Færsluflokkur: Formúla 1

Enn er beðið eftir Sepang - Skyldi rigna?

Aftur er ég sestur niður hér við tölvuna og bíð eftir því að Formúlan hefjist í Sepang.  Sterkt kaffi og netrúntur enda hefst keppnin ekki fyrr en klukkan 3 hér að staðartíma.

Veðrið segir að það sé u.þ.b. 50% líkur á rigningu, þrumuveður og læti í kortunum, en enn hangir hann þurr.  Hitinn um 29°C og á uppleið, rakinn 74%.

Það gæti því ýmislegt óvænt gerst og útlit fyrir hörkuspennandi keppni sem vonandi lýkur með Ferrari sigri. 

Læt svo fylgja með loftmynd sem ég fékk lánaða frá Google Earth, þessi braut er óneitanlega yfirgengilega flott.

Sepang

 


Rautt

Við höfðum það 1 - 2 í tímatökunum, betra getur það náttúrulega ekki orðið.  Nú þurfum við hins vegar að færa þennan árangur yfir í kappaksturinn á morgun.

Annars eru þetta "the usual suspects" að mestu leyti á topp 10.  Glock átti þó góðan dag og Alonso rétt náði að skjóta sér inn í lokamælinguna.

Svo er að sjá hvað gerist á morgun, hann var skratti þungbúinn núna í tímatökunni, en ég veit ekki hvernig spáin er fyrir keppnina á morgun, en það er víst að legið verður yfir veðurkortunum í kvöld og nótt (að Malasíu tíma).

En við þurfum að vinna þetta á morgun, 1 -2.  Það verður líka fróðlegt að fylgjast með baráttunni innan liðanna, kemur Raikkonen til með að komast fram úr Massa?  Sama má svo segja með McLaren, kemst Hamilton fram úr Kovalainen?

Það verður án ef skemmtileg keppni á morgun.

 


Beðið eftir Sepang

Núna sit ég hér fyrir framan tölvuna og drep tímann þangað til tímatakan byrjar.  Eftir afar slæma byrjun í Ástralíu, þurfa Ferrari menn að sýna hvað í þeim býr.

Við þurfum á sigri að halda.

Þetta lítur ekkert allt of vel út, en þó eru Ferrari bílarnir í framlínunni, en áreiðanleikinn virðist ekki vera nægur.  Einhver vandræði með bílinn hjá Raikkonen en tímarnir sem koma þegar allt virkar sem skyldi ásættanlegir.

En það verður enginn heimsmeistari án þess að áreiðanleikinn sé til staðar, sérstaklega ekki eins og stigagjöfin er uppbyggð nú um stundir.

En af fréttum að dæma er nýtt slitlag á brautinni og ýmislegt óvænt getur skeð, en krafan núna verður sigur á morgun og við þurfum að vera í framlínuni í tímatökunum til að ná því.

En eins og oft áður virðast það vera Ferrari og Mclaren sem standa best að vígi fyrir keppnina og nú þurfum við að láta þá sjá rautt, og það ekki í speglunum.


Sjö

Þeir voru ekki nema sjö sem kláruðu í Melbourne.  Í fljótu bragði (síðan ég byrjaði að horfa á útsendingar frá Formúlunni)  man ég ekki eftir nema einni keppni þar sem færri hafa komið í mark, en það var í Monaco 1996, þegar 4. bílar luku keppni, gríðarleg rigning og Oliver Panis vann sinn eina formúlusigur.

En keppnin í "dag" var ágætlega skemmtileg, þó að niðurstöðurnar væru ekki beint til þess fallnar að kæta geðið.  Árangurinn hjá Ferrari var langt í frá ásættanlegur og stigin sem við bárum úr býtum full hringlaga.

En Hamilton vann þetta verðskuldað.  Það var gaman að sjá Rosberg á palli og eins og kemur fram í fréttini stal Bourdais  senunni með góðum akstri, en þó að hann sé nýliði í Formúlunni, er hann enginn nýgræðingur, hefur náð gríðarlega góðum árangri í CART kappakstri í Bandaríkjunum.  Það var grátlegt fyrir hann að falla úr keppni þegar svona stutt var eftir, en hann náði þó í 1. stig.

En þetta er helgi sem við Ferrari menn viljum gleyma sem fyrst, við horfum fram á veginn til Malasíu um næstu helgi.

P.S.  Ég hef nú ekki sammála því að skella skuldinni alfarið á Massa þegar þeir Coulthard skullu saman.  Ég hef reyndar ekki tækifæri til að skoða þetta aftur (hlýt að finna þetta á netinu þó), en mér sýndist þetta alveg eins vera DC að kenna, sem ætlar sér að loka of seint. En auðvitað er erfitt að dæma þetta, DC gaf það strax út að þetta væri Massa að kenna, en ég hef ekkert séð frá Massa sjálfum.


mbl.is Hamilton öruggur sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði - Fall er fararheill

Það er ekki hægt að neita því að byrjunin veldur mér vonbrigðum, en það má þó ekki lesa of mikið í fyrstu tímatökuna á tímabilinu.

En bilunin hjá Raikkonen setur þó ekki góðan tón, en það sem skiptir þó mestu máli er auðvitað keppnin á morgun.

En það sem vekur mesta athygli er feikigóður árangur hjá Kubica og sömuleiðis er Kovalainen að standa sig mjög vel.  En BMW hljóta að vera ánægðir með 2. og 5. sætið.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þeim Raikkonen og Alonso gengur á morgun, og ekki síður hvort að Massa nær að berjast við Hamilton og Kubica um sigurinn, en það verður líklega aðalmarkmiðið hjá Kovalainen að halda honum á bakvið sig, en þriðja sætið hans er gríðarlegur styrkur fyrir Hamilton.

Spurningin er m.a. hvort að McLaren láti ekki þungan hvíla á Hamilton, því sú hugsun að ef þeir hefðu sett fókus á einn ökumann í fyrra, hefði það skilað liðinu heimsmeistaratitli, hlýtur að sitja aðeins í huga þeirra.

En keppnin á morgun verður án efa skemmtileg, þó að ég geti ekki verið mjög bjartsýnn fyrir hönd minna manna.


mbl.is Hamilton á ráspól en meistarar byrja aftarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferrari eftirlíkingar

Það hafa líklega margir séð eða jafnvel átt Rolex eftirlíkingar, nú eða eftirlíkingar af Luis Vuitton vörum eða öðru slíku.    Mikið af þessu framleitt í Asíu og selt fyrir brot af því sem "the real thing" kostar.

En nú hafa víst verið á markaðnum allgóðar Ferrari eftirlíkingar og hafa víst þó nokkrir aðdáendur keypt sér slíkar "glæisikerrur" og verið sáttir, þó að þeir hafi vitað hvernig í pottinn væri búið.  Enda ekki á allra færi að snara út fyrir "the real thing", þegar rætt er um Ferrari.

En hér og hér má lesa nýlegar fréttir af vef BBC um þessa starfsemi.

Það er sem ekki bara á McLaren sem Ferrari þarf að vara sig :-)

Svo er farið að styttast í helgina, þar sem ég vona að Ferrari sýni "orginal" takta.


Veit á gott

Það er gott að sjá að drengurinn kemur vel undan vetri, virðist vera í feikna formi og líklegur til afreka.  Líkast til hefur saunadvöl og vodkadrykkja endurnært hann á heimaslóðum, nú í vetur.

En ég held að tímabilið framundan verði gott, hörkubarátta og mikil spenna, sem líklega endar svo með því að Ferrari hampar báðum titlunum enn á ný.

En það virðist sem mörg liðanna hafi verið að vinna heimavinnuna sína í vetur og það ætti að skila sér í góðri keppni.

En Ferrari, McLaren, Renault, BWM og Williams ættu og mæta sterk til leiks og líklega Red Bull liðin sömuleiðis.  Svo er að sjá hvað það verður sem kemur á óvart.

Nú er staðan sú að síðan 2000 hafa engin önnur lið en Ferrari og Renault unnið heimsmeistaratitil.  Ég spái því að það breytist ekki í ár, eins og áður sagði reikna ég með titilinum til okkar.


mbl.is Räikkönen í öðru sólkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra seint en aldrei

Það ber auðvitað að fagna því þegar menn sjá að sér og viðurkenna sekt sína.  Betra er seint en aldrei.  Þetta ætti líklega að þagga niður í þeim sem töldu liðið vera miklum órétti beitt og að FIA ræki þetta mál eingöngu í þágu Ferrari.

En það er gott að Ron Dennis og félagar eru farnir að sýna einhverja iðrun og biðjast afsökunar.

Refsingin sem liðinu var gerð getur heldur ekki talist ósanngjörn þegar litið er til alvarleika málsins.

Tjónið sem liðið hefur valdi Formúlunni er gríðarlegt og líklega ekki útséð með það enn.  Hinu er ég svo sammála að það er best að loka málinu og horfa fram á veginn.

Ef vel tekst til getur næsta tímabil orðið æsispennandi og hjálpað til að byggja Formúluna upp að nýju.  Það er margt sem bendir til harðrar og vonandi heiðarlegrar keppni.

En þegar beðist er afsökunar með einlægum hætti, er sjálfsagt að fyrirgefa.

P.S. Nú heyrast sögur um að Kovalainen verði ökumaður hjá McLaren.  Það gæti verið gaman að sjá hann keyra einn af toppbílunum. 

 


mbl.is McLarenliðið biður FIA fortakslausrar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugavert par

Ég held að þetta sé áhugaverð samsetning hjá Renault.  Það sem er ef til vill einna skemmtilegast og "skondnast" við hana er að hún því sem næst endurspeglar ökumannasamsetninguna hjá Mclaren síðasta tímabil.  Það er  Alonso og ungur efnilegur ökumaður sem nýkominn er úr F2.

Piquet hefur látið hafa eftir sér, rétt eins og Hamilton gerði, að hann hlakki mikið til að starfa við hlið tvöfalds heimsmeistara og hann geti mikið lært af honum.

Líklega hefur Alonso þó haft vaðið fyrir neðan sig í þessari samningagerð og ekki kæmi mér það á óvart að tekið sé fram í samingi hans að aðrir ökumenn liðsins hafi ekki aðgang að akstursgögnum hans, en hann þó líklega að þeirra.  Líklega hefur hann lagt áherslu á að "staða hans" fyrrum heimsmeistara verði virt innan liðsins.

En það verður gaman að fylgjast með hvernig Alonso og Renault tekst að "smella saman" á ný.  Sögulega séð hefur Renault alltaf tekist að framleiða feikna góðar formúluvélar, en spurningin er hvernig þeim tekst upp við sjálfa bílsmiíðina.

En ég hef alla trú á því að næsta tímabil verði gott, við eigum eftir að sjá Raikkonen, Massa, Alonso og Hamilton berjast af miklum kappi, og ekki ólíklegt að einhverjir eigi óvænt eftir að blanda sér í leikinn, rétt eins og Hamilton gerði þetta árið.


mbl.is Alonso og Piquet aka fyrir Renault
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Þessi niðurstaða var nokkuð augljós að mínu mati.  Það hefði enda verið þungt högg fyrir Formúluna ef titillinn hefði ráðist með þessu móti.  Þó átti ég jafnvel von á því að liðunum yrði gerð einhver málamyndarefsing, enda eru fordæmi fyrir því í svipuðum málum, m.a. þegar bensíni sem svipað var ástatt með var dælt á bíla þeirra Schumacher og Coulthards.  Ennfremur má minna á "dekkjamálið" hjá McLaren, þegar liðinu var gerð refsing en Hamilton ekki.

En það er auðvitað rétt hjá Hamilton að Raikkonen er vel að titlinum kominn, en ég skil ekki alveg hver tilgangur McLaren var með kærunni, ef ekki að reyna að ná titlinum.  Hvar var þá meiningin með tilstandinu?

Langaði þeim ef til vill bara svona til að setja "punktinn yfir iið" á þessu "anno horribilis" hjá liðinu?


mbl.is Áfrýjun McLaren nær ekki fram að ganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband