Færsluflokkur: Vísindi og fræði
6.10.2006 | 16:06
Uppsagnarfrestur í pólítík
Margir hafa kallað þennan blaðamannafund, "borðalagðasta" blaðamannafund Íslandssögunnar. Ég er þó þeirrar skoðunar að öryggi Björns í pólítík hafi ekki aukist á undanförnum dögum, öfugt við það sem vonandi gerist með öryggi Reykvíkinga.
Þó að enn sé alltof snemmt að spá fyrir um úrslit í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, enn á mikið eftir að gerast og baráttan er rétt byrjuð. Það er rétt að taka það fram að ég hef ekki atkvæðisrétt í umræddu prófkjöri, en hef óneitanlega gaman af því að spá í spilin, enda tel ég að prófkjörið verði spennandi og menn munu leggja mikið undir.
En ég er farinn að hallast að því að Gulli komi til með að hafa Björn í baráttunni um annað sætið.
Björn er einfaldlega búinn að gera mistök, mistök sem ég hef trú á að eigi eftir að kosta hann mikinn stuðning. Björn er búinn að senda inn "uppsagnarbréfið". Hann ætlar ekki að hætta í vor eins og svo margir aðrir þingmenn, nei hann ætlar að hætta eftir tæp 5 ár. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann ætli eingöngu að sitja næsta kjörtímabil, fari svo að hann nái kjöri.
Uppsagnarfrestur í pólítík er ekki 4 eða 5 ár, hann er mældur í vikum eða mánuðum.
Stjórnmálamenn senda ekki inn "uppsagnarbréfið" rétt áður en þeir leita stuðnings hjá flokksmönnum sínum. Það er ekki vænlegt til vinsælda. "Stuðningsmenn" leitast við að lýsa yfir stuðningi við þá sem þeir vonast eftir að séu á uppleið, ekki útleið. Það má því kalla það eitt af grunnlögmálunum í pólítík, að menn eru leyndardómsfullir um þau áform sín að hætta, þangað til á síðustu stundu
Það er stundum sagt að einungis þeir sem vita að þeir séu ekki velkomnir annars staðar, styðji þá sem eru á útleið. Ekkert er auðvitað algilt, en það er mikið til í því.
Þegar menn eru byrjaðir að tala um að hætta, verður pólítískt líf oft erfitt, alls kyns vangaveltur fara í gang og "áskorendur" vilja sparka undan þeim stólunum. Spyrjið bara Halldór Ásgríms og Tony Blair.
En auðvitað er þessi slagur rétt að byrja og of snemmt að afskrifa Björn "bónda", því báðir safna liði.
Auka á öryggistilfinningu fólks sem býr og starfar á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2006 | 14:41
Simpsons og raunveruleikinn
Ég held að þetta sé akaflega góð hugmynd. Það væri raunar óvitlaust að gera þetta að árlegum viðburði, Stjörnudagurinn hljómar ekki illa. Það viðrar vonandi vel fyrir "stjörnuglópana" sem munu standa víða um Ísland, stara upp í himininn og hlusta á lýsingu Þorsteins Sæmundssonar, en að lýsa himninum á meðan á þessu stendur er sömuleiðis afbragsgóð hugmynd. Nú er bara að vona að það verði auður himinn og skýin verði ekki til mikilla trafala.
Sömuleiðis mætti bjóða nemendum og foreldrum þeirra að koma saman í skólum, þar sem himininn yrði skoðaður undir leiðsögn til þess bærra kennara.
En ég get ekki staðist það, sem aðdáandi Simpson fjölskyldunnar, að minnast á að þegar er búið að prufa þessa hugmynd í Springfield. Þar var hún reyndar ætluð til lengri tíma, en endaði ekki vel.
En ég óska þeim sem að þessu standa alls hins besta, sömuleiðis þeim sem tiltækisins munu njóta og er raunar næsta fullviss um að þetta verði eftirminnilegur atburður.
Myrkvað víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2006 | 14:27
Skrýtin sagnfræði, eða er eitthvað annað haft að leiðarljósi?
Ég er ekki áskrfandi að tímaritinu Þjóðmálum (hvað skyldi það nú annars kosta hingað til Kanada) og hef ekki tök á því að kaupa það í verslunum. Ég hef því fylgst með þeirri umræðu sem grein Þórs Whitehead hefur ollið úr fjarlægð.
Fljótlega varð það áberandi í umræðunni að þetta hlyti að hafa verið leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins eingöngu. Menn sögðu að þessi eða hinn hefði ábyggilega ekki vitað af starfseminni, þar voru nefndi menn eins og Hermann Jónasson, Ólafur Jóhannesson og hugsanlega einhverjir fleiri.
Því langar mig til að benda þeim sem áhuga hafa á þessum umræðum á nýjasta pistilinn á www.andriki.is. Þar segir m.a.:
"Já hvað vissu þessir menn? Eina vísbendingu fá finna í grein eftir Þór Whitehead prófessor sem birtist í nýjasta hefti Þjóðmála og var raunar tilefni fréttarinnar og viðtalsins. Á fyrstu síðu greinarinnar segir Þór meðal annars:
Sannast sagna eru nú liðin tæp sjötíu ár frá því að Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól lögreglustjóranum í Reykjavík að koma upp eftirgrennslanakerfi í Reykjavík í aðdraganda styrjaldar í 1939. Þetta var einn liður í áætlun Hermanns um að efla lögregluna til mótvægis gegn kommúnistum og nasistum, sem hér gengju erinda flokksríkjanna þýsku og sovésku og ógnuðu innra öryggi landsins. |
Hermann Jónasson var auðvitað sakaður um eitt og annað á sínum ferli. En að hann hafi stofnað leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins, það er alveg nýtt."
Pistilinn í heild má finna hér.
Nú hef ég eins og áður sagði ekki Þjóðmál undir höndum (líklega verð ég að gera eitthvað í því), en ég treysti því fullkomlega að rétt sé farið með textann á síðu Andrikis.
Því hlýtur að vakna spurningin: Hvernig stendur á því að sagnfræðingur kemur í fjölmiðla og heldur því fram að um sé að ræða leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins? Það þykir mér alla vegna skrýtin sagnfræði. Eða varð sagnfræðin að víkja að þessu sinni fyrir öðrum markmiðum?
Vísir að leyniþjónustu á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2006 | 20:50
Hver er sannleikurinn - skyldi hann vera "óþægilegur"?
Þetta er ein af þessum fréttum sem vekur líklega ekki mikla athygli, en á hana þó sannarlega skilið. Það er þarft að velta því fyrir sér hvað breyttist á þessum tíma. Hvað varð þess valdandi að efnið var bannað og hvað verður þess valdandi að nú vilja menn fara að nota það á ný.
Þetta er eitt af þessum atriðum sem "bolur" eins og ég hef ekki mikla, ef nokkra, möguleika á að fá niðurstöðu um, ég verð að treysta á það sem kemur í fréttum og öðrum fjölmiðlum og reyna að mynda mér skoðun út frá því.
Var eitthvað brogað í rannsóknum sem leiddu til bannsins? Hefði verið nóg að endurskoða notkunarreglur í stað þess að banna það? Er einhver breyting vægi mannslífa gegn tjóni á náttúrunni í matinu sem nú leyfir DDT?
Er það rétt að DDT ógni alls ekki heilsu manna, heldur sé nauðsynlegt í baráttunni gegn malaríu og geti þannig bjargað þúsundum mannslífa?
Getur verið að undanfarna áratugi hafi tugþúsundir manna tapað lífinu, sem hefðu hugsanlega lifað ef DDT hefði verið notað?
Ef vafi lék á um áhrif efnisins, var þá rétt að láta náttúruna njóta vafans? En hvaða vafa nutu þá fórnarlömb malaríunnar?
Það má ekki misskilja það sem ég er að segja, ég er þess fullviss um að um efni á við DDT eiga að gilda notkunarreglur, og það þarf að fylgja þeim eftir. Almenningur líka sjálfsagðan rétt á þvi að vita hvernig það er notað og hvort það hafi hugsanlega komið nálægt framleiðslu á matvörum sem honum eru boðnar til kaups.
En almenningur á líka rétt á því að berjast við sjúkdóma og útbreiðslu þeirra með þeim ráðum sem þekkt eru og eru öðrum ekki þeim mun hættulegri.
En sá hópur manna sem týndi lífinu vegna malaríu, en hefði hugsanlega átt betri lífslíkur með DDT, er jafn þögull og "vorið" sem fjallað var um í bókinni (Silent Spring) sem vitnað er til í fréttinni.
Al Gore hefur víst verið nokkuð iðinn við að lofa þessa sömu bók, skyldum við eiga von á tilkynningu frá honum um hve notadrjúgt DDT sé við að hefta útbreiðslu malaríu? Eða væri það óþægilegur sannleikur fyrir hann?
Hér má svo finna frétt BBC sem vitnað er í í frétt mbl.is
WHO mælir með notkun DDT í baráttunni við malaríu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2006 | 05:09
En hvað verður það þá sem veldur heimsendi?
Ég tel að yfirlýsingar sem þessar muni hafa lítil ef nokkur áhrif á "heimsendaspámennina sem hafa verið uppteknir af því að að segja okkur að olíuþurrð sé "handan við hornið".
Jafnvel þó að þeir myndu sætta sig við að olían væri ekki á þrotum, þá myndu þeir aðeins snúa sér að næsta "máli", sem án efa felur í sér endalok "siðmenningar", ef ekki heimsins eins og við þekkjum hann. Það er reyndar með eindæmum hvað samsæriskenningar blómstra nú á dögum, sem aldrei fyrr, eru reyndar orðin stór iðnaður og fjöldi fólks sem hefur framfæri sitt af þeim, með beinum eða óbeinum hætti.
Ekkert hefur verið samsæriskenningum og smiðum þeirra eins mikilvægt og internetið. Enda má sjá kenningar sem vísa í flestar heimildir sínar í misáreiðanlegar vefsíður, sem síðan vísa annað og koll af kolli, vísað er í fólk sem engin leið er að rekja og þar fram eftir götunum.
Enda nenna fæstir að eltast við þessar kenningar, en þær ganga gjarna "ljósum logum" án netinu.
Ég hef áður bloggað um skoðanir mínar um "endalok olíunnar", sem lesa má hér og samsæriskenningar, sem finna má hér.
En að lokum er rétt að hafa hér eftir máltæki sem ég sá einhversstaðar á netinu og hljóðaði svo: Það að þú sért haldinn ofsóknaræði, þýðir ekki að þeir séu ekki að fylgjast með þér.
Orð í tíma töluð.
Jarðarbúar hafa nýtt 18% olíulinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2006 | 16:43
Af réttindum og leynifangelsum
Ég er frekar gamaldags maður, að ég held, ég trúi á ákveðin grunnréttindi, fyrir alla. Oft hef ég sagt við menn sem ég hef rætt við að frelsi þeirra endi þar sem nefið á mér byrjar og öfugt (þetta orðatiltæki má víst rekja til bandaríkjamannsins John R. Ashton, en má finna víða í mismunandi útgáfum.). Á síðustu árum hef ég reynt að passa að þessi "frasi" eigi enn við nefið á mér, en maginn taki ekki yfir sem helsta "merkissteinn" helgi minnar, en það er önnur saga.
Þó er mér og flestum öðrum það ljóst að þessi skilgreining er ekki rétt, og stenst raunar ekki í nútíma samfélagi. Ýmis réttindi eru tekin af einstaklingum og það talið í þágu heildarinnar, og þó að við séum mis sátt við frelsiskerðingarinnar, þá taka flestir þann kost að beygja sig undir þær. Þetta er einn af fylgifiskum lýðræðisins, meirihlutinn (eða stærsti hlutinn) kemur sínum mönnum til valda og stjórnar landinu. Við beitum þeim réttindum okkar að vera á móti, tjáum okkur í ræðu og riti, en göngumst undir ákvarðanirnar og beitum ekki ofbeldi. Vonumst til að vinna okkar hugmyndum fylgi og komast í meirihluta og beygja þannig minnihlutann undir okkar vilja. Svona virkar þetta í stórum dráttum, þó vissulega sé hér um einföldun að ræða.
En undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um svokölluð "leynifangelsi" Bandaríkjanna, fanga sem þeir halda i Guantanamo, réttindi þeirra og svo fram eftir götunum.
Þó að ég ætli mér ekki það hlutverk að verja allt þetta "batterí" þá get ég ekki neitað því að ég hef velt þessum hlutum mikið fyrir mér og frá mismunandi sjónarhornum, því satt best að segja hefur mér finndist megnið af fjölmiðlaumfjölluninni vera frekar einlit.
Eitt af því sem ég velti fyrir mér, er hvernig eru þessir menn flokkaðir? Hvaða "catógoriíu" tilheyra þeir? Eru þeir:
A: Stríðsfangar. Stærstur hluti þeirra (ef ég hef skilið málið rétt) var handtekin í Afghanistan, þar sem Bandaríkin og bandamenn þeirra réðust gegn stjórn Talibana, til að ná til hryðjuverkahóps Al Quaida. En eru þessir menn hermenn? Fullnægðu þeir þeim skilyrðum sem alþjóðalög gera til hermanna? Til dæmis um að þeir séu einkennisklæddir og skeri sig þannig frá almennum borgurum.
Nú hafa margir þeirra verið látnir lausir, en stríðinu í Afghanistan er ekki lokið. Telst það ekki nokkuð sérstakt ef stríðsfangar eru látnir lausir áður en friður er komin á?
B. Hryðjuverkamenn. Ef við skilgreinum þá sem eru í haldi sem hryðjuverkamenn, þá verðum við að reyna að skilgreina hvaða réttindi hafa hryðjuverkamenn? Hafa þeir öll sömu réttindi og "almennir" glæpamenn? Hafa þeir sömu réttindi og stríðsfangar? Eða hafa þeir á einhvern hátt minni eða öðruvísi réttindi en þeir hópar?
C. Eitthvað annað. Er einhver önnur skilgreining sem hér væri betra að notast við?
Sjálfur hef ég hallast að lið B., að skilgreina þá sem hryðjuverkamenn. Í framhaldi af því hef ég líka velt því fyrir mér hvort að réttlætanlegt sé að brjóta á hryðjuverkamönnum einhver þau réttindi sem við viljum að "venjulegir" einstaklingar hafi?
Ef við segjum að það sé ekki réttlætanlegt að skerða réttindi eins né neins, þá kemur upp spurningin um væntaleg fórnarlömb, að því gefnu að talið sé að samverkamenn viðkomandi hryðjuverkamanna gangi enn lausir. Hver eru réttindi "væntanlegra fórnarlamba"? Hvernig vega þau réttindi á móti réttindum "meintra hryðjuverkamanna"?
Sé "nefið" aftur tekið inn í umræðuna, þá má spyrja, hver er réttur þess sem hefur þegar gefið mér "á´ann" og undirbýr frekari árásir á mig og vini mína? Hver er réttur minn og vina minna til varna?
Eins og sjá má á þessari frétt mbl.is telja menn árangur af þessum "réttindabrotum" umtalsverðan. Hvað ef þotunum og farþegum þeirra sem talið er að hafi átt að sprengja yfir Atlantshafinu, var bjargað með upplýsingum sem rekja má til "réttindabrota" á hryðjuverkamönnum. Myndi það réttlæta "réttindabrotin"?
Fjöldi annarra hryðuverkaárása hefur verið afstýrt undanfarin misseri og má áætla að tugum ef ekki hundruðum einstaklinga hafi verið bjargað frá dauða eða alvarlegum meiðslum. Ef sú björgun er að einhverju leyti að þakka upplýsingum sem aflað var með "réttindabrotum", réttlætir það að einhverju marki "réttindabrotin"?
Er réttlætanlegt að vega "réttindabrot" á hryðjuverkamönnum gegn hugsanlegri björgun mannslífa?
Ég held að það séu ekki til nein "rétt" svör til við þessum spurningum. Það verður hver og einn sem áhuga á því hefur að gera þetta upp við sig og sína samvisku, það er ekki að efa að svörin verða misjöfn. En það hafa allir gott af því að hugsa um þessi mál. Ég vil að lokum vekja athygli á ágætis bloggi eftir Kristján G. Arngrímsson sem fjallar um sama mál, á dýpri fræðilegri grunni en ég geri hér..
Að lokum vil ég segja að það hefur oft vakið undrun mína að fólk sem hefur talað fjálglega í mín eyru um nauðsyn þess að taka afbrotamenn engum vettlingatökum, sérstaklega fíkniefnasala og kynferðisbrotamenn (ekki það að ég sé að taka upp hanskann fyrir þessa einstaklinga), hafa jafnvel talað um nauðsyn þess að snúa við sönnunarbyrðinni fyrir þá síðarnefndu, hafa miklar áhyggjur af réttindastöðu fanga í "leynifangelsum" Bandaríkjastjórnar. Þá velti ég því fyrir mér hvort að það sé nálægðin sem skipti máli.
Hryðjuverkamennirnir 14 við góða heilsu segir yfirmaður Guantanamo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2006 | 05:07
Skiptir máli hvers kyns kennarinn er?
Rakst á þessa frétt í vefútgáfu Globe and Mail, nú fyrir stundu. Ekki ætla ég mér að dæma um hvort þessar niðurstöður eru kórréttar eður ei, en finnst þetta athyglivert innlegg í umræðuna.
Mikið hefur verið rætt um vanda drengja í íslenska skólakerfinu undanfarin misseri, og því vakti þetta athygli mína.
Nokkur sýnishorn:
"For all the differences between the sexes, here's one that might stir up debate in the teacher's lounge: Boys learn more from men and girls learn more from women.
That's the upshot of a provocative study by Thomas Dee, an associate professor of economics at Swarthmore College and visiting scholar at Stanford University. His study was to appear Monday in Education Next, a quarterly journal published by the Hoover Institution.
Vetted and approved by peer reviewers, Dr. Dee's research faces a fight for acceptance. Some leading education advocates dispute his conclusions and the way in which he reached them."
"Dr. Dee warns against drawing fast conclusions based on his work. He is not endorsing single-sex education, or any other policy.
Rather, he hopes his work will spur more research into gender's effect and what to do about it.
His study comes as the proportion of male teachers is at its lowest level in 40 years. Roughly 80 per cent of teachers in U.S. public schools are women."
"Dr. Dee found that having a female teacher instead of a male teacher raised the achievement of girls and lowered that of boys in science, social studies and English.
Looked at the other way, when a man led the class, boys did better and girls did worse.
The study found switching up teachers actually could narrow achievement gaps between boys and girls, but one gender would gain at the expense of the other."
"Dr. Dee also contends that gender influences attitudes.
For example, with a female teacher, boys were more likely to be seen as disruptive. Girls were less likely to be considered inattentive or disorderly.
In a class taught by a man, girls were more likely to say the subject was not useful for their future. They were less likely to look forward to the class or to ask questions."
Fréttina í heild má finna hér. Á heimasíðu Education Next, má svo finna PDF skjal um rannsóknina.
En það verður fróðlegt vita hvert þessi umræða fer, ekki þekki ég hvernig þessum málum er háttað á Íslandi, en þykist þó vita að þar sé einnig yfirgæfandi hlutfall kennara kvenmenn.
26.8.2006 | 22:04
Er það grimmd að borða gæsalifrarkæfu?
Eins og ég hef áður minnst á er Margaret Wente einn af mínum uppáhalds dálkahöfundum. Í sínum nýjasta dálki veltir hún fyrir sér þeirri sektartilfinningu að borða, hvernig maturinn verður til og hvernig þau dýr sem "gáfu" líf sitt fyrir máltíðina okkar eru meðhöndluð.
Þetta er auðvitað þörf og umræða, alla vegna eins og málum er háttað í dag. Sjálfur velkist ég ekkert í vafa, ég borða kjöt og get ekki séð fyrir mér að því verði hætt. Ég geng jafnframt í leðurskóm og nota leðurbelti. En þó tel ég mig dýravin.
Er það þversögn?
Grípum nokkur atriði úr dálki Margaretar:
"These days, the inner lives of lobsters are the subject of intense debate. "Lobsters are primitive animals. They have no brain. They're like insects. They even look like insects," says Robert Bayer, executive director of the Lobster Institute at the University of Maine.
Lobster liberationists say otherwise. "They have a nervous system and sense, including vision, touch and chemical perception," says biologist Jonathan Balcombe. "There is even evidence that they play."
How would you like to end your life by being crammed into a holding tank and then plunged into a pot of boiling water? Maybe lobsters don't like it so much, either. And that is why Whole Foods Market, that avatar of ethical eating and upscale consumer values, has got out of the lobster-selling business.
Don't laugh. Where Whole Foods leads, others are sure to follow. Some retailers still sell lobsters but want to treat them more nicely on death row. To oblige them, Nova Scotia's Clearwater Seafoods is building "lobster condos" that will allow the privacy-loving crustaceans to live out their last days in the solitary splendour they seem to prefer. And squeamish chefs need no longer administer the coup de grace with a knife thrust into the lobster's brain, or whatever it is. They can now buy a humane device called a CrustaStun (price: about $4,000), which dispatches the creature instantly with an electric shock."
"But what about ducks? You can't deny that ducks feel pain. So is foie gras fowl play? Please don't tell me you don't feel just a tiny twinge of guilt that we allow our feathered friends to be force-fed through funnels thrust down their throats until their delicious livers swell to 10 times their normal size. I do feel guilt. But I eat foie gras anyway. I compromise by eating it only every other time I really want to. That is how I make a deal with my conscience.
In Chicago, foie gras is now illegal. The tender-hearted city fathers banned it from restaurant menus on the grounds of cruelty to animals. Restaurateurs are in revolt, and are flouting the law by offering foie gras for free (along with a salad that costs $25)."
"Contrary to popular belief, the modern animal-rights movement didn't start with Pamela Anderson. It probably started with R. M. Hare, a British moral philosopher of great renown. I took a course from him in 1970. One day, he described how he had decided to stop eating fish. (He had already given up meat and fowl.) The moral issue turned on whether a fish, when hooked, felt pain. He had researched the question carefully and concluded that it did. I couldn't decide whether Prof. Hare was a great visionary or a great eccentric. But his story made a big impression. It was the first inkling I had that there might be an ethical dimension to eating dinner."
" Great reform movements usually begin at the lunatic fringe. Today, just about everyone agrees that animals have rights -- even those who think that Peter Singer's nuts. But which animals? And what rights? Everybody draws the line in a different place. Some people like to eat monkeys, although most of us feel that monkeys are way too close to home. We are revolted by cruelty to cats. But, in some parts of the world, people roast cats for dinner. We would never eat a dog. So why do we eat pigs, which are at least as smart? More important, why do we make them suffer so much before we do? And why do people who are bothered by cruelty to lobsters still eat bacon?"
Svo mörg voru þau orð, en greinina í heild má finna hér.
Sjálfur vann ég í sláturhúsi að sumri til, þegar ég var 13 og 14 ára. Ég geri mér því ágætlega grein fyrir því hvernig "kaupin gerast á þeirri eyri". Um sumarið var slátrað nautgripum og svínum og svo byrjaði lambaslátrunin um haustið, ég náði ekki nema 2. vikum eða svo þangað til ég þurfti að fara í skólann.
En samt borða ég lambakjöt, skinku, svínahrygg, pylsur og uppáhaldið mitt er líklega vel "rare" nautalund. En samt vil ég að vel sé farið með dýrin, ekki bara vegna þess að ég telji það siðferðislega rétt, heldur skiptir ekki minna máli að ég tel það gefa okkur betra hráefni.
Ég hef áður sagt að hvalkjöt finnst mér herramannsmatur, en það er ekki líklegt til vinsælda hér, í þessu mesta selveiðilandi heims.
Er það þversögn?
En það er alveg ljóst að ég held áfram að borða kjöt, og er í engum vandræðum með að halda áfram að nýta mér gæði jarðar, það er ekki þar með sagt að ég sé hlynntur að veiða tegundir sem eru í útrýmingarhættu (margar hvalategundir eru það ekki), eða að ég styðji óþarfa grimmd gagnvart dýrum.
Ég geri mér fyllilega ljóst að að dýr láta lífið til að fylla diskinn minn og er nokkuð sáttur við það, en þú?
Ég get vel skilið að fólk vilji mótmæla, það er réttur allra að hafa skoðun á hlutum og framkvæmdum og að láta hana í ljósi. Ég vona hins vegar að þessi mótmæli fari friðsamlega fram og án ofbeldis. Það hefur enginn rétt til þess að hindra aðra í að sinna störfum sínum, eða ráðast að þeim með ofbeldi á annan hátt.
Reyndar hefur mér fundist mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun færast í skrýtin farveg nú upp á síðkastið. Ekki er nóg með að mótmælin á svæðinu virðist hafa snúist upp í ofbeldi, heldur einnig að hve miklu leyti önnur mótmæli mér virðast snúast um að starfsfólk Landsvirkjunar og annarra þeirra er koma að byggingu virkjunarinnar, séu ekki starfi sínu vaxin.
Þannig er rifist nú um að stíflan sé ekki nógu vel hönnuð, hún muni "springa" eða hrynja og allur sé voðinn vís. Nú stór partur af mótmælum gegn virkjuninni hefur svo verið á þeim nótunum að engin von sé að framkvæmdin standi undir sér, eilíft tap verði á Kárahnjúkavirkjun og þetta sé þvílíkt böl fyrir þjóðarbúið.
Ef ég reyni að umorða þetta, þá má skilja á andstæðingum virkjunarinnar að engu líkara sé en að starfsfólk Landsvirkjunar stefni leynt og ljóst að því að steypa þjóðinni í glötun og það líklega af ásetningi, nema auðvitað að andstæðingar virkjunarinnar telji að starfsfólkið sé svo afgerandi vanhæft að með eindæmum sé.
Undir þetta taka svo hin ýmsu pólítísku öfl.
Ég verð að viðurkenna að að ég er ekki hæfur til að meta hvort að stíflan sé rétt hönnuð, ég hef heldur ekki þær upplýsingar í höndunum, né tíma, til að reikna út hvort að framkvæmdin komi til með að standa undir sér og skila hæfilegum arði.
Heilbrigð skynsemi segir mér hinsvegar að það sitji ekki heill her manna á skrifstofum Landsvirkjunar og bruggi landi og þjóð launráð.
Ég minnist líka þess að í uppvexti mínum, kvað gjarna við þá söngur að að Búrfellsvirkjun og sala rafmagns til Straumsvíkur, væri glapræði og yrði baggi á þjóðinni. Gott ef sumir af þeim sem þar töluðu, eru ekki með svipaðar ræður um Kárahnjúkavirkjun nú.
Nú ætla ég heldur ekki að ákveða hvert starfssvið alþingismanna er, það eru líklega einhverjir betur til þess fallnir en ég, en ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þeirra væri að taka ákvörðun um hvort að virkjun væri leyfð, eður ei. Ekki að taka afstöðu til þess hvort að virkjun eða stíflugerð væri tæknilega möguleg, eða hvernig þyrfti að standa að hönnun mannvirkisins. Til þess hefði Landsvirkjun, eða hver sá annar sem leyfi til framkvæmda fengi, til þess bæra sérfræðinga. Með fullri virðingu fyrir þingmönnum íslendinga, hugnast mér betur að slíkar ákvarðanir séu teknar þar en á Alþingi. Ég endurtek að ég hef enga trú á því að Landsvirkjun sé að tefla í tvísýnu með þessa stærstu fjárfestingu fyrirtækisins fyrr og síðar.
Eftir stendur að ég get vel skilið að einhverjir vilji mótmæla þeim náttúruspjöllum sem þarna fara fram. Það fer ekki hjá því að þegar um slíkar framkvæmdir er að ræða eru náttúruspjöll umtalsverð. Þar vega menn og meta, náttúruspjöllin og þann ávinning sem er falinn í því að nýta auðlindir þjóðarinnar. Um slíkt mat verða menn líklega aldrei á eitt sáttir.
En Kárahjúkavirkjun hlaut afgerandi meirihlutastuðning á Alþingi, sömuleiðis meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og í bæjarstjórn Akureyrar, ef ég man rétt. Þannig stóð réttkjörinn meirihluti að ákvörðunum um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, bæði á landsvísu og í þeim sveitarfélögum sem deila eignaraðild með ríkinu.
Það er margt sem ríkið gerir og framkvæmir sem bæði mér og öðrum hugnast lítt, þó að í mínu tilfelli sé Kárahnjúkavirkjun ekki þar á meðal, en við verðum að sætta okkur við það. Ríkisstjórn sem hefur meirihlutastuðning á Alþingi, kemur sínum málum yfirleitt í gegn. Að sjálfsögðu hafa allir rétt til að tjá vonbrigði sín um hin ýmsu mál, en menn verða að sætta sig við meirihlutaviljann.
Það er það lýðræði sem íslendingar búa við.
Stundum þarf maður að sætta sig við að vera í minnihluta, stundum þarf maður að sætta sig við að tapa. En það er ekki þar með sagt að maður þurfi að gera það þegjandi, mótmæli eiga vissulega rétt á sér, en þau þurfa að vera ábyrg og án ofbeldis.
Ég vil að lokum vekja athygli á afar góðu bloggi Atla Rúnars Halldórssonar, en nýleg blogg hans um Kárahnjúkavirkjun má finna hér og hér.
Saving Iceland boðar aðgerðir 1. september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2006 | 15:12
Það fjölgar að Bjórá
Íbúum Bjórár, og jafnframt þeim sem eru í aðalhlutverki í þessu bloggi, fjölgaði um einn á miðvikudaginn. Þann daginn tókum við hjónin snemma, fórum á fætur fljótt upp úr 6 og læddumst út áður en foringinn vaknaði. Líklega er þetta fyrsti morguninn sem hann vaknar og hvorki pabbi né mamma eru í nágrenninu. Hann var skilinn eftir í öruggri umsjá ömmu sinnar og samkvæmt fréttum, æmti hann hvorki né skræmti.
Leiðin lá á Sínaí fjall, eða Mt. Sinai sjúkrahúsið. Þar klukkan 10.29 um morgunin kom dóttir okkar í heiminn. Þetta var "high tech" fæðing. Keisaraskurður með "öllu tilheyrandi". Þarna voru "maskínur sem sögðu ping", læknar, hjúkrunarkonur og aðstoðarfólk. Það var ekki laust við að mér þætti ég vera lítill, allt að því fyrir í öllu þessu "gangverki", það þó að ég væri "dressaður" upp í "sterílan" galla, lítandi út eins og læknir. Enda sat ég prúður við hlið konunnar, horfði á hana og tjaldið sem aðskildi mig frá "aksjóninni" og beið þolinmóður. Það var ekki laust við að ég væri örlítið áhyggjufullur, enda stúlkurnar úr "Bjórárfjölskyldunni" báðar undir hnífnum.
En allt gekk þetta að óskum, bæði móður og dóttur heilsast vel og að öllu óbreyttu koma þær mæðgur heim að Bjórá á laugardag.
Þetta er unaðsleg tilfinning, sem ég upplifði nú í annað sinn, sitjandi við tjaldið, heyra grátinn, kíkja yfir og vera svo rétt barnið blautt og glansandi, en svo óendanlega fallegt. Hjálpa svo til við að þurka það, snyrta naflastrenginn, vefja þau í teppi, og reyna svo að halda þeim rólegum, uns læknarnir hafa lokið starfi sínu, allir eru færðir yfir í annað herbergi og mamma getur gefið brjóst. Þennan tíma, grétu þau nokkuð, enda býður pabbi þeim ekkert að sjúga, nema þeirra eigin fingur.
Það var sami læknirinn, Dr. Gareth Seaward, sem hefur stjórnað "aðgerðum" í fyrir bæði börnin okkar, á stundum líður mér eins og hann sé fjölskylduvinur, andrúmsloftið er svo gott, óþvingað og öruggt í kringum hann. Hún er stór "skuldin" sem ég á að gjalda manninum sem hefur "skorið" báðum börnunum mínum leið út í heiminn.
Foringinn, sem hækkar sjálfkrafa "í tign" og verður "stóri bróðir" kom með okkur tengdó á sjúkrahúsið seinnipartinn í gær. Hann lét sér þó fátt um finnast og hafði lítinn ef nokkurn áhuga á "litlu systur".
Meðfylgjandi er svo mynd af heimasætunni á Bjórá, tekin þegar sú litla var orðin u.þ.b. 4 tíma gömul.
Meira og fleiri myndir síðar.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)