Færsluflokkur: Vísindi og fræði
4.12.2007 | 22:05
Íslendingabók á Háaloftinu
Í þættinum í kvöld var fjallað um á meðal annara hluta, Íslendingbók og gríðarlegan áhuga Íslendinga á ættfræði. Vissulega var umfjöllunin hröð og ekki mjög djúp, en það mátti samt hafa gaman af þessu.
Í þættinum var spallað við væntanleg brúðhjón, Jónas og Lindu, rætt var við Véstein Ólason um Landnámu, Eiríkur Guðmundsson sýndi og ræddi um manntalið frá 1703 og loks var rætt við Friðrik Skúlason um Íslendingabók og ættfræðiáhuga hans.
Allt þetta fólk kom alveg prýðilega fyrir og útskýrði málin svo þekkilegt var.
Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem ég sé einhvern af þessum þáttum, enda horfði ég eingöngu vegna þess að fjallað var um Ísland. Ekki er það svo heldur að ég fylgist svona vel með sjónvarpsdagsskránni, heldur er forsagan sú að snemma á árinu hafði einn af þeim sem sinnir rannsóknarvinnu fyrir þáttinn, Chris Robinson, samband við mig til að forvitnast um Íslendingabók. Hann heimsótti mig svo og sýndi ég honum í hvernig vefsíðan virkar og sagði honum frá því sem ég vissi um sögu hennar.
Þessi færsla er endurbirt hér vegna þess að hún féll einhverra hluta út, líklega vegna minna eigin mistaka.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 04:39
Blessað áfengið og heilbrigðisráðherra
Nokkuð mikið hefur verið rætt um frumvarp þess efnis að leyft verði að selja áfengi í fleiri verslunum en hins opinbera, þ.e.a.s. að verslun með létt vin og bjór verði gefin frjáls og geti farið fram í matvöruverslunum.
Reyndar hefur komið í ljós að þess munu vera dæmi um að áfengi fáist í matvöruverslunum á landsbyggðinni, og það án þess að hið háa Alþingi hafi verið spurt álíts, en það er í auðvitað önnur saga, því ef "neyðin" er fyrir hendi, þá er þetta sambland áfengis og matvæla auðvitað fyrirgefanlegt og enginn hefur heyrt um "róna" í dreifbýlinu, hvað þá á þar þekkist að bjór sé seldur kældur í stykkjavís.
(Þetta minnir mig reyndar á það hvað margt vill verða líkt með tilhögun hér í Ontario og á Íslandi, en hér er að segja má sama fyrirkomulag á áfengissölu (fylkið rekur hana) með þeim undantekningum að vínframleiðendur mega selja eigin vöru, björframleiðendur reka saman bjórverslanir og svo er það rétt eins og á Íslandi að í dreifbýlinu eru áfengisverslanir í "slagtogi" við aðrar verslanir, þar með taldar matvöruverslanir).
En rökin sem fram eru færð á móti því að áfengi verði selt í matvöruverslunum virðast helst vera þessi:
Að aðgengi að áfengi aukist og þar með "lýðheilsutjón" sem það veldur.
Að úrval minnki og verð komi til með að hækka þegar einkaaðilar taki við.
Margir nefna það einnig að það sé enginn fyrirhöfn að fara í aðra verslun (gjarna hvort eð er í sömu verslunarmiðstöð) og þeir hafi aldrei orðið að neita sér um vín þess vegna. Þessu er ég reyndar nokkuð sammála, þ.e.a.s. að ég man ekki eftir því í fljótu bragði að hafa ekki getað drukið vín þegar ég vildi við hafa, en það skiptir einfaldlega ekki miklu máli í umræðunni.
Það hlýtur þó flestum að vera ljóst að þetta gengur ekki alveg upp, enda varla hægt að tala um að aðgangur aukist, ef verð hækkar og aðgangur er slíkur að enginn hefur nokkru sinni misst af því að kaupa vín, eða fundið nokkuð óhagræði af núverandi fyrirkomulagi.
Það má líklega einnig minna á þær "heimsendaspár" sem fram komu þegar rætt var um að leyfa sölu á áfengum bjór á Íslandi. Ég held að það geti ekki talist að þær hafi gengið eftir.
Loks hafa margir hneykslast á því að sjálfur heildbrigðisráðherra skuli hafa lýst því yfir að hann styðji frumvarpið og gangi þannig gegn ráðleggingum jafnvel sjálfs Landlæknis. Slíkt virðist þeim þykja hneysa.
Slíku fólki þykir líklegast heilbrigðisráðherra nokkuð óþarfur í stjórnsýslunni, enda geta líklega Landlæknir og aðrir embætitismenn í heilbrigðiskerfinu hæglega stjórnað með tilskipunum, ef það er reginhneyksli að ráðherra skuli leyfa sér að hafa aðra skoðun en þeir.
Í umræðunni hafa einnig verið rannsóknir frá Svíþjóð, Kanada og einhverjum öðrum löndum sem eiga sýna það að einkavæðing á léttvíns og bjórsölu sé feigðarflan og komi til með að kosta tugi Íslendinga lífíð árlega.
Ekki hef ég kynnt mér þær rannsóknir og efast reyndar um að ég eigi nokkurn tíma eftir að gera það, svo sterkur er áhugi minn á þessu máli ekki. Það er reyndar svo oft með rannsóknir að þær virðast stundum sýna það sem menn hafa áhuga fyrir að þær sýni (hér er ekki verið að alhæfa, eða taka sérstaklega til þeirra rannsókna sem hér um ræðir), enda þveröfugt við það sem margir halda, þá hafa margir vísindamenn skoðanir.
En svo háttar þó til að ég bý í Kanada, þar sem einkasala ríkír hér í Ontario, þar sem ég bý, en í næsta "hreppi" Quebec, er leyft að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum. Eftir því sem ég hef heyrt, ríkir þó síst verra ástand í áfengismálum í Quebec en hér í Ontario. Reyndar hafa margir fullyrt í mín eyru að þar hafi alkóhólismi dregist saman frekar en hér í Ontario.
Þegar ég núna rétt í þessu googlaði þetta fann ég tvær rannsóknir, sem má finna hér og hér.
Á fyrri hlekknum má lesa eftirfarandi:
"This paper examines the effect of introducing wine into grocery stores in Quebec. Beer has been available in Quebec grocery stores for many years but limited wine sales were introduced in 1978. Data on wine sales and total sales of alcoholic beverages were examined for Quebec and Ontario for the years 19671983. Neither beer nor wine are sold in the grocery stores of Ontario and it represented a control province. The analyses show that there was no impact on wine sales or total alcohol sales from the introduction of wine into grocery stores. In fact, alcohol consumption fell a little more in Quebec than in Ontario. The reasons for the lack of impact could include depressed economic circumstances, the relative unpopularity of wine compared to other beverages and the long-term trend toward lower alcohol consumption throughout Canada. "
Á þeim seinni segir að alkóhólistar sem hlutfall af 100.000 íbúum hafi verið 4300 bæði í Quebec og Ontario árið 1975. Árið 1990 var hlutfallið 2700 í Ontario en komið niður í 2500 í Quebec.
Ekki ætla ég að segja að þessar rannsóknir séu einhver stóri dómur, enda hef ég hvorki kynnt mér þær né aðrar rannsóknir til hlýtar. En þessar niðurstöður benda vissulega til þess að það séu einhverjir aðrir "kraftar" að verki en hvort að létt vín og bjór er selt í matvöruverslunum eður ei, þegar umræðan er um "lýðheilsutjón" og áfengisfíkn.
Ég vil því taka ofan fyrir heilbrigðisráðherra fyrir að taka afstöðu með frjálsræðinu og ganga ekki í forræðisbjörgin í þessu máli.
Að lokum vil ég rétt minnast á það, að þegar forræðishyggjumennirnar byrja að tala að hætta sé að stórauknum útgjöldum í heilbrigðiskerfinu vegna aukins aðgengis að áfengi, að það eru verstu meðmæli með opinberu heilbrigðiskerfi sem hugsast getur, ef forræðishyggjumenn nota það sem vopn til þess að banna allt það sem hugsanlega getur aukið útgjöld í því sama kerfi.
Má ég þá frekar biðja um að standa utan þess kerfis (sem ég annars held að sé nokkuð mikil sátt um bæði hér í Kanada sem og á Íslandi), heldur en að fela ákvarðanir sem varða lífstíl minn og frelsi forræðishyggjufólkinu í hendur.
Slík forræðishyggja grefur undan samkomulaginu um sameiginlegt heilbrigðiskerfi og almannatryggingar.
19.10.2007 | 14:35
Hin eftirsótta mengun?
Frétt sem ég rakst á á visi, vakti athygli mína. Þar er fjallað um tækni til þess að vinna metanól úr annars mengandi útblæstri ál og orkuvera.
Í fréttinni segir m.a.:
"Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi.
Með með tækni fyrirtækisins verður til dæmis hægt að vinna metanól úr útblæstri álvera í Helguvík og Bakka, sem unnið er frekar yfir í bensín á óbreytta bíla og önnur ökutæki.
Búnaður Carbon Recycling International tekur við útblæstri álvera áður en hann fer úr kerjum í hreinsibúnað þeirra. Gangi allt eftir er reiknað með að tæknin geti minnkað losun koltvísýringsútblásturs álvera um rúm níutíu prósent. Búist er við að sömu tækni verði hægt að nýta fyrir raforkuver erlendis sem vinna raforku úr kolum og hafa fram til þessa mengað mikið."
"Stefnt er að því að fyrsta verksmiðjan taki til starfa að ári og geti framleitt allt að tíu þúsund lítra af metanóli á dag, sem verður unnið yfir í fimm þúsund lítra af bensíni. Búið er að ljúka gerð tilraunaverksmiðju sem gefur af sér nokkrar lítra á dag af metanóli."
Ef allt gengur upp er vissulega um stórtíðindi að ræða. Ekki nóg með að þá verði hægt að draga verulega úr mengun frá stóriðjuverum, heldur verða búin til verðmæti úr menguninni. Verðmæti sem aftur geta dregið úr mengun frá bílum og öðrum farartækjum.
Sjálfsagt er málið ekki jafn einfalt og einhver vandamál óleyst, en það verður virkilega áhugavert að heyra meira af þessu.
Þetta sannar líka að það gefst betur að leita lausna við vandamálum sem eru til staðar, frekar en að banna eða hætta við allt sem veldur vandamálum.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 02:23
Ósnortin náttúra eða?
Eins og sagði í síðustu færslu þá lagði Bjórárfjölskyldan land undir fót (fórum þó á Pontíaknum mest megnis) og heimsóttum Baptistevatn og ýmsa aðra merkisstaði þar um slóðir, þar á meðal Algonquin þjóðgarðinn.
Garðurinn er gríðarstór, eða rétt tæplega 8.000 ferkílómetrar og býður upp á ríkulega náttúru og dýralíf og sömuleiðis upp á nokkrar sýningar sem áhugavert er að skoða.
Eitt af því sem við skoðuðum í þessari ferð var einmitt skógarhöggssafnið, en þar má sjá sögu skógarhöggs á svæðinu, allt fram til dagsins í dag. Sömuleiðis skoðuðum við sýningu um samspil gróðurs og dýranna í þjóðgarðinum.
Þar var það ein setning öðrum fremur sem vakti athygli mína. Ef henni væri snarað yfir á Íslensku hljóðaði hún eitthvað á þessa leið:
Það er algengur misskilningur hjá þeim sem heimsækja Algonquin þjóðgarðinn að hér sé náttúran ósnortin af mannavöldum. Hið rétta er að maðurinn hefur sett svip sinn á nátturuna hér og sömuleiðis verið mótaður af henni í u.þ.b. 7000 ár.
Þetta fékk mig til að hugsa. Það má líklega segja að ósnortin náttúra sé ekki til lengur. Það er ekki til það svæði sem maðurinn hefur ekki sett mark sitt á með einum eða öðrum hætti, þó að "fótsporin" séu vissulega misjafnlega stór og djúp.
Annað dýr sem sömuleiðis hefur í för með sér miklar breytingar hvar sem það sest að, er bjórinn, með stíflum sínum breytir hann landinu og lífsmöguleikum fjölda annara dýra, ýmist til hins betra eða verra.
Meðfylgjandi mynd er af haganlegri bjórstíflu í Algonquin þjóðgarðinum.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 05:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 06:01
Saving Germany
Svona til að fyrirbyggja allan misskilning, þá vil ég taka að fram að ég gleðst ákaflega yfir fréttum sem þessari. Bæði vegna Íslendinga og ekki síður Þjóðverja.
Íslendingar eiga án efa eftir að gera það gott með því að flytja út sérþekkingu sína hvað varðar jarðvarmavirkjanir og Þjóðverjar geta fagnað að fá nokkrar vistvænar virkjanir.
Ég geng eiginlega út frá því og vona svo sannarlega að ítarlegt umhverfismat hafi farið fram og engin lýti verði af virkjununum í Þýskalandi.
Ég vona líka að iðnaðarráðherra geri sér grein fyrir því að "okkar framlag" til loftlagsmála getur einnig náð yfir háhitavirkjanir á Íslandi.
Loftslagið er jú alþjóðlegt fyrirbrigði.
Spurningin er svo hvort að þurfi að stofna samtökin "Saving Germany" til að sporna gegn þeirri vá sem svona orkuver geta verið.
Orkuútrás í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2007 | 00:34
Köttur dauðans
Undanfarin 2. ár hefur Oscar, köttur dauðans, gengið um ganga Steere House Nursing and Rehabilitation Center á Rhode Island. Þeir sem Oscar velur virðast að öllu jöfnu ekki eiga nema u.þ.b. 4. tíma eftir ólifað.
Ef marka má frétt Globe and Mail, gerir Oscar ekki mörg mistök. Þeir sem hann velur kveðja jarðvistina.
En í fréttinni má m.a. lesa eftirfarandi:
"Oscar the cat seems to have an uncanny knack for predicting when nursing-home patients are going to die, by curling up next to them during their final hours.
His accuracy, observed in 25 cases, has led the staff to call family members once he has chosen someone. It usually means they have less than four hours to live.
"He doesn't make too many mistakes. He seems to understand when patients are about to die," said David Dosa. He describes the phenomenon in a poignant essay in today's issue of the New England Journal of Medicine.
The two-year-old feline was adopted as a kitten and grew up in a third-floor dementia unit at the Steere House Nursing and Rehabilitation Center. The facility treats people with Alzheimer's, Parkinson's disease and other illnesses. After about six months, the staff noticed Oscar would make his own rounds, just like the doctors and nurses. He'd sniff and observe patients, then sit beside people who would wind up dying in a few hours."
"Doctors say most of the people who get a visit from the sweet-faced, grey-and-white cat are so ill they probably don't know he's there, so patients aren't aware he's a harbinger of death. Most families are grateful for the advance warning, although one wanted Oscar out of the room while a family member died. When Oscar is put outside, he paces and meows his displeasure.
No one's certain if Oscar's behaviour is scientifically significant or points to a cause. Dr. Teno wonders if the cat notices tell-tale scents or reads something into the behaviour of the nurses who raised him.
Nursing home staffers aren't concerned with explaining Oscar, so long as he gives families a better chance at saying goodbye to the dying."
Vissulega athyglivert, enda kettir vissulega merkileg dýr. Hér í fyrndinni voru þeir gjarna tendgir skrattanum, en ég hefði gaman af því að vita ef einhverjir þekkja svipaðar sögur af dýrum.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 04:10
Hár, hærri ...
Þeir eru vissulega stórhuga í Dubai, en það sem mér dettur gjarna í hug þegar talað er um hæstu byggingar heims, eru þær deilur sem hafa orðið um hvaða "byggingar" eru hæstar. Stundum líkjast þær helst umræðum um pólítík.
Það veltur nefnilega ekki hvað síst á skilgreiningum orða s.s. hús, bygging, turn og svo framvegis hvernig niðurstaðan verður. Er turn bygging? Hvað þarf til að bygging teljist hús og svo má lengi halda áfram.
Wikipedia er með ágætis yfirlit um þetta efni.
Það má því líklega segja að mestu skipti hvernig við þýðum orð eins og "structure" og "building" hvað niðurstöðu við fáum í málið á Íslensku.
Hitt verður þó ekki um deilt að þegar Burj Dubai verður fullkláruð/aður þá verður hann/hún hæsta bygging/turn/hús heims.
Alla vegna þangað til verkfræðingar hyggja hærra og stærra.
En hvort að svo sé í dag, er meira skilgreiningaratriði.
Hæsta bygging í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2007 | 21:03
Landið græna
Þetta er nokkuð merkileg uppgötvun, þó að langt sé um liðið að menn hafi gert sér grein fyrir því að hitastig á jörðinni hefur sveiflast verulega til þegar til lengri tíma er litið. En virðist þó koma í ljós að enn heitara hefur verið á Grænlandi en til þessa hefur verið talið.
En þetta sýnir ef til vill fyrst og fremst hve lítið er vitað um hvernig hitastig á jörðinni hefur þróast og hvað hefur valdið öllum þessum hitabreytingum.
Með þessu vil ég alls ekki gera lítið úr allri umræðunni um "gróðurhúsalofttegundir", en er þó þeirrar skoðunar að áhrif þeirra séu langt í frá sönnuð og líklega ofmetin. Hitt er þó líka ljóst að full þörf er að draga úr loftmengun, enda slíkt andrúmsloft lítt eftirsóknarvert.
Skógar og fiðrildi voru á Grænlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2007 | 04:46
Titanic
Fjölskyldan öll skellti sér í dag í Vísindamiðstöðina hér í Toronto (Ontario Science Center) og sáum þar sýningu sem byggist upp á munum sem bjargað hefur verið Titanic.
Það var fróðlegt að sjá munina og sömuleiðis stuttar kvikmyndir sem útskýrðu hvernig skipið sökk og hvernig staðið var að björguninni.
Enn og aftur beindist hugurinn að þessum harmleik og öllum þeim sem létu lífið. Við innganginn fékk hver gestur í hendur miða, þar sem hann var boðinn velkominn um borði í Titanic og var letrað á miðann nafn eins af þeim farþegum sem fór með Titanic í þessa ferð. Við útganginn er síðan spjald með nöfnum allra farþega og áhafnarmeðlima og hvort þeir björguðust eða fórust.
Sjálfur fékk ég miða með nafni 2. farrýmis farþega, Mr. Albert Francis Caldwell, sem bjargaðist giftusamlega. Mamma og Foringinn voru sömuleiðis með farþega á sínum miðum sem björguðust, en konan fékk hins vegar nafn Mrs Isidor Straus (Rosalie Ida Blun), en hún fórst eftir að hafa snúið við úr björgunarbát, með þeim að orðum að hún og maður hennar myndu deyja eins og þau hefðu lifað, saman.
Eftir að hafa skoðað sýninguna, var slegið á léttari strengi og Foringjanum sleppt lausum í hin ýmsu leiktæki og þrautir sem finna má í öðrum sölum miðstöðvarinnar.
9.6.2007 | 03:19
Er Þróunarkenningin blessuð?
Það eru í sjálfu sér ekki nýjar fréttir að skiptar skoðanir séu á meðal Bandaríkjamann um Þróunarkenninguna og Sköpunarkenninguna. Ekki er óalgengt að gert sé grín að "blessuðum Kananum" fyrir vikið, talað um hve trúin á þar sterk ítök og þar fram eftir götunum.
En hvernig skyldi ástandið vera víðast hvar um heiminn? Hvernig skyldi það vera á Íslandi?
Ekki það að ég efast ekki um að meirihluti Íslendinga myndi hneygjast að Þróunarkenningunni, ég held að flest skynsamt og upplýst fólk geri það. En hvernig fer það saman að trúa Þróunarkenningunni og að trúa á einhvern guð?
Er Þróunarkenningin "blessuð" af Þjóðkirkjunni, eða öðrum þeim kirkjudeildum sem starfræktar eru á Íslandi?
Hvert væri þá "hlutverk" guðs hvað varðar Þróunarkenninguna?
Er sú fullyrðing að guð hafi skapað manninn, og það í sinni mynd, ekki lengur partur af kenningunni?
Allar upplýsingar um þetta málefni vel þegnar í athugasemdum.
Þróunarkenningin og sköpunarkenningin báðar réttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |