You have to have a Finn to....

Ég kom í ekki fyrir á stundatöflunni að horfa á tímartökurnar í morgun.  Eitt af því fá sem er mikilvægara en Formúlan hefur öll völd á laugardagsmorgnum, fjölskyldan.

Auðvitað er ég ánægður með að sjá Raikkonen á pól.  En ég er sömuleiðis ánægður með að sjá Alonso í öðru sætinu.  Það er gott fyrir bæði Ferrari og Formúluna að það séu fleiri bílstjórar sem berjast á toppnum, svo lengi sem Ferrari heldur sig í þremur fyrstu sætunum.

En það er freistandi að álykta að Alonso og Renault hafi verið að setja upp "show" fyrir Spænska aðdáendur hans. Að hann sé léttur af bensíni og hafi viljað gefa aðdáendum sínum í það minnsta góða tímatöku, vegna þess að hann viti að hann geti ekki gefið þeim ástæðu til að fagna í keppninni sjálfri. En Alonso er góður ökumaður og óþarfi að afskrifa hann með þeim hætti, þeir sem á eftir koma fara ekki auðveldlega fram úr honum, en ég reikna þó með því að sjá hann koma frekar snemma inn.

En við Ferrari menn getum ágætlega við unað, 1. og 3. sætið er vel ásættanlegt, báðir bílarnir á "hreina" helming brautarinnar og við vonumst eftir góðu starti.

Kubica heldur áfram að sýna hvers hann er megnugur, en McLaren virðast ekki alveg vera að finna sig þessa dagana.  Ef til vill er að koma í ljós að Hamilton er ekki nógu góður "alhilða" ökumaður.  Það er eitt að aka bílnum, en annar handleggur að koma því sem er að til skila til tæknimannana.  Það er einmitt það sem ökumenn eins og Schumacher og t.d. Alonso hafa verið orðlagðir fyrir að gera svo vel.  Ef til vill naut Hamilton þess í fyrra.

En nú er að rífa sig upp í fyrramálið og njóta keppninnar.

 
mbl.is Räikkönen marði Alonso á síðustu sekúndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband