Istanbulpóll til eignar

Gríðarlega gott hjá Massa.  Póllinn í Istanbul hirtur þriðja árið í röð. Unnin til eignar eins og við grínuðumst stundum með í gamla daga þegar einhver náði að sigra þrisvar.

En ég missti af tímatökunni í morgun, eins og oft áður.  Nú var lokadagur í leikskólanum hjá Foringjanum, þannig að rólegra verður á laugardagsmorgnum yfir sumarið.

En Massa gerir sig líklegan til að sigra í Istanbul þriðja árið í röð.  Ekki alveg nógu gott að sjá Kimi í fjórða sætinu, en það er vonandi að hann hafi sig framúr  alla vegna Hamilton í startinu. Ferrari hefur startað vel undanfarið og vonandi verður þar framhald á. 

Þó að mér sé ekki um of um McLaren gefið, fagna ég því að sjá Kovalainen í fremstu röðinni.  Það sýnir að áreksturinn á Spáni hefur ekki haft nein áhrif á hann og ekki dregið úr honum kjarkinn.

Hamilton virðist ekki eiga of góða daga nú um stundir, en það er spurning hvenær honum tekst að komast í fyrra form.  Hann þarf á því að halda að sýna hvað í honum býr og landa sigri.

En það verður líklega eins og oft áður, að línur skýrast ekki fyrr en í fyrstu þjónustuhléum.  Þá sjáum við hvaða spil menn eru með á hendi.

Persónulega veðja ég á að Massa nýti pólinn til sigurs.  Spurningin er svo hvað Raikkonen tekst að klóra sig upp.  En Ferrari virðist vera að gera réttu hlutina nú sem svo oft áður.


mbl.is Hörð átök Massa og Kovalainen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband