Færsluflokkur: Formúla 1

Það var um miðjan dag einn í Monaco ...

Það var ljúft að horfa á tímatökuna nú í morgunsárið hér í Kanada.  Það kom mér nokkuð á óvart að Ferrari skyldi ná að einoka fremstu línuna, en það er nú aldeilis ekki ástæða til þess að kvarta.

Hvergi er póllinn jafn mikilvægur og í Monaco, hvergi eru minni möguleikar á því að fara fram úr, hvergi eru möguleikarnir á því að detta úr leik meiri.  Sérstaklega ef að rignir eins og spár virðast gera ráð fyrir að sé möguleiki á á morgun.

En þetta lítur vel út, en auðvitað er langt í frá að sigurinn sé í höfn, Monacobrautin kemur iðulega á óvart og hefur skilað ótrúlegustu ökumönnum í verðlaunasæti. 

En það verður gaman að fylgjast með í fyrramálið, þetta verður eins og venjulega spennandi keppni.

P.S.  Hörkuárekstur hjá DC.  Það er alltaf jafn "óraunverulegt" að hlusta á viðtöl við ökumenn sem maður hefur horft á klessa bílinn líkt og í þessu tilviki, nokkrum mínútum áður.  En DC var hvergi banginn.


mbl.is Ferrari á fremstu rásröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schumacher í Kanada

Michael Schumacher var víst að þvælast hér í Kanada nýverið.  Það var á vegum Ferrari og  olíufélagsins Shell og hitti hann víst verðlauna bensísölumenn víðsvegar að úr heiminum og sitthvað fleira.

Ekki hitti hég hann, en rakst hins vegar á örstutt viðtal við hann á msn.ca.  Schumacher hefur aldrei notið mikillar hylli hjá Kanadamönnum, allra síst eftir að hann ók á Villeneuve árið 1997.  En hér eru þó vissulega aðdáendur fyrir utan þann sem þetta skrifar, enda mikill fjöldi hér af Ítölskum uppruna.  Hjá þeim er flest sem viðkemur Ferrari goðumlíkt.

En það rifjaðist upp fyrir mér, er ég las viðtalið að fyrir nokkru rakst ég á þorpið Schumacher á korti.  Það er staðsett hér í norður Ontario.  Ekki er það þó nefnt eftir Michael, heldur einhverjum Fred Schumacher, sem var "mógúll" þar fyrir löngu.  Hvort að um einhver tengsl sé að ræða veit ég ekki, en þykir þó ólíklegt.


View Larger Map

1. Klassa kappakstur í Konstantínópel

Þeir sunnudagar sem hefjast með sigri Ferrari í Formúlunni eru góðir dagar.  Það var ljúft að sjá Massa hafa sigur í morgun.  Þriðji póllinn og þriðji sigurinn í röð.  Það hafa ekki aðrir leikið það eftir að sigra á braut þrjú ár í röð, síðan Schumacher hætti.  Hann er sá síðasti á undan Massa sem hefur afrekað það, að ég best man.

En Massa vann verðskuldaðan sigur, ók af öryggi frá upphafi til enda.  En ég hlýt að lyfta hatti mínum til Hamilton og McLaren.  Þeir eiga heiður skilið fyrir djarfa og skemmtilega útfærslu á keppnisáætluninni.  Ég veit ekki hvort að hún breytti í raun miklu, ég held að Raikkonen hafi misst möguleika á sigri eða öðru sætinu með afleitu starti sínu.  Það að falla niður í 6. sætið kostaði hann of mikið.

En það setti skemmtilegan svip á keppnina að hafa léttari bíl í baráttunni, og hefur án efa komið Ferrari ökumönnunum í nokkuð opna skjöldu.  En þetta gerði Hamilton kleyft að aka 3/4 keppninnar á hörðum dekkjum, en mjúku dekkin virtust ekki vera að gera sig vel hjá McLaren.  Það hlýtur hins vegar að vera McLaren mönnum umhugsunarefni að Hamilton skyldi ekki gera betur í tímatökunum á þetta léttum bíl 

Hefði hann verið á pól, er auvelt að hugsa sér að hann hefði náð nægu forskoti til að hafa efni á 3. þjónustuhléum.

En þessi sigur var mikilvægur fyrir Massa, hann er nú kominn í toppbaráttu ökumanna, stendur Hamilton jafn að stigum, en nær öðru sætinu.

Eins og er getur staða Ferrari því ekki verið betri.  En næstu tvær keppir gætu breytt því snarlega.  Fyrst Monaco og svo hér í Kanada.  Þetta eru brautir sem hafa ekki hentað Ferrari sérstaklega vel, en við verðum að vona að þeir hafi lagt sig fram við heimavinnuna.

En mér kæmi nokkuð á óvart ef við sjáum Ferrari sigra á þessum brautum.  En sérstaklega Monaco er þó gjörn að koma á óvart, oft verulega.


mbl.is Massa hafði þrennuna eftir fjörglímu við Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Istanbulpóll til eignar

Gríðarlega gott hjá Massa.  Póllinn í Istanbul hirtur þriðja árið í röð. Unnin til eignar eins og við grínuðumst stundum með í gamla daga þegar einhver náði að sigra þrisvar.

En ég missti af tímatökunni í morgun, eins og oft áður.  Nú var lokadagur í leikskólanum hjá Foringjanum, þannig að rólegra verður á laugardagsmorgnum yfir sumarið.

En Massa gerir sig líklegan til að sigra í Istanbul þriðja árið í röð.  Ekki alveg nógu gott að sjá Kimi í fjórða sætinu, en það er vonandi að hann hafi sig framúr  alla vegna Hamilton í startinu. Ferrari hefur startað vel undanfarið og vonandi verður þar framhald á. 

Þó að mér sé ekki um of um McLaren gefið, fagna ég því að sjá Kovalainen í fremstu röðinni.  Það sýnir að áreksturinn á Spáni hefur ekki haft nein áhrif á hann og ekki dregið úr honum kjarkinn.

Hamilton virðist ekki eiga of góða daga nú um stundir, en það er spurning hvenær honum tekst að komast í fyrra form.  Hann þarf á því að halda að sýna hvað í honum býr og landa sigri.

En það verður líklega eins og oft áður, að línur skýrast ekki fyrr en í fyrstu þjónustuhléum.  Þá sjáum við hvaða spil menn eru með á hendi.

Persónulega veðja ég á að Massa nýti pólinn til sigurs.  Spurningin er svo hvað Raikkonen tekst að klóra sig upp.  En Ferrari virðist vera að gera réttu hlutina nú sem svo oft áður.


mbl.is Hörð átök Massa og Kovalainen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komnir á kunnuglegar slóðir

Það er fátt meira hressandi en að rölta niður í kjallara ásamt heimasætunni í morgunsárið og sjá Ferrari vinna formúlukeppni 1 - 2.  Það er yfirleitt ávísun á góðan dag.

Þetta stefnir allt í réttar áttir.  Kimi eykur forskot sitt, Massa kominn í fjórða sætið og Ferrari á topinn í keppni bílsmiða.

Næst er það síðan Istanbul, sem ætti að kæta Massa, sem hefur alltaf gengið vel þar.  Massa vann þar 2006 og 7.  2005 var það Kimi, þá fyrir McLaren.  Það hafa því ekki aðrir en núverandi Ferrariökumennirnar borið sigur úr býtum í Istanbul.  Það kæmi mér því ekki á óvart að við næðum þriðja 1-2 sigrinum í röð.

Það var leiðinlegt að sjá Alonso detta úr leik, hefði bæði verið gaman og gott að sjá hann í þriðja eða fjórða sætinu, en Renault átti ekki góðan dag, og leiðinlegt fyrir Alonso að detta úr leik á heimavelli eftir ágætis akstur.

Hamilton skilaði sínu vel, en það var hrikalegt að sjá bíl Kovalainen hverfa inn í dekkjavegginn, en sem betur fer lítur út fyrir að hann hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.

Kubica heldur áfram að sanka að sér stigum, en Heidfeld varð fórnarlamb ákaflega óréttlátar reglu um þjónustuhlé á meðan öryggisbílinn er úti.  En það þýðir ekkert að þrefa við dómarana, eða reglurnar.

Mér sýndis af þvi atkviki þegar Bourdais og Piquet skullu saman að Red Bull veiti ekki af því að láta athuga speglana hjá sér, það er ekki einleikið hvað bílarnir þeirra lenda í keimlíkum árekstrum.


mbl.is Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

You have to have a Finn to....

Ég kom í ekki fyrir á stundatöflunni að horfa á tímartökurnar í morgun.  Eitt af því fá sem er mikilvægara en Formúlan hefur öll völd á laugardagsmorgnum, fjölskyldan.

Auðvitað er ég ánægður með að sjá Raikkonen á pól.  En ég er sömuleiðis ánægður með að sjá Alonso í öðru sætinu.  Það er gott fyrir bæði Ferrari og Formúluna að það séu fleiri bílstjórar sem berjast á toppnum, svo lengi sem Ferrari heldur sig í þremur fyrstu sætunum.

En það er freistandi að álykta að Alonso og Renault hafi verið að setja upp "show" fyrir Spænska aðdáendur hans. Að hann sé léttur af bensíni og hafi viljað gefa aðdáendum sínum í það minnsta góða tímatöku, vegna þess að hann viti að hann geti ekki gefið þeim ástæðu til að fagna í keppninni sjálfri. En Alonso er góður ökumaður og óþarfi að afskrifa hann með þeim hætti, þeir sem á eftir koma fara ekki auðveldlega fram úr honum, en ég reikna þó með því að sjá hann koma frekar snemma inn.

En við Ferrari menn getum ágætlega við unað, 1. og 3. sætið er vel ásættanlegt, báðir bílarnir á "hreina" helming brautarinnar og við vonumst eftir góðu starti.

Kubica heldur áfram að sýna hvers hann er megnugur, en McLaren virðast ekki alveg vera að finna sig þessa dagana.  Ef til vill er að koma í ljós að Hamilton er ekki nógu góður "alhilða" ökumaður.  Það er eitt að aka bílnum, en annar handleggur að koma því sem er að til skila til tæknimannana.  Það er einmitt það sem ökumenn eins og Schumacher og t.d. Alonso hafa verið orðlagðir fyrir að gera svo vel.  Ef til vill naut Hamilton þess í fyrra.

En nú er að rífa sig upp í fyrramálið og njóta keppninnar.

 
mbl.is Räikkönen marði Alonso á síðustu sekúndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá steig fram hinn þriðji

Schumacher The ThirdÞað er þetta með eplið og eikina (þó að epli vaxi auðvitað ekki á eikartrjám) og þarf líklega engan að undra þó að eitthvað "bensín" sé í blóði sonar Michaels Schumacher.

Ágætis árangur hjá drengnum og með sama áframhaldi sjáum við hann undir stýri á Ferrari eftir u.þ.b. 15 ár eða svo.

En hér er mynd af drengnum úr kappakstrinum.  Sami einbeitti svipurinn, sama mynstur á hjálminum, og sami "aðstoðarmaðurinn" og faðir hans hafði í æsku (þ.e.a.s. afi hans). 

Verðum við ekki að segja að þetta sé þrautreynd formúla.

 


mbl.is Schumi III á Alonsokörtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Massa - Raikkonen

Það er óneitanlega ljúft að hafa jafn rangt fyrir sér og ég hafði í færslu hér í gær, skrifaðri á eftir tímatökunum.  Þar taldi ég að það yrðu þjónustuhléin sem myndu ráða úrslitum.  En mínir menn sýndu það strax í upphafi hverjir það voru sem ætluðu að vinna þennan kappakstur og stýmdu öruggir til sigurs.

Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Massa, sem stimplar sig vel inn og er vonandi kominn á beinu brautina.  Raikkonen tekur forystuna í stigakeppni ökuþóra og allt á réttri leið með að vera eins og hlutirnir eiga að vera.

Góður dagur fyrir BMW sem taka forystuna í keppni bílsmiða, en að sama skapi dagur sem McLaren vill líklega gleyma sem fyrst.  Hamilton ætti verulega slaka byrjun, ók svo á Alonso (ég vildi sjá það atvik nokkrum sinnum frá mismunandi sjónarhornum) og náði sér aldrei á strik.  Kovalainen var aldri í "aksjón" og virtist ekki eiga möguleika í Bimmana.

Árekstur DC og Button virtist mér hér um bil vera endurtekið efni frá árekstri DC og Massa, og aftur var DC alltof seinn að loka og fer hreinlega í hliðina á Button.

Trulli ók vel á Toyotunni sem virðist á góðum degi getað blandað sér í toppbaráttuna, þó að svo væri ekki í dag.

En fínn dagur og fyrsti 1 - 2 sigur ársins (að sjálfsögðu hjá Ferrari).


mbl.is Gallalaust hjá Massa - Räikkönen efstur ökuþóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem gerist í svefnherberginu ...

Mig minnir að það hafi verið Pierre Trudeau, fyrrum forsætisráðherra Kanada sem sagði að .. The government should have no interest in what happens in the bedroom.  Ekki alveg orðrétt en meiningin var þessi.

Ég held að það sama ætti að gilda um fleiri, þar á meðal fjölmiðla og kappakstursmenn. 

Ekki það að í sjálfu sér er mér nokk sama hvort að Mosley sé forseti áfram eður ei, en það ber að dæma hann út frá því starfi sem hann hefur innt af hendi fyrir FIA, en ekki gleyma sér í safaríkum sögum af einkalífi hans.

Vissulega er þessi umfjöllun ekki íþróttinni til framdráttar, og "pressa" af þessu tagi aldrei æskileg, en þetta er farið að bera nokkurn keim af nornaveiðum.


mbl.is Vilja að Mosley segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott

Ég missti af tímatökunni í morgun, var vaknaður klukkan sjö þegar hún byrjaði, en það voru engin tök á því að sitja fyrir framan sjónvarpið.  Það varð að klæða ómegðina og koma svo konunni í vinnuna og Foringjanum í leikskólann.

En fyrst að mínir menn eru ekki á pólnum, þá er það nokkuð barasta hreinlega ljómandi að Kubica sé þar og rétt að óska honum og BMW mönnum til hamingju með þennan áfanga. Það verður að teljast ágætt að einhverjir aðrir en Ferrari og McLaren komist að.

En nú verða Ferrari að segja hingað og ekki lengra, og tryggja sér sigur á morgun.  Massa er nauðsyn fyrst og fremst að komast í mark, en Raikkonen þarf á sigri að halda til að mjaka sér nær fyrsta sætinu.

En það er margt sem bendir til þess að keppnin á morgun komi til með að ráðast að miklu leyti af þjónustuhléum og bensínmagni sem menn hafa á bílunum.

Ég spái því að Kubica verði fyrstur inn af toppbílunum og það er spurning sem hver verður best til þess fallinn að taka við forystunni þá.  Ég hef trú að Raikkonen sé með nokkuð mikið bensín á tanknum, en það verður líka að taka það með í reikningin að McLaren hafa venujulega enst vel inn í keppnirnar.

En það verður spennandi keppni í fyrramálið, og engin miskun með það að drifa sig upp um 7. leytið.


mbl.is Kubica vinnur fyrsta ráspól sinn og BMW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband