Lest í einangrun

Kanadabúum (eins og flestum) er bregður óneitanlega í brún þegar óutskýrðir sjúkdómar skjóta upp kollinum, enda flestum hér SARS í fersku minni.  Kanada var að ég best man það land sem flesti tilfellin voru, utan hins Kínverskumælandi heims.

Enn má sjá hér áhrif (til góðs) sem sjúkdómurinn hafði,  enn er boðið upp á ókeypis sótthreinsandi vökva til að hreinsa hendurvíða, alls staðar á sjúkrahúsum og slíkum stofnunum og jafnvel í matvöruverslunum.  Sömuleiðis hafa rannsóknir leitt í ljós að engir eru jafn duglegir við að þvo sér um hendur eftir salernisheimsóknir og því um líkt og Kanadabúar.

Það er því óneitanlega nokkur beygur sem grípur um sig þegar fréttir berast af því að lest hafi verið sett í einangrun í N-Ontario.

Fregnir eru ennþá óljósar, helst er að skilja að flestir þeir sem hafi veikst séu erlendir ferðamenn, en í það minnsta ein persóna hefur látist og lögregla og heilbrigðisstarfsmenn hafa mikinn viðbúnað.

Nú verður að bíða og sjá, en vonandi er þetta ekki upphafið að neinum faraldri, en það mæðir óneitanlega mikið að heilbrigðisstarfsfólki, sem oft áður.

Fréttir frá Globe and Mail og National Post.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband