Þar sem vandamálin hverfa

Einn einn andstæðingur Putins, forseta Rússlanda "hverfur". Myrtur í alfaraleið. Árásarmannana er leitað.

Þetta er ekki fyrsti andstæðingur Putins sem "hverfur".

En auðvitað er ekki vitað hver myrti Boris Nemtsov, og satt best að segja er það ekki mjög líklegt að það upplýsist.

Þó er það auðvitað ósannað að Putin hafi nokkuð með morðið að gera. Vissulega hefur Moskva og Rússland sinn skerf af glæpamönnum og sálsjúkum morðingum eins og aðrir staðir, jafnvel heldur ríflegri.

En þær fregnir að Putin ætli sjálfur að "stjórna" að vera höfuð rannsóknarinnar á þessu pólítíska morði, segir okkur allt sem þarf, um hvernig ríki Rússland er.

Að forseti hafi þannig afskipti og "yfirumsjón" með rannsókn á morði pólítísks andstæðings, á sér líklega fá fordæmi, nema í Sovétríkjunum.

Að valdi forseta og löggæslu sé blandað saman á þennan máta, sýnir hvar valdið "kemur saman" í Rússlandi.

Í hvers hendi þræðirnir liggja.

P.S. Eftir því sem sagt er hafði Nemtsov verið að vinna að birtingu sannana um hvernig Putin og Rússland stjórna "aðskilnaðarsinnum" í Ukraínu, og í raun stríðinu þar.

 

 

 

 


mbl.is Boris Nemtsov skotinn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband