Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Engar hugsjónir?

Alltaf þykir mér frekar klént þegar ég les fréttir (sem eru auðvitað ekki alltaf réttar) um að einstaklingar séu að framkvæma skoðanakannanir (að mæla styrk sinn) áður en þeir ákveða að bjóða sig fram.

Mér finnst það einhvern veginn blasa við að þeir einstaklingar hafa ekki hugsjónir sem þeir eru að hugsa um að berjast fyrir.  Þeir eru hinsvegar að reyna að mæla hvort þeir komist í ákveðið starf.

Ég held að slíkar mælingar séu oft ekki besta veganestið í kosningabaráttu.  Það er varasamt að hefja baráttuna á forsendum skoðanakannana.

Ég held að nýafstaðnar forsetakosningar hafi sannað það.

 


Stúlkur og vísindi

Það er kunnara en frá þurfi að segja að hið opinberir aðilar um víða veröld eru sínkt og heilagt í alls kyns herferðum, til að lagfæra mannlífið.  Alls kyns opinberar og hálfopinberar stofnanir eru eilíflega að uppgötvaeitthvað sem að þeirra mati má betur fara og telja að sjálfsögðu enga betur til þess fallna að lagfæra það en sig sjálfa, svo lengi sem senda má skattgreiðendum reikninginn.

Evrópusambandið er að sjálfsögðu ekki eftirbátur eins né neins í þessum fræðum og á þess vegum eru metnarðarfullar herferðir um hin aðskiljanlegustu málefni.  Nú mun m.a. vera í gangi hjá "Sambandinu" herferð til að auka þátttöku stúlkna í vísindum.  Til að ná því markmiði var myndbandið sem er hér að neðan m.a. framleitt.

Þegar horft er á myndbandið er ekki hægt annað en að skellihlægja.  Það vantar ekki að það er fagmanlega unnið og líklega hefur ekki verið skorið við nögl hvað kostnaðinn varðar.  En eitthvað hefur  farið úrskeiðis í hugmyndavinnunni, því þetta myndband er eins langt frá því að hvetja stúlkur til menntunar og starfa í vísindum og hugsast getur að mínu mati.  Það er líklegra að það hafi þveröfug áhrif. 

Reyndar voru viðbrögðin við því slík að myndbandið var fjarlægt af vef "Sambandsins"  eftir að hafa verið þar fáeina daga.

Það eina sem ef til vill skyggir á hláturinn, er ef viðkomandi er skattgreiðandi í einum af löndum "Sambandssins" og þurfti því að taka þátt í að fjármagna framleiðsluna.


Írland, Ísland, stjórnmál, vísindi og fræði

Ég horfði á Silfur Egils seint í gærkveldi.  Þar kom ýmislegt athyglivert fram.  Viðtalið við Sigurð Má um bók hans: IceSave samningarnir - klúður aldarinnar, var athyglisvert og vakti með mér mikinn áhuga á að lesa bókina.

En það var viðtalið við Írska fræðimanninn  Peadar Kirby sem vakti mesta athygli mína.  Það gekk ekki á með gassagangi en margt athyglivert kom þar fram.  Samanburður á millil Íslands og Írlands, euro og krónu o.s.frv.  Hann virtist álíta að euroið hefði átt mestan þáttinn í að blása upp bóluna á Írlandi, en þakkaði því jafnframt fyrir að kreppan varð ekki dýpri, en taldi það að sömuleiðis lengja kreppuna.  Hann taldi krónuna hins vegar hafa dýpkað Íslensku kreppuna en hún hjálpaði Íslendingum sömuleiðis að vinna sig mun hraðar út úr henni en Írar gætu með euroinu.

Þetta var alla vegna í stuttu máli það sem ég tók eftir í málflutningi hans.  Það má auðvitað deila um þetta eins og annað, vissulega hafa Íslendingar átt í dýpri erfiðleikum en Írar vegna fall gjaldmiðilsins, sem hefur aukið á skuldir bæði einstaklinga og fyrirtækja, en hins vegar er atvinnuleysi meira en tvöfallt á Írlandi miðað við Ísland.  Þetta er staðreynd, þrátt fyrir að u.þ.b. 100.000 Írar hafi flutt á brott og þá fullyrðingu Kirby´s að útflutningsiðnaður Íra væri "booming".  Hvort hefur verri áhrif til lengri tíma eru sjálfsagt skiptar skoðanir um, en Íslendingar hafa í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á hátt atvinnustig.

Það er rétt að taka það fram að ég hef ekki lesið stúdíuna sjálfa, þannig ég gagnrýni þetta ekki frekar.  Studíuna má finna hér.  Ég er búinn að hlaða henni niður og finn vonandi tíma til að lesa hana fljótlega.

En það er vissulega fróðlegt að vita að Kirby vann stúdíuna með Baldri Þórhallssyni varaþingmanni Samfylkingar og einhverjum ákafasta "Sambandsinna" Íslendinga.

Eftir því sem mér skildist í viðtalinu er Kirby að fara af stað með samanburðarrannsókn á Sjálfstæðisflokknum og Fianna Fáil, sem var lengst af "ríkjandi" flokkur á Írlandi.  Og hver skyldi nú vera betur til þess fallinn að starfa með Kirby við þá rannsókn en einmitt sami varaþingmaður Samfylkingarinnar?

En það sem hefur líklega vakið mesta athygli í málflutningi Kirby´s er frásögn hans af því að Írar hafi gengið mun vasklegar fram í því að endurnýja stjórnmálamenn sína en Íslendingar.  Það hafi vakið sérstaka athygli hans þegar hann heimsótti Alþingi og sá tvo alþingismenn sem höfðu verið í háum embættum þegar hrunið varð, og væru enn að.  Það sagði hann að væri óhugsandi á Írlandi.

Þetta hefur orðið ýmsum tilefni til að kalla eftir því að meiri endurnýjun eigi sér stað á Íslandi.  Persónulega finnst mér það hafa frekar holan hljóm, vissulega eru svo dæmi sé tekið 7. einstaklingar á Alþingi sem áttu sæti í "hrunstjórninni" svokölluðu.  Það eru Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Björgvin G. Sigurðsson, Kristján L. Möller, Guðlaugur Þór. Þórðarson, Einar K. Guðfinnsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir. (Ég held og vona að ég sé ekki að gleyma neinum). 

En Íslenskir kjósendur kusu þessa einstaklinga til þingsetu í síðustu kosningum og í raun ekkert meira um það að segja.  Þessir einstaklingar fengu endurnýjað umboð frá bæði flokkum sínum og kjósendum til setu á Alþingi.

P.S.  Þess má svo til gamans geta, vegna þess að tengsl og hagsmunir eru mikið til umræðu þessi misserin, að ef að þessir 7. einstaklingar sem sátu í "hrunstjórninni" svokölluðu myndu segja af sér, yrðu skarð þeirra auðvitað fyllt með varaþingmönnum.  Þá myndi setjast á þing fyrir Samfylkinguna engin annar en varaþingmaðurinn og samstarfsmaður Kirby, Baldur Þórhallsson. 


Milljón dollara peningur

Fyrir mörgum árum las ég söguna um milljón punda seðilinn eftir Mark Twain og hafði gaman af.  Hér og þar um heiminn hafa verið búnir til seðlar með milljón eða meira að nafnvirði en það hafa að ekki verið merkilegir pappírar ef svo má að orði komast.

En hér í Kanada er hefur myntsláttan framleitt gullpening sem er milljón dollarar að nafnvirði.  100 kíló af gulli fer í hvern og einn, eða 3.215 únsur.  Verðmæti gullsins eins og sér er því u.þ.b. 5 og hálf milljón dollara.  Framleiðlsla þeirra hófst árið 2007 og eru 5 eintök seld.

En fyrir þá sem eiga ekki alveg nógu mikið aflögu til að kaupa 100 kg pening, þá eru eru einnig framleiddir 10. kg peningar.  Nafnvirði þeirra er 100.000 dollarar og verðmæti gullsins væri ekki nema 550.000 dollarar.  Ekki verða framleiddir nema að hámarki 15. eintök.

En það verður að segjast eins og er að þessir peningar eru listasmíði.


Eru drykkjulæti áunnin hegðun?

Rakst á grein um drykkjuhegðun á vef BBC, þegar ég var að þvælast um netið.  Fannst greinin verulega áhugaverð, en ætla mér þó ekki að fullyrða að þessar rannsóknir eða stúdíur séu stóri sannleikurinn í málinu.

En hér má finna greinina:  Eru allur áfengisáróðurinn rangur?

Greinin er öll skrifuð með sjónarhorn á Breskt samfélag og þar má meðal annars lesa þessa setningu:

"The effects of alcohol on behaviour are determined by cultural rules and norms, not by the chemical actions of ethanol."

Þessi málsgrein fannst mér líka athygliverð:

"This basic fact has been proved time and again, not just in qualitative cross-cultural research, but also in carefully controlled scientific experiments - double-blind, placebos and all. To put it very simply, the experiments show that when people think they are drinking alcohol, they behave according to their cultural beliefs about the behavioural effects of alcohol."

Ég þykist næsta viss um að sitt sýnist hverjum í þessum efnum, en greinin er vel þess virði að lesa hana. 


Groundhog Day

Groundhog Day (sem einnig ljómandi bíómynd), er í dag, dagurinn sem þessi vinalegu nagdýr segja okkur hvort að vorið sé á næsta leiti eður ei.  Hæfileikar nadýranna eru vissulega umdeildir, en mikið húllumhæ hefur byggst upp í kringum hefðina.

Það er fátt sem minnir á vorið hér á Bjórá í dag, frost og hríð og veðrið nógu vont til þess að skólar eru lokaðir (þarf ef til vill ekki eins mikið til og hér í eina tíð).  En nagdýrið okkar hér í Ontario fullyrðir samt sem áður að vorið sé rétt handan við hornið.  Vonandi verður "Spanish Joe" sannspár hvað það varðar.

En hér má sjá samantekt National Post á því hvernig spár hafa fallið þetta árið.


Böstaður með marijuna, 2700 árum síðar

Ég hálf hló innra með mér þegar ég sat við tölvun og sötraði smá "hákon" og fann þessa skemmtilegu frásögn af marijunanotkun í Kína.  Ekki í sjálfu "alþýðulýðveldinu", heldur fyrir u.þ.b. 2700 árum síðan.  Og einstaklingurinn er "böstaður" með ekkert smá magn, heldur hátt í kíló.

Frásögn af þessum einstaka eiturlyfjafundi má lesa á vef The Globe and Mail.

Í fréttinni má m.a. lesa eftirfarandi:

"Researchers say they have located the world's oldest stash of marijuana, in a tomb in a remote part of China.

The cache of cannabis is about 2,700 years old and was clearly “cultivated for psychoactive purposes,” rather than as fibre for clothing or as food, says a research paper in the Journal of Experimental Botany.

The 789 grams of dried cannabis was buried alongside a light-haired, blue-eyed Caucasian man, likely a shaman of the Gushi culture, near Turpan in northwestern China.

The extremely dry conditions and alkaline soil acted as preservatives, allowing a team of scientists to carefully analyze the stash, which still looked green though it had lost its distinctive odour."

"The marijuana was found to have a relatively high content of THC, the main active ingredient in cannabis, but the sample was too old to determine a precise percentage.

Researchers also could not determine whether the cannabis was smoked or ingested, as there were no pipes or other clues in the tomb of the shaman, who was about 45 years old.

The large cache was contained in a leather basket and in a wooden bowl, and was likely meant to be used by the shaman in the afterlife.

“This materially is unequivocally cannabis, and no material has previously had this degree of analysis possible,” Dr. Russo said in an interview from Missoula, Mont.

“It was common practice in burials to provide materials needed for the afterlife. No hemp or seeds were provided for fabric or food. Rather, cannabis as medicine or for visionary purposes was supplied.”

The tomb also contained bridles, archery equipment and a harp, confirming the man's high social standing."

"The substance has been found in two of the 500 Gushi tombs excavated so far in northwestern China, indicating that cannabis was either restricted for use by a few individuals or was administered as a medicine to others through shamans, Russo said.

“It certainly does indicate that cannabis has been used by man for a variety of purposes for thousands of years.”

Dr. Russo, who had a neurology practice for 20 years, has previously published studies examining the history of cannabis.

“I hope we can avoid some of the political liabilities of the issue,” he said, referring to his latest paper.

The region of China where the tomb is located, Xinjiang, is considered an original source of many cannabis strains worldwide."


Hvaðan kemur rafmagnið?

Núna þegar bensín og dísel hefur aldrei verið dýrara, er mikið talað um nauðsyn þess að knýja farartæki með öðrum orkugjöfum.

Mest er rætt um rafmagn og svo vetni, en etanól og metangas eru sömuleiðis í umræðunni.  Flestir ræða þó um rafmagn og vetni sem sem lausnir sem geti orðið ráðandi á markaðnum.

Vetnið er framleitt með rafgreiningu, en persónulega verð ég að segja að auðvitað hljómar rafmagnslausnin lang best, dreifikerfið þegar til staðar í svo að segja hvert hús og "orkustöðvar" missa að mestu leyti mikilvægi sitt.

Farartæki sem knúin væru rafmagni eða vetni drægju verulega úr loftmengun (einhver áhöld eru með mengun hvað varðar rafgeymana) og myndu gjörbreyta "loftslaginu" sérstaklega í borgunum.

En verði rafmagnsbílar það sem koma skal hlýtur að vakna spurningin hvaðan á rafmagnið fyrir þá að koma?

Það er lítil bylting falin í því ef rafmagnið verður áfram framleitt að stórum hluta með jarðefnaeldsneyti.  Það eru því miður til þess að gera fáar þjóðir sem hafa stóran hluta raforkuframleiðslu sinnar með öðru hætti.

Þeir lausnir sem helst eru á borðinu í dag, væri að hefja af krafti nýtingu vatns og jarðvarma, vind og sólarorku og svo er það auðvitað kjarnorkan.

Allt eru þetta í dag umdeildar lausnir.

Allir þekkja umræðuna um náttúruspjöll við vatns og jarðvarmavirkjanir, sólar og vindorka þykir sumstaðar ekki boðleg þar sem stöðvarnar séu svo mikil útlitslýti og andstöðu við kjarnorka þarf líklega ekki að rifja upp.

Hér í Ontario kemur 22% raforkunnar frá vatnsaflsvirkjunum.  50% kemur frá kjarnorku, 16% kemur úr kolakyntum orkuverum og 6% er framleitt með gasi.

Ég verð að viðurkenna að ég geri mér ekki grein fyrir hve rafmagnsþörfin eykst mikið ef bílar verða almennt knúnir af rafmagni, en hefði gaman af því að heyrar tölur í þá átt.

En hvaðan skyldi rafmagnið fyrir þá koma?

 


Leiðin til heljar er lögð af strætisvögnum

Ég var eitthvað að velta því fyrir mér fyrst að það væri komið í ljós að 1. vöruflutningabíll sliti vegum á við 9000 fólksbíla, hver væri sami stuðull fyrir strætisvagna og aðra fólksflutningabíla.

En þegar ég var að lesa Globe and Mail í dag, rakst ég á merkilega grein sem fjallaði um orkunotkun almenningsfarartækja til samanburðar við einkabíla.  Greinin var afar áhugaverð og bar fyrisögnina "Road to hell is paved with public transit", sem ég Íslenska sem "Leiðin til heljar er lögð af strætisvögnum".

Í greininni er fullyrt að orkunotkun einkabíla hafi fleygt svo fram að nú noti almenningsvagnar í Bandaríkjunum meiri orku á "farþegamílu" en einkabílar.  Mengun frá þeim sé sömuleiðis meiri á "farþegamílunni".  Það væri fróðlegt að heyra hvort að einhverjar svipaðar rannsóknir hafi farið fram á Íslandi.

Ég verð þó að segja að ég á erfitt með að trúa að nýtingin sé almennt betri á strætisvögnum á Íslandi, en í stórborgum í Bandaríkjunum.

En í greininni má lesa m.a.:

"The average public transit bus in the U.S. uses 4,365 British thermal units, a measure of energy, per passenger mile and emits 0.71 pounds of carbon dioxide. The average car uses 3,445 BTUs per passenger mile and emits 0.54 pounds of CO{-2}. Whether you seek to conserve energy or to reduce greenhouse gas emissions, your public policy decision here appears remarkably obvious. Get people off buses and get them into cars. The decision to do precisely this will get progressively easier. By 2020, the average car will use only 3,000 BTUs per passenger mile; by 2035, only 2,500 BTUs. By this time, the car will be - by far - the greenest option in the 21st century urban transit system.

Thus calculates Randal O'Toole, an Oregon economist with impeccable environmental credentials. Senior economist for a number of years with the Thoreau Institute (an environmental think tank in Portland) and lecturer in environmental economics at Yale and at the University of California at Berkeley, Mr. O'Toole has been described as the next Jane Jacobs, the influential contrarian environmentalist who ironically worked in more innocent times to keep cars out of North American downtowns. Author of provocative books such as The Vanishing Automobile and Other Urban Myths and The Best-Laid Plans: How Government Planning Harms Your Quality of Life, Mr. O'Toole is now a senior fellow at the Cato Institute, the Washington-based libertarian think tank. He reportedly cycles to work every day."

"New York operates the most energy-efficient system in the U.S. - but only because its buses carry an average of 17 passengers, or 60 per cent more "load" than the 10.7 passengers carried by the average public transit bus nationwide. (The average public transit bus has seats for 39 people and standing room for 20.) New York keeps losing market share to cars, too. In 1985, the public transit share of passenger travel in New York was 12.7 per cent, far ahead of the No. 2 system (with a 5.2 per cent share) in Chicago. By 2005, though, the public transit share in New York had fallen to 9.6 per cent; Chicago, in the same period, had fallen to 3.7 per cent. At the lower end, Buffalo fell from a 1.2 per cent share of the passenger market to 0.6 per cent; Sacramento fell to a 0.7 per cent share from 0.9 per cent."

"Most heavy-rail systems are less efficient than the average passenger car and none is as efficient as a Toyota Prius," Mr. O'Toole says. "Most light-rail systems use more energy per passenger mile than an average passenger car, some are worse than the average light truck and none is as efficient as a Prius." Curiously, the Prius delivers exceptional mileage but emits roughly the same greenhouse gases (per passenger mile) as the average car and average public transit train.

Perhaps because they remain market-driven enterprises, cars and trucks have eclipsed buses and trains - by a wide margin - in energy-efficiency advances in the past generation. Americans drive four times as many miles as they did 40 years ago but produce less than half as much automotive air pollution. Some new cars pollute less than 1 per cent as much as new cars did in the 1970s.

Public transit buses are a different story. In 1970, the average bus used 2,500 BTUs per passenger mile; by 2005, it used 4,300 BTUs, a 70 per cent increase. In 1970, by way of contrast, light trucks used 9,000 BTUs per passenger mile; in 2005, they used 4,300 - a decrease of 50 per cent. The average pickup truck is now as energy efficient now, per passenger mile, as the average bus.

"The fuel economies for bus transit have declined in every five-year period since 1970," Mr. O'Toole says. Why? U.S. public transit agencies keep buying larger and more expensive vehicles - and then driving around town with fewer people in them. In 1982, the average number of bus occupants was 13.8; by 2006, it was 10.7.

"Since 1992, American cities have invested $100-billion in urban rail transit," Mr. O'Toole says. "Yet no city in the country has managed to increase [public] transit's share of commuters by more than 1 per cent. No city has managed to reduce driving by even 1 per cent. People respond to high fuel prices by buying more efficient cars - and then driving more.""


Lest í einangrun

Kanadabúum (eins og flestum) er bregður óneitanlega í brún þegar óutskýrðir sjúkdómar skjóta upp kollinum, enda flestum hér SARS í fersku minni.  Kanada var að ég best man það land sem flesti tilfellin voru, utan hins Kínverskumælandi heims.

Enn má sjá hér áhrif (til góðs) sem sjúkdómurinn hafði,  enn er boðið upp á ókeypis sótthreinsandi vökva til að hreinsa hendurvíða, alls staðar á sjúkrahúsum og slíkum stofnunum og jafnvel í matvöruverslunum.  Sömuleiðis hafa rannsóknir leitt í ljós að engir eru jafn duglegir við að þvo sér um hendur eftir salernisheimsóknir og því um líkt og Kanadabúar.

Það er því óneitanlega nokkur beygur sem grípur um sig þegar fréttir berast af því að lest hafi verið sett í einangrun í N-Ontario.

Fregnir eru ennþá óljósar, helst er að skilja að flestir þeir sem hafi veikst séu erlendir ferðamenn, en í það minnsta ein persóna hefur látist og lögregla og heilbrigðisstarfsmenn hafa mikinn viðbúnað.

Nú verður að bíða og sjá, en vonandi er þetta ekki upphafið að neinum faraldri, en það mæðir óneitanlega mikið að heilbrigðisstarfsfólki, sem oft áður.

Fréttir frá Globe and Mail og National Post.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband