Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Af olíuhreinsun

Ég verð að viðurkenna að mér kom nokkuð á óvart sú hugmynd að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, en finnst þó fráleitt að henda þeirri hugmynd frá borði án þess að fá allar staðreyndir og upplýsingar upp á borð.

Þar væri lægi líklega beinast við að leita til Norðmanna, fá upplýsingar hjá þeim hvernig þeir hafa staðið að uppbyggingu á sínum hreinsistöðvum, hvernig framþróun hefur verið í hönnun slíkra hreinsistöðva, hversu mikil mengun er frá slíkum stöðvum, hvers eðlis sú mengun er og þar fram eftir götunum.

Það má til sanns vegar færa að aukin umferð olíuskipa hlýtur að auka hættuna á mengunarslysi.

Það er þó einnig ljóst að það er afar líklegt að umferð olíuskipa nálægt Íslandi geri ekkert nema að aukast á næstu árum.  Olíuframleiðsla í Rússlandi á án efa eftir að aukast á næstu árum og áratugum og ekki telst óeðlilegt að þó nokkur hluti þeirra framleiðslu verði fluttur vestur um haf.

En í fyrstu koma upp 2. spurningar sem ég velti nokkuð fyrir mér.

Sú fyrri er sú hvort að alþjóðalög veiti Íslendingum nokkra heimild til að banna slíkum olíuskipum að sigla á milli Íslands og Grænlands?  (það er að segja í lögsögu Íslands).  Ef svo er ekki eykst hættan líklega ekki svo mikið þó að skipin stoppi á Vestfjörðum.

Hin spurningin sem kom upp í hugann, er sú hver er ávinningur eigandanna af því að reisa slíka olíuhreinsunarstöð á Íslandi?  Nú hefur komið fram í fréttum að starfsemin sé ekki orkufrek, þannig að varla er þá verið að sækjast eftir ódýrri og öruggri orku.  Laun á Íslandi eru margföld á við það sem gerist í Rússlandi, þannig að ekki er ódýrara að reka verksmiðjuna á Íslandi en þar.  Þekking á slíkum rekstri (og vant starfsfólk) hlýtur sömuleiðis að vera mun algengari bæði í Rússlandi og Vestanhafs.

Hvers vegna ekki að hreinsa olíuna í Rússlandi, eða á áfangastað Vestanhafs?  Hver er ávinningurinn af því að hreinsa olíuna á Íslandi?

Ég verð að viðurkenna að ég sé hann ekki í fljótu bragði.


Athyglivert framtak - Kolviðarhól

Aukin skógrækt er vissulega af hinu góða, og ég væri alveg reiðubúinn til að leggja þessu máli lið, þó að ég hafi mínar efasemdir um ástæður hlýinda á jörðinni, en það er önnur saga. 

Það er líka hvorutveggja prýði að trjám sem og eins og kemur fram þá binda þau kolefni og gefa frá sér súrefni og bæta því andrúmsloftið. 

En eitt skil ég þó ekki alveg í PDF skjalinu sem fylgir með fréttinni.  Það er að það þurfi að planta 7 milljónum trjáa árlega og að hver bílstjóri þyrfti að gefa (sem þumalputtaregla) sem samsvaraði andvirði einnar tankfyllingar.

Nú myndi ég þyggja frekari útskýringar, því ég hélt einfeldni minni að trén "ynnu" fyrir okkur ár eftir ár, og raunar ykist "vinnuframlag" þeirra eftir því sem þau yrðu stærri.

Það sem ég hefði áhuga á að vita er hvað þarf mörg "meðaltré" til að "dekka" einn "meðalbíl" sem er ekið t.d. 20.000km á ári?

Þess utan velti ég svo auðvitað fyrir mér hvað ég "kemst langt" á risastóra silfurhlyninum sem prýðir bakgarðinn hjá mér, og skilar ekki aðeins sínu í kolfefnisbindingu, heldur býr til þægilegan skugga í garðinum og skýlir húsinu að hluta til fyrir sólinni og sparar þannig drjúgar fjárhæðir í loftkælingu.  En það er líklega ekki svo einfalt að reikna það út.


mbl.is Umhverfisverkefninu Kolviði hleypt af stokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að framleiða þiggjendur

Ég vil nú byrja á því að taka undir með þeim sem sagt hafa þessa frétt ruglingslega.  Við fyrsta lestur fær lesandinn það á tilfinninguna að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér að afnema skólaskyldu og gera foreldrum kleyft að kenna börnum sínum heima.

Þegar fréttin er lesin aftur og reynt að geta í eyðurnar fæst þá skilningur að hér sé verið að fjalla um leikskóla, eða dagheimili, en hvorugt þeirra orða er þó að finna í fréttinni.

En ég verð að segja að ég hef blendnar tilfinningar til þessarar tillögu.

Ég er reyndar ákaflega fylgjandi að því að foreldrar séu heima hjá börnum sínum fyrstu árin, ef það er mögulegt, það eru enda skiptar skoðanir um hversu hollt það er börnum að eyða of miklum tíma á dagvistarstofnunum og mismunandi niðurstöður rannsókna þess að lútandi.  Ég bloggaði einmitt um eina slíka fyrir stuttu.

En það er að sjálfsögðu ljóst að það þarf að bjóða upp á gott og fjölbreytt úrval dagvistunarkosta, slíkt er nauðsyn í nútíma þjóðfélagi.

Hitt er svo spurning í mínum huga hvort að einstaklingar sem af einhverjum ástæðum kjósa að nýta sér ekki þjónustu hins opinbera eigi rétt á því að fá að einhvern hluta, eða allan, þann kostnað sem hið opinbera hefði lagt út, hefði hann nýtt sér þjónustuna.

Persónulega finnst mér verið að leggja út á nokkuð hála braut, þar sem allir (sem eiga börn) eigi rétt á því að hið opinbera greiði ákveðna upphæð fyrir barnapössun, hvernig svo sem henni er háttað. 

Þetta er er ein byrtingarmynd af þeirri hyggju að gera alla að þiggjendum frá hinu opinbera.

En það eru vissulega rök með slíku fyrirkomulagi.  Þetta getur sparað hinu opinbera fjárhæðir í rekstri og uppbyggingu dagheimila og gert fleirum mögulegt að vera heima hjá börnum sínum.

Ég held að ég hugsi málið enn um sinn.


mbl.is Miklar umræður um skólamál á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af ráðherraskipan - fréttaflutningi og hlýindum.

Stundum þegar "blogandinn" er ekki yfir mér, leggst ég í það að lesa blog annara, svona frekar en að gera eitthvað gagnlegt á heimilinu, alltaf gott að líta út fyrir að vera upptekin fyrir framan tölvuna.

Eitt af því sem fangaði athygli mína í dag, voru vangaveltur Björns Inga um hvort að Jón Sigurðsson væri fjármálaráðherraefni Samfylkingarinnar.  Eftir öðrum leiðum hef ég líka frétt að aðrir velti þessu fyrir sér eftir að hann tók að sér stefnumótunarvinnu fyrir flokkinn.

Vissulega gæti Samfylkingin (ef svo vildi til að hún verði í ríkisstjórn og fái fjármálaráðuneyti í sinn hlut) valið verri mann til starfans heldur en Jón Sigurðsson.  Það má líklega segja að það væri rökrétt skref á eftir þeirri fullyrðingu að Íslendingar treysti ekki þingflokki Samfylkingarinnar, að flestir ráðherrar flokksins kæmu utan hans.

Hitt er svo annað mál, að það er umdeilanlegt hversu mikil framför það væri að ráðherrar komi ekki úr hópi þingmanna.  Margir kvarta sáran um að það sé ekki hægt að vita um hvernig ríkisstjórn þeir séu að kjósa, þar sem flokkarnir gefi sig ekki upp fyrirfram.  Það bætir þá varla málið ef kjósendur hafa enga hugmynd úr hvaða hópi ráðherrar koma.

Því þó að aldrei sé vissa um hvaða þingmenn verða ráðherrar (það fer jú alltaf dulítið eftir því hvaða embætti viðkomandi flokkur fær) þá er nú nokkuð vitað hverjir helst koma til greina.  Ráðherrar þurfa þá líka að fara út í kjördæmin og falast eftir endurkjöri, en eru ekki einfaldlega ákveðnir í bakherbergjum (þau eru varla reykfyllt lengur, nú þegar alls staðar er búið að banna reykingar).

Annað sem vakti athygli mína á síðu Björns Inga var þessi frásögn hans af fréttaflutningi RUV.  Ef til vill ekki stórmál, en þó þess virði að vekja á þessu athygli.  Sjálfum hefur mér gjarna þótt vinstri slagsíða á Útvarpinu og hef ekki skilið þann málflutning að stofnunin sé í "heljargreipum" Sjálfstæðismanna.  

Skemmst er einnig að minnast umfjöllun um kosninguna í Hafnarfirði, en fáa hef ég heyrt sem telja að Útvarpið, né Íslenskir fjölmiðlar í heild hafi sýnt hlutleysinu mikla virðingu þar.

En það er vissulega erfitt að gera svo öllum líki.

Önnur vefsíða sem mér fannst verulega athygliverð er síða Ágústs Bjarnasonar, en þar fjallaði hann um kvikmyndir sem fjalla um yfirvofandi hlýnum jarðar og misjafnar skoðanir á því og þeim ástæðum sem fyrir því kunna að vera.

Fróðleg og skemmtileg síða, þar sem málefnin eru sett fram án allra öfga og upphrópana.

Ég hef ekki haft tíma til að horfa á myndirnar, en náði mér þó í torrent.

Svo var það reyndar síða sem ég sá í morgun og fjallaði um tölfræði í skoðanakönnunum, en ég gleymdi að taka niður slóðina eða nafn höfundar.  Sem aftur leiddi til þess að mér kom í hug að það vantar alfarið (eða þá að mér hefur yfirsést hann) möguleikann á því að leita að atriðisorðum hér á Moggablogginu. 

Væri ekki ráð að bæta þeim möguleika við?

Svona er bloggið orðið frétta og upplýsingaveita, auka þess að veita innsýn á sjónarhorn og skoðanir annara.


Þeir kætast hér fyrir Vestan

Það má fullyrða það að þessar fréttir munu ábyggilega gleðja marga hér fyrir "Westan"  Fáir staðir á Íslandi eru fólkinu hér ofar í huga en Vesturfarasetrið. 

Margir hafa komið þangað og bera því vel söguna, en þeir eru líklega enn fleiri sem hafa áhuga á að fara þangað.

Ættfræðiáhuginn er býsna sterkur hér og margir hafa komið við á Hofsósi í "pílagrímsferðum" sínum bæði þeir sem ferðast á eigin vegum og svo auðvitað þeir sem hafa farið í "Snorra prógramið".

Það má því fullyrða að hér verði menn kátir með að fjárhagsleg framtíð Vesturfarasetursins sé trygg.

Hitt er svo auðvitað umdeilanlegra hvort að ættfræðirannsóknir eigi að vera reknar af ríkinu?

 


mbl.is Samið um fjárveitingar til Vesturfarasetursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagvist, óþekkt og orðaforði

Niðurstöður úr viðamikilli rannsókn á áhrifum dagvistar á börn í Bandaríkjunum hafa vakið nokkuð mikla athygli.  Alla vegna hef ég fengið greinina "emailaða" til mín frá 3. mismunandi aðilum.

Í stuttu máli sagt eru niðurstöðurnar þær að dvöl barna á dagvistarstofnunum hafi skaðleg áhrif á hegðun þeirra.

Það kemur einnig fram í niðurstöðunum að börn sem hafa verið í dagvist hafi gjarna betri orðaforða en börn sem ekki hafa dvalið á slíkum stofnunum.

Það hefur reyndar vakið athygli mína að fjölmiðlar virðast sitt á hvað kjósa að hampa þessum niðurstöðum, en það er þó líklega ekki óeðlilegt, en stundum myndast þó sá grunur að það fari nokkuð eftir pólítískri afstöðu fjölmiðlanna hvoru er vakin meiri athygli á.

Þetta er óneitanlega athyglivert innlegg í umræður í þjóðfélögum sem leggja á meiri áherslu á dagvistir og æ stærri hópur barna eyðir á meiri tíma á dagvistarstofnunum.  "Vinnudagur" barnanna á dagvistarstofnunum enda gjarna lengri en vinnudagur foreldranna.

Ég myndi líka þyggja tengla ef einhver hefur upplýsingar um aðrar slíkar rannsóknir, ég tala nú ekki um ef einhverjar hafa farið fram á Íslandi.

En í frétt NYT má m.a. lesa eftirfarandi:

"A much-anticipated report from the largest and longest-running study of American child care has found that keeping a preschooler in a day care center for a year or more increased the likelihood that the child would become disruptive in class — and that the effect persisted through the sixth grade.

The effect was slight, and well within the normal range for healthy children, the researchers found. And as expected, parents’ guidance and their genes had by far the strongest influence on how children behaved.

But the finding held up regardless of the child’s sex or family income, and regardless of the quality of the day care center. With more than two million American preschoolers attending day care, the increased disruptiveness very likely contributes to the load on teachers who must manage large classrooms, the authors argue.

On the positive side, they also found that time spent in high-quality day care centers was correlated with higher vocabulary scores through elementary school."

"The findings are certain to feed a long-running debate over day care, experts say.

“I have accused the study authors of doing everything they could to make this negative finding go away, but they couldn’t do it,” said Sharon Landesman Ramey, director of the Georgetown University Center on Health and Education. “They knew this would be disturbing news for parents, but at some point, if that’s what you’re finding, then you have to report it.”

The debate reached a high pitch in the late 1980s, during the so-called day care wars, when social scientists questioned whether it was better for mothers to work or stay home. Day care workers and their clients, mostly working parents, argued that it was the quality of the care that mattered, not the setting. But the new report affirms similar results from several smaller studies in the past decade suggesting that setting does matter.

“This study makes it clear that it is not just quality that matters,” said Jay Belsky, one of the study’s principal authors, who helped set off the debate in 1986 with a paper suggesting that nonparental child care could cause developmental problems. Dr. Belsky was then at Pennsylvania State University and has since moved to the University of London.

That the troublesome behaviors lasted through at least sixth grade, he said, should raise a broader question: “So what happens in classrooms, schools, playgrounds and communities when more and more children, at younger and younger ages, spend more and more time in centers, many that are indisputably of limited quality?”"

Fréttina má finna hér.  Heimasíðu rannsóknarinnar hér.


Að læra Íslensku á 7 dögum - Brainman

Kunningjar okkar sem komu hér í heimsókn fóru að segja mér frá heimildarmynd sem þau höfðu nýverið séð, Brainman.  Það sem meðal annars vakti athygli þeirra í myndinni var að í myndinni lærir Daniel Tammet Íslensku á 7 dögum er eftir þann tíma spurður spjörunum úr í Íslensku sjónvarpi, Kastljósinu nánar tiltekið.

Þau hlógu og sögðu að hreimurinn hjá Íslenska sjónvarpsfólkinu hefði verið nákvæmlega sami hreimurinn og hjá mér.   Í stað þess að fyrtast yfir þessu hreimtali, fylltist ég löngun til að sjá þessa mynd og tókst að verða mér út um upptöku.

En Brainman er heimildarmynd um Daniel Tammet, sem er "savant", sem líklega væri þýtt sem "ofviti" yfir á Íslensku.

En það var hreint ótrúlegt að horfa á myndina.  Daniel reiknar og þylur upp tölur sem venjulegt fólk á í erfiðleikum með að lesa upp.  Honum tekst að læra Íslensku og spjalla við þá Kastljós kappa svo að undravert er.  Það er hreint undravert að horfa á hann og það sem meira er, þá hefur hann ágætis samskipta eða "sósial" hæfileika.

Ég veit ekki hvort að Brainman hefur verið sýnd í Íslensku sjónvarpi, en þetta er mynd sem ég mæli með og hvet alla til að sjá.

Þess má svo geta hér að lokum að bók um ævi Daniels er stuttu komin út og heitir Born on a Blue Day: Inside the Extraordinary Mind of an Autistic Savant


Það er vissulega vandlifað

Eins og flestum er líklega kunnugt hafa Íslendingar setið undir gagnrýni margra umhverfissinna fyrir að virkja og spilla náttúrunni.  Hafa margir haft að orði að náttúran væri miklu verðmeiri og gæti skapað mikið meiri tekjur með því að gera út á "túrhesta" en orkuöflun.

En nú er það líklega ekki vænlegur atvinnuvegur, svona frá umhverfislegu sjónarmiði, þar sem flestir ferðamenn verða eðli málsins samkvæmt að koma með flugvélum.  Þær eru eins og flestir vita umhverfisbölvaldur hinn mesti. 

Það hlýtur að vera spurning hvenær harðir umhverfissinnar fara að afpanta sumarleyfið sitt á Íslandi til að draga úr flugumferð, eða hvað?

Það er því eins og maðurinn sagði:  Það er ekki á "túrhesta" leggjandi.

P.S.  Hvenær skyldu menn láta nægja að faxa viðurkenningarskjöl fyrir umhverfisvernd?


mbl.is Karl Bretaprins aflýsir skíðaferð sinni vegna umhverfissjónarmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftlagsbreytingar - Vísindamenn hér og vísindamenn þar

Það er ekki ólíklegt að mannkyninu stafi merí hætta af loftslagsbreytingum heldur en hryðjuverkamönnum.  Eiginlega getur annað varla verið. Í fyrsta lagi eru margir sem halda því fram að hættan af hryðjuverkamönnum sé alls ekki mikil og í öðru lagi er erfitt fyrir þá að hafa áhrif jafn víða, jafn sífellt og loftslag getur.

En auðvitað ruglar það "boli" eins og mig í ríminu hvað fréttir af loftslagsbreytingum eru misvísandi.  Sumir tala eins og "katastrófan" búi handan við hornið, aðrir segja að ekkert sé að, hlýindi og ísaldir hafi skipst á um aldanna raðir og svo verði áfram, oft hafi verið hlýrra en nú og mikil hlýskeið hafi komið án þess að rekja megi það til áhrifa mannanna.

En fyrir stuttu síðan fékk ég tölvupóst þar sem mér var bent á greinar þar sem "þriðja leiðin", "miðjan" í loftslagsmálum er rædd.  Hvort þetta er eins og "miðjan" í stjórnmálum, þar sem allir eru að reyna að þoka sér inn á þessa dagana get ég ekki dæmt um, en sjónarmiðin sem þarna koma fram eru vissulega þess verð að þeim séu gefin gaumur.

Fyrri greinina er að finna á vef BBC.

Þar má lesa t.d. þetta:

"As activists organised by the group Stop Climate Chaos gather in London to demand action, one of Britain's top climate scientists says the language of chaos and catastrophe has got out of hand.

Climate change is a reality, and science confirms that human activities are heavily implicated in this change.

But over the last few years a new environmental phenomenon has been constructed in this country - the phenomenon of "catastrophic" climate change.

It seems that mere "climate change" was not going to be bad enough, and so now it must be "catastrophic" to be worthy of attention.

The increasing use of this pejorative term - and its bedfellow qualifiers "chaotic", "irreversible", "rapid" - has altered the public discourse around climate change.

This discourse is now characterised by phrases such as "climate change is worse than we thought", that we are approaching "irreversible tipping in the Earth's climate", and that we are "at the point of no return".

I have found myself increasingly chastised by climate change campaigners when my public statements and lectures on climate change have not satisfied their thirst for environmental drama and exaggerated rhetoric.

It seems that it is we, the professional climate scientists, who are now the (catastrophe) sceptics. How the wheel turns."

"Why is it not just campaigners, but politicians and scientists too, who are openly confusing the language of fear, terror and disaster with the observable physical reality of climate change, actively ignoring the careful hedging which surrounds science's predictions?

James Lovelock's book The Revenge of Gaia takes this discourse to its logical endpoint - the end of human civilisation itself.

What has pushed the debate between climate change scientists and climate sceptics to now being between climate change scientists and climate alarmists?

I believe there are three factors now at work.

First, the discourse of catastrophe is a campaigning device being mobilised in the context of failing UK and Kyoto Protocol targets to reduce emissions of carbon dioxide.

The signatories to this UN protocol will not deliver on their obligations. This bursting of the campaigning bubble requires a determined reaction to raise the stakes - the language of climate catastrophe nicely fits the bill.

Hence we now have the militancy of the Stop Climate Chaos activists and the megaphone journalism of the Independent newspaper, with supporting rhetoric from the prime minister and senior government scientists.

Others suggest that the sleeping giants of the Gaian Earth system are being roused from their millennia of slumber to wreck havoc on humanity.

 Second, the discourse of catastrophe is a political and rhetorical device to change the frame of reference for the emerging negotiations around what happens when the Kyoto Protocol runs out after 2012.

The Exeter conference of February 2005 on "Avoiding Dangerous Climate Change" served the government's purposes of softening-up the G8 Gleneagles summit through a frenzied week of "climate change is worse than we thought" news reporting and group-think.

By stage-managing the new language of catastrophe, the conference itself became a tipping point in the way that climate change is discussed in public.

Third, the discourse of catastrophe allows some space for the retrenchment of science budgets.

It is a short step from claiming these catastrophic risks have physical reality, saliency and are imminent, to implying that one more "big push" of funding will allow science to quantify them objectively.

We need to take a deep breath and pause."

" The language of catastrophe is not the language of science. It will not be visible in next year's global assessment from the world authority of the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC).

To state that climate change will be "catastrophic" hides a cascade of value-laden assumptions which do not emerge from empirical or theoretical science.

Is any amount of climate change catastrophic? Catastrophic for whom, for where, and by when? What index is being used to measure the catastrophe?

The language of fear and terror operates as an ever-weakening vehicle for effective communication or inducement for behavioural change. "

"The IPCC scenarios of future climate change - warming somewhere between 1.4 and 5.8 Celsius by 2100 - are significant enough without invoking catastrophe and chaos as unguided weapons with which forlornly to threaten society into behavioural change.

I believe climate change is real, must be faced and action taken. But the discourse of catastrophe is in danger of tipping society onto a negative, depressive and reactionary trajectory."

Höfundur: Mike Hulme is Professor of Environmental Sciences at the University of East Anglia, and Director of the Tyndall Centre for Climate Change Research

Greinina í held má finna hér.

Hin greinin birtist á vef NYT um áramótin, en þar sem hún er ekki lengur aðgengileg þar, nema gegn greiðslu, vísa ég annað á hana, en í henni mátti lesa t.d. þetta:

"Amid the shouting lately about whether global warming is a human-caused catastrophe or a hoax, some usually staid climate scientists in the usually invisible middle are speaking up.

The discourse over the issue has been feverish since Hurricane Katrina. Seizing the moment, many environmental campaigners, former Vice President Al Gore and some scientists have portrayed the growing human influence on the climate as an unfolding disaster that is already measurably strengthening hurricanes, spreading diseases and amplifying recent droughts and deluges.

Conservative politicians and a few scientists, many with ties to energy companies, have variously countered that human-driven warming is inconsequential, unproved or a manufactured crisis.

A third stance is now emerging, espoused by many experts who challenge both poles of the debate.

They agree that accumulating carbon dioxide and other heat-trapping smokestack and tailpipe gases probably pose a momentous environmental challenge, but say the appropriate response is more akin to buying fire insurance and installing sprinklers and new wiring in an old, irreplaceable house (the home planet) than to fighting a fire already raging.

“Climate change presents a very real risk,” said Carl Wunsch, a climate and oceans expert at the Massachusetts Institute of Technology. “It seems worth a very large premium to insure ourselves against the most catastrophic scenarios. Denying the risk seems utterly stupid. Claiming we can calculate the probabilities with any degree of skill seems equally stupid.”

Many in this camp seek a policy of reducing vulnerability to all climate extremes while building public support for a sustained shift to nonpolluting energy sources.

They have made their voices heard in Web logs, news media interviews and at least one statement from a large scientific group, the World Meteorological Organization. In early December, that group posted a statement written by a committee consisting of most of the climatologists assessing whether warming seas have affected hurricanes. "

"These experts see a clear need for the public to engage now, but not to panic. They worry that portrayals of the issue like that in “An Inconvenient Truth,” the documentary focused on the views of Mr. Gore, may push too hard.

Many in this group also see a need to portray clearly that the response would require far more than switching to fluorescent light bulbs and to hybrid cars.

“This is a mega-ethical challenge,” said Jerry D. Mahlman, a climatologist at the National Center for Atmospheric Research in Boulder, Colo., who has studied global warming for more than three decades. “In space, it’s the size of a planet, and in time, it has scales far broader than what we go-go Homo sapiens are accustomed to dealing with.”

Dr. Mahlman and others say that the buildup of carbon dioxide and other greenhouse gases cannot be quickly reversed with existing technologies. And even if every engine on earth were shut down today, they add, there would be no measurable impact on the warming rate for many years, given the buildup of heat already banked in the seas.

Because of the scale and time lag, a better strategy, Dr. Mahlman and others say, is to treat human-caused warming more as a risk to be reduced than a problem to be solved.

These experts also say efforts to attribute recent weather extremes to the climate trend, though they may generate headlines in the short run, distract from the real reasons to act, which relate more to the long-term relationship of people and the planet.

“Global warming is real, it’s serious, but it’s just one of many global challenges that we’re facing,” said John M. Wallace, a climatologist at the University of Washington. “I portray it as part of a broader problem of environmental stewardship — preserving a livable planet with abundant resources for future generations.”

Some experts, though, argue that moderation in a message is likely to be misread as satisfaction with the pace of change.

John P. Holdren, an energy and environment expert at Harvard and president of the American Association for the Advancement of Science, defended the more strident calls for limits on carbon dioxide and other heat-trapping gases.

“I am one of those who believes that any reasonably comprehensive and up-to-date look at the evidence makes clear that civilization has already generated dangerous anthropogenic interference in the climate system,” Dr. Holdren said. “What keeps me going is my belief that there is still a chance of avoiding catastrophe.”"

Greinina í heild má finna hér.

Allar feitletranir eru blogghöfundar.

 


mbl.is Hawking: Loftslagsbreytingar hættulegri mannkyninu en hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rækta kjöt á diski

Fyrir nokkru bloggaði ég hér um afurðir klónaðra dýra og hugsanlega sölu á þeim.  Nú er er hins vegar næsta skref þar á eftir að koma til sögunnar, ef marka má fréttir.  Það virðist sem sé að það sé farið að styttast í það við þurfum ekki nema agnarögn af dýrunum, til að geta boðið upp á dýrindis steikur. 

Næsta skref verður sem sé að rækta kjöt á án þess úr frumum, án þess að leita liðsinnis blessaðra dýranna við verknaðinn.

Ef til getur maður keypt sér örlítinn kjötbita og fylgst með honum vaxa og dafna í ísskápnum, þangað til tímabært er að bjóða vinum sínum yfir í kvöldmat.  :-)

En þetta mátti lesa á vef The Times:

"Winston Churchill, a carnivore to the core, saw the future of meat back in 1936. “Fifty years hence,” he wrote, “we shall escape the absurdity of growing a whole chicken in order to eat the breast or wing, by growing these parts separately under a suitable medium.”

Churchill’s timing was out by at least three decades, but his prediction is steadily moving closer to reality. While governments chew over the science of meat production — from the US Food and Drug Administration’s recent backing for the consumption of meat and milk from cloned animals to this week’s revelation of a calf born to a cloned cow in Shropshire — scientists are now working feverishly on a third solution.

In different parts of the world, rival research teams are racing to produce meat using cell-culture technology. Several patents have been filed. Scientists at Nasa has been experimenting since 2001 and the Dutch Government is sponsoring a $4 million (£2 million) project to cultivate pork meat.

The idea may be stomach-turning, but the science for making pork in a Petri dish already exists.

Put simply, the process relies on a muscle precursor cell known as a myoblast, a sort of stem cell preprogrammed to grow into muscle. This cell is extracted from a living animal, and encouraged to multiply in a nutritional broth of glucose, amino acids, minerals and growth factors — Churchill’s “suitable medium”. The cells are poured on to a “scaffold” and placed in a bioreactor, where they are stretched, possibly using electrical impulses, until they form muscle fibres.

The resulting flesh is then peeled off in a “meat-sheet”and may be ground up for sausages, patties or nuggets.

Those readers now choking on their morning fry-ups will be relieved to learn that it is not quite that easy. For a start, the process is prohibitively costly. Growing one kilo of “meat” costs about $10,000, making this by far the most expensive fillet steak in the world. Merely creating a commercially viable growth medium for the cells is a monumental challenge.

Proponents of cultured meat argue that if the hurdles can be overcome then the implications for the human food chain are revolutionary – in terms of animal ethics, environmental protection, and human health. “The effect would be enormous, because there are so many problems associated with meat production,” says Jason Matheny, director of New Harvest, a non-profit group in the US promoting such research.

Meat that has never been part of an entire living animal is potentially far cleaner and healthier. Free from growth hormones and antibiotics, cultured meat could be made healthier by removing the harmful fats and introducing “good” fats such as omega-3."

"It has even been suggested that laboratory meat could expand the gastronomic possibilities for carnivores, since scientists could harvest myoblasts from rare animals without killing anything. Leopard sausages? Coelacanth kedgeree? The issue of cultured meat may, finally, be more philosophical than scientific (or culinary). Would lab-meat represent a step away from the cruelties of much animal production, or yet more disastrous tinkering with the food chain? Would humans be prepared to eat a meat that had never breathed?

Even though he had the idea, Winston Churchill would never have replaced old-fashioned meat with high-protein, health-giving, artificial substitute. When an adviser wanted to reduce the wartime meat ration, Churchill refused to countenance it, declaring: “Almost all food faddists I have ever known — nut-eaters and the like — have died young after a long period of senile decay.”"

Sjá fréttina í heild hér 

Hér má svo sjá skýringarmynd sem er nauðsynlegt að skoða í þessu samhengi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband