Færsluflokkur: Bloggar

Fyrirhafnarlítil jól

Jólin eru einstaklega þægilegur atburður.  Það má líklega segja um jólin eins og ýmislegt annað, að ef þau væru ekki til, væri nauðsynlegt að finna þau upp.

Það er einfaldlega stórkostlegt að nota þessa daga í miðju skammdeginu, til að slappa af og njóta samveru með fjölskyldunni.  Njóta ylsins innivið, þegar kalt er úti og leyfa sér að borða af mikið, bæði af mat og sætindum.

Best af öllu er að hafa ekki of mikið fyrir jólunum, leyfa þeim að streyma áfram og njóta augnablikanna.

Bækur og bíómyndir eru einnig órjúfanlegur hluti af jólunum.

Um leið og ég óska þess að allir, bæði nær og fjær hafi átt góð jól, ítreka ég þá skoðun mína um hve lukkulegir Íslendingar (og Norðulöndin) eru að halda jól, en hafa ekki breytt nafninu í Kristsmessu (Christmas) eing og tíðkast víða um lönd.

Jólin eru nefnilega allra.

Læt hér fylgja með nokkrar myndir sem ég tók stuttu fyrir jól.  Ef áhugi er fyrir er hægt að smella á myndirnar til að sjá þær stærri (með því að smella á myndirnar, er farið yfir á flickr síðu mína).

 

Swans in the Baltic Sea

 

 

A Lonely Swan in the Sea

 

 

Swans in the Fog, in Black and White

 

 

Skerry, in Black and White

 

 

Tuule Pier in Black and white

 

 

Cold to the Thorns

 

 


Vorverkin að Bjórá

Það hefur verið í mörg horn að líta hér að Bjórá undanfarnar vikur.  Vorverkin mörg og hornin sem í þarf að líta ekki síður.

Það er búið að grafa, planta, slá, raka, stinga upp, klippa og saga.  Sem betur fer hefur einnig gefist tími til skemmtilegri athafna s.s. að grilla og að fylgjast með þrastarungunum sem hér hafa hlaupið um garðinn.  Ég hef sést í ýmsum miður virðulegum stellingum við að taka myndir af þeim.

Robin's Nest (Young robin A)

En einhverra hluta vegna hefur bloggið setið á hakanum og reyndar hef ég fylgst minna með fréttum frá Íslandi nú undanfarnar vikur en oftast áður.  Þær hafa heldur ekki verið til þess fallnar að lyfta geðinu, alla vegna ekki þær sem ég hef þó séð.

Á morgun verður síðan haldið í útilegu, alla vegna ef veðrið lýtur út fyrir að verða skaplegt.

En það þarf líka að skerpa sjálfsagann til að standa sómasamlega að þessu bloggi.

P.S. Það er hægt að klikka á myndina til að sjá hana stærri og flytjast þannig yfir á Flickr síðuna mína, þar sem hægt er að sjá fleiri myndir af þrastarungum.


Jólakveðjur frá snjóalandinu

Það vantar ekki að hér í Toronto er jólalegt um að litast, jafnvel svo að sumum þykir nóg um.  Upphandleggsvöðvar mínar enda í sverari kantinum þessa dagana eftir linnulítinn mokstur á heimreið og tröppum.

En þetta þýðir vissulega einhver vandræði eins og þau að fjölskyldumeðlimirnir sem var von á hingað í gærkveldi sitja föst í Boston, en vonast er að þau hafi það hingað til Toronto á milli 5 og 6 í dag.

Jólasveinarnir hafa þó komist hingað óáreittir undanfarna 13. daga og engar truflanir hafa orðið á skógjöfum þeirra, yngri fjölskyldumeðlimum til léttis og ánægju.  Þau vakna enda fyrr og fyrr á morgnana til að athuga um fenginn og koma svo og sýna foreldrum sínum.

En fjölskyldan að Bjórá sendir vinum, vandamönnum og lesendum bloggsins sínar bestu jólakveðjur, við vonum að allir nær og fjær hafi það gott um jólin og áramótin.

Nú þarf er best að drífa sig út að moka.

Jolakort 2008

P.S. Myndin er tekin nú 20. desember í 15°C frosti í bakgarðinum að Bjórá.


Að finna Finn og Alfreð

Ég horfði á Kastljósið frá því í gær núna rétt áðan.  Þar voru Árni Snævarr og Andrés Magnússon að ræða "borgarstjórnarmálefnin". Þáttinn má sjá hér.

Umræðan var skemmtileg, en hápunkturinn var vissulega "Finnskenningin" sem Árni setti fram.  Ennfremur var áhugavert að heyra vangaveltur um hverju framvindan í Ráðhúsinu gæti breytt í ríkisstjórnarsamstarfinu.  Þar heyrðist mér þeir vera að vitna til Baldurs Þórhallssonar, en viðtalið við hann hef ég ekki heyrt.

En það er augljóst að það eru fleiri að velta fyrir sér hverju þetta geti hugsanlega breytt hvað varðar landsmálin og hvort að hægt sé að nota þetta til að vekja upp úlfúð á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.  Í því sambandi þarf ekki að leita lengra heldur en blogs Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Það þarf ekki að kafa djúpt í bloggið til að finna aðdáunina á Alfreð, klókindum hans og von um að þau virki víðar en í Ráðhúsinu.

 


Vesturfararnir II

Það er ekki hægt að neita því að það hefur farið nokkuð fyrir Íslenskum fyrirtækjum í Kanada á undanförnum misserum.

Bæði Landsbankinn og Glitnir eru með starfsemi hér (austurströndin og Winnipeg), Eimskip keypti fyrir nokkru Atlas Cold Storage og er nú að bæta við sig öðru kælifyrirtæki, Versacold.

Icelandair er stuttu búið að tilkynna um stóraukið flug til Kanada frá og með næsta vori, í það minnsta 5 til 7 flug á viku til Toronto og verið að athuga með fleiri staði.

Og eins og sjá má á meðfylgjandi frétt eru Íslendingar að taka þátt í þróun jarðvarmanýtingar hér (sem og í Kalíforníu).

Áður hafa Íslensk fyrirtæki starfað hér í fiski og plastframleiðslu og ekki má gleyma Rúmfatalagernum, sem hefur starfað hér (rekinn frá Íslandi) undir nafninu Jysk.  Sjálfsagt eru einhverjir fleiri hér sem ég þekki ekki til.

En ég held að það sé sérstakt ánægjuefni að Íslendingar séu að fjárfesta í jarðvarmafyrirtækjum hér (sem og víðar í heiminum), enda ekki vanþörf á því að nýta þessa auðlind, þekking Íslendinga getur komið hér að góðum notum og það er ekki nokkur spurning að þörf fyrir "græna" orku er gríðarleg hér í Kanada sem annars staðar.

En það vakti nokkra athygli mína hve mismunandi þær eru, fréttin sem þessi færsla er tengd við (og er skrifuð 30. júli) og fréttatilkynningin sem Geopower sendir frá sér (og er birt á föstudaginn 27. júli.).

Í fréttatilkynningunni kemur fram að Geysir sé að kaupa 20. milljón hluti og Glitnir 5. milljón og síðan er reyndar talað um "warranta" til viðbótar. 

Heildarverðmæti þessara 25. milljón hluta er 6,250,000 CAD (CAD .25 á hlut) sem er ca. 362,500,000 ef miðað er við að dollarinn sé 58 krónur.  Hlutur Geysis af þeirri upphæði væri þá ca. 290. milljónir.

Í fréttinni er hins vegar talað um 40. milljón hluti og að verðmætið sé um 600 milljónir ISK.

Ég velti því óneitanlega fyrir mér hvort að búið sé að taka "warrantana" með í frétt mbl.is, eða hvort eitthvað hafi breyst yfir helgina og kaupin verið stækkuð.

Ef ég er eitthvað að misskilja þetta, væri ég að sjálfsögðu glaður ef einhver útskýrði þetta í athugasemdum.


mbl.is Geysir Green kaupir 20% í kanadísku jarðhitafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við ekki að viðurkenna þá?

Á Íslandi hefur nokkuð verið rætt um "viðurkenningar" á stjórnum á undanförnum vikum.  Það má auðvitað segja að sjálfsákvörðunaréttur eigi að vera í heiðri hafður og frelsi til að velja sér stjórnendur.

En á Taiwan búa u.þ.b. 23 milljónir manna, með reglulegu millibili eru haldnar í landinu kosningar, stjórnarskipti fara friðsamlega fram (það sama er ekki alltaf hægt að segja um umræður í þinginu).  Landið ógnar ekki nágrönnum sínum, hefur ekki staðið fyrir árásum eða hryðjuverkum eða farið með obeldi gegn neinni þjóð eða ríki.  Efnahagurinn stendur í blóma og hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun ríkisins.

Samt er þetta ríki ekki viðurkennt nema af svo fáum ríkjum að líklega er hægt að telja þau á fingrunum.  Sameinu þjóðirnar hafa hunsað Taiwan frá því snemma á 8. áratug síðustu aldar og hafa neitað þeim um svo mikið sem áheyrnarfulltrúa.

Samt er þetta að ég best veit, fyrsta og eina lýðræðisríkið sem Kínversk þjóð hefur staðið fyrir.

Ekki man ég heldur eftir neinum Íslenskum stjórnmálaflokki sem hefur barist fyrir því að Íslendingar viðurkenndu Taiwan.

Eiga Taiwanar ekki skilið að taka þátt í "alþjóðasamfélaginu"?  Eiga þeir ekki rétt á því að kjósa sér þá stjórnendur sem þeim líst best á?  Er þeirra sjálfsákvörðunarréttur minna virði en annarra þjóða?

Persónulega finnst mér meðferð "alþjóðasamfélagsins" og Sameinuðu þjóðanna á Taiwan til helberrar skammar og í raun sýnir sú meðferð hve hol og innantóm samtök SÞ eru.


Köttur dauðans

Undanfarin 2. ár hefur Oscar, köttur dauðans, gengið um ganga Steere House Nursing and Rehabilitation Center á Rhode Island.  Þeir sem Oscar velur virðast að öllu jöfnu ekki eiga nema u.þ.b. 4. tíma eftir ólifað.

Ef marka má frétt Globe and Mail, gerir Oscar ekki mörg mistök. Þeir sem hann velur kveðja jarðvistina.

En í fréttinni má m.a. lesa eftirfarandi:

"Oscar the cat seems to have an uncanny knack for predicting when nursing-home patients are going to die, by curling up next to them during their final hours.

His accuracy, observed in 25 cases, has led the staff to call family members once he has chosen someone. It usually means they have less than four hours to live.

"He doesn't make too many mistakes. He seems to understand when patients are about to die," said David Dosa. He describes the phenomenon in a poignant essay in today's issue of the New England Journal of Medicine.

The two-year-old feline was adopted as a kitten and grew up in a third-floor dementia unit at the Steere House Nursing and Rehabilitation Center. The facility treats people with Alzheimer's, Parkinson's disease and other illnesses. After about six months, the staff noticed Oscar would make his own rounds, just like the doctors and nurses. He'd sniff and observe patients, then sit beside people who would wind up dying in a few hours."

"Doctors say most of the people who get a visit from the sweet-faced, grey-and-white cat are so ill they probably don't know he's there, so patients aren't aware he's a harbinger of death. Most families are grateful for the advance warning, although one wanted Oscar out of the room while a family member died. When Oscar is put outside, he paces and meows his displeasure.

No one's certain if Oscar's behaviour is scientifically significant or points to a cause. Dr. Teno wonders if the cat notices tell-tale scents or reads something into the behaviour of the nurses who raised him.

Nursing home staffers aren't concerned with explaining Oscar, so long as he gives families a better chance at saying goodbye to the dying."

Vissulega athyglivert, enda kettir vissulega merkileg dýr.  Hér í fyrndinni voru þeir gjarna tendgir skrattanum, en ég hefði gaman af því að vita ef einhverjir þekkja svipaðar sögur af dýrum.

 


Samstaða?

Ég fagna því auðvitað ef fylgi við lækkun áfengisskatts er að aukast á Alþingi.  Það er löngu tímabært að ríkið slaki á klónni hvað áfengið varðar.

En það er eitthvað sem segir mér að það sé sömuleiðis "pólítísk samstaða" um að hafa álögurnar óbreyttar eða hækka þær.  Áfengismál hafa löngum gengið þvert á flokkslínur og hafa þingmenn gjarna ákveðnar skoðanir í þessu efni.

En áfengisverð á Íslandi er alltof hátt, og finnst mörgum Íslendingum þetta vera óþarfa áþján sem á þá er lögð. 

Það þekkist líklega ekki víða að þegar menn ræði um sumarleyfi sitt, þá komi áfengisverð á sumarleyfisstaðnum sterkt inn í umræðuna. 

Ennfremur má nefna að hið opinbera sem stendur jú fyrir þessari álagningu, þykir sjálfsagt að selja þeim sem hafa tök og efni á því að ferðast erlendis áfengi með lægri álagningu við heimkomuna.

Það væri vissuleg fróðlegt að sjá tölur yfir hvað mikið áfengi kemur til Íslands með þeim hætti. 

Lægra áfengisverð gæti sömuleiðis dregið úr smygli og heimabruggi og væri hvoru tveggja tvímælalaust til bóta.

Nú er bara að vona að "pólítíska samstaðan" sé víðtæk og sú fylking sem vill lækka verðið, sé stærri en sú sem vill halda í horfinu.


mbl.is Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldisfullt "hugsjónafólk" ?

Ég hef aldrei getið skilið hvers vegna sumt fólk telur það vænlegt til að vekja athygli á einhverju eða að vinna einhverjum málstað fylgi, að fara með ofbeldi á hendur samborgurum sínum.

Slíkt á ekkert skylt eða sameiginlegt með mál- eða tjáningarfrelsi.

Að sjálfsögðu á lögregla að taka slíkt framferði föstum tökum frá upphafi.  Dómstólar eiga síðan að taka við.


mbl.is Fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuverð?

Það sem stendur upp úr í þessari frétt, er eins og ég hef reyndar minnst á áður, að ekki er rétt að tala um "Evrópuverð". 

Ef marka má þessi frétt kostar "karfa" sem kostar 1000 kr að meðaltali í ESB löndunum 1200 kr í Svíþjóð og Finnlandi, 1390 í Danmörku, 1560 í Noregi og 1610 á Íslandi.

Það telst í sjálfu sér ekki til tíðinda að matvælaverð sé hæst á Íslandi og það má gefa sér að við núverandi ástand myndi verðið lækka við inngöngu í ESB.  En lækka niður í hvað?

Ekki hafa Danir "Evrópuverð" á matvælum ef miðað er við þessa frétt?  Hvaða  trygging er þá fyrir því að Íslendingar myndu njóta þess, jafnvel þó að til inngöngu kæmi?

Það er ljóst að í sumum "meðaltalslöndunum" er "karfan" langt undir 1000 kr., samt kostar hún 1390 í Danmörku.  Hvað veldur?  Hvers vegna njóta Danir ekki ESB aðildarinnar?

Hvað færi matvælaverðið langt niður á Íslandi, eða er það ef til vill ekki öruggt að það færi niður svo nokkru næmi?

Hitt er svo líka sjálfsagt að Íslendingar eiga að stefna að því að fella niður tolla og vörugjöld, nema úr gildi innflutningsgjöld og stórlækka á landinu matvælaverð. 

En það tengist ekk (eða þarf ekki að tengjast) á nokkurn hátt inngöngu í ESB, það er einfaldlega ákvörðun sem Íslensk stjórnvöld geta tekið og þurfa ekki leyfi eða leiðsögn frá einum eða neinum.

Það væri sterkur leikur.


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband