Hljómar vel

Það er hægt að taka undir það sem segir í frétt mbl.is, að þetta hljómar eins og vísindaskáldsaga, en áhugavert er það.

Vissulega vantar mikilvægar upplýsingar, svo sem hvað slík díselolía myndi hugsanlega kosta í samanburði við aðra díselolíu, hver stofnkostnaðurinn er o.s.frv. En það hljómar því sem næst og gott til að geta verið satt, að íslendingar geti fullnægt þörfum fiskiskipaflotans með framleiðslu díselolíu á Grundartanga.  Það er hins vegar ljóst að með síhækkandi orkuverði, koma "alternatívir" orkugjafar og framleiðsla æ sterkar inn í myndina.

Það er augljóst að maður þarf að "googla" sér meiri upplýsingar um þetta, þegar tími gefst til (ef einhver hefur ábendingar um síður, eru þær vel þegnar).

En í fyrstu atrennu, þá fann ég þetta haft eftir Klaus Lackner:  

" Overemphasis on conservation and “idyllic” energy sources is harmful as it hampers urgently needed economic development. Fossil fuels with carbon capture and disposal, nuclear energy including fusion and large scale solar energy must become central themes in developing a large and sustainable energy base"


mbl.is Hugmynd um olíuframleiðslu á Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Hvaða rök getur þessi Klaus Lackner fært fyrir þessa sýn sem hann setur fram ? Mér sýnist hann ekki vera mjög ábyrgur. Málið er að við þurfum að gera bæði : Spara núna og stýðja dyggilega við þá sem 1) Vinna að aukinni notkun tækni sem þegar er til staðar og 2) Vinna að þróun nýrri lausna.

Þetta er nánast beint tekið úr fyrirlestri yfirmanns i IPCC, Rajendra K. Pachauri, í Háskóla Íslands í dag.

Ein leið væri að láta þá sem menga byrja að borga fyrir hluti af skaðanum og það nú þegar. Hingað til hefur sá skaði verið stórlega vanmetin og gerir þá um leið rísvaxinn styrk við úrelda tækni.

Morten Lange, 14.6.2006 kl. 16:04

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú vafasamt að dæma þessa hugmynd, eða þennan vísindamann (Lackner), eftir þessari frétt mbl.is eingöngu. Þess vegna sagði ég nú að ég yrði að "googla" þetta þegar ég hefði tíma og auglýsti eftir tenglum.

Þetta hljómar hins vegar að mínu mati athyglisvert (ég er ekki vísindamenntaður) og fyllilega vert að gefa þessu gaum.

Það gerir hins vegar lítið fyrir umræðuna, að mínu mati, að stökkva í skotgrafirnar og tala um óábyrga menn.

G. Tómas Gunnarsson, 14.6.2006 kl. 16:59

3 Smámynd: Morten Lange

Ég get verið sammála að það bæti oftast ekki umræðuna að tala um að einhver sé óábyrgur, jafnvel þó það sé ef til vill góð rök fyrir því. En að kalla hann óábyrgan er í þessu tilviki allveg í stíll við tónnin í þessa tilvitnun þar sem Lacker á að hafa sagt :

"Overemphasis on conservation and “idyllic” energy sources is harmful as it hampers urgently needed economic development."

það væri fróðlegt að vita meira um hvað hann hafi fyrir sér þegar hann varpar þessu fram. Oft hefur verið vitnað í rannsóknir sem hafa sýnt hið gagnstæða, nefnilega að orkusparnaður oftast borgi sig stórlega fyrir stór og litill fyrirtæki og fyrir fjölskyldur.

Ég held ég hafi fundið uppsprettuna fyrir tilvitnuna, en á þessa síðu, hjá "The Earth Institute", fann ég ekkert sem undirbyggir því að það þurfi að velja nýja tækni eingöngu og að áhersla á orkusparnað og endurnýjanleg orka sé skaðleg. Ég fór yfir glærusýninguna á síðunni sem tekur á orkumálum og hvernig liggur á að þróa nýrri tækni. Frekar birtast fleiri "fyrisagnir" eins og að öll vandamál mundi leysast ef við hefðum næg "hrein" orka. Hann er að fara langt fyrir utan sitt fagsvið þarna, og mjög margir leikmenn geta "afsannað" þessu auðveldlega. Vísindamenn og tæknimenn eiga að hafa skoðanir, og taka þátt í umræðunni, að sjáfsögðu, en þá þurfi að koma fram að þetta séu skoðanir, og ekki fræði.

Hér eru síðurnar :

http://www.euarthinstitute.columbia.edu/crosscutting/energy.html

Með glærusýningu of stutta samantekt:

http://www.earthinstitute.columbia.edu/crosscutting/cciseminars/2004fall/111104.html

Myndskeiðið á síðunnii er mjög langt, og ég lagði ekki í að horfa á það. Eftir 107 mínútna áhórf mundi ég með stór vissu ekki hafa séð rök sem undirbyggir tilvitnunina. Ég efast eiginlega um að yfirmaður "The Earth Institute væri sammála honum í þessu sem kemur fram í tilvitnunina, og kannski erfitt að finna samsvarandi fullyrðingar frá honum þar sem hann talar sem fræðimann. Eða hvað heldur þú ?

Þegar Wallace Broecker sem starfar með The Earth Institue og Íslenskum fræðimönnum kynnti bindingu á kolefni í jörðu, lagði hann ríka áherslu á að við þurfum allar þær lausnir sem við getum notað, minnka orkueyslu, þróa hreinsunaraðferðir og þróa nýjar leiðir til að "framleiða" orku með hætti sem menga minna. Yfirmaður IPCC, Dr. Rajendra K. Pachauri, sem hélt fyrirlestur í fyrirlestarröð forseta Íslands í dag, eins og Broecker gerði, tók í sama streng, "only more so".

Morten Lange, 15.6.2006 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband