Að endurskrifa bækur

Það olli all nokkru fjaðrafoki þegar fréttist að "endurskrifa" ætti bækur Roald Dahl.  Það er ekki að undra enda bækurnar á meðal vinsælli barnabóka um langa hríð.  Margir hafa á þeim dálæti og áttu erfitt með að hugsa sér að þær yrðu "barnaðar", ef svo má að orði komast, en til stóð að taka út öll "særandi" orð.

Þannig hefði orðinu "feitur" verið skipt út fyrir "heljarmikill" eins og lesa má í viðtengdri frétt. Ýmsar breytingar hefðu verið gerðar til að sleppa "kyngreiningu" o.s.frv.

Persónulega finnst mér þessar breytingar ekki til bóta og myndi vera þeim andsnúinn, en geri mér þó fulla grein fyrir því að handhafi höfundarréttar getur gert þær breytingar sem honum þykja best til þess fallnar að viðhalda og jafnvel auka sölu bóka.

En ég fór hins vegar að velta því fyrir mér hvernig færi með verk sem fallin eru úr höfundarrétti?  Getur þá hver sem er breytt þeim og "endurskrifað" eins og best þykir?  Er eitthvað sem verndar slík verk?

Hvenær er um breytingu og hvenær er um nýtt verk að ræða?  Er til einhver skilgreining á slíku?

En þó að mér skiljist að hætt hafi verið við breytingar á bókun Dahls, hef ég littla trú á því að þetta sé í síðasta sinn sem við heyrum af eða sjáum viðlíka breytingar.

En til lengri tíma litið munu slíkar breytingar líklega littlu ef nokkru skila, en krefjast sífellt fleiri og nýrri breytinga.

Því næsta víst er að ef orðum eins og "feitur" er skipt út fyrir "heljarmikill", mun fljótlega verða til einstaklingar sem móðgast yfir að orð eins og "heljarmikill" sé notað og vilja flokka það sem særandi.

 

 


mbl.is Ritskoða barnabækur sem allir kannast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skilja eða skilja ekki afleiðingar orða sinna, það er spurningin?

Ekki ætla ég að fullyrða hvort að Skúli Helgason hafi sagt það berum orðum að dagforeldrar yrðu óþarfir árið 2023.

En það er ekki erfitt að draga þá ályktun að svo yrði, þegar stjórnmálamenn gefa loforð um að öll börn 12. mánaða og eldri fái dagheimilispláss.

Það er að flestu leyti erfitt að sjá hvaða hlutverk dagforeldrum væri ætlað ef slíkt loforð hefði verið efnt.

Sé haft í huga að niðurgreiðslur á þjónustu dagforeldra eru lægri en hjá dagheimilum, er auðvelt að sjá að dagforeldrar hafi ákveðið að hætta starfsemi.

Líklega er einfaldasta lausnin að niðurgreiðslur fylgi barni, og foreldrar geti áveðið hvernig þeirri fjárhæð sé ráðstafað, geti notað hana hjá dagheimilum, dagforeldrum, verið heima með barnið eða fundið önnur úrræði.

Er það ekki dulítið skrýtið að sveitarfélög geti sparað sér stórar fjárhæðir með því að bjóða upp á færri dagheimilispláss?

En orðum fylgir ábyrgð, ekki síst ef búið er að tvinna þau saman í kosningaloforð.

 

 


mbl.is „Hef ekki sagt neitt í þessa veru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband