Ađ búa til söguna

Ég má til međ ađ vekja athygli á stórgóđu viđtali viđ nýútskrifađan sagnfrćđing sem birtist á vefsíđunni visir.is.

Sagnfrćđingurinn er enginn annar en Ingólfur Margeirsson, sem flestir ćttu líklega ađ kannast viđ, alla vegna ţeir sem hafa fylgst međ stjórnmálum og tengdum efnum undanfarin ár.  Viđtaliđ er fróđlegt og fjallar ađ miklu leyti um lokaritgerđ Ingólfs sem fjallar um meinta "sprengingu" ríkisstjórnar Ţorsteins Pálssonar, "í beinni", eins og margir eflaust minnast.

En vitnum smá í viđtaliđ:

" kjölfariđ gerđist ţađ ađ Ţorsteinn missti fótanna innan Sjálfstćđisflokksins, Davíđ bauđ sig fram gegn honum og varđ formađur. Ţar međ fékk flokkurinn alveg nýja ásýnd. Ţví má segja ađ fall Ţorsteins hafi rutt Davíđ braut og frjálshyggjunni sem honum fylgdi. Davíđ myndađi síđar stjórn međ Alţýđuflokknum áriđ 1991. En eftir kosningarnar 1995 voru Sjálfstćđisflokkur og Alţýđuflokkur bara međ einn mann í ţingmeirihluta. Davíđ ţorđi ţví ekki ađ halda áfram meirihutasamstarfi međ ţeim eftir kosningarnar 1995 og sneri sér til Framsóknarflokks. Ţađ stjórnarform er enn í gangi. Vinstri flokkarnir fóru í stjórnarandstöđu og tóku ađ endurskilgreina sig sem svo leiddi til myndunar Samfylkingarinnar. Ég tel ađ Samfylkingin hafi orđiđ til vegna áhrifa ţess ađ Ţorsteinn hćtti sem formađur Sjálfstćđisflokksins og Jón Baldvin leiđir einnig líkum ađ ţví í viđtali sem ég tók viđ hann vegna ritgerđarinnar."
Ingólfur tók viđtöl viđ helstu ţátttakendur í atburđarásinni í ritgerđinni.

Ţeir eru Steingrímur Hermannsson, ţáverandi utanríkisráđherra, Jón Baldvin Hannibalsson, ţáverandi fjármálaráđherra, spyrlarnir tveir í sjónvarpsţćttinum sem voru Helgi Pétursson og Ólafur E. Friđriksson og svo Ţorsteinn Pálsson, sem var ekki í sjónvarpsţćttinum."

""Ţađ sem ég spurđi sjálfan mig var hvort ríkisstjórnin hafi í raun sprungiđ í ţessari beinu útsendingu og ég rek bćđi rök međ og á móti í ritgerđinni. Ég komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ hún hefđi ekki sprungiđ í útsendingunni heldur var hún ţegar sprungin, og viđmćlendur mínir taka undir ţađ. Stjórnarslitin má rekja til ţess ađ allt var búiđ ađ vera í upplausn hjá ríkisstjórninni og menn gátu ekki komiđ sér saman um efnahagsađgerđir."

"Í viđtali Ingólfs viđ Jón kemur fram ađ hann hafi fengiđ tillögurnar afhentar sem trúnađarmál og hafi viljađ tíma til ađ fara yfir ţćr ásamt sínu fólki. Jón segist hafa gert ráđ fyrir ađ hafa sólarhring til ţess áđur en Ţorsteinn myndi leggja ţćr fyrir ríkisráđsfund. En ţegar hann hafi heyrt fjallađ um tillögurnar í útvarpsfréttum um kvöldiđ gerđi hann ráđ fyrir ađ Ţorsteinn hefđi lekiđ ţeim í fjölmiđla og afréđ ţví ađ mćta í sjónvarpsţáttinn međ Steingrími til ađ skýra sína hliđ. Síđan kemur í ljós ađ ţessi leki kom frá Alţýđuflokknum ađ sögn Ingólfs. "Ég tók viđtal viđ Ólaf, sem var annar spyrla í ţćttinum, vegna ritgerđarinnar og hann segist hafa fengiđ tillögurnar frá Alţýđuflokksmönnum sem stóđu nćrri Jóni Baldvin. Ţetta er alveg nýr punktur í umrćđuna ţar sem ţetta fríar Ţorstein af ţeim ásökunum ađ hafa lekiđ tillögunum í fjölmiđla. En eftir stendur ásökunin um ađ Ţorsteinn hafi komiđ međ ţá tillögu um ađ fella matarskattinn til ađ skapa sér vinsćldir.""

"Ţađ voru stórar yfirlýsingar í sjónvarpsviđtalinu á sínum tíma og fjölmiđlamenn eru svo spenntir fyrir fjölmiđlum ađ ţeir taka ţetta náttúrulega upp ađ ríkisstjórnin hafi sprungiđ í beinni. Ţetta verđur svo ađ gođsögn sem allir ţekkja. Ađ mínu mati er ţetta einn af örfáum viđburđum sem standa upp úr í íslenskri fjölmiđlasögu sem gođsögn sem hefur haft gríđarleg áhrif. Ţess vegna langađi mig ađ kanna hvort ţessi túlkun fjölmiđla hefđi veriđ byggđ á misskilningi. Ţannig er ţetta ritgerđ um hvernig nýir miđlar geta skekkt söguna.""

Viđtaliđ í heild sinni má svo finna hér.

Viđtaliđ er gott og vil ég hvetja alla til ađ lesa ţađ, en sjálfur myndi ég gleđjast ef hćgt vćri ađ finna sjálfa lokaritgerđ Ingólfs einhvers stađar á netinu og myndi ţiggja međ ţökkum upplýsingar ţar ađ lútandi, ef svo er.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband