Ef þú hefur klukkutíma aflögu, mæli ég sterklega með þessu viðtali

Líklega er þörfin fyrir fræðsluefni að minnka nú þegar byrjað er að slaka á samkomubanninu.

En það er ennþá löng leið að "normal" lífsháttum og margt sem vert er að velta fyrir sér.

Á YouTube má finna gott viðtal, þar sem John Anderson, fyrrum stjórnmálamaður í Ástralíu, ræðir við Skoska sagnfræðinginn Niall Ferguson.  Ferguson hefur verið einn af mínum uppáhaldsagnfræðingum all nokkra hríð.

En viðtalið (eða fjarvitalið) kemur víða við og er æsingalaust.  Virkilega þess virði að hlusta á (myndin gefur ekki mikið til viðbótar).

YouTube

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Verð að viðurkenna að ég gafst upp eftir að hafa hlustað á Ferguson tala um sjálfan sig í 10 mínútur og hvernig komast hefði mátt hjá öllum vandkvæðum ef hlustað hefði verið á hann - því hann var auðvitað búinn að koma auga á í hvað stefndi löngu á undan öðrum.

(Ókei, Ferguson er alræmdur besservisser og sjálfumgleði hans er vel kunn - ég er haldinn algeru ofnæmi fyrir sjálfhverfum fræðingum, nema Kára Stefánssyni).

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2020 kl. 13:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Það er auðvitað ótrúlegt að nokkur skuli ræða, nú eða hlusta á einstakling sem skrifaði þann 26. janúar s.l.:http://www.niallferguson.com/journalism/miscellany/davos-man-is-cooling-on-stockholm-girl-greta-thunberg

In the same way, if it’s climate change the WEF-ers are most worried about, you should probably brace yourself for a coronavirus pandemic. Talking of cognitive dissonance, what the hell were we all doing at a massive global conference last week? Fact: at least three of the WEF attendees were from — you guessed it — Wuhan.

Þann 2. febrúar skrifaði Ferguson:http://www.niallferguson.com/journalism/miscellany/the-deadliest-virus-we-face-is-complacency

So you won’t be surprised to hear that I have been obsessively tracking the progress of the Wuhan coronavirus ever since the Chinese authorities belatedly admitted that it can be passed from human to human.

The coronavirus is much scarier than ebola, which has produced outbreaks and epidemics in some African countries but has not produced an international pandemic because transmission via bodily fluid is difficult, its symptoms are too debilitating and it quickly kills most hosts. Viruses such as the one originating in Wuhan are highly infectious because they are airborne. This variant has the especially dangerous quality that symptoms do not manifest themselves until up to two weeks after an individual becomes infected — and contagious.

Þetta er bara tvö dæmi. En ég eins og flestir gaf þessu engan gaum. Hefði líklega talið Ferguson (þó að ég virði hann mikils) "alarmist".

Það er sjaldnast skortur á "besservisserum", en staðreyndin er að ýmsir hafa "borgað meira inn á" titilinn en aðrir.  Ég er sammála því að Jöfurinn Kári Stefánsson sé einnig einn af þeim.

En ég áskil mér samt sem áður réttinn til að vera ósammála bæði "Njáli" og Kára, ef svo ber undir.

G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2020 kl. 16:59

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Horfði á þetta allt. Hann hefur vissulega séð lengra nefi sér en aðrir og ég er sammala honum um að þetta climate kjaftabull hefði getað beðið betri tíma. Það eru jú trúarbrögð, svo menn verða að fá að iðka þau líka.

Annað var svolítið mikil bölsýni á allt og alla. Enginn er að gera neitt rétt að hans mati og ekki ljósglætu að finna. Faraldurinn algerlega rangt meðhöndlaður. Efnahagsstefna Trump handónít og efnahagsstefnuleysi demókrata enn verra. Hann trúir að hann viti betur en allir aðrir og kannski gerir hann það. Allavega getur hann sagt "ég sagði ykkur það" ef eitthvað af því rætist. Hitt verður látið liggja hja garði.

Minnir mig á gamlan bölsýnan vestfirðing sem sagði: "Þetta fer illa á hvorn veginn sem það fer."

Jón Steinar Ragnarsson, 4.5.2020 kl. 17:32

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Áttu við, Tommi, að heimsbyggðin hefði betur hlustað á Ferguson og farið að hans ráðum?

Mér skilst að það hafi líka að minnsta kosti einn skáldsagnahöfundur séð þetta fyrir, gott ef ekki fleiri en einn. Hefðum betur hlustað á þá.

En þetta er einmitt gallinn við það þegar menn (eins og Ferguson) eru einum of troðnir af sjálfum sér, þeir ná ekki eyrum annarra. Maður leiðir þá hjá sér, hættir að hlusta eftir tíu mínútur, eins og ég gerði.

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2020 kl. 17:48

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Þetta er ekki "Sannleikurinn" (með stórum stað).

En Niall Ferguson hefur margt að segja og frá mörgu að segja.

Í dag er auðvitað meiri eftirspurn eftir "pollyönnu" sjónarmiðum og sjálfsagt má segja það á slíku sé meiri þörf.

En Trump svo dæmi sé tekið lyfti efnahagnum (eða alla vegna hélt honum á uppleið, eftir því hvernig er litið á málin), en ríkisfjármál Bandaríkjanna eru önnur saga og hafa ekki skemmtilesning um langa hríð.  En slíku breytir enginn á 4 árum og varla 8.

En þegar lánin eru svo há að "ríkið lokar" á nokkura ára fresti vegna ósamkomulags er ekki góð pólítík.  Báðir Bandarísku flokkarnir eru sekir í þessu efni.

Líttu á Frakkland.  Síðast þegar Frakkland var með plús á fjárlögum var u.þ.b. á svipuðum tíma og Pompidou mætti í svörtum Citroen til að hitta Nixon á Kjarvalsstöðum. (man annars nokkur eftir Pompidou).

En það er ekki vegna þess að ástandið sé ljómandi að launþegar eru að bjóðast til að taka á sig 45% launalækkun.  En það lítur betur út en að bætast í hóp þeirra milljóna sem eru og eru að verða atvinnlaus.

G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2020 kl. 17:52

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er ekki að segja að "heimurinn" hefði átt að afhenda Ferguson "lyklana" og láta honum eftir að ákveða viðbrögðin við Kórónuveirunni.

En hann sagði t.d. 1. mars:

"Yet those who blithely say, “This is no worse than the flu” — which will likely cause between 16,000 and 41,000 deaths in America this season — are missing the point.

What makes Covid-19 dangerous is not so much the threat it poses to the average person’s life, but the threat it poses to economic growth. Uncertainty surrounds it because it is so difficult to detect in its early stages, when many carriers are both infectious and asymptomatic. We don’t know for sure how many people have it, so we don’t exactly know its reproduction number and its mortality rate. There’s no vaccine and there’s no cure. Last week this uncertainty, crystallised by a leap in the number of Italian cases, gave the US stock market its worst week since the great banking crisis of 2008-9."

Ég er heldur ekki að segja að hann hafi sagt fyrir um hvernig málin þróuðust með einhverri nákvæmni. Það held ég að hann hafi ekki gert, en hann í raun hvatti til að hraða undirbúningi fyrir það sem gæti gerst.

Í sömu grein sagði hann:

"Although his administration did indeed take the right decision, early in the Chinese outbreak, to limit travel from China to America, it did little to prepare for the eventuality of a large US outbreak. Worse, last week Trump made the mistake of playing down the risk."

Hann taldi svo aftur miklar líkur á því að faraldur brjótist út í L.A., sem hefur ekki enn orðið að neinu sem virkilega alvarlegt getur talist.

8. mars skrifaði Ferguson:

"Similar processes have caused Covid-19 to spread with startling speed around the world, then outward from transport and social hubs. A British businessman who went from a conference in Singapore to a ski trip in the French Alps was one of the first superspreaders to be identified in this epidemic. The virus reached Switzerland via a group of tourists returning from Italy.

For all these reasons, the number of known cases in the U.S. (436) must be off by at least one order of magnitude and more likely two, simply because of the disastrous shortage of test kits."

Staðreyndin er auðvitað að margar "úttektir" höfðu verið gerðar og flest hin Vestrænu ríki voru vel undirbúin fyrir smitsjúkdóma, alveg þangað til hann brast á.

Bandaríkin voru sögð best undirbúin allra ríkja.

Ferguson er bara einn af þeim vert er að gefa gaum og hlusta á.  En ég mæli ekki með því að neinn geri hann að "leiðtoga lífs síns".

Ég mæli ekki með því að hafa slíka leiðtoga.

G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2020 kl. 18:39

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bæti því við hér að ég mælti hér fyrir nokkru með heimildamyndinni: The Planet of Humans.

https://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/2249218/

Það þýðir ekki að ég vilji fela Michael Moore stjórn á viðbrögðum og aðgerðum heimsins.

Ekki heldur Jeff Gibbs, leikstjóra myndarinnar.

En mér þótti hún virkilega athyglisverð og vert að eyða tíma til að horfa á hana.

G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2020 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband