Milljón dollara peningur

Fyrir mörgum árum las ég söguna um milljón punda seðilinn eftir Mark Twain og hafði gaman af.  Hér og þar um heiminn hafa verið búnir til seðlar með milljón eða meira að nafnvirði en það hafa að ekki verið merkilegir pappírar ef svo má að orði komast.

En hér í Kanada er hefur myntsláttan framleitt gullpening sem er milljón dollarar að nafnvirði.  100 kíló af gulli fer í hvern og einn, eða 3.215 únsur.  Verðmæti gullsins eins og sér er því u.þ.b. 5 og hálf milljón dollara.  Framleiðlsla þeirra hófst árið 2007 og eru 5 eintök seld.

En fyrir þá sem eiga ekki alveg nógu mikið aflögu til að kaupa 100 kg pening, þá eru eru einnig framleiddir 10. kg peningar.  Nafnvirði þeirra er 100.000 dollarar og verðmæti gullsins væri ekki nema 550.000 dollarar.  Ekki verða framleiddir nema að hámarki 15. eintök.

En það verður að segjast eins og er að þessir peningar eru listasmíði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband