Velkomin á 21. öldina

Það er ástæða til að minnast á og fagna þessu frumvarpi.  Það er auðvitað löngu tímabært að afnema óþarfa hömlu á tjáningarfrelsi.

Það er engin ástæða til að fangelsa fólk fyrir að tala illa um trúarbrögð, gera grín að þeim eða leggja nafn einhvers guðs við hégóma.

Sjálfsagt munu einhverjir telja að Alþingi hafi mikilvægari hnöppum að hneppa.

Það má auðvitað til sanns vegar færa.  En það hefur líka hneppt mörgum sem eru síðri.

Það er aldrei án tilgangs að leiðrétta óréttlát eða ósanngjörn lög.

Grín og hæðni að trúarbrögðum getur verið góð og skemmtileg, en líka smekklaus.

En það er óþarfi að smekkleysi varði við lög.

 


mbl.is Vilja afnema bann við guðlasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bíð eftir því að Birgitta birti myndir úr Hyllands-Posten af Múhameðlaughing Nú skaltu ekki fjarlægja þetta:

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2015 kl. 07:40

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jyllands átti Þetta að vera! Vona að ég verði ekki drepinn fyrir það guðlastið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2015 kl. 07:40

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Vilhjálmur  Bestu þakkir fyir þetta.  Persónulega lít ég svo á að þetta snúist ekki um Birgittu eða Pírata.

Einfaldlega verið að leggja til að óþörf, óréttlát og hamlandi lög séu numin úr gildi eða breytt.

Skiptir mig engu máli hver leggur það fram.

Myndin af Múhameð er góð og fær að standa.

Það er engin ástæða til að æsa sig yfir svona.  Ég héld t.d. að Ásatrúarmenn hafi flestir ekki ekki æst sig yfir því að Marvel breytti Þór í stúlku, alla vegna hef ég ekki heyrt af neinum mótmælum.

Ég held að þeir hafi ekki einu sinni eflt seið gegn fyrirtækinu, hvað þá reist því níðstöng.

http://marvel.com/news/comics/22883/a_new_god_of_thunder_debuts_in_thor_this_october

G. Tómas Gunnarsson, 9.1.2015 kl. 08:10

4 identicon

Það er kominn tími til að afnema þessa óþurftarákvæði. Mér vitandi hefur þessu á Íslandi bara einu sinni verið beitt af heimsku, íslenzku yfirvöldunum, og það var fyrir allt annað!

En ég er handviss um að þingmenn VG greiði atkvæði á móti eða sitja hjá. Þeir vilja sennilega ekki styggja islömsku vinina sína.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 08:21

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Pétur  Ég held að lagaákvæðinu hafi verið beitt oftar en einu sinni.

Spegillinn og forsvarsmaður hans voru dæmdir eftir ákvæðinu.  Ég veit ekki hvort að svo hafi verið um fleiri.

En Spaugstofan lenti í yfirheyrslum vegna "Páskaþáttarins" og ritstjóri DV lenti í yfirheyrslum vegna birtinga skopmynda af Múhameð.

Þó ekki hafi komið til sakfellinga í þeim tilfellum, sýnir það að ákvæðið er virkt.

Hvort að fleiri sakfellingar hafi átt sér stað veit ég ekki um, en það segir í sjálfu sér ekki mikið. Ég man ekki það langt aftur.

G. Tómas Gunnarsson, 9.1.2015 kl. 10:20

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Sérann (Svavar Alfreð) er með skotheld rök:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/01/11/heimurinn_er_ekki_imagine/

Kristján G. Arngrímsson, 11.1.2015 kl. 18:41

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 @Kristján Lagið er gott, en ég held að það myndi ekki ganga upp að ætla lifa eftir því.  En það vekur til umhugsunar sem getur verið ágætt.

Svavar veit gjarna hvað hann syngur (eða tónar) og ég gæti í sjálfu sér tekið undir flest sem þarna kemur fram.

En gyðingar í Frakklandi hafa þegar liðið fyrir þessi voðaverk.  Sem leiðir aftur hugann að Luther.  Og hve þeir sem ofsóttir eru sýna öðrum ofsóttum gjarna lítinn skilning.

G. Tómas Gunnarsson, 11.1.2015 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband