Ekki hundi út sigandi

Hér er heitt.  Í raun allt of heitt.  Ekki hundi út sigandi.  Loðfeldir ekki það sem gerir sig best í þessum hita.

Þó er spurning hvort ég verði að berjast út í LCBO og kaupa nokkra kalda.  Birgðahaldið í þeim geira er með rauðu blikkandi ljósi.

Hitinn hér er 36°C, en þegar rakastigið er tekið með, sem er víst um 50%, þá er tilfinningin eins og hitinn sé 48°C.  Allt of mikið fyrir nábleikan íslending eins og mig.

Ég og foringinn fórum þó í stuttan göngutúr í morgun, og vökvuðum síðan garðinn ofurlítið.  Ég held þó að skiptingin hafi verið 50/50.  50% af vatninu handa garðinum, 50% dreifðust á okkur feðgana.

Eftir sullið komum við inn og fengum okkur snarl og foringinn fékk sér "siestu" eins og hann gerir enn af og til.  Ég sit á skrifstofunni í kjallaranum, sem er eins og "vin í eyðimörkinni" svalur og þægilegur, en loftkælingin hefur varla undan á hæðinni.

Hér sést hér um bil enginn á ferli.  Aðeins einstaka bíll keyrir hjá. Engir eru gangandi.  Sem betur fer á eitthvað aðeins að rofa til á morgun, þá fer hitinn líklega niður í 32°C og spáð er skúrum.  Vonandi gengur það eftir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband