Massa - Raikkonen

Það er óneitanlega ljúft að hafa jafn rangt fyrir sér og ég hafði í færslu hér í gær, skrifaðri á eftir tímatökunum.  Þar taldi ég að það yrðu þjónustuhléin sem myndu ráða úrslitum.  En mínir menn sýndu það strax í upphafi hverjir það voru sem ætluðu að vinna þennan kappakstur og stýmdu öruggir til sigurs.

Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Massa, sem stimplar sig vel inn og er vonandi kominn á beinu brautina.  Raikkonen tekur forystuna í stigakeppni ökuþóra og allt á réttri leið með að vera eins og hlutirnir eiga að vera.

Góður dagur fyrir BMW sem taka forystuna í keppni bílsmiða, en að sama skapi dagur sem McLaren vill líklega gleyma sem fyrst.  Hamilton ætti verulega slaka byrjun, ók svo á Alonso (ég vildi sjá það atvik nokkrum sinnum frá mismunandi sjónarhornum) og náði sér aldrei á strik.  Kovalainen var aldri í "aksjón" og virtist ekki eiga möguleika í Bimmana.

Árekstur DC og Button virtist mér hér um bil vera endurtekið efni frá árekstri DC og Massa, og aftur var DC alltof seinn að loka og fer hreinlega í hliðina á Button.

Trulli ók vel á Toyotunni sem virðist á góðum degi getað blandað sér í toppbaráttuna, þó að svo væri ekki í dag.

En fínn dagur og fyrsti 1 - 2 sigur ársins (að sjálfsögðu hjá Ferrari).


mbl.is Gallalaust hjá Massa - Räikkönen efstur ökuþóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó svo að við styðjum Ferrari til sigurs var nú mjög gaman að sjá að Kubica virtist vera að keyra á sama hraða og rauðu fákarnir.  Það er hið besta mál að fá fleiri samkeppnishæf lið í toppbáráttuna.

Arnfinnur Jónasson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:15

2 identicon

Sæll gamli, já þetta var óneitanlega sætt.

Hefur þú skoðað http://fis.motorgames.eu/ leikinn sem Balli Baldurs er með á netinu ? Við erum nokkrir með lið og saman með sveit Nyherji.is.  Mér hefur reyndar ekki gengið nógu vel það sem af er....þarf eitthvað að fara að selja og kaupa.

Heyri frá þér.

Sig.Aðils (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband