Erlendir auglýsingasalar

Það virðast býsna margir hafa áhyggjur af því að erlendir "tæknirisar" s.s. Google og Meta séu að verða æ fyrirferðarmeiri í sölu á auglýsingum til Íslenskra aðila.

Auðvitað finnst innlendum aðilum slæmt að missa stóran spón úr aski sínum, en talað um að erlendir aðilar séu með allt að helming auglýsingamarkaðarins.

Það vekur upp margar spurningar sem ég hef hvergi séð svör við.  Auðvitað þyrfti að reyna að greina betur hverjir og til hvers er verið að kaupa auglýsingar og ekki síður hvert birtingarnar fara.

Hvað mikið af sölu Google fer t.d. til birtingar á Íslenskum síðum?  Líklega eru það þó nokkrar Íslenskar síður sem selja pláss í gegnum Google.

Hvað er stór hluti af auglýsingakaupunum þess eðlis að kaupandi hefur engan áhuga á því að auglýsa í Íslenskum miðlum?

Ferðaþjónusta verður æ stærri partur af Íslensku efnahagslífi, flugfélög, hótel, bílaleigur, gistiheimili, "Air B´n B", bændagisting, veitingastaðir og áhugaverðir viðkomustaðir hafa engan hag eða áhuga á því að auglýsa í Íslenskum miðlum.

Er ekki líklegt að Íslandsstofa sé býsna stór kaupandi að auglýsingaplássi í gegnum erlend netfyrirtæki?

Þess utan eru svo áfengisauglýsingar sem er bannað að birta í Íslenskum miðlum.

Loks má svo velta fyrir sér "snertikostnaði".

Það kæmi mér ekki á óvart að ef þetta yrði skoðað niður í kjölinn, væri niðurstaðan ekki sú réttlæting fyrir ríkisstyrktum Íslenskum fjölmiðlum sem margir vilja vera láta.

 

 

 

 


mbl.is Áhyggjur af yfirvofandi gjaldþroti Torgs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignalánavextir í Kanada

Ársverðbólga i Kanada er núna 5.2%, hækkanir á matvöru hafa þó verið mikið hærri, eru í lágri 2ja stafa tölu.

Seðlabanki Kanada hefur hækkað stýrivexti sína um 4.25 prósentustig síðastliðð  ár, eða úr 0.25% í 4.50%.

En það þýðir auðvitað ekki að þeir sem hafa lán með breytilegum vöxtum, eða hyggjast taka lán nú, búi við vexti nálægt þeirri tölu.

Hér má sjá fasteignavexti hjá Scotiabank, hér er vaxtastigið hjá CIBC og loks hér hjá BMO.

Þarna má sjá að Kanadískir bankar eru óhræddir við raunvexti á fasteignalánum.  Almennt séð þykja Kanadískir bankar þokkalega reknir, traustir og stöndugir.

Enginn Kanadískur banki hefur fallið síðan árið 1996.  Ætli það þyki almennt ekki nokkuð gott?

En all nokkrar "krísur" hafa skollið á síðan þá.

 

 

 

 


mbl.is Óverðtryggt lán hefur tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið og bræðralagið

Persónulega finnst mér ekki óeðlilegt að Frönsk stjórnvöld vilji hækka eftirlaunaaldurinn í landinu.

Margt hefur breyst síðan slíkt var samþykkt, hækkandi lífaldur, almennt heilsufar,  starfsumhverfi og ef til vill ekki síst fjárhagur hins opinbera.

Það er því býsna margt sem kallar á hækkun aldurs til lífeyristöku.

En ég er hins vegar af hissa á því hve littla athygli það vekur að forseti Frakklands kjósi að sniðganga þingið og í raun setja lögin að hætti "sólkonunga".

Það hefur nú oft þurft minna til að talað sé um "lýðræðishalla" og "einræðistilburði" o.s.frv.

En að flestu leyti finnst mér því miður að þessarar tilhneygingar gæti æ oftar og víðar, að sniðganga þingin, ef þess er nokkur kostur.

Kórónufárið ýtti undir þessa tilhneygingu og kom sjálfsagt einhverjum á bragðið en þetta ýtir undir vantraust á stjórnvöldum. 

Almenningur á skilið að sjá hvernig þeir fulltrúar sem þeir kusu myndu greiða atkvæði um mál sem þetta.

 

 


mbl.is Ætlar ekki að leysa upp þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtrygging, jafngreiðslulán, lán til 40 ára, hvert af þessu er stærsta vandamálið?

Mér finnst oft að í umræðunni á Íslandi sé engin greinarmunur gerður á verðtryggingu og jafngreiðsluláni. 

Það er eins og líklega flestir vita afar algengt lánaform á Íslandi að þetta tvennt fari saman.

En það sem hækkar höfuðstól lána er ekki verðtryggingin, heldur jafngreiðslufyrirkomulagið.  Og jafngreiðslulán þekkjast þar sem engin er verðtrygging, heldur fasteignaveðlán t.d. með breytilegum vöxtum (sem eru í raun ígildi verðtryggingar), og veldur nákvæmlega því sama, hækkun höfuðstóls. 

Höfuðsstólshækkunin er svo "leyst" með því að afborganir hækka, eða lánstími (og afborganir) lengjast.

Þannig er ástandið til dæmis hjá sumum bönkum í Kanada að 20% viðskiptavina þeirra í fasteignaveðlánum, hafa séð höfuðstól sinn hækka.

Fjallað var um þetta vandamál fasteignakaupenda í frétt hjá Globe and Mail nýverið.

Þar má lesa m.a.:

"Twenty per cent of Canadian Imperial Bank of Commerce mortgage holders are seeing their loan balances grow, as rising interest rates make it harder for them to pay off their homes.

New data from CIBC show that $52-billion worth of mortgages – the equivalent of 20 per cent of the bank’s $263-billion residential loan portfolio – were in a position where the borrower’s monthly payment was not high enough to cover even the interest portion of the loans. The bank has allowed these borrowers to stretch out the length of time it takes to pay off the loan, which is known as the amortization period. As well, borrowers are adding unpaid interest onto their original loan or principal."

Örlítið neðar í fréttinni segir: 

"It shows the financial duress homeowners are under because of the jump in interest rates. It also highlights the growing risk borrowers face when it comes time to renew their mortgages and their amortization periods are required to shrink back to the lengths of time specified in the original contracts. Then, the borrower will face much higher monthly payments."

Lánafyrirkomulagið er útskýrt ágætlega í fréttinni:

"CIBC and most of the other big Canadian banks offer variable-rate mortgages that have fixed monthly payments. That means when interest rates increase, more of the borrower’s fixed monthly payment is used to cover the interest expense. The borrowers’ payments remain steady because their amortization periods are automatically extended.

Borrowers can reach a trigger rate, which often requires them to make higher monthly payments so that they are always reducing the size of their loan.

But CIBC’s variable-rate product allows borrowers to go past the trigger rate and stick with payments that don’t cover the full amount of the interest owed, up to a certain threshold. The unpaid portion of the interest is deferred and added to the mortgage principal and the borrower’s loan balance grows, or negatively amortizes."

Lánstími hefur einnig verið að lengjast, sem eykur vandræði sem lántakendur geta lent í, enda eignamyndun hæg, jafnvel við betri vaxtaskilyrði.

Vextir og verðbólga eru lægri í Kanada en á Íslandi, en hafa þó hækkað skarpt. Verðbólga hefur þó lækkað nokkuð frá toppi, en verðhækkanir á matvælum eru mun hærri en verðbólgan.

"Higher mortgage rates have resulted in a greater portion of fixed-payment variable mortgages where the monthly mortgage payment does not cover interest and principal,” said Nigel D’Souza, financial services analyst with Veritas Investment Research. “The full impact of higher mortgage rates will be reflected on renewal,” he said.

Today, the Bank of Canada’s benchmark interest rate is 4.5 per cent compared with 0.25 per cent a year ago."

Ofan á þessi vandræði þeirra sem eru með fasteignaveðlán, bætist við lækkun fasteignaverðs, sem enn sér ekki fyrir endan á, en margir telja að sú lækkun verði á bilinu 20 til 50% (eftir svæðum) áður en yfir lýkur.

Á þessu sést að það er ekki verðtryggingin sem hækkar höfuðstól lána, heldur jafngreiðslufyrirkomulagið.

En það er samspil verðtryggingar, eða breytilegra vaxta, jafngreiðslulána og langs lánstíma sem getur orðið svo "eitrað".

Auðvitað er best að greiða alla vexti og verðbætur (samhliða afborgunum) jafnóðum. En það eru margir sem þurfa eða kjósa frekar lægri greiðslubyrði í upphafi.

Nú þegar tímabil ódýrra peninga er að baki, alla vegna um sinn, er það sem valið stendur um.

Enginn banki hyggst tapa á því að lána viðskiptavinum sínum og alla jafna gera þeir það ekki.

 

 

 


Öðruvísi áhyggjur

Þó ekki sé dregið í efa að fólki svipi saman víðast um heim fer ekki hjá því að áhyggjur og baráttumál eru víða mismunandi.

Stórum hluta ævi minnar hef ég eytt annars staðar en á Íslandi og vissulega eru áhyggjur fólks að hluta svipaðar, en á sumum sviðum gjörólíkar.

Hér á "Stór Toronto svæðinu" (nánar tiltekið í Mississauga) er t.d. rekin býsna stór olíuhreinsistöð. Mig rekur ekki minni til þess að um hana hafi staðið styr. Alla vegna heyri ég ekki minnst á hana hjá þeim sem ég umgengst, eða les um hana í fjölmiðlum.

Rétt hjá henni stendur svo stór sementsverksmiðja og þar stutt frá er gróðrarstöð.

Lesa má fróðleik um olíuhreinsunarstöðina hjá "Sögufélagi Mississauga".  Þar kemur m.a. fram að býsna mikil sprenging varð þar árið 2003.

Hér er hefur engin fengið "memoið" um að það þýði ekki að fjölga akreinum og byggja NewTrafalgarnýja vegi. Byggðar eru nýjar hraðbrautir, eldri framlengdar, akreinum fjölgað á mörgum götum o.s.frv. Samt eru hér lestir, strætisvagnar og "Subway" í Toronto og að sjálfsögðu er unnið að frekari uppbyggingu þar sömuleiðis.

Hér ekur engin á nagladekkjum, það er enda bannað nema norðarlega í fylkinu.  Það kvartar engin yfir því.  Hér er enda hægt að treysta því að snjómokstur (og saltaustur) sé með þeim hætti að slíkt sé hægt.

Hér er meginvegum haldið opnum og svo gott sem öllum mokstri lokið innan 24 klukkustunda frá því að slotar.

Hér hef ég engan heyrt lýsa yfir áhyggjum af lausagöngu katta, nema kattaeigendur. Það er aðallega vegna allra sléttuúlfanna sem hér halda til og eru þekktir fyrir að sjá lítinn mun á velöldum heimilisketti og kanínum.

Beaverbrook powerlineHér þykir ekkert tiltökumál þó að háspennulínur þveri bæi og borgir.  Undir línunum eru oft vinsæl útivistarsvæði og má oft sjá börn þar að leik og fólk að viðra hundana sína.  Íslendingurinn kemur hins vegar stundum upp í mér og allir staurarnir og línurnar sem eru inn í hverfunum fara í taugarnar á mér, en fæstir skilja um hvað ég er að tala.

Ég minnist þess heldur ekki að hafa heyrt um neinn sem missir svefn yfir þeirri staðreynd að stór partur þess vatns sem ætti að renna niður Niagara fossana er notð til raforkuframleiðslu af Kanada og Bandaríkjunum.  Ég held að flestir kunni að meta "grænu orkuna" sem er alls ekki nóg hér. Líklega finnst flestum fossarnir nægilega tilkomumikil sjón og myndu ekki sjá mikin mun þó að vatnsmagnið væri meira.

Eftir því sem mér skilst eru það u.þ.b. 12. milljónir manna sem berja fossana augum á ári hverju. Ein milljón á mánuði (meira auðvitað yfir sumarið) og engan hef ég heyrt tala um að það sé "uppselt".  Svæðið er þó ekki stórt.

En vissulega eru einnig keimlíkar áhyggjur sem þjaka Kanadabúa og Íslendinga.  Hér hafa flestir miklar áhyggjur af hækkun vaxta og þeirris staðreynd að vaxtagreiðslur Kanadabúa hafa hækkað um 45% á einu ári.  Það er mesta árshækkun síðan á síðasta áratug síðustu aldar.

Flestir reikna með að vaxtahækkanir séu komnar til að vera, og jafnvel aukast, í það minnsta fram á mitt næsta ár.

Því tengt er svo að fasteignaverð hefur víðast hvar lækkað og er reiknað með að áður en botni verði náð, hafi húsnæðisverð lækkað um 20 til 50%, eftir svæðum.  Það er því hætt við að eigið fé býsna margra geti þurkast út.

Í janúar síðastliðnum drógust fasgeignaveðlán saman um ríflega 40% miðað við 2022.

Kanadabúar hafa líka áhyggjur af síhækkandi áfengisverði, ekki síst vegna þess að ríkisstjórn Justin Trudeau vísitölubatt áfengisskatta og með hárri verðbólgu, hækkar það verð, sem hækkar verðbólgu, sem hækkar verð, en Íslendingar kannast við þessa formúlu.

Reiknað er með að áfengiskattar hækki um ca. 6.3% í Kanada 1. april, það er ekkert grín.

Kanadabúar hafa einnig áhyggjur af hækkandi orkuverði og að bensínlíterinn kosti næstum 150 ISK.  Þegar líterinn fór yfir 200 ISK mátti heyra kveinstafi um allt land og "gárungarnir" töluðu um að fljótlega yrði farið að bjóða upp á bensín með afborgunum.

Engan Kanadabúa heyri ég kvarta undan því þó að borga þurfi til að njóta "þjóðgarða", sem eru reyndar ýmis reknir af ríkinu, fylkjum, eða sveitarfélögum.  Þar er borgað daggjald, fyrir að fá sér sundsprett, sigla á kajökum eða kanóum, njóta göngustíga, eða hreinlega fara í lautarferð með fjölskyldu, vinnustöðum eða öðrum hópum.  Engan hef ég heyrt segja að þetta eigi að vera "ókeypis".

Þannig er mannlifið keimlíkt, en samt allt öðruvísi þankagangur á mörgum sviðum.  Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, en samt þarft að velta fyrir sér hvað skapar muninn.

 


"Money For Nothing" ekki í spilun lengur og mikið tap framundan

Það virðist sem margir telja að "ódýrir peningar" og neikvæðir raunvextir séu sjálfsagður hluti af kjörum almennings og rekstrarumhverfi fyrirtækja og ekki síður ríkissjóða.

Slíkt gengur þó yfirleitt ekki upp sé horft til lengri tíma. Fyrr eða síðar kemur að skuldadögum og það er margt sem bendir til að þeir séu framundan.

Það er líklegt að margir bankar tapi umtalsverðum fjárhæðum, ekki vegna mikillar áhættusækni, heldur vegna fjárfestinga í skuldabréfum á "money for nothing" tímum, sem þeir gætu þurft að selja með tapi. 

Það verða seðlabankar sem leiða tapið, bæði Seðlabanki Eurosvæðisins og Þýski Seðlabankinn (fyrsta tap í 40. ár) hafa tilkynnt tap, og líklegt að flestir seðlabankar Eurosvæðisins og í Evrópu muni einnig þurfa að þola slíkt.

Seðlabanki Bandaríkjanna er talinn tapa u.þ.b. 2 milljörðum dollara á viku. Svissneski seðlabankinn tilkynnti nýverið um mesta tap í 115 ára sögu sinni, en á síðasta ári tapaði bankinn í kringum 140 milljörðum dollara.

ECB Sovereign Debt HoldingsMargir telja að þetta sé einungis byrjun, sem muni halda áfram á komandi árum, jafnvel í áratug.

En auðvitað segir sagan að seðlabankar geti ekki farið á vonarvöl.  Þeir einfaldlega prenti peninga.  Það er rétt svo langt sem það nær.

En nú eru þó að hluta til breyttir tímar.  Í fyrsta lagi er það ekki góð "latína" að prenta peninga í mikilli verðbólgu og svo hitt að seðlabankar Euroríkjanna hafa gefið frá sér "prentunarvaldið", það er einungis Seðlabanki Eurosvæðisins sem hefur það.

Mismunandi þarfir eigenda hans flækir svo málið enn frekar.  Það er því ekki ólíklegt að einhverjir seðlabankar muni þurfa fjárframlag frá eigendum sínum.

En það eru all nokkur umskipti þegar vextir hækka og greiða þarf "eðlilegt" verð fyrir afnot af peningum.  Það finnur almenningur, fyrirtæki og einnig hið opinbera og gera þarf mun meiri arðsemiskröfu til reksturs og fjárfestinga. 

Stórfyrirtæki, ekki síst i tæknigeiranum, eru að segja upp starfsmönnum í þúsundatali, til að laga reksturinn.

Það mætti ef til vill orða það svo að "Money For Nothing" sé að baki, en "Dire Straits" framundan.


mbl.is Vísitölur færast upp á við eftir þungan morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrir milljarðatugir, til eða frá?

Það er eiginlega pínulítið "súrrealískt" að lesa um að UBS hafi keypt Credit Suisse á rétt ríflega 3. milljarða dollara.

Ef til vill er það sanngjarnt verð, ef til vill ekki.  En ekkert er meira virði en einhver er viljugur (karlkyns fyrirbæri eður ei) til að greiða fyrir það.

Það er ljóst að UBS er ekki að greiða nema u.þ.b. einn þriðja af því sem hlutabréfamarkaðir mátu Credit Suisse á fyrir helgi.

Það er líka merkilegt að lesa að fyrir það að kaupa einhvern banka á 3. milljarða dollara, njóti UBS fyrirgreiðslu að upphæð allt að 110 milljarða dollara. Einnig það að hið opinbera muni ábyrgjast tap allt að 9.6 milljarða dollara.

En það segir okkur líka ákveðna sögu um verðmat á bönkum.

Varðmat a Credit Suiss virðist hafa verið tæplega 450 milljarðar Íslenskra króna í þessum viðskiptum.  Það er þó mikið hærra en UBS var í upphafi reiðubúið að greiða.  Fyrst var talað um ca. 140 milljarða Íslenskra króna, síðan ríflega 280 milljarða.  Ef til vill hafur verðið hækkað tengt auknum opinberum stuðning, fyrirgreiðslu og ábyrgðum.

En að kaupa Credit Suisse á ca. 450 milljarða Íslenskra króna, hljómar eins og góð kaup,bankinn átti vissulega í erfiðleikum, en fyrirgreiðsla upp á ca. 35 falda kaupupphæð er all nokkuð.  Líka ef tap að upp að 3földu kaupverði er sömuleiðis "dekkað":

Eru 450 milljarðar Íslenskra króna, ekki nema einhverjir milljarðatugir meira en Íslenskir bankar eru verðmetnir á, og þar er rifist um að þeir séu (í það minnsta sumir hverjir) undirverðlagðir við sölu?

 

 

 


mbl.is UBS kaupir Credit Suisse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að endurskrifa bækur

Það olli all nokkru fjaðrafoki þegar fréttist að "endurskrifa" ætti bækur Roald Dahl.  Það er ekki að undra enda bækurnar á meðal vinsælli barnabóka um langa hríð.  Margir hafa á þeim dálæti og áttu erfitt með að hugsa sér að þær yrðu "barnaðar", ef svo má að orði komast, en til stóð að taka út öll "særandi" orð.

Þannig hefði orðinu "feitur" verið skipt út fyrir "heljarmikill" eins og lesa má í viðtengdri frétt. Ýmsar breytingar hefðu verið gerðar til að sleppa "kyngreiningu" o.s.frv.

Persónulega finnst mér þessar breytingar ekki til bóta og myndi vera þeim andsnúinn, en geri mér þó fulla grein fyrir því að handhafi höfundarréttar getur gert þær breytingar sem honum þykja best til þess fallnar að viðhalda og jafnvel auka sölu bóka.

En ég fór hins vegar að velta því fyrir mér hvernig færi með verk sem fallin eru úr höfundarrétti?  Getur þá hver sem er breytt þeim og "endurskrifað" eins og best þykir?  Er eitthvað sem verndar slík verk?

Hvenær er um breytingu og hvenær er um nýtt verk að ræða?  Er til einhver skilgreining á slíku?

En þó að mér skiljist að hætt hafi verið við breytingar á bókun Dahls, hef ég littla trú á því að þetta sé í síðasta sinn sem við heyrum af eða sjáum viðlíka breytingar.

En til lengri tíma litið munu slíkar breytingar líklega littlu ef nokkru skila, en krefjast sífellt fleiri og nýrri breytinga.

Því næsta víst er að ef orðum eins og "feitur" er skipt út fyrir "heljarmikill", mun fljótlega verða til einstaklingar sem móðgast yfir að orð eins og "heljarmikill" sé notað og vilja flokka það sem særandi.

 

 


mbl.is Ritskoða barnabækur sem allir kannast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skilja eða skilja ekki afleiðingar orða sinna, það er spurningin?

Ekki ætla ég að fullyrða hvort að Skúli Helgason hafi sagt það berum orðum að dagforeldrar yrðu óþarfir árið 2023.

En það er ekki erfitt að draga þá ályktun að svo yrði, þegar stjórnmálamenn gefa loforð um að öll börn 12. mánaða og eldri fái dagheimilispláss.

Það er að flestu leyti erfitt að sjá hvaða hlutverk dagforeldrum væri ætlað ef slíkt loforð hefði verið efnt.

Sé haft í huga að niðurgreiðslur á þjónustu dagforeldra eru lægri en hjá dagheimilum, er auðvelt að sjá að dagforeldrar hafi ákveðið að hætta starfsemi.

Líklega er einfaldasta lausnin að niðurgreiðslur fylgi barni, og foreldrar geti áveðið hvernig þeirri fjárhæð sé ráðstafað, geti notað hana hjá dagheimilum, dagforeldrum, verið heima með barnið eða fundið önnur úrræði.

Er það ekki dulítið skrýtið að sveitarfélög geti sparað sér stórar fjárhæðir með því að bjóða upp á færri dagheimilispláss?

En orðum fylgir ábyrgð, ekki síst ef búið er að tvinna þau saman í kosningaloforð.

 

 


mbl.is „Hef ekki sagt neitt í þessa veru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er "húsfólksorlof" tímaskekkja?

Varla geta Íslendingar verið þekktir fyrir að halda úti "húsmæðraorlofi", ef ekki á að leggja það niður hlýtur í það minnsta "húsfólksorlof" að taka yfir.

Þess utan er "orlof" grunsamlega Rússneskt hljómandi. 

Er ekki öruggara að skipta því út?

"Húsfólksfrí" hljómar auðvitað Íslenskara.

Eftir það slíkar breytingar hafa náðst í gegn, er hægt að rökræða um hvort að "húsfólk" eigi rétt á því að ríkið (gott hvorugkynsorð) eigi að greiða hluta af kostnaði við frí þess.

En fyrr varla.


mbl.is Vilja ekki afnema húsmæðraorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki jákvætt að svíkja kosningaloforð, en...

Auðvitað er almennt ætlast til að stjórnmálamenn haldi kosningaloforð sín, þó að vissulega sé þar oft verulegur misbrestur á.

En stundum getur verið nauðsynlegt að svíkja loforð og stjórnmálamenn verða líka að hafa hugrekki til þess.  Þá fer best á að koma heiðarlega fram og viðurkenna svikin og útskýra hvers vegna þau hafi verið nauðsynleg.

Olía og aðrir orkugjafar eru nú það mikilvæg "geopólítisk" vopn, að nauðsynlegt er að auka framboð á þeim með flestum ef ekki öllum tiltækum ráðum.

Auknu framboði mun vonandi fylgja lægra verð sem kemur flestum (en ekki öllum) til góða.

Gott skref hjá Biden, sem sannarlega má við slíkum skrefum þessa dagana.

 

 


mbl.is Svíkur kosningaloforð og heimilar olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökræður: Er hægt að treysta "meginstraumsfjölmiðlum"?

Mér þykir alltaf gaman að hlusta á góðar, kurteislegar en "harðar" rökræður. Þær rökræður sem má finna hér að neðan og fjalla um hvort hægt sé að treysta "meginstraumsjölmiðlum", eru á meðal þeirra betri sem ég hef séð um all nokkra hríð. Douglas Murray fer hreinlega á kostum.

Ég fann þetta myndband á Youtube, en rökræðurnar, sem eru haldar af Munk Institute og fóru fram í Toronto síðastliðinn nóvember, má einnig finna hér og hér.

Reyndar er heimasíða "Munk Debates" vel þess virði að skoða, þar er margt athyglisvert að finna.

En þeir sem rökræða hér eru: Matt Taibbi, Douglas MurrayMalcolm Gladwell og Michelle Goldberg.

Virkilega vel þess virði að horfa/hlusta á.

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband