Erlendir auglýsingasalar

Það virðast býsna margir hafa áhyggjur af því að erlendir "tæknirisar" s.s. Google og Meta séu að verða æ fyrirferðarmeiri í sölu á auglýsingum til Íslenskra aðila.

Auðvitað finnst innlendum aðilum slæmt að missa stóran spón úr aski sínum, en talað um að erlendir aðilar séu með allt að helming auglýsingamarkaðarins.

Það vekur upp margar spurningar sem ég hef hvergi séð svör við.  Auðvitað þyrfti að reyna að greina betur hverjir og til hvers er verið að kaupa auglýsingar og ekki síður hvert birtingarnar fara.

Hvað mikið af sölu Google fer t.d. til birtingar á Íslenskum síðum?  Líklega eru það þó nokkrar Íslenskar síður sem selja pláss í gegnum Google.

Hvað er stór hluti af auglýsingakaupunum þess eðlis að kaupandi hefur engan áhuga á því að auglýsa í Íslenskum miðlum?

Ferðaþjónusta verður æ stærri partur af Íslensku efnahagslífi, flugfélög, hótel, bílaleigur, gistiheimili, "Air B´n B", bændagisting, veitingastaðir og áhugaverðir viðkomustaðir hafa engan hag eða áhuga á því að auglýsa í Íslenskum miðlum.

Er ekki líklegt að Íslandsstofa sé býsna stór kaupandi að auglýsingaplássi í gegnum erlend netfyrirtæki?

Þess utan eru svo áfengisauglýsingar sem er bannað að birta í Íslenskum miðlum.

Loks má svo velta fyrir sér "snertikostnaði".

Það kæmi mér ekki á óvart að ef þetta yrði skoðað niður í kjölinn, væri niðurstaðan ekki sú réttlæting fyrir ríkisstyrktum Íslenskum fjölmiðlum sem margir vilja vera láta.

 

 

 

 


mbl.is Áhyggjur af yfirvofandi gjaldþroti Torgs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband