Fyrirhafnarlítil jól

Jólin eru einstaklega þægilegur atburður.  Það má líklega segja um jólin eins og ýmislegt annað, að ef þau væru ekki til, væri nauðsynlegt að finna þau upp.

Það er einfaldlega stórkostlegt að nota þessa daga í miðju skammdeginu, til að slappa af og njóta samveru með fjölskyldunni.  Njóta ylsins innivið, þegar kalt er úti og leyfa sér að borða af mikið, bæði af mat og sætindum.

Best af öllu er að hafa ekki of mikið fyrir jólunum, leyfa þeim að streyma áfram og njóta augnablikanna.

Bækur og bíómyndir eru einnig órjúfanlegur hluti af jólunum.

Um leið og ég óska þess að allir, bæði nær og fjær hafi átt góð jól, ítreka ég þá skoðun mína um hve lukkulegir Íslendingar (og Norðulöndin) eru að halda jól, en hafa ekki breytt nafninu í Kristsmessu (Christmas) eing og tíðkast víða um lönd.

Jólin eru nefnilega allra.

Læt hér fylgja með nokkrar myndir sem ég tók stuttu fyrir jól.  Ef áhugi er fyrir er hægt að smella á myndirnar til að sjá þær stærri (með því að smella á myndirnar, er farið yfir á flickr síðu mína).

 

Swans in the Baltic Sea

 

 

A Lonely Swan in the Sea

 

 

Swans in the Fog, in Black and White

 

 

Skerry, in Black and White

 

 

Tuule Pier in Black and white

 

 

Cold to the Thorns

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband