"Money For Nothing" ekki í spilun lengur og mikið tap framundan

Það virðist sem margir telja að "ódýrir peningar" og neikvæðir raunvextir séu sjálfsagður hluti af kjörum almennings og rekstrarumhverfi fyrirtækja og ekki síður ríkissjóða.

Slíkt gengur þó yfirleitt ekki upp sé horft til lengri tíma. Fyrr eða síðar kemur að skuldadögum og það er margt sem bendir til að þeir séu framundan.

Það er líklegt að margir bankar tapi umtalsverðum fjárhæðum, ekki vegna mikillar áhættusækni, heldur vegna fjárfestinga í skuldabréfum á "money for nothing" tímum, sem þeir gætu þurft að selja með tapi. 

Það verða seðlabankar sem leiða tapið, bæði Seðlabanki Eurosvæðisins og Þýski Seðlabankinn (fyrsta tap í 40. ár) hafa tilkynnt tap, og líklegt að flestir seðlabankar Eurosvæðisins og í Evrópu muni einnig þurfa að þola slíkt.

Seðlabanki Bandaríkjanna er talinn tapa u.þ.b. 2 milljörðum dollara á viku. Svissneski seðlabankinn tilkynnti nýverið um mesta tap í 115 ára sögu sinni, en á síðasta ári tapaði bankinn í kringum 140 milljörðum dollara.

ECB Sovereign Debt HoldingsMargir telja að þetta sé einungis byrjun, sem muni halda áfram á komandi árum, jafnvel í áratug.

En auðvitað segir sagan að seðlabankar geti ekki farið á vonarvöl.  Þeir einfaldlega prenti peninga.  Það er rétt svo langt sem það nær.

En nú eru þó að hluta til breyttir tímar.  Í fyrsta lagi er það ekki góð "latína" að prenta peninga í mikilli verðbólgu og svo hitt að seðlabankar Euroríkjanna hafa gefið frá sér "prentunarvaldið", það er einungis Seðlabanki Eurosvæðisins sem hefur það.

Mismunandi þarfir eigenda hans flækir svo málið enn frekar.  Það er því ekki ólíklegt að einhverjir seðlabankar muni þurfa fjárframlag frá eigendum sínum.

En það eru all nokkur umskipti þegar vextir hækka og greiða þarf "eðlilegt" verð fyrir afnot af peningum.  Það finnur almenningur, fyrirtæki og einnig hið opinbera og gera þarf mun meiri arðsemiskröfu til reksturs og fjárfestinga. 

Stórfyrirtæki, ekki síst i tæknigeiranum, eru að segja upp starfsmönnum í þúsundatali, til að laga reksturinn.

Það mætti ef til vill orða það svo að "Money For Nothing" sé að baki, en "Dire Straits" framundan.


mbl.is Vísitölur færast upp á við eftir þungan morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrir milljarðatugir, til eða frá?

Það er eiginlega pínulítið "súrrealískt" að lesa um að UBS hafi keypt Credit Suisse á rétt ríflega 3. milljarða dollara.

Ef til vill er það sanngjarnt verð, ef til vill ekki.  En ekkert er meira virði en einhver er viljugur (karlkyns fyrirbæri eður ei) til að greiða fyrir það.

Það er ljóst að UBS er ekki að greiða nema u.þ.b. einn þriðja af því sem hlutabréfamarkaðir mátu Credit Suisse á fyrir helgi.

Það er líka merkilegt að lesa að fyrir það að kaupa einhvern banka á 3. milljarða dollara, njóti UBS fyrirgreiðslu að upphæð allt að 110 milljarða dollara. Einnig það að hið opinbera muni ábyrgjast tap allt að 9.6 milljarða dollara.

En það segir okkur líka ákveðna sögu um verðmat á bönkum.

Varðmat a Credit Suiss virðist hafa verið tæplega 450 milljarðar Íslenskra króna í þessum viðskiptum.  Það er þó mikið hærra en UBS var í upphafi reiðubúið að greiða.  Fyrst var talað um ca. 140 milljarða Íslenskra króna, síðan ríflega 280 milljarða.  Ef til vill hafur verðið hækkað tengt auknum opinberum stuðning, fyrirgreiðslu og ábyrgðum.

En að kaupa Credit Suisse á ca. 450 milljarða Íslenskra króna, hljómar eins og góð kaup,bankinn átti vissulega í erfiðleikum, en fyrirgreiðsla upp á ca. 35 falda kaupupphæð er all nokkuð.  Líka ef tap að upp að 3földu kaupverði er sömuleiðis "dekkað":

Eru 450 milljarðar Íslenskra króna, ekki nema einhverjir milljarðatugir meira en Íslenskir bankar eru verðmetnir á, og þar er rifist um að þeir séu (í það minnsta sumir hverjir) undirverðlagðir við sölu?

 

 

 


mbl.is UBS kaupir Credit Suisse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband