bandaríska sendiráðið, frekar en Íslensk lögregluyfirvöld?
Hvað færi 2. ráðherra í ríkisstjórn til þess að grípa inn í rannsókn á hugsanlegu sakamáli og síðan fyrirskipa að samstarfi við erlenda lögreglu skuli hætt?
Ef marka má fréttir þá flaug umræddur einstaklingur með FBI til Bandaríkjanna af fúsum og frjálsum vilja. Hafði þar nokkra daga samstarf við FBI og flaug síðan heim.
Er það eitthvað sem Íslensk stjórnvöld hafa áhyggjur af og vilja stöðva?
Hvers vegna gengur yfirlýsing ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara því sem næst þvert á yfirlýsingar ráðherra?
Hvaða Íslenskum hagsmunum (eða hagsmunum stjórnvalda) ógnaði FBI rannsóknin á Íslandi? Hvað var óeðlilegt við hana?
Finnst öllum það sjálfsagt að ráðherrar grípi inn í störf lögreglu með þessum hætti?
Ráðherra skulda útskýringar á þessu máli. Auðvitað ættu íslenskir blaðamenn að grafa til botns í þessu, en því miður er ekki hægt að vera bjartsýnn hvað það varðar.
Það er rétt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn á kjörtímabilinu sem virðist reynt að fela og breiða yfir mál sem tengist tölvunjósnum gagnvart Íslenskum stjórnvöldum.
P.S. Sorglegast af öllu finnst mér þegar gamla "kanagrýlu" hugsunarhátturinn fer á fullt og viðkomandi sér ekkert nema "ofríki" heimveldis og þar fram eftir götunum. Svo vilja líka ýmsir benda staðalímynd FBI í málið. Vondu löggurnar sem koma og taka yfir málið frá "small town sherrif". Senda hann út í kuldann en hann hefur svo auðvitað rétt fyrir sér.
Ögmundur vinnur að greinargerð um komu FBI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2012 | 00:42
Kaldrifjuð, fyrirlitleg morð án alls heiðurs
Ég hef ekki fylgst sérstaklega með þessu máli, en það hefur verið það fyrirferðarmikið í fjölmiðlum hér í Kanada að það hefur ekki farið fram hjá neinum. Málið er sorglegt og ógnvekjandi.
Það er ekki hægt annað að taka undir orð dómarans þegar hann sagði við dómsuppkvaðninguna að þetta væru kaldrifjuð, fyrilitleg morg, án alls heiðurs.
Það sorglegasta við málið er ef til vill að ungu stúlkurnar þrjár komu hingað til Kanada, fundu fyrir frelsinu, sáu möguleikana sem opið og frjálst samfélag hefur upp á að bjóða. Og guldu fyrir það með lífinu.
En eins og oft er með mál sem þessi vekja þau upp spurningar hvernig samfélagið brást við, hvers vegna var ekki hlustað á hjálparbeiðnir stúlknanna? Út af hverju tókst foreldrunum að blekkja þar til gerð yfirvöld aftur og aftur? Fjölkvænið vekur sömuleiðis upp spurningar.
Fundin sek um fjögur morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |