Að læra Íslensku á 7 dögum - Brainman

Kunningjar okkar sem komu hér í heimsókn fóru að segja mér frá heimildarmynd sem þau höfðu nýverið séð, Brainman.  Það sem meðal annars vakti athygli þeirra í myndinni var að í myndinni lærir Daniel Tammet Íslensku á 7 dögum er eftir þann tíma spurður spjörunum úr í Íslensku sjónvarpi, Kastljósinu nánar tiltekið.

Þau hlógu og sögðu að hreimurinn hjá Íslenska sjónvarpsfólkinu hefði verið nákvæmlega sami hreimurinn og hjá mér.   Í stað þess að fyrtast yfir þessu hreimtali, fylltist ég löngun til að sjá þessa mynd og tókst að verða mér út um upptöku.

En Brainman er heimildarmynd um Daniel Tammet, sem er "savant", sem líklega væri þýtt sem "ofviti" yfir á Íslensku.

En það var hreint ótrúlegt að horfa á myndina.  Daniel reiknar og þylur upp tölur sem venjulegt fólk á í erfiðleikum með að lesa upp.  Honum tekst að læra Íslensku og spjalla við þá Kastljós kappa svo að undravert er.  Það er hreint undravert að horfa á hann og það sem meira er, þá hefur hann ágætis samskipta eða "sósial" hæfileika.

Ég veit ekki hvort að Brainman hefur verið sýnd í Íslensku sjónvarpi, en þetta er mynd sem ég mæli með og hvet alla til að sjá.

Þess má svo geta hér að lokum að bók um ævi Daniels er stuttu komin út og heitir Born on a Blue Day: Inside the Extraordinary Mind of an Autistic Savant


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er einnig hægt ad horfa a kappann a heimasidu 60 minutes en their gerdu ytarlegt vidtal vid Daniel. Heimildarmynd um "savantinn" sem var fyrirmynd "Rainman" med Dustin Hoffmann er líka frábær, sá gaf uppl´ysingar um símanúmer borgarbúa á skemmri tíma en 118 !!!
Gott ad enn skuli vera til "brainy" fólk á hnettinum, á eftirfarandi slód er skelfilegt dæmi um thad mótstæda; http://www.ebblog.dk/1027/perma/9093

baldur Sveinbjørnsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Heja Norge,

Gaman að heyra í þér.  Já þeir eru margir merkilegir þessir "savantar".  Ef ekki væri fyrir þá væri heimurinn grárri.

En hvað varðar myndbandið þá skemmti ég mér stórkostlega yfir því.  Það er þó eitthvað sem segir mér að svipað myndband væri hægt að taka upp hjá flestum þjóðum, svona ef maður velur rétt fólk og sýnir það sem er "best".

G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2007 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband