Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Stofnfrumur í naflastreng

Persónulega er ég ákaflega fylgjandi stofnfrumurannsóknum, þó að vissulega sé rétt að setja þeim siðferðisreglur.  En stofnfrumur er eins og kemur fram í fréttinni að finna víðar en var haldið í fyrstu. 

Ég er fullviss um að stofnfrumurannsóknir eru gríðarlega mikilvægar fyrir framþróun í læknavísindum og eiga eftir að verða lykill að lausn fyrir marga sjúklinga.

Bæði börnin mín eiga blóð úr naflastreng í "bankanum" ef svo má að orði komast.  Þó að við höfum verið heppin og þau séu bæði heilbrigð og hraust, lít ég á þetta sem nokkurs konar tryggingu og við hugsuðum okkur ekki lengi um þegar okkur var kynntur þessi valkostur.  Auðvitað leysir "inneignin" ekki öll vandamál sem kunna að koma upp, en eykur hins vegar valkostina sem verða til staðar ef málin snúast á verri veg.

Það á alls ekki að láta fordóma hindra framgang læknavísindanna á þessu sviði.

Hér má svo lesa frétt Globe and Mail um sama efni.


mbl.is Stofnfrumur fengnar úr legvatni veita von um frekari rannsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að virkja eða ekki virkja

Þetta er vissulega frétt sem vert er að gefa gaum.  Ég man ekki eftir öðrum raunverulegum áhuga á Íslenskri orku til annars en stóriðju.  Þetta kann að vera fyrsta skrefið í því sem hefur stundum verið rætt, að í framtíðinni geti Íslendingar selt raforku til Evrópu í gegnum sæstreng.

Það hlýtur að vera hið besta mál að athuga þetta mál til hlýtar, en jafnframt vekur þetta mál ákveðnar spurningar.  Á að virkja eða ekki virkja?  Er andstaðan fyrst og fremst gegn notkun stóriðjunar á orkunni, eða er andstaðan gegn virkjunum?

Á að nýta orkuauðlindir Íslands eður ei, ef svo, þá með hvaða hætti, upp að hvaða marki og hvernig markaðssetjum við orkuna.


mbl.is Áhugi í Færeyjum á raforkukaupum frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klón á diskinn minn?

Það hefur vakið athygli víða um heim að FDA (Bandaríska fæðu og lyfjastofnunin) hefur skorið úr með það að klónuð dýr séu á allan hátt sambærileg við önnur dýr og að afurðir þeirra skeri sig ekki frá afurðum "hefðbundinna" dýra.

Í framhaldi af þessu hefur stofnunin ákveðið að ekki þurfi að merkja afurðir frá eða af klónum sérstaklega.

Í frétt Globe and Mail mátti t.d. lesa eftirfarandi:

"“Meat and milk from clones and their progeny is as safe to eat as corresponding products derived from animals produced using contemporary agricultural practices,” FDA scientists Larisa Rudenko and John C. Matheson wrote in the Jan. 1 issue of Theriogenology."

"Labels should only be used if the health characteristics of a food are significantly altered by how it is produced, said Barb Glenn of the Biotechnology Industry Organization.

“The bottom line is, we don't want to misinform consumers with some sort of implied message of difference,” Ms. Glenn said. “There is no difference. These foods are as safe as foods from animals that are raised conventionally.”"

Ekki ætla ég að mótmæla þessum niðurstöðum, enda hef ég ekki sérfræðiþekkingu á málinu, en get þó vel skilið andstöðu ýmissa hópa, sérstaklega hvað varðar merkingu, en ég er þeirrar skoðunar að öll upplýsingagjöf til neytenda sé af hinu góða, enda auðveldi það þeim að taka ákvarðanir.  Sjálfur held ég að ég geti vel hugsað mér að snæða afurðir klónaðra dýra, en endurtek að ég tel upplýsingagjöf alltaf af hinu góða.

Hitt ber þó á að líta, að líklega mun markaðurinn sjálfur taka að sér þessa upplýsingagjöf, það er að segja með öfugum formerkjum, því þeim á án efa eftir að fjölga mikið þeim vörum sem sem segja með merkingum að engin klónuð dýr eða afurðir frá þeim hafi komið nálægt framleiðslu á viðkomandi vöru.  Þannig ættu þeir sem ekki vilja neyta afurða af klónunum eða geta fundið vörur við sitt hæfi.  Líklega munu þeir framleiðendur þó nota tækifærið og hækka verð sitt hægt og rólega, enda "hækka" vörur þeirra um flokk, í það minnsta í huga sumra neytenda.

En það verður fróðlegt að fylgjast með þessari umræðu á næstu árum og hvaða ákvarðanir önnur ríki taka.

En hér má sjá frétt Globe And Mail og hér frétt The Times.


Af meyfæðingum

Það er ekki á hverjum degi sem ég les um meyfæðingar, ég get ekki talist mikill bíblíurýnari, en um slíkt las ég þó í dag á vefsíðu The Times.  Virtir vísindamenn hafa staðfest að móðirin sé "óspjölluð" og standi ein að afkvæminu.  Það er þó ekki í landinu helga sem meyfæðingin á sér stað heldur í dýragarði í London.

Eða eins og segir í frétt The Times:

"Her status as a virgin mother-to-be has been confirmed by genetic fingerprinting of three eggs that collapsed. Though they are not clones, all their DNA came from Flora."

En Flora er reyndar Komado dreki, eðlutegund sem nú hefur komið í ljós að kveneðlurnar geta fjölgað sér án þess að karleðlurnar þurfi að koma þar nærri.  Líklega getur "kvenfrelsið" ekki orðið meira en þetta.

Og meira úr fréttinni:

"Kevin Buley, the curator of lower vertebrates and invertebrates at Chester Zoo, said: “Although other lizard species are known to self-fertilise, this is the first time this has ever been reported in Komodo dragons. Essentially what we have here is an immaculate conception.” "

"In humans, females have two X chromosomes and males one X and one Y chromosome. Komodo dragons and other species of the Varanus genus have W and Z chromosomes instead, and dissimilar chromosomes always produce a female.

When parthenogenesis takes place, the egg originally carries just one chromosome, either W or Z, which is duplicated. This means that all offspring are male, and able then to breed with their mothers.

“This discovery has very important implications for understanding how reptiles are potentially able to colonise new areas,” Dr Buley said. “Theoretically, a female Komodo dragon in the wild could swim to a new island and then establish an entirely new population of dragons.” "

Fréttina í heild má finna hér.


Gott að vera hæfileg hífaður?

Samkvæmt þessari frétt í Globe and Mail er það góð varúðarráðstöfun að vera hæfilega hífaður.  Hæfilegt magn áfengis verndar heilann í alvarlegum áföllum.

Eða eins og segir í fréttinni:

"The researchers say this suggests alcohol-based fluids might be a helpful treatment in head trauma cases, once accident victims have been well stabilized.

Trauma specialists from Sunnybrook Health Sciences Centre in Toronto and the Department of National Defence studied the records of severe head trauma victims that Sunnybrook had cared for from 1988 through 2003.

They found that those with low to moderate blood-alcohol readings were 24 per cent less likely to die in hospital of their injuries than patients with no alcohol in their blood."

Hitt ber svo reyndar á að líta, að hættan á alvarlegum áföllum eykst við það að vera "hæfilega hífaður", eins og segir reyndar einnig í fréttinni:

"Lead author Dr. Homer Tien said the findings send a signal that alcohol may be protecting the injured brain, but more study is needed before doctors could even think about testing alcohol-based fluids as a treatment for severe head trauma.

And the director of trauma at McGill University Health Centre in Montreal warned that alcohol raises the risk of having an injury in the first place. So Dr. Tarek Razek said if the choice is no drinking and no accidents versus moderate drinking and better chances of surviving head trauma, people should pick the former."

Þetta verður því dálítið eins og með hænuna og eggið.  Það er ef til vill betra að vera dulítið hífaður ef til óhapps kemur, en að sama skapi eykur það líkurnar á því að til óhapps komi. 

Það er vissulega vandlifað.

 


Af rafmagnsverði

Oft er rætt um rafmagnsverð á Íslandi, ekki síst í tengslum við rafmagnsverð til stóriðju og mismun á því verði og verði til almennings.

Margir eru hneykslaðir á því hver munurinn á því verði er mikill.  Þá taka þeir lítið tillit til þess hve mikið magn stóriðjan kaupir og að hún kaupir það allan sólarhringinn, ekki bara þegar þeim dettur í hug, alla daga, allan ársins hring.  Það er sömuleiðis lítið rætt um hvað það kostnaðurinn við afhendingu rafmagnsins er mismunandi, það að dreifa henni á ótal hús, eða afhenda á einn stað.

En það þarf líka að borga rafmagnsreikninga hér í Kanada og það sem meira er, rafmagnsreikningarnir eru vel sundurliðaðir og útskýrðir. 

Mér datt því í hug að ræða örlítið um nýjasta rafmagnsreikninginn okkar, hér að Bjórá.

Á tveggja mánaða fresti fáum við rafmagnsreikning.  Sá nýjasti er sundurliðaður sem hér segir:

655.260KWH @ 5.8c           38.12
345.061KWH @ 5.5c           18.98
Afhending                           53.47
Stjórnun heildsölu                7.72
Eldri skuldir rafveitu             6.76
Söluskattur                          7.45

Munurinn á verðinu (5.5 og 5.8c 3.30kr og 3.48kr miðað við CAD sem 60kr ) er vegna þess að verðið lækkaði 1. nóvember, það gerist hér að verðið lækkar.

Raunveruleg notkun var 966KWH en er hækkað upp í 1022.322KWH vegna tapsins á leiðinni að Bjórá.

En takið vel eftir liðnum "Afhending" sem er hér um bil jafn hár og rafmagnsverðið.  Hann er að hluta til óbreytanlegur, óháð því hve mikið rafmagn við kaupum, enda rafmagnskapallinn alltaf til staðar.    

Veit einhver hverjar sambærilegar tölur eru fyrir Ísland?  Veit einhver hver er meðalkostnaður við afhendingu rafmagns til einstaklinga, t.d. per KWH?  Veit einhver hver er meðalkostnaður afhendingar per KWH til stóriðju?

Að lokum vil ég minnast á að nú er búið að setja upp nýja rafmagnsmæla víðast um Toronto, sem geta mælt rafmagnsnotkun á mismunandi tímum.  Dýrasti textinn verður frá 8 til 8, síðan örlítið lægri frá 8 til 10 um kvöldið, og loks ódýrasti textinn frá 10 um kvöldið til 8 um morgunin.  Væri ekki ágætt fyrir Íslendinga að velta fyrir sér svipuðu fyrirkomulagi?

P.S. spilling í orkufyrirtækjum er einnig vel þekkt hér í Kanada og má lesa um það t.d. hér og hér.

  


Hin alíslenska Mjallhvít

Með reglulegu millibili er ég minntur á, eða spurður um söguna um að Mjallhvít hafi verið Íslensk, það er að segja fyrirmynd Mjallhvítar í Disney teiknimyndinni.  Ævintýrið er allt önnur saga, en þó er ofurlítill ævintýrablær yfir ævi "Cartoon Charlie" og því hvernig Mjallhvít varð til.  Bæði rámar Íslendingum gjarna í eldri blaðagreinar um málið og það er merkilegt hvað margir Kanadabúar hafa heyrt eitthvað af málinu.

"Cartoon Charlie" var auðvitað Kanadískur, en "rammíslenskur" að uppruna og bar hið hljóm mikla nafn Karl Gústaf.  En "Mjallhvít" var hins vegar alísklensk og hafði stutta viðdvöl hér í Vesturheimi og sneri heim til "landsins bláa".

En í gær barst mér fréttabréf Hálfdáns Helgasonar (er reyndar ekki áskrifandi, en fæ það oft áframsent) og þar tekur Hálfdán þessa sögu fyrir og gerir það listavel og skemmtilega, en fréttabréf hans eru vel unnin og gleðja alla þá sem hafa áhuga á ættfræði og þá sérstaklega vesturförum Íslendinga.

Vefur Hálfdáns Helgasonar, er www.halfdan.is og ef lesendur vilja fara beint í nýjasta fréttabréfið er það hér

Bókina má sjá hér.


Það er sem sagt ekki allt í kalda koli?

Það er svolítið merkilegt að þegar ég fylgist með fréttum frá "landinu bláa", en er ekki lengur staddur þar sjálfur, fæ ég oft á tilfinninguna að þar sé allt í kalda koli, þar sé vá fyrir dyrum, þar sé hrun yfirvofandi, þar sé lýðræði fótum troðið, þar sé svo mikil spilling að landið sé á heljarþröm.

Sem betur fer á ég þó vini og kunningja sem fullvissa mig um hið gagnstæða, bæði í símtölum, netspjalli og tölvupóstum.  Þau skipti sem ég hef komið í "heim í heiðardalinn" hefur sömuleiðis blasað við mér samfélag á hraðri uppleið, hröð uppbygging, aukin velmegun og nokkuð blómlegt þjóðfélag.

Reglulega má svo sjá niðurstöður erlendra rannsókna sem segja Ísland eitt af þeim löndum sem best er að búa í, þar sé spilling hverfandi og hér til hliðar má svo sjá að lýðræði er talið standa hvað sterkustum fótum þar.

En reglulega má lesa yfirlýsingar frá samtökum s.s. Þjóðarhreyfingunni (ég hef ekki heyrt öllu "Orwellískara nafn yfir það sem virðist vera fámennur klúbbur óánægðra einstaklinga), hinum ýmsu sérhagsmunasamtökum, sjálfskipuðum "mannréttindastofum" og þar fram eftir götunum, þar sem allt virðist stefna lóðbeint til glötunar, sérstaklega ef ekki verði farið að þeim tillögum sem þessir hópar setja fram.

Hvernig stendur á því að erlendar rannsóknarstofnanir og ýmsir hópar heimamanna hafa svona ólíka sýn á ástand mála?

Getur það verið vegna þess að erlendu rannsóknaraðilarnir hafa engan pólítískan metnað á Íslandi?  Eða getur það verið að það spili inn í að þeir eru ekki að leita eftir að Íslenska ríkið fjármagni  eitt af neitt af áhugaefnum sínum?  Eða spilar það stóra rullu að þeir eru ekki að leitast við að fá kjósendur til að gefa þeim atkvæði sitt í næstu kosningum?

Eða hafa þessir útlendingar ekki hundsvit á Íslenskum málefnum?  Skilja þeir ekki sérstöðu Íslands?

 


mbl.is Lýðræði næstmest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þúsundir Bandaríkjamanna afpanta Íslandsferðir vegna hrossakjötsáts Íslendinga

Fyrirsögnin hér að ofan er ekki sönn, hún á ekki við nein rök að styðjast, alla vegna ekki það ég veit best.  En þeim vex þó stöðugt fiskur um hrygg sem vilja banna slátrun hrossa til kjötneyslu.

Hreyfingin sem berst fyrir þessu mun vera sterkust í Bandaríkjunum, flestir telja hana upprunna í Kalíforníu, en margir vilja auðvitað flytja þessa framtíðarsýn sinna til annara landa, enda hross alls staðar hross, ef svo má að orðið komast.

Ekki verður hjá því komist að skipa starfshóp á Íslandi um hvernig eigi að bregðast við þessari ógn og ekki væri úr vegi að setja nokkur hundruð milljónir í landkynningu og til að kynna gildi hrossakjötsáts.  Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, enda hafa útlendingar margir dálæti á íslenska hestinum, dást að þeim er þeir keyra um landið og þúsundir komast í snertingu við íslenska hesta þegar þeir kaupa sér reiðtúra, en fjöldi íslenskra fyrirtækja starfa á þeim vettvangi og má rétt ímynda sér þá vá sem þeim er búin ef hrossakjötsáti fer ekki að linna á Íslandi.

Þegar hafa stórstjörnur eins og Willie Nelson og Bo Derek tekið hrossin upp á arma sína og mun án efa fleiri stjörnur leggja þessu máli lið.

Því má svo bæta við að svín ku vera ákaflega greind dýr og hefur frést af nokkrum stórstjörnum sem halda þau sem gæludýr.

Ég hef safnað saman nokkrum fréttum af þessu máli, sem finna má hér, hér, hér og hér.

Að lokum, í fréttinni sem er áföst þessari bloggfærslu kemur fram að japönsk skip hafi lagt úr höfn til að veiða 850 hrefnur og 10 langreyðar, allt í nafni vísindanna.  Hefur eitthvað heyrst af því að alemenningur í Bretlandi, Bandaríkjunum, nú eða Evrópusambandinu ætli sér að sniðganga japanskar vörur, eða beita sér fyrir herferð þar að lútandi?


mbl.is Japanski hvalveiðiflotinn heldur til veiða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og meira af grænni orku

Þá fjölgar metan bílunum á götunum í Reykjavík, það telst gott að aka á uppgufun frá sorpinu.  Ekki veit ég hvað mögulegt væri að knýja marga bíla með afgasi frá sorpinu sem fellur til að Íslandi en þetta er auðvitað hrein snilld.  Sparar gjaldeyri, bíllinn er ódýrari í rekstri, er "grænn" kostur, þannig að plúsarnir eru margir.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Heklu dugar sorpið í Gufunesi fyrir 2500 til 3500 fólksbíla þegar allt verður komið á fullt þar.  Skyldi ekki vera grundvöllur fyrir því að gera þetta víðar um landið?

 Annars kemur mér alltaf í hug Mad Max þegar ég heyri talað um metanbíla.  Þar kunnu menn vel að meta metanið og létu engan svínaskít fara til spillis.


mbl.is Nýir og langdrægari metanbílar afhentir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband