Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Ungi litli... - Ferskjur, plómur og apríkósur

Ungi litli

Eins og ég hef áður minnst á er mikið fuglalíf hér að Bjórá og í næsta nágrenni.  Meðal annars hafa kardínálar verið hér tíðir gestir. 

Nú fyrir u.þ.b. 4 dögum sá ég að eitthvað mikið gekk á hjá kardínálahjónum hér úti í garðinum okkar og fór að athuga málið, var þá ekki ófleygur lítill ungi að spássera um garðinn. Ég var nokkuð hissa á þessu, hélt að ungastússi væri löngu lokið hjá öllum fuglum.  Helst hallast ég að því að um seinna varp hljóti að vera, eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í því fyrra.

En um nokkurt skeið fylgdums við með þeim hjónum bera mat til ungans, og svo læddist ég út og tók nokkrar myndir, sú besta fylgir með þessari færslu.

Tengdó kom svo úr ávaxtatínslu seinnipartinn, með svo mikið af ferskjum, plómum og apríkósum að við vitum varla hvað á að gera við þetta allt saman.

En hún er hæstánægð og við auðvitað líka, nýtíndir ávextir eru alltaf ljúffengir og geðbætandi, foringinn kann líka vel að meta þá, þannig að allir eru nokkuð kátir með lífið og tilveruna.


Hinn kanadíski "kóngur" Wikipedia

Flestir þeir sem þvælast um netið ættu að kannast við alfræðiorðasíðuna www.wikipedia.org .  Þar er allt unnið í sjálfboðavinnu (í það minnsta eftir minni bestu vitneskju).

Á vefsíðu Globe and Mail í dag er grein/viðtal við ungan kanadamann sem hefur helgað síðunni umtalsvert af kröftum sínum undanfarin ár.

Viðtalið má finna hér.

Datt í hug að þeir sem nota þessar síður (ég geri það töluvert) hefðu gaman af því að sjá eitthvað til fólksins á bakvið þær.

Hver skyldi nú annars hafa ritað þar inn mest um íslensk málefni?  Veit það einhver?


Ekki hundi út sigandi

Hér er heitt.  Í raun allt of heitt.  Ekki hundi út sigandi.  Loðfeldir ekki það sem gerir sig best í þessum hita.

Þó er spurning hvort ég verði að berjast út í LCBO og kaupa nokkra kalda.  Birgðahaldið í þeim geira er með rauðu blikkandi ljósi.

Hitinn hér er 36°C, en þegar rakastigið er tekið með, sem er víst um 50%, þá er tilfinningin eins og hitinn sé 48°C.  Allt of mikið fyrir nábleikan íslending eins og mig.

Ég og foringinn fórum þó í stuttan göngutúr í morgun, og vökvuðum síðan garðinn ofurlítið.  Ég held þó að skiptingin hafi verið 50/50.  50% af vatninu handa garðinum, 50% dreifðust á okkur feðgana.

Eftir sullið komum við inn og fengum okkur snarl og foringinn fékk sér "siestu" eins og hann gerir enn af og til.  Ég sit á skrifstofunni í kjallaranum, sem er eins og "vin í eyðimörkinni" svalur og þægilegur, en loftkælingin hefur varla undan á hæðinni.

Hér sést hér um bil enginn á ferli.  Aðeins einstaka bíll keyrir hjá. Engir eru gangandi.  Sem betur fer á eitthvað aðeins að rofa til á morgun, þá fer hitinn líklega niður í 32°C og spáð er skúrum.  Vonandi gengur það eftir.

 


Auðlegð í iðrum jarðar

Var að lesa skemmtilega frétt á visi.is, rétt í þessu.  Þar var fjallað um jarðhitann á Íslandi og hvað nýting hans sparaði mikinn innflutning á olíu.

Þar kom fram að til að hita upp þau hús sem íslendingar hita með jarðhita, yrði að flytja inn olíu að verðmæti u.þ.b. 30 milljarða króna.  Það er því ljóst að jarðhitinn er risastór auðlind.  Ekki er minna um vert að bruni olíunnar myndi orsaka að 2,5 milljónir tonna af koltvísoxíði færu út í andrúmsloftið, en til samanburðar segir í fréttinni að allur bílafloti íslendinga losi 700.000 tonn á ári hverjuj og þykir það mikið miðað við höfðatöluna margfrægu. 

Orðrétt segir í fréttinni:  "Ef hita ætti heimili landsins með rafmagni myndi þurfa 5800 gígavattstundir af raforku á ári. Til samanburðar framleiðir Kárahnjúkavirkjun 4600 gígavattstundir af raforku árlega. Hins vegar væri hægt að framleiða rafmagn fyrir sex sinnum fleiri heimili en nú eru í landinu með jarðvarmanum einum. Þannig væri til rafmagn fyrir um 2 milljónir manna."

Sjá fréttina hér.

Það er einnig vert að hafa í huga að íslenskir jarðvísindamenn hafa gríðarmikla þekkingu á nýtingu jarðvarma, og hefur sú þekking og það hugvit sem íslendingar ráða yfir, orðið að vaxandi útflutningsvöru, nú þegar íslendingar koma að jarðvarmavirkjunum víða um lönd.

Það er því óhætt að segja að jarðhitinn sé mikilvæg auðlind, og rétt eins og segir í fréttinni líklega mikilvægari en flest okkar gera sér grein fyrir. 

Við sem fáum heitavatnið okkar úr litlum tanki, sem hitar vatnið með gasi eða rafmagni, vitum líka hvers kyns lúxus það er að hafa óþrjótandi vatn úr krananum, þegar tekin er sturta eða farið í bað, sérstaklega ef margir eru í heimili.


Skrap, málning og hvalveiðar

Það hefur ekki verið mikið bloggað hér upp á síðkastið. Ekki það að ég standi í þeirri trú að það valdi mörgum vonbrigðum, en ástæðan er einfaldlega sú að nú stendur yfir mikil vinnutörn að "Bjórá", það þarf að skrapa, pússa, "skera" og rúlla. Þess utan þarf svo að pakka og flytja, þannig að það er yfirdrifið við að vera, eins og stundum er sagt.

Veðrið er ekki það hagstæðasta fyrir þessar athafnir, en hitastigið lafir rétt undir 30°C, og þess utan í rakara lagi, þannig að svitakirtlarnir hafa varla undan að dæla vökva út á hörundið.

Það er því líklegt að lengra verði á milli blogga á næstunni, en það það er margt sem ég þyrfti að koma hér á framfæri.

Eitt af því er grein sem nýlega birtist í Globe and Mail og fjallar um hvalveiðar.  En greinina má finna hér.

En það er margt áhugavert í greininni og hvet ég alla til að lesa hana, alla vegna þá sem láta sig hvalveiðar einhverju skipta, hvort sem þeir eru fylgjandi þeim eða á móti.

Hér eru nokkrar "klausur" úr greinnini:

"It wasn't until 1986 that the International Whaling Commission -- the international body responsible for the industry -- finally agreed to a moratorium. And by then whales had become a sacred totem, an object of veneration that entranced an entire generation of environmentalists.

But something has gone wrong.

More and more whales are being killed every year despite the moratorium. Five years ago, roughly 1,000 whales were taken annually, either outside the IWC's jurisdiction or under its dubious "scientific permit" system. Last year, the number had jumped to about 2,500 and it's expected to reach 3,215 by 2008."

"The short answer is that the kind of environmentalism born back in 1971 is finally collapsing under the weight of its own contradictions -- and the IWC moratorium along with it. The longer story involves the manipulation of science, vote-buying, sordid backroom deals, and a great deal of bad faith. Even Greenpeace and the world's whalers agree on that much.

Nobody expects the IWC to begin to authorize commercial whale hunts any time soon -- that would require a vote by 75 per cent of its membership, which has grown from 14 founding nations in 1946 to almost 70 today. But the June 18 resolution, sponsored by Japan, could mark a major turning point."

"The moratorium was never supposed to be permanent. It was originally intended to give scientists enough time to assess the world's badly depleted whale stocks and determine where sustainable quotas could be justified. And over the years, many whale populations were found to be in perfectly good health."

""We have to base resource management on science and knowledge, not on myths that some specifically designated animals are different and should not be hunted, regardless of the ecological justification for doing so," says Gro Harlem Brundtland, the ex-Norwegian prime minister who led the historic UN Commission on the Environment and Development. "There is no alternative to the principle of sustainable development. This is necessary and logical."

In the absence of such logic, the moratorium has resulted in perfectly healthy and abundant whale species showing up on the "banned" list of endangered animals maintained by the Convention on the International Trade in Endangered Species (CITES). For example, North Atlantic minke whales are listed even though neither the IWC nor the IUCN considers them in danger. As a result, the credibility of CITES is undermined, and a pall of doubt has been cast over the status of the truly endangered creatures it wants to protect."

"The rules allow North Pacific grey whales to be ground up into mink-farm feed by Chukchi hunters of the Siberian coast, even though the Chukchi have no long tradition of hunting the whales. At the same time, the IWC wants the abundant minke of the North Atlantic kept off-limits to whalers in Norway's Lofoten Islands because their ancient Norse culture isn't considered "aboriginal."

The same rules outlaw traditional, small-scale whaling by such ancient Japanese coastal communities as Abashiri, Taiji and Ayukawa, because those whalers have always sold their catches. But the IWC looks the other way when Greenland's Inuit kill whales and sell the meat and blubber."

Já, það er óskandi að hvalveiðar og verslun með hvalaafurðir verði leyfðar sem fyrst, enda get ég ekki séð neinar ástæður til annars, en auðvitað á að vernda þær tegundir sem eiga undir högg að sækja, engan hef ég heyrt tala um annað, en það á alls ekki við um allar hvalategundir.


Að búa til söguna

Ég má til með að vekja athygli á stórgóðu viðtali við nýútskrifaðan sagnfræðing sem birtist á vefsíðunni visir.is.

Sagnfræðingurinn er enginn annar en Ingólfur Margeirsson, sem flestir ættu líklega að kannast við, alla vegna þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum og tengdum efnum undanfarin ár.  Viðtalið er fróðlegt og fjallar að miklu leyti um lokaritgerð Ingólfs sem fjallar um meinta "sprengingu" ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, "í beinni", eins og margir eflaust minnast.

En vitnum smá í viðtalið:

" kjölfarið gerðist það að Þorsteinn missti fótanna innan Sjálfstæðisflokksins, Davíð bauð sig fram gegn honum og varð formaður. Þar með fékk flokkurinn alveg nýja ásýnd. Því má segja að fall Þorsteins hafi rutt Davíð braut og frjálshyggjunni sem honum fylgdi. Davíð myndaði síðar stjórn með Alþýðuflokknum árið 1991. En eftir kosningarnar 1995 voru Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur bara með einn mann í þingmeirihluta. Davíð þorði því ekki að halda áfram meirihutasamstarfi með þeim eftir kosningarnar 1995 og sneri sér til Framsóknarflokks. Það stjórnarform er enn í gangi. Vinstri flokkarnir fóru í stjórnarandstöðu og tóku að endurskilgreina sig sem svo leiddi til myndunar Samfylkingarinnar. Ég tel að Samfylkingin hafi orðið til vegna áhrifa þess að Þorsteinn hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Baldvin leiðir einnig líkum að því í viðtali sem ég tók við hann vegna ritgerðarinnar."
Ingólfur tók viðtöl við helstu þátttakendur í atburðarásinni í ritgerðinni.

Þeir eru Steingrímur Hermannsson, þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, spyrlarnir tveir í sjónvarpsþættinum sem voru Helgi Pétursson og Ólafur E. Friðriksson og svo Þorsteinn Pálsson, sem var ekki í sjónvarpsþættinum."

""Það sem ég spurði sjálfan mig var hvort ríkisstjórnin hafi í raun sprungið í þessari beinu útsendingu og ég rek bæði rök með og á móti í ritgerðinni. Ég komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki sprungið í útsendingunni heldur var hún þegar sprungin, og viðmælendur mínir taka undir það. Stjórnarslitin má rekja til þess að allt var búið að vera í upplausn hjá ríkisstjórninni og menn gátu ekki komið sér saman um efnahagsaðgerðir."

"Í viðtali Ingólfs við Jón kemur fram að hann hafi fengið tillögurnar afhentar sem trúnaðarmál og hafi viljað tíma til að fara yfir þær ásamt sínu fólki. Jón segist hafa gert ráð fyrir að hafa sólarhring til þess áður en Þorsteinn myndi leggja þær fyrir ríkisráðsfund. En þegar hann hafi heyrt fjallað um tillögurnar í útvarpsfréttum um kvöldið gerði hann ráð fyrir að Þorsteinn hefði lekið þeim í fjölmiðla og afréð því að mæta í sjónvarpsþáttinn með Steingrími til að skýra sína hlið. Síðan kemur í ljós að þessi leki kom frá Alþýðuflokknum að sögn Ingólfs. "Ég tók viðtal við Ólaf, sem var annar spyrla í þættinum, vegna ritgerðarinnar og hann segist hafa fengið tillögurnar frá Alþýðuflokksmönnum sem stóðu nærri Jóni Baldvin. Þetta er alveg nýr punktur í umræðuna þar sem þetta fríar Þorstein af þeim ásökunum að hafa lekið tillögunum í fjölmiðla. En eftir stendur ásökunin um að Þorsteinn hafi komið með þá tillögu um að fella matarskattinn til að skapa sér vinsældir.""

"Það voru stórar yfirlýsingar í sjónvarpsviðtalinu á sínum tíma og fjölmiðlamenn eru svo spenntir fyrir fjölmiðlum að þeir taka þetta náttúrulega upp að ríkisstjórnin hafi sprungið í beinni. Þetta verður svo að goðsögn sem allir þekkja. Að mínu mati er þetta einn af örfáum viðburðum sem standa upp úr í íslenskri fjölmiðlasögu sem goðsögn sem hefur haft gríðarleg áhrif. Þess vegna langaði mig að kanna hvort þessi túlkun fjölmiðla hefði verið byggð á misskilningi. Þannig er þetta ritgerð um hvernig nýir miðlar geta skekkt söguna.""

Viðtalið í heild sinni má svo finna hér.

Viðtalið er gott og vil ég hvetja alla til að lesa það, en sjálfur myndi ég gleðjast ef hægt væri að finna sjálfa lokaritgerð Ingólfs einhvers staðar á netinu og myndi þiggja með þökkum upplýsingar þar að lútandi, ef svo er.


Heimsendir er alltaf handan við hornið - er olían á þrotum?

Þau eru býsna mörg vandræðin sem hafa sótt svo að mannkyninu í gegnum tíðina.  Mörg hver hafa jafnvel verið talin "óumflýjanleg, af færustu vísindamönnum" svo notuð sé orð sem álík þeim sem oft heyrast.

Margir muna eflaust eftir "mannfjöldasprengingunni" svokölluðu, þar sem mannfjöldi yrði skjótt allt of mikill til að jörðin gæti borið hann.  Á áttunda áratugnum var þó nokkuð mikið fjallað um að kuldakast væri óumflýjanlegt á jörðinni, líklega skylli á ísöld.  Flestir kannast svo við 2000 vandann, yfirvofandi hlýnun jarðar, og svo það sem hefur verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri, að jarðarbúar séu í þann veginn að klára alla olíu sem til er, það er að segja innan nokkurra áratuga.

Þessi vandamál eiga það sameiginlegt að það er nokkuð vonlaust fyrir "bol" eins og mig að að mynda mér sjálfstæða skoðun á þessum málum.  Gagnaaðgangur okkar "bolanna" er frekar takmarkaður og við höfum hvorki tíma né fé til að þeytast heimshornanna á milli til að skoða aðstæður, né höfum við peninga til að kaupa dýr mælitæki.

Því verðum við "bolirnir" að treysta á aðra, við verðum að treysta því að þeir upplýsi okkur um ástandið og reynum svo eftir besta megni að móta okkar eigin skoðanir út frá því.  Stundum er það þó ískyggilega nærri því að við veljum okkur einhvern til að "halda með", því þegar svo misvísandi skoðanir koma fram, erum við "bolirnir" í raun ekki þeim vanda vaxnir að meta hver hefur rétt fyrir sér.

Ég hef þó leyft mér að hafa þá skoðun að  (byggða þó á upplýsingum frá öðrum, en ekki eigin athugunum) að olíuskorturinn sé orðum aukin.  Til sé mun meiri olía á jörðinni en "heimsendaspámennirnir" vilji vera láta.  Mín skoðun sé sú, að það sé spurning um betri tækni, við leit og olíuvinnslu sem sé það sem skipti máli, olíu sé víða að finna.

Það sýnir sig að nokkru marki í olíusöndunum hér í Kanada, vinnslan þar er að stóraukast með bættri tækni, auk þess sem hátt olíuverð hefur gert hana mun áhugaverðari en áður var. Olíusandar munu víst líka vera gríðarmiklir í Venezuvela.  Það mátti sömuleiðis sjá afar áhugaverða frétt á vef BBC fyrir nokkrum dögum. 

Þarna er verið að tala um gríðarlegt magn af olíu, en tæknin til að vinna hana á hagkvæman máta er ekki til staðar - enn.

Hitt er þó líklegt að olíuverð eigi eftir að haldast hátt um fyrirsjáanlega framtíð, þó að vonir standi til að það lækki eitthvað, fer það ábyggilega ekki í fyrra horf.

Það er líka ljóst að þó að olíubirgðir jarðar séu meiri en margir vilja telja, er engin ástæða til að slá slöku við að hagnýta aðra og vistvænni orkugjafa.

En það er heldur engin ástæða til að mála í sífellu skrattann á vegginn.


Hljómar vel

Það er hægt að taka undir það sem segir í frétt mbl.is, að þetta hljómar eins og vísindaskáldsaga, en áhugavert er það.

Vissulega vantar mikilvægar upplýsingar, svo sem hvað slík díselolía myndi hugsanlega kosta í samanburði við aðra díselolíu, hver stofnkostnaðurinn er o.s.frv. En það hljómar því sem næst og gott til að geta verið satt, að íslendingar geti fullnægt þörfum fiskiskipaflotans með framleiðslu díselolíu á Grundartanga.  Það er hins vegar ljóst að með síhækkandi orkuverði, koma "alternatívir" orkugjafar og framleiðsla æ sterkar inn í myndina.

Það er augljóst að maður þarf að "googla" sér meiri upplýsingar um þetta, þegar tími gefst til (ef einhver hefur ábendingar um síður, eru þær vel þegnar).

En í fyrstu atrennu, þá fann ég þetta haft eftir Klaus Lackner:  

" Overemphasis on conservation and “idyllic” energy sources is harmful as it hampers urgently needed economic development. Fossil fuels with carbon capture and disposal, nuclear energy including fusion and large scale solar energy must become central themes in developing a large and sustainable energy base"


mbl.is Hugmynd um olíuframleiðslu á Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mars express? - Hefjast hvalveiðar að nýju? - "Sexý rauðvínshaf" - Heilsudrykkir

Hinn kunni vísindamaður Stephen Hawking segir að jarðarbúar verði að fara að hyggja að nýjum heimkynnum.  Hann segir að Tunglið og Mars, séu fyrstu staðirnir sem við ættum að "nýlenduvæða", en jafnframt að við verðum að fara í önnur sólkerfi til að finna jafn góðan stað og Jörðina. Og hvenær?  Tunglið innan 20 ára og Mars innan 40.  Þetta mun hafa komið fram í fyrirlestri Hawking í Hong Kong í síðustu viku.

Þetta mátti lesa í frétt á vef Toronto Star í dag. Reyndar eru skiptar skoðanir á meðal vísindamanna á þessu, rétt eins og svo mörgu öðru.  Ekki sé ég sjálfan mig flytja búferlum, en auðvitað á aldrei að segja aldrei, eða hvað?

Ég hef nú áður minnst á það hér, að það þyki ekki "PC" að segjast hafa alist upp á hvalkjöti í æsku, ekki einu sinni hér í þessu selveiðilandi.  Ég er ennþá þeirrar skoðunar að rétt sé að veiða hvali, þó að vissulega þurfi að stíga varlega til jarðar í þeim efnum. 

En þær hvalategundir sem hafa sterkan stofn, er sjálfsagt að nýta.  Rakst á grein um Alþjóða hvalveiðiráðið á vefsíðu The London Times, það er ekki hægt að segja að hún sé jákvæð í garð hvalveiðiþjóða, sérstaklega liggur þeim þungt orðið til Japans, en greinin er ágætis dæmi um hvernig "alþjóða ráð" virka oft á tíðum, en greinina má finna hér.  En það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi fundur ráðsins fer, hvort að "hvalveiðiþjóðirnar" ná yfirhöndinni, eður ei.

Fyrir nokkru bloggaði ég um, eimingu á góðum rauðvínum frá Frakklandi og Ítalíu, þar var fjallað um þetta í hektólítrum, en í frétt The London Times, er þetta sett í flöskur: 

"The Commission’s announcement that it would spend €131 million to distil 430 million bottles of French wine and 371 million bottles of Italian wine into fuel was met with protests by French wine growers, who demanded that European taxpayers should buy 1.1 billion bottles of their produce."

"The European Commission will then spend €2.4 billion (£1.65 billion) digging up vineyards across the continent. "

"Such “crisis distillations” are becoming increasingly common, with the commission spending about €500 million last year turning wine into petrol, and viticulturists now producing wine knowing that it will never be drunk. Nearly a quarter of all Spanish wine now ends up being used for industrial purposes."

"Mariann Fischer Boel, the European Agriculture Commissioner, said: “Crisis distillation is becoming a depressingly regular feature. While it offers temporary assistance to producers, it does not deal with the core of the problem — that Europe is producing too much wine for which there is no market.” "

"Under the Common Agricultural Policy, the farmers will then be paid for not producing wine but for keeping up environmental standards on their land instead. Brussels, which for years paid people to set up vineyards, believes there are now too many small-scale wine-makers producing poor wine, and that the industry needs to consolidate. In France, there is one worker per hectare of vineyards; in Australia, one worker for every 50 hectares.

Previous attempts at reform have been blocked by the powerful French wine lobby, but the industry is probably now in such a crisis that it might accept change. "

Ég skal fúslega viðurkenna að það er mun meira "sexý" sitja uppi með "rauðvínsstöðuvatn", heldur en "lambakjöts og smjörfjöll", eins og við íslendingar eigum minningar um, en niðurstaðan er svipuð.  Skattgreiðendur borga.  Það er reyndar sláandi, að í báðum tilfellum var bændum fyrst borgað til að auka framleiðsluna, en síðan til að draga hana saman.

Landbúnaðarpólítík lætur aldrei að sér hæða.

Margir hafa án efa tekið eftir fréttum i dag, þar sem fram kemur að u.þ.b. 17 flöskur af öli, geti minnkað líkur á blöðruhálskrabbameini.  Það er óneitanlega einstök tilviljun að sama dag kemur fram frétt um að ef drukknir eru í það minnsts 4 bollar af kaffi á dag, dregur það úr líkum á að skorpulifur myndist um u.þ.b. 80%.  Ef litið er svo til eldri frétta um hollustu rauðvíns og hve mikið drykkja þess dregur úr líkum á hjartasjúkdómum, þykir mér einsýnt að ég verði mun eldri en reiknað hefur verið með hingað til.  Líklega mun ég verða allra karla elstur.

Nú bíð ég bara eftir góðum fregnum af koníaki og "rare" nautasteikum, og þá verður "kúrinn" fullkomnaður.


Kjarnorkukraftur í Ontario?

Ontariofylki hyggst endurbæta eldri kjarnorkuver sín og byggja í það minnsta eitt nýtt, ef marka má þær fregnir sem Toronto Star færir lesendum sínum i dag.  Blaðið telur sig hafa eftir áreiðanlegum heimildum að þessu hafi forsætisráðherra fylkisins,  Dalton McGuinty (Frjálslynda flokknum eða Liberal Party) lýst yfir á fundi hjá Bilderberg hópnum síðastliðinn laugardag.

Eins nærri má geta eru skiptar skoðanir um kjarnorku hér í Ontario sem svo víða annarsstaðar.  Að sama skapi hafa íbúar hér áhyggjur af loftmengun (smog) og var eitt af kosningaloforðum McGuinty´s, þegar hann var kjörinn árið 2003, að loka nokkrum af kolaorkuverum sem hér eru í gangi.  Loforð sem ekki hefur verið hægt að standa við.

En það er eðlilegt að kjarnorkan komi sterklega til greina.  Þegar hugsað er til þrýstings á lokun kolaorkuver, og "blakkátið" sumarið 2003 sem er Ontariobúum enn í fersku minni (er af mörgum talið hafa haft mikil áhrif á kosningarnar um haustið), er eðlilegt að spurt sé hvað eigi til bragðs að taka, hverjir eru möguleikarnir?

Vind og sólarorka eru ekki taldir raunhæfir möguleikar til að fullnægja þörfinni enn um sinn að minnsta kosti (vandinn eykst svo þegar barist er harkalega á móti vindorku, þegar hún telst sjónmengun eins og ég bloggaði um fyrir nokkrum vikum) og kolaverin eru ekki vinsæl.  Ontariofylki á ekki möguleika á mikilli vatnsorku, því hlýtur að teljast eðlilegt að augu ráðamanna beinist að kjarnorku.  Það er ekki óðeðliegt að þetta eigi eftir að verða fyrirferðarmikið í umræðunni í kosningunum árið 2007, en McGuinty segist ekki vera hræddur við það.  Ég hef heldur enga trú á því að það sé ástæða til, en þó gæti það sent nægilega marga kjósendur yfir á NDP (Nýi lýðræðisflokkurinn, eða New Democratic Party), til að frambjóðandi Íhaldsflokksins (The Ontario PC Party) John Tory ætti möguleika á að fella McGuinty.

Þetta er þróun sem ég tel að við eigum eftir að sjá víða í hinum vestræna heimi á næstu árum, kjarnorkan á eftir að koma æ sterkar inn í umræðuna.  Ef ekki verða stór stökk fram á við í orkuöflun, munu æ fleiri kjarnorkuver verða byggð.  Orkuþörfin mun ekki dragast saman, svo mikið er víst.

Sjá fréttir Toronto Star, hér og hér.

Ræðandi um umhverfismál, sem eru að sjálfsögðu mikið í umræðunni hér sem annarsstaðar.  Þá er rétt að minnast á að nú eru sveitarfélög að leita lausna varðandi sorpmál, en stærstur partur af sorpi Ontaribúa er fluttur yfir landamærin og urðað í Michigan (já, það er staðreynd að Bandaríkin taka við gríðarmiklu magni af sorpi frá Kanada).  Nú talið að sorpbrennsla sé eina raunhæfa framtíðarlausnin, þó að hún sé mun dýrari.  Möguleikar til orkuframleiðslu með brunanum mun þó minnka muninn, og svo er að sjálfsögðu bundnar vonir við aukna endurvinnslu.

En Toronto Star var einnig með frétt um þetta í dag.

Bæti hér við tengli á nýja frétt í Globe and Mail.  Ekki mikið nýtt, en gott að hafa fréttir sem víðast að.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband