Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
4.5.2020 | 07:30
Ef þú hefur klukkutíma aflögu, mæli ég sterklega með þessu viðtali
Líklega er þörfin fyrir fræðsluefni að minnka nú þegar byrjað er að slaka á samkomubanninu.
En það er ennþá löng leið að "normal" lífsháttum og margt sem vert er að velta fyrir sér.
Á YouTube má finna gott viðtal, þar sem John Anderson, fyrrum stjórnmálamaður í Ástralíu, ræðir við Skoska sagnfræðinginn Niall Ferguson. Ferguson hefur verið einn af mínum uppáhaldsagnfræðingum all nokkra hríð.
En viðtalið (eða fjarvitalið) kemur víða við og er æsingalaust. Virkilega þess virði að hlusta á (myndin gefur ekki mikið til viðbótar).
3.5.2020 | 18:37
Flugmenn Lufthansa bjóðast til það lækka laun sín um 45%
Ef marka má fréttir tapar Lufthansa samsteypan 1. milljón euroa á hverjum klukkutíma þessa dagana.
Það gerir 24. milljónir euroa á dag, 168. milljónir euroa á viku, 744. milljónir euroa í maí, ef ekkert breytist.
Gengið breytist ótt og títt, í dag jafngildir það 118.519.200.000, Íslenskum krónum.
Bara í maí.
Svipuð upphæð hefur líklega tapast í apríl.
Hvað mun slíkt tap vera í marga mánuði?
En Lufthansa mun sækjast eftir ríkisstuðningi. Lufthansa samsteypan mun að öllum líkindum sækja stuðning frá ríkissjóðum Þýskalands, Austurríkis, Belgíu og Sviss.
Samsteypan hefur enda starfsemi í öllum þessum löndum, og rekur þar flugfélög.
Eitthvað hefur verið deilt um hvernig skuli standa að slíkri björgun.
Talað hefur verið um að Þýska ríkið myndi leggja allt að 10. milljörðum euroa til félagsins. Nágrannalöndin gætu lagt allt að 6. milljörðum euroa.
Það eru gríðarlegir fjármunir.
Hvernig eignarhaldið eftir slíkar björgunaraðgerðir yrði, er óljósara, en ég hef bæði séð talð um "lágmarks ávöxtun", og svo að Þýska ríkisstjórnin yrði stór eignaraðili. Hvernig því yrði háttað með aðrar ríkisstjórnir er óljósara.
En Þýska ríkið gæti tekið allt að 25% eignarhluta í félaginu.
En það sem hefur ekki síst vakið athygli er að flugmenn Lufthansa í gegnum stéttarfélag (eða stéttarfélög)hafa boðist til að lækka laun sín tímabundið (talað um tvö ár) um 45%.
Að baki tilboðsins virðist vera sú skoðun að mikilvægt sé að vernda störf og þau verðmæti sem felast í félaginu.
P.S. Til þess að taka fram alla hagsmuni þarf ég auðvitað að segja frá því að ég er staddur í miðri ferð með Lufthansa.
Það er að hluta til ástæðan fyrir því að ég fylgist betur með því en öðrum flugfélögum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2020 | 16:29
Gróflega gengið á rétt neytenda
Ég get alveg skilið að ástandið er erfitt. Það er erfitt fyrir flugfélög og ferðaskrifstofur að endurgreiða ferðir. Lausafjárstaða þeirra er erfið.
En, að ganga jafn freklega á rétt neytenda og mörg stjórnvöld vilja, þar á meðal Íslensk, er verulega hættulegt fordæmi.
Það er verið að segja að lög og réttur, neytendavernd gildi aðeins við "bestu aðstæður".
Hvaða skilaboð eru það?
Ennfremur verður að hafa í huga að allt eins líklegt er að einhver af flugfélögum og ferðaskrifstofum sem um ræðir eigi eftir að fara í greiðslustöðvun og jafnvel verða gjaldþrota.
Hvers virði eru inneignarnóturnar þá?
Einskis.
Vilja takmarka neytendavernd flugmiðahafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2020 | 09:55
Misjafnir eggjasiðir eftir löndum
Ég vona að ég verði ekki sakaður um að stuðla að "upplýsingaóreiðu" en eftir því sem ég kemst næst skiptir meginmáli í hvaða landi egg eru keypt, hvort beri að geyma þau í kæli eður ei.
Í Bandaríkjunum og ýmsum öðrum löndum eru egg þvegin með sápu og heitu vatni áður en þau eru send í verslanir.
Það eyðir náttúrulegri "verndarhúð" sem er á eggjunum. Því er nauðsynlegt að hafa þau í kæli.
Það má lesa fróðleik þessu tengdu víða, svo sem á eggsafety.org, og hjá NPR.
Hvernig þessum málum er háttað á Íslandi hef ég ekki hugmynd um.
Hvort á að geyma egg í kæli eða við stofuhita? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2020 | 20:20
Viðtal sem allir ættu að hlusta á
Hafði virkilega gaman af því að hlusta á þetta viðtal Stefán E. Stefánssonar við Sigurð Jónsson.
Hef ekki lesið bókina, en viðtalið er fróðlegt og upplýsandi.
Hvet alla til þess að hlusta á hlaðvarpið.
Niðurlægði seðlabankastjórann (Hlaðvarp) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2020 | 15:49
Hvar er best að auglýsa?
Nú er mikið rætt um hvar opinberir aðilar á Íslandi eigi að auglýsa. Fyrirhugað er auglýsingaherferð til þess að fá Íslendinga til þess að ferðast innanlands.
Göfugt markmið.
En hvar á að auglýsa?
Ætti fyrst og fremst að auglýsa hjá Íslenskum aðilum, eða á einnig, og ef til vill í meira mæli að nota hina ýmsu samfélags/samskiptamiðla þó að um sé að ræða erlend fyrirtæki?
Stutta svarið hlýtur að vera að nota þá miðla mest sem bjóða upp á ódýrustu snertinguna.
Auglýsing er eitt og styrkur annað.
Nær einhver Íslenskur fjölmiðill álíka snertingu/verð og vinsælustu samfélagsmiðlarnir gera?
Verður ekki að gera greinarmun á auglýsingum og stuðning/styrk?
Auglýsingaherferðum er ekki ætlað að styðja við fjölmiðla heldur að ná árangri/markmiði.
Líklega verður þó alltaf einhver hluti af auglýsingaherferðinni beint að Íslenskum fjölmiðlum.
En ef "markaðslögmálin" eru látin gilda verður líklega mjög stór hluti af þeim hluta, eytt hjá Ríkisútvarpinu. Það hefur einfaldlega það stóra markaðshlutdeild.
Það er vissulega umhugsunarvert.
Það eru bara einstaklingar með "hjarðfofnæmi" eins og ég sem ekki finnast á samfélagsmiðlum.
Ef ná á til fjöldans, eru þeir líklega besta og ódýrasta leiðin.
Eins og gengur í miklu ati fer oft að bera á "yfirboðum" þegar stjórnmálamenn eru annars vegar.
Stjórnarandstaða tekur undir tillögur ríkisstjórnar, en telur einfaldlega þörf fyrir svo "mikið, mikið, meira".
Ein af þeim aðgerðum sem Íslenska ríkisstjórnin hefur gripið til er "allir vinna" sem hljóðar upp á endurgreiðslu á "vaski" fyrir vinnu iðnaðarmanna. Dregið hafði verið úr endurgreiðsluhlutfallinu, nú var það hækkað og jafnframt var skilgreiningin útvíkkuð og nær nú líka yfir bifreiðaviðgerðir.
Þó er tekið fram að upphæð án vsk, verði að vera 25.000.
Þá bregður svo við að stjórnarandstöðunni (eða hluta hennar) finnst að kvennastörfum vegið og vill endilega að hár- og snyrtistofur eigi líka a falla í þennan flokk.
Alltaf að bjóða betur.
Persónulega finnst mér að lágmarksendurgreiðslu upphæð mætti vera hærri, því vissulega kostar bæði fé og fyrirhöfn að afgreiða slíkar umsóknir.
En vissulega velti ég því fyrir mér (sem eyði í kringum 2000 kalli í klippingu u.þ.b. 7 til 8 sinnum á ári) hvað Íslendingar eyða á hár- og snyrtistofum?
Er algengt að þeir séu reglulega að eyða mikið yfir 25.000? Ef svo er, þurfa þeir einstaklingar á endurgreiðslu að halda?
En það má hins vegar velta því fyrir sér hvort að ástæða væri til þess að fella hljómlistarfólk og skemmtikrafta undir þessa reglu.
Þar er algengt að greiðsla sé vel yfir því lágmarki sem nefnt er hvað varðar bílviðgerðir.
Það myndi án efa létta undir með skemmtikröftum landsins, sem hafa átt erfiða tíma í samkomubanninu. Jafnframt gæfi það tækifæri á mælingu á umfangi "bransans", sem margir vilja meina að hafi verið vanmetinn hluti efnahagslífsins.
En stjórnarandstöðunni er alls ekki alls varnað.
Ég styð heilshugar hugmyndir hennar um að fundir Alþingis verði fluttir í stærra húsnæði.
Það ætti að vera tiltölulega einfalt mál ef vilji er fyrir hendi.
Baráttan við Kórónuveiruna á hvorki að aftengja lýðræðið né Alþingi.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2020 | 10:30
Alheims "auglýsingaþorpið"
Það má alveg taka undir það að æskilegt sé að allir aðilar í sömu atvinnugrein sitji við sama borð, sama hvar þeir eru staðsettir.
En það er auðveldara um að tala en að framkvæma.
Framfarir í samgöngum, tækni og samskiptum hefur gjörbreytt heiminum og líklega vilja fæstir snúa til baka.
Nú er til dæmis orðið býsna flókið hvar auglýsing er keypt og hvar hún er sýnd.
Það kannast margir að sjá mismunandi auglýsingar eftir hverju þeir hafa "leitað að", eftir því hvað þeir hafa keypt, nú eða hvar þeir eru stadddir eða eða hvað "IP tölu" þeir hafa valið sér.
Sumar auglýsingar sem Íslensk fyrirtæki kaupa í gegnum erlend fyritæki vilja þau að séu sýndar Íslendingum, en aðrar auglýsingar vilja þau sýna öllum nema Íslendingum, eða jafnvel bara Bretum, eða Þjóðverjum, o.s.frv.
Þetta bara dæmi um hvað erfitt getur verið að flokka slíkt. Þó er ef til vill mögulegt að gera slíkt eftir tungumálinu sem notað er í auglýsingunni.
Svo eru auglýsingar sem eru sýndar um allan heim, jafnvel samtímis. Telur Íslenska ríkið sig eiga rétt á því að skattleggja "Íslenska hlutann"? Slíkt er ómögulegt í framkvæmd. Þó er möguleiki í beinum útsendingum, t.d. í fótbolta að hafa mismunandi auglýsingspjöld á vellinum, eftir útsendingarlöndum.
En staðreyndin er sú að æ fleiri þjónustu er hægt að veita hvaðan sem er í heiminum.
Hvernig er t.d. hægt að tryggja að Íslenskir hýsingaraðilar standi algerlega jafnfætis keppinautum sínum erlendis? Gera þeir það?
Nú og mikið hefur verið rætt um það upp á síðkastið að erlendar vefverslanir geti selt Íslendingum áfengi, en innlendar ekki.
Hvernig getur Íslenska ríkið mismunað fyrirtækjum eftir þjóðerni?
Hvernig má það vera að það sé í lagi að beinar útsendingar með auglýsingum erlendra áfengisframleiðenda mega vera sýndar á Íslandi, en ekki áfengisauglýsingar í Íslenskum útsendingum eða frá Íslenskum framleiðendum?
Er Íslenska ríkið að mismuna eftir því frá hvaða landi útsending kemur?
Ætlar Íslenska ríkið að krefjast þess að fyritæki á við New York Times, Telegraph, Financial Times og Wall Street Journal, upplýsi um Íslenska áskrifendur og borgi af þeim innlendan virðisaukaskatt?
Eða ætlar það að jafna samkeppnisgrundvöllinn niður á við og afnema virðisaukaskatt af Íslenskum fjölmiðlum, ef til vill bæði áskriftum og auglýsingum?
Ef til væri það mun skynsamlegra en að halda skattheimtu og byrja "beingreiðslur"?
Svo er auðvitað spurningin hvor innlend samkeppni sé ekki jafn hættuleg og erlend, eða hættulegri, en látum það liggja á milli hluta nú.
Það eru margar spurningar og líklega færri svör, þannig er alla vegna ástandið hjá mér akkúrat núna.
En það er viðbúið að æ fleiri greinar þjónustu verði mögulegt að kaupa frá ólíklegustu stöðum í framtíðinni og spurningin um jafnræði á milli landa verði brýnni.
En svo er það spurning hvernig aðgerðir rúmast innan EEA/EES samningsins um hið frjálsa flæði?
Ég ætla ekki að fullyrða neitt um slíkt.
Skattlagt með sama hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2020 | 06:39
Æ, þeir gömlu góðu dagar þegar Reykjavíkurborg tapaði á ferðamönnum
Ég var sem oft áður að þvælast á netinu og þá kom þessi frétt upp neðarlega í einni leitinni. Síðan í febrúar á þessu ári en það virkar eitthvað svo ótrúlega langt síðan.
Tap borgarinnar af ferðamönnum 6-9 milljarðar
Þessir gömlu góðu dagar. En nú gefst tækifæri til að byrja upp á nýtt og ef til vill halda ferðamönnum i burtu frá borginni - til langframa.
Tap gengur ekki að eilífu.
26.4.2020 | 09:48
Að þóknast Kínverjum
Það er ekkert nýtt að ýmsir þjóðarleiðtogar teygi sig langt til þess að þóknast öðrum og oftast öflugri ríkjum.
"Finnlandísering" er hugtak sem í það minnsta þeir sem eitthvað muna eftir "kalda stríðinu" kannast við.
Finnland lagði sig í líma við að gera ekkert sem "úrilli Sovéski björninn" gæti ekki sætt sig við.
Einn Finnskur stjórnmálamaður lýsti þessu á þann veg, að þetta væri sú stjórnmálalega list að hneygja sig djúpt til austurs án þess að sýna afturendann í vestur.
Árið 1986 var staðan enn sú að kvikmynd var bönnuð í Finnlandi að "kröfu Sovétríkjanna". En það var myndin Born American, leikstýrt af Renny Harlin. Þá dýrasta kvikmynd sem hafði verið gerð í Finnlandi. En það er erfitt að sjá að hún hefði bakað Sovétríkjunum mikið tjón.
En nú er það "hið mjúka vald". Viðskiptahagsmunir og fá ef nokkurt ríki hefur efni á að hundsa þá, allra síst í núverandi ástandi.
Þegar viðskiptin fara ekki fram á jafnréttisgrundvelli og öðrumegin er einræðisstjórn eins flokks, sem getur ákveðið hvort viðskiptin fara fram eður, hefur sú ríkisstjórn meira vald sín megin.
Það segir sig eiginlega sjálft.
Mannflesta ríki í heimi með sístækkandi "millistétt" sem er "hungruð" í lúxusvörur og ferðalög.
Það má hneygja sig djúpt fyrir minna.
Þá erum við heldur ekki byrjuð að tala um hugsanlegar fjárfestingar, bæði í Kína og svo aftur "Sambandinu".
Mannréttindi eru svo annað mál. Vissulega eru þau afar takmörkuð í Kína. Þeir berja niður alla mótstöðu og andófsmenn hverfa. Aftökur eru algengar og grunur um að þær stjórnist að hluta til af eftirspurn eftir líffærum. Stjórnarandstaða er óþörf, enda veit Kommúnistaflokkurinn "hina réttu leið fram á við".
En við getum verið þakklát fyrir að Kínversk stjórnvöld eru kurteis og eru ekkert að segja frá þessu á "Twitter".
Þeir eru svo "tillitsamir" að þeir eru ekkert að segja t.d. frá fjölda aftaka opinberlega. Þá fellur "heiðurinn" af fyrirsögninni til Saudi Arabíu.
En bæði börn og stjórnmálamenn skynja auðveldlega það sem er bannað, þó að það sé ekki sagt berum orðum.
Það má ekki tala illa um Kína
Og Taiwan ekki stuðning sýna
Ekki tala um Tíbet
eða hitta Dalai Lama
Ekki gera neitt sem Kína er til ama
ESB dró úr gagnrýni á Kína eftir þrýsting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |