Af olíuhreinsun

Ég verð að viðurkenna að mér kom nokkuð á óvart sú hugmynd að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, en finnst þó fráleitt að henda þeirri hugmynd frá borði án þess að fá allar staðreyndir og upplýsingar upp á borð.

Þar væri lægi líklega beinast við að leita til Norðmanna, fá upplýsingar hjá þeim hvernig þeir hafa staðið að uppbyggingu á sínum hreinsistöðvum, hvernig framþróun hefur verið í hönnun slíkra hreinsistöðva, hversu mikil mengun er frá slíkum stöðvum, hvers eðlis sú mengun er og þar fram eftir götunum.

Það má til sanns vegar færa að aukin umferð olíuskipa hlýtur að auka hættuna á mengunarslysi.

Það er þó einnig ljóst að það er afar líklegt að umferð olíuskipa nálægt Íslandi geri ekkert nema að aukast á næstu árum.  Olíuframleiðsla í Rússlandi á án efa eftir að aukast á næstu árum og áratugum og ekki telst óeðlilegt að þó nokkur hluti þeirra framleiðslu verði fluttur vestur um haf.

En í fyrstu koma upp 2. spurningar sem ég velti nokkuð fyrir mér.

Sú fyrri er sú hvort að alþjóðalög veiti Íslendingum nokkra heimild til að banna slíkum olíuskipum að sigla á milli Íslands og Grænlands?  (það er að segja í lögsögu Íslands).  Ef svo er ekki eykst hættan líklega ekki svo mikið þó að skipin stoppi á Vestfjörðum.

Hin spurningin sem kom upp í hugann, er sú hver er ávinningur eigandanna af því að reisa slíka olíuhreinsunarstöð á Íslandi?  Nú hefur komið fram í fréttum að starfsemin sé ekki orkufrek, þannig að varla er þá verið að sækjast eftir ódýrri og öruggri orku.  Laun á Íslandi eru margföld á við það sem gerist í Rússlandi, þannig að ekki er ódýrara að reka verksmiðjuna á Íslandi en þar.  Þekking á slíkum rekstri (og vant starfsfólk) hlýtur sömuleiðis að vera mun algengari bæði í Rússlandi og Vestanhafs.

Hvers vegna ekki að hreinsa olíuna í Rússlandi, eða á áfangastað Vestanhafs?  Hver er ávinningurinn af því að hreinsa olíuna á Íslandi?

Ég verð að viðurkenna að ég sé hann ekki í fljótu bragði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband