Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021

Njáll Trausti nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í NorðAusturkjördæmi

Þá er víst talningu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NorðAusturkjördæmi lokið og ljóst að Njáll Trausti er nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.

Þau úrslit eru reyndar í takt við það sem þeir sem ég enn þekki á svæðinu sögðu.  Þeir töldu næsta víst að Njáll ynni sigur, þó að það sé ekki sjálfgefið að taka við forystu, þrátt fyrir að hafa skipað annað sætið.

En eins og margir sögðu, þá er "þyngdin" í kjördæminu norðanmegin og slík lögmál verða ekki yfirunnin á fáum vikum eða mánuðum.

Njáll Trausti hefur enda verið vaxandi þingmaður.

En frétt um úrslitin má lesa islendingur.is, heimasíðu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Ekki er hægt að lesa frétt sem þessa án þess að hugurinn hvarfli að fjölmiðlastorminum sem hefur geysað vegna "skæruliðadeildar" Samherja.

Það er nefnilega ólíkt að tala um að hafa áhrif, reyna að hafa áhrif eða að hafa áhrif.

Ég veit ekki hvað mörg ár eru síðan að ég byrjaði að heyra "sögur" um að Samherji "réði öllu fyrir norðan" og engin þyrfti að láta sig dreyma um að fara í framboð þar án þess að "hljóta blessun" þeirra.

Þeir réðu.

Persónulega hef ég aldrei lagt trúnað á slíkar sögur. 

Ég geri mér fulla grein fyrir því að fyrirtæki á borð við Samherja hefur alltaf ákveðin ítök.  Það segir sig eiginlega sjálft að slík fyrirtæki, af slíkri stærðargráðu, njóta alltaf ákveðinnar athygli og velvilja frá bæði sveitastjórnarfólki sem og þingmönnum.

En ég hef ekki þurft nema að líta yfir þá einstaklinga sem hefur skipað þennan hóp til að gera mér grein fyrir því að fullyrðingar um "völd" Samherja eru orðum aukin.

Hins vegar verða alltaf til einstaklingar, sem og hópar sem reyna að koma "sínum mönnum" á framfæri.  Til þess hafa verið (og verða líklega) notuð fyrirtæki, félagasamtök, alls kyns hreyfingar og "klúbbar".

En það er engin ástæða til að missa svefn, í það minnsta ekki margar nætur í röð, yfir hópi fólks sem telur sig geta "fixað þetta og hitt".

En það er hægt að óska Njáli Trausta til hamingju með sigurinn, hann er vel að honum kominn.

 

 

 

 


Finnskt fyrirtæki fær einkaleyfi (patent) á nýrri tegund nefúða gegn Covid

Á þeim ca. 17. mánuðum sem hafa liðið síðan "veiran" tók yfir í umræðum og fréttum hef ég (líkt og líklega margir aðrir) lært obbolítið um veirur en jafnframt fullt af nýjum orðum og lyfjaheitum.

Lyfjaheiti s.s. Ivermectin og hydroxychloroquine hafa oft komið upp í umræðunni og sitt sýnst hverjum.

Alls kyns fullyrðingar bylja á skilningarvitunum og enn fleiri skoðanir.

En nú hefur Finnskt lyfjafyrirtæki,Therapeutica Borealis, sem er staðsett í Turku (allt of þótt það með svalari bæjarheitum) þróað nýtt nefúðalyf gegn Covid-19.

Megininnihaldsefni eru fyrrnefnd, Ivermectin og hydroxychloroquine ásamt aprotinin (sem ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á áður).

Eða eins og segir í frétt Yle: "The firm said that the drug's active ingredients – aprotinin, hydroxychloroquine and ivermectin – are well-known and widely used drugs, but in this product are used in a new, targeted manner on the upper respiratory mucous membrane."

Stuttu síðar má lesa í fréttinni: "Aprotinin is a protease inhibitor while ivermectin is an antiparasitic and hydroxychloroquine has been used against malaria – and has been touted as a Covid-19 treatment by Brazilian President Jair Bolsonaro and former US President Donald Trump among others.

Earlier this year ivermectin manufacturer Merck said there was “no scientific basis for a potential therapeutic effect against Covid-19” and “no meaningful evidence for clinical activity or clinical efficacy in patients with Covid-19.”"

En þetta fyrirtæki  hefur ákveðið að láta hvorki nafn Trumps né Bolsonaro letja sig við að setja saman þetta lyf gegn Covid og hefur nú náð þeim áfanga að fá einkaleyfi á samsetningunni í Bandaríkjunum.

Hvort að þessi "kokteill" eigi eftir að njóta vinsælda eða verða viðurkenndur víðast um heim á eftir að koma í ljós.

Hitt er þó líklegt að "Veiran" sé ekki við það að hverfa af sjónarsviðinu eins fljótt og margir óska og því geta handhæg lyf verið áhrifaríkt vopn gegn henni.

Hér má lesa frétt Yle um nefúðann.


Kókaín og áhættusamt kynlíf fugla

Upplýsingaflæðið er mikið nú til dags og erfitt að velja úr öllu því sem býðst.  Hér fyrir neðan er stórskemmtileg ræða Rand Paul, sem hann flutti nýlega í Bandarísku öldungadeildinni.

Umræðuefnið er fjármál Bandaríska ríkisins og sóunin sem Paul telur þar viðgangast.

Það er rétt að minnast á að ræðan er rétt undir 30 mínútum, því enn eru til stjórnmálamenn sem koma ekki hugsunum sínum fyrir í "tvíti".

En ræðan er fróðleg og ég mæli með henni, tilvalið t.d. á meðan unnið er í tölvunni.

 


Sviss segir nei við "Sambandið", ekki þörf á frekari viðræðum

Ef marka má fréttir hefur Sviss ákveðið að slíta viðræðum þeim sem það hefur átt við Evrópuambandið og hafa staðið yfir síðan 2013.

Kröfur "Sambandsins" um "frjálsa för fólks" og þannig fullan aðgang að Svissneskum vinnumarkaði virðist vera það sem viðræðurnar slitnuðu á.

Sviss er fjórði stærsti viðskiptaland "Sambandsins", en það er stærsti viðskiptafélagi Sviss. Aðeins Kína, Bandaríkin og Bretland eru eiga meiri viðskipti við "Sambandið".

Þannig að það er ekki hægt að segja að Evrópusambandið eigi í auðveldu sambandi við sín stærstu viðskiptalönd.

"Seven years of negotiations finally ended with nothing

Switzerland said “there is no agreement” to Brussels’ demands for freedom of movement and withdrew from seven years of tortuous trade negotiations with the European Union on Wednesday.

Bern pulled out after years of difficult single market access talks reminiscent of the European Commission’s Brexit negotiations with the UK over the past four years.

“The Federal Council today made the decision not to sign the agreement, and communicated this decision to the EU. This brings negotiations […] to an end, “the Swiss government said.

“There are still substantial differences between Switzerland and the EU on key aspects of the agreement. Therefore, the conditions for signing the agreement are not met, “he said after a cabinet meeting.

The commission, which negotiates on behalf of the 27 EU member states, said it took note of the “unilateral decision.”

“We regret this decision,” he said of the decision to “end” the negotiations, which began in 2013.

Swiss ministers blamed the EU’s demands for full access to its labor market, even for those seeking work. They said it could have led non-Swiss citizens to obtain social security rights in the country."

...

"EU officials said access to the single market depends on acceptance of Brussels rules and regulations, including free movement and the jurisdiction of the European Union Court of Justice.

They accused Bern of “choosing” after Swiss negotiators refused to give in to their demands for “a level playing field” on issues such as state subsidies and regulatory alignment.

They had demanded a dynamic alignment, with Swiss rules automatically changing to follow those of the EU over time.

An EU official said that without the agreement it would be impossible to negotiate new access to the single market and that existing access would “erode” over time as existing agreements age."

Sjá hér.

"

Politically, the Swiss rejection of the agreement deals a huge blow to the Commission, which has been heavily investing at the highest level to make the deal work — first under former Commission President Jean-Claude Juncker and then his successor Ursula von der Leyen, who both personally took charge of the file. Juncker said in 2019 that one of the three "biggest regrets" of his tenure was his inability to finalize the deal with Bern.

Brexit had complicated the talks as the Commission’s hard negotiating position toward the U.K. government on issues such as protecting the EU's single market meant that Brussels did not want to be perceived as being more flexible with the Swiss.

Von der Leyen had been hoping to take a big step toward completing Juncker's task when she met Swiss President Guy Parmelin last month, but instead, the meeting failed to bridge differences on three key areas in which the Swiss demanded exemptions: state aid rules, EU citizens' ability to access the Swiss welfare system and protection of higher Swiss wages. Right-leaning Swiss politicians argued that without concessions in these areas, the agreement would be at risk of being voted down in a referendum.

The Commission has rejected such exemptions as "simply not acceptable," arguing that Switzerland's "privileged access" to the EU market means it must abide by similar rules as the bloc's member countries: "That is fundamentally a matter of fairness and legal certainty." An EU factsheet said the bloc had wanted to keep the door open to further negotiations and claimed that Brussels "formulated compromises which go a long way towards the Swiss concerns.""

Sjá hér.

...

"The Swiss government has highlighted three issues: protection of wages, rules governing state aid, and the right of EU citizens working in Switzerland to claim Swiss welfare benefits as part of freedom of movement.

Foreign Minister Ignazio Cassis said Switzerland could not accept EU demands for equal rights for EU workers as it would have meant an unwanted "paradigm shift" in Switzerland's migration policy. The government also feared it could lead to higher social security costs."

Sjá hér.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu.  Evrópusambandið virðist eiga í vaxandi erfiðleikum að ná samningum, ekki síst við sína næstu nágranna.

 


Trú á að veiran gæti hafa sloppið af rannsóknarstofu í Wuhan virðist vera að styrkjast

Persónulega hef ég aldrei haft sterka trú á því að veiran hafi sloppið út af rannsóknarstofu, en ég hef svo sem aldrei haft sérstakan grunn til að segja að það gæti ekki verið.

En á undanförnum viku hef ég séð æ sterkari "undiröldu" sem krefst frekari rannsókna og telur þann möguleika þurfa frekari skoðunar við, jafnvel líklegan.

Það eru heldur ekki eingöngu einhverjir "samsæriskenningavefir", sem eru í þeim hóp.

Hér og hér má sjá nýlega umfjöllun Wall Street Journal (krefst áskriftar) um málið, Washington Post  hefur fjallað um málið og hér má sjá aðra grein af þeirri vefsíðu.

Hér má sjá umfjöllun hjá NBC, og hér frá Reuters. Meira að segja Fauci virðist ekki eins viss í sinni sök og oft áður.

Kínversk stjórnvöld neita þessu staðfastlega, rétt eins og ávallt áður og varla þarf að eiga von á mikilli samvinnu úr þeirri átt.

Ekki ætla ég að fella neinn dóm hér, en vissulega er þörf á frekari rannsóknum hvað varðar uppruna veirunnar.

En samsæriskenningar ganga auðvitað í báðar áttir, og sjálfsagt finnst einhverjum að eingöngu sé verið að reyna að koma sök á Kína.

Ólíklegt að óvefengjalegur sannleikur eigi eftir að koma í ljós, allra sist sem allir munu standa að baki.

En það er merkilegt að fylgjast með hvernig þessum kenningum skýtur upp aftur og aftur, jafnvel sterkari en áður.

Það er líka athyglivert hve "meginstraumsmiðlar" taka jákvæðara á málinu en á síðasta ári.

 


mbl.is Krefjast ítarlegri rannsóknar á upphafi faraldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanadískur dómstóll: Íran skaut viljandi niður farþegaþotu

Hæstiréttur Ontario (Ontario Superior Court of Justice), hefur fellt þann dóm að Íran hafi viljandi skotið niður farþegaþotu. Dómstóllinn ákvarðaði árásina hryðjuverk. 

Nú mun 6 manna kviðdómur ákveða hvaða skaðabætur Íranska ríkið skuli greiða fórnarlömbunum.

Málið var höfðað fyrir hönd 4ja fjölskyldna fórnarlamba.

Það er rétt að taka það fram að Íranska ríkið tók ekki til varna í réttarhöldunum, og spurningin hvort að önnur niðurstaða hafi verið möguleg, þegar eingöngu málflutningur sækjenda er á borð borinn?

En ýmsum, jafnt innan Kanada sem utan, þykir þó dómstóllin hafi farið út fyrir lögsögu sína.

En þó að yfirvöld í Íran hafi ekki gripið til varnar fyrir dómstólnum, hafa þau mótmælt dómnum og segja hann til skammar fyrir land sem telji sig réttarríki.

Hvar liggur lögsaga i máli sem þessu?

Það hefur verið rætt um að Kanada hafi áhuga á því að koma málinu fyrir Alþjóða dómstólinn.

Getur það verið rétt leið að sækja mál sem þetta fyrir "lókal" dómstólum og viðkomandi land berjist svo fyrir kyrrsetningu eigna þess lands sem fær á sig dóm, hvar sem til þeirra næst og lönd eru tilbúin til að framfylgja slíkum dómi?

Slíkir dómar gætu haft margvísleg áhrif á alþjóðavettvangi.  Ekki eingöngu hvað varðar "meint hryðjuverk"; ímyndum okkur dóma um ólöglegar fangelsisvistanir og dóma.

Hvernig myndi "alþjóðasamfélagið" vinna úr slíku?

P.S. Það er rétt að taka það fram að í þessu tilfelli efast ég ekki um sekt Íran í málinu, þó að ég hefi ekki séð neitt sem sker úr um hvort að vísvitandi aðgerð hafi verið að ræða eða ekki

En ég er samt hugsi um hvaða leið sé best fallin til þess að ná fram "réttlæti" fyrir fórnarlömbin.

Er að í heimalandi hvers og eins þeirra, eða eru aðrar leiðir vænlegri?

En hér má lesa nokkrar fréttir um málið.

Iran intentionally shot down Flight PS752 in 'an act of terrorism,' Ontario court rules | CBC News

Iran Calls Canada Shameful For Ruling Aircraft Shooting 'Act of Terrorism' (newsweek.com)

Iran owes damages for downing Flight 752: Ontario court - The Globe and Mail

Iran shot down plane full of Canadians intentionally in act of terrorism, Ontario judge rules (msn.com)


"Stór Idaho" í kortunum?

Víða um lönd virðast íbúar eiga erfitt með að sætta sig við að tilheyra einu eða öðru landi. Sjálfstæðishreyfingum vex víða fiskur um hrygg.

Fjöldi nýrra ríkja hefur orðið til á undanförnum áratugum, Tékkland, Slóvakía, Serbía, Svartfjallaland, Eistland, Lettland, Litháen, Norður Makedónia, svo fáein séu nefnd og þetta er bara í Evrópu.

Sum löndin hafa endurheimt sjálfstæði sitt, en önnur eru ríki í fyrsta sinn.

En það eru fleiri ríki sem vilja sjálfstæði, Skotland (það má þó ef til vill segja að í raun vilji Skotar aðeins skila Englandi og Wales), þar vilja margir sjálfstæði, sama má segja um Katalóníu og svo Baska.

Í N-Ameríku hafa margir í Quebec átt draum um sjálfstæði og svo er einnig orðið í Alberta.

Talað hefur verið um að kljúfa Kalíforníu frá Bandaríkjunum og sumir í Texas hafa svipaða drauma.

Líklega hefur ekki verið fjallað meira um sjálfstæðisdrauma neinna en Skota undanfarin misseri. 

Minna hefur þó farið fyrir því að sumar eyjarnar undan strönd Skotlands hafa þegar hafið undibúning að því að kljúfa sig frá Skotlandi, kljúfi Skotland sig frá "Sameinaða konungdæminu".

En hvað veldur því að þjóðir og hópar una sér svo illa innan stærri eininga?

Ég hef velt því all nokkuð fyrir mér án þess að komast að niðurstöðu.

Að hluta til kann það að vera "pólun" á milli "stórborga" og "dreifbýlis".  Skotlandi kann að þykja London fjarlæg og þar búi "elítan", það sama kann svo að gilda um Hjaltlandseyjar og Edingborg.

Einhverjum kann að þykja að "þeirra svæði" borgi mun meira í sameiginlega sjóði en aðrir í "sambandinu".

Enn aðrir vilja finnst að auðlindir á þeirra svæði nýtist ekki nægjanlega í "heimabyggð".

Nú hafa 7 hreppir (counties) í Oregon ríki kosið um tillögu um að landamærum á milli Oregon og Idaho verði breytt, og meirihluti kjósenda vill frekar tilheyra Idaho.

Enn er langt í land að sjáist hver niðurstaðan verður, en hugmyndin nýtur einnig þó nokkurs stuðnings í Oregon.

Þar vilja margir meina að norðuvesturhluti Oregon "niðurgreiði" suðaustur hlutan, þannig að ef þeir vilji fara sé það sparnaður sem ekki sé ástæða til að neita.

Lesa má frekar um þessar hugmyndir á greateridaho.org.  Margir vilja ekki láta nægja að færa syðri "hreppi" (sýslur) Oregon yfir til Idaho, heldur sé það aðeins fyrsta skrefið og næs komi nyrstu "hreppir" Kalíforníu og verði aðilar að "Stór Idaho".

Hér er ekki verið að fara fram á sjálfstæði, heldur að flytja "hreppi" á milli ríkja. 

Íbúarnir (eða stór hluti þeirra) vilja frekar tilheyra ríki sem sé svipað uppbyggingu og þeirra eigin landsvæði, og stjórnmála- og lífsskoðanir líkari.

Heilt yfir finnst mér ekki ástæða til annars en að íbúarnir (eða meirihluti þeirra) ákveði hvort að landsvæði sé sjálfstætt eða nú hvaða ríki það tilheyrir.

En vissulega getur slíkt skapað vandræði og einnig er vert að velta því fyrir sér hvort að slíkt eigi að vera sífelldum breytingum háð, eða hvort þörf sé á einhverri festu.

Ef þessar hugmundir um "Stór Idaho" ná flugi, má gera ráð fyrir því að slíkar hugmyndir fari af stað, ekki bara víða í Bandaríkjunum, heldur víða um heim.

Sjálfstæðisbarátta heldur sömuleiðis líklega áfram að skjóta upp kollinum víða.

Sækjast sér um líkir er stundum sagt, en æ meira óþol virðist vera fyrir sambýli ólíkra landsvæða og/eða hópa.

 

 

 

 

 


Ríki óttans?

Bókin "A State Of Fear" kom út í Bretlandi í gær, 17. maí.  Þar fjallar höfundurinn Laura Dodsworth um hvernig stjórnvöld í Bretlandi hafi skipulega vakið ótta hjá þjóðinni til að fá hana til að sætta sig við harkalegar aðgerðir gegn "veirunni", svokallaðar "lockdowns".

Ég hef ekki lesið bókina, en hún virðist vekja all nokkra athygli.

Tilvitnanir í hana eru nokkuð sláandi, s.s.:

"Another said: “Without a vaccine, psychology is your main weapon… Psychology has had a really good epidemic, actually.”

As well as overt warnings about the danger of the virus, the Government has been accused of feeding the public a non-stop diet of bad news, such as deaths and hospitalisations, without ever putting the figures in context with news of how many people have recovered, or whether daily death tolls are above or below seasonal averages.

Another member of SPI-B said they were "stunned by the weaponisation of behavioural psychology" during the pandemic, and that “psychologists didn’t seem to notice when it stopped being altruistic and became manipulative. They have too much power and it intoxicates them"."

Í þessu sambandi er t.d. fróðlegt að velta fyrir sér hvernig hugmyndir stór hluti almennings hefur um "veiruna" og hvernig hún hefur herjað á heimsbyggðina.

Hvað skyldu margir geta nefnt það lands sem hefur þurft að þola flest hlutfallsleg dauðsföll?

Hvar í þeirri röð skyldu t.d. Bandaríkin vera? En Bretland? Svíþjóð? Indland?

Hvað hefur stór hluti jarðarbúa látist úr þessum "bráðsmitandi sjúkdómi", á því rúmlega ári sem hann hefur "geysað"?

Hvað skyldu mörg af þeim löndum á "top 20" þar sem hlutfallslega flestir hafa látist vera í Evrópu?  En N- og S-Ameríku? Í öðrum heimsálfum?

Hver verða "eftirköstin"? Hvernig er andlegi þátturinn? Sá efnahagslegi? Hvernig hefur yngri kynslóðin það?  Þó nokkur hluti hennar víða um lönd hefur ekki stigið fæti inn í skóla í meira en ár.

Hvað margir hafa bugast af ótta og hræðslu?

Enn er auðvitað of snemmt að segja til um það.

Sumir eru hræddari en tali tekur við "veiruna", aðrir óttast ekkert meira en bólusetningar.  Hvorugt er góð fylgd í lífinu.

Hræðilegar fréttir selja er oft sagt.  Því mótmæli ég ekki.  En þeir sem kaupa fá oft "köttinn í sekknum".

P.S. Bretland hefur ákveðið að skipa óháða nefnd til að yfirfara viðbrögð við "veirunni".  Það verður fróðlegt að sjá hennar niðurstöðu.

Ég held að slíkrar nefndarskipunar sé þörf í fleiri löndum.


Hljómar ágætlega... þangað til....

Það hefur lengi tíðkast að hafa horn í síðu lyfjafyrirtækja og "óhóflegs hagnaðar" þeirra.

Mörg þeirra eru á meðal stærri fyrirtækja heims.

En hvað býr að baki og hvers vegna?

Vissulega er saga lyfjaiðnaðar þyrnum stráð og þar er ekki vandi að finna dæmi þar sem lyf hafa valdið skaða og jafnvel að lyfjafyrirtæki hafi vísvitandi markaðssett lyf sem seinna meir hafa verið bönnuð, eða hafa valdið jafnvel meiri vanda en þau leystu.

Eftirlit með lyfjaframleiðslu og markaðssetningu þeirra hefur þau aukist all verulega með tímanum.

Heroin, var upphaflega vöruheiti á "over the counter" lyfi (gegn hósta), amfetamín var einnig í útbreiddri notkun, jafnvel sem megrunarlyf. Þessi "lyf" voru bæði upphaflega markaðssett í Þýskalandi.

En líklega hefur lyfjaiðnaðurinn oftast nær verið hvoru tveggja, haldreipi og skotspónn víðast um lönd.

Það er enda engin skortur á dæmum um að lyf hafi valdið tjóni, en sömuleiðis eru það ófáar milljónir sem hafa átt lengra líf lyfjum og lyfjaiðnaðinum að þakka. Ekki síst í samstarfi og bland við framfarir í læknavísindum.

Sá sem þetta skrifar þar á meðal.

En hvað kostar að þróa lyf og hvernig eiga þeir sem það gera að fá kostnaðinn til baka?

Stuttur tími einkaleifa hvað lyf varðar, ýtir í að mörgu leyti undir hátt verð.

Ef ég hef skilið rétt, rennur einkaleyfi í lyfjaframleiðslu út eftir 20 ár víðast hvar.  Allur kostnaður við þróun þarf því að greiðast á þeim tíma.

Hugverk, s.s. tónlist, leikverk o.s.fr., njóta verndar til æviloka höfundar og 70 árum lengur.

Hvort skyldi hafa spilað stærri rullu í velferð almennings, lyf, tónlist eða leikverk?

En auðvitað heyrast sjónarmið eins og að það sé ekki réttlætanlegt að hagnast á veikindum eða óhamingju annara.

Það er hægt að líta á slíkt frá mörgum sjónarhornum.

Ef t.d. er horft til fyrirtækis s.s. Össurs, segja sjálfsagt einhverjir að fyrirtækið hagnist á örkumlum og fötlun þúsunda einstaklinga. 

Það er í sjálfu sér ekki rangt.

En svo má líka segja að fyrirtækið hagnist á því að finna upp og endurbæta tól og tæki sem gera líf einstaklinga sem hafa orðið fyrir slysum og eru fatlaðir, svo óendanlega betra.

Sjálfur aðhyllist ég seinna sjónarhornið sem ég set hér fram (sjálfsagt eru þau fleiri).

Það er eins með þau bóluefni sem komin eru fram gegn kórónuveirunni. Miklum fjármunum hefur verið varið til þess að þróa þau.

MRNA tæknin sem bóluefnin frá Moderna og Biontech/Pfizer byggja á byggja á rannsóknum sem hafa staðið yfir svo árum skiptir.  Upphaflega var tæknin ætluð til að vinna gegn krabbameini (og mun án efa nýtast til þess í framtíðinni).

Bóluefnið frá Oxford háskóla/AztraZeneca nýtur rannsókna og þróunar sem höfðu verið unnar fyrir bóluefni gegn malaríu.

Hefur "heimsbyggðin" einhvern rétt til þess að svipta þessi fyrirtæki þeim tekjum sem þau þurfa á að halda til þess að vinna að áframhaldandi rannsóknum?

Það er einfalt fyrir misvitra stjórnmálamenn s.s. Joe Biden að að ákveða að einkaleyfi skuli falla úr gildi.

Stjórnmálamönnum finnst gjarna ekkert að því að gefa fjármuni sem ekki tilheyra þeim.

Hins vegar má alveg hugsa sér að Bandaríkin og aðrar af ríkustu þjóðum heims kaupi einkaleyfið af lyfjafyrirtækjunum.  Það er ekki eins og þær séu ekki að "henda" milljörðum í vitlausari hluti.

En það er varhugavert að neita fyrirtækjum um hugsanlega umbun fyrir árangursríkar rannsóknir.

Hér má finna lista yfir lyfjafyrirtæki sem hafa "horfið" á undanförnum árum.  Rannsóknir og þróun eru langt í frá að vera ávísun á hagnað.

P.S. Svo er langt frá því að hægt sé að treysta hvaða fyrirtæki sem er til þess að framleiða bóluefni þó að einkaleyfi yrðu afnumin. 

Framleiðslan er nákvæmnisverk og krefst stundum hundruða efna.  Lítið þarf út af að bregða svo að útkoman geti verið hættuleg.


mbl.is Einkaleyfi bóluefna verði afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakka netverslunin

Það er ekki nauðsynlegt að vera Franskur til að opna netverslun með áfengi fyrir Íslendinga, en líklega þarf að vera hæfilega frakkur.

En "Franskri" netverslun með hluta af starfsemi sinni, eða samstarfsaðila á Íslandi eru flestir vegir færir.  Þannig er lagaumhverfið sem Íslendingum og Íslenskum fyrirtækjum er boðið upp á.

Eiginlega til skammar.

Hvað eru margar vikur síðan ríkisstjórn og Alþingi heyktist á að breyta fyrirkomulaginu til eðlilegra horfs?

Aðeins var þó um örlítið skref að ræða.

Að leyfa innlendum vefverslunum að starfa á jafnréttisgrundvelli gegn erlendum.

En á meðan margir stjórnmálamenn (og áhangendur þeirra) eru þeirrar skoðunar að sjaldan eða aldrei "sé rétti tíminn" til að ræða svona mál, "Erum við ekki í miðjum faraldri", þá heldur lífið utan stjórnmálanna áfram.

Sjálfsagt munu einhverjir stjórnmálamenn, sem og hluti almennings vilja "skerpa á reglum", "herða lögin", "bara banna þetta". 

Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum yfirvalda.

ÁTVR telur líklega að "hætta sé á að grundvöllur fyrirtækisins bresti".  Verði svo er það sérstakt fagnaðarefni.

Ríkið mun eftir sem áður taka til sín stærstan hluta áfengisverðs, skattar sjá til þess.

En það er jákvætt ef áfengisala á Íslandi er á leið inn í 21. öldina.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Bjórinn er 25% ódýrari í nýrri netverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband