Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021

Fyrirtæki í opinberri eigu með forskot í samkeppni við einkageirann?

Það er áhugavert að lesa þessa frétt. Hér eru fyrirtæki í opinberri eigu að keppa við einkafyrirtæki og hefur betur.

Fyrst er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort að um aðstöðumun er að ræða og ef svo er í hverju er hann fólginn?

Er hann fólginn í betri og ódýrari aðgangi að lánsfé vegna þess að fyrirtækið er opinberri eigu?

Hefur fyrirtækinu verið lagt til fé af eigendum sínum (t.d. í upphafi), útsvar borgarbúa notað til að tryggja starfseminni ódýrt fjármagn?

Fær fyrirtækið viðskipti frá eigenda sínum án útboðs?

Hyglar eigandi fyrirtækinu á einhvern annan hátt?

Greiðir fyrirtækið arð í borgarsjóð?

Eða er þetta allt "fer og skver"?

Það er þarft að velta því fyrir sér hvar samkeppni hins opinbera á sér stað og hvernig er brugðist við henni.

Eitt af því fyrsta sem kemur auðvitað upp í hugann er Ríkisvútvarpið og forskot þess á samkeppnismarkaði.

En ekki síður er vert að velta fyrir sér ásókn Kínverskra ríkisfyrirtækja inn á markaði víða um heim.

Mörg ríki, ekki síst Bandaríkin og ríki innan Evrópusambandsins vilja fara að grípa til aðgerða gegn ásælni og hugsanlegra undirboða Kínverskra ríkisfyrirtækja.

Ekki er ólíklegt að til einhverra lagasetninga komi til að tryggja samkeppnisgrundvöll innlendra fyrirtækja.

En er nema stigsmunur á opinberum fyrirækjum og opinberum fyrirtækjum?

Nema að því leiti að ég held að þjóðaröryggi sé ekki í húfi hvað varðar malbikunarstöð borgarinnar.

 

 

 

 


mbl.is Samþykktu tilboð „með óbragð í munni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söguleg en ekki svo óvænt úrslit í Hartlepool

Það eru vissulega söguleg úrslit að Íhaldsflokkurinn skuli hafa unnið yfirburðasigur í aukakosningum í Hartlepool, en ekki svo óvænt.

Allt frá því að kjördæmið varð til (um miðjan 8. áratuginn) hefur Verkamannaflokkurinn unnið þar sigur.  Mér skilst að Íhaldsflokkurinn hafi síðast átt þingmann á því sem getur kallast "svæðinu"  á Bítlatímabilinu.

En úrslitin eru ekki óvænt að því marki að skoðanakannanir höfðu bent til þessara niðurstöðu um langan tíma. 

En úrslitin eru mikið áfall fyrir Verkamannaflokkinn og sýnir veika stöðu hans.

Það má segja að enn einn steinninn sé horfinn úr "rauða veggnum", jafnvel einn af "hornsteinunum".

Verkamannaflokkurinn virðist aldrei hafa haft möguleika á því að vinna baráttuna í þetta sinn.  Þeir buðu fram yfirlýstan "Sambandssinna", en Hartlepool var "Brexit" svæði með all nokkrum mun.

Verkamannaflokkurinn er ekki í öfundsverðri stöðu, flokkurinn var í sárum eftir formannstíð Corbyn og Starmer hefur ekki náð að stýra honum á rétta braut.

Reyndar má segja að "verkalýðsflokkar" víða um heim, ekki síst í Evrópu, hafi átt erfiða daga á undanförnum árum.

Sósísalistaflokkurinn í Frakklandi er ekki svipur hjá sjón, það sama gildir um Sósíaldemókrata í Þýskalandi og á Norðurlöndunum eiga Sósíaldemókratar jafnframt misjafna daga. 

Það er deilt um hvað veldur. 

Breski Verkamannaflokkurinn á í miklum erfiðleikum sérstaklega utan stórborganna.  Hann hefur þó ekki misst sambandið við verkalýðshreyfinguna, sérstaklega herskárri hluta hennar. 

En margir vilja halda því fram að það sé flokknum ekki til framdráttar.

En gærdagurinn var mikill kosningadagur í Bretlandi og kosið til sveitarstjórna víða, kosið til þings í Skotlandi og Wales.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að einhver heildarmynd sjáist þegar fleiri úrslit koma í ljós.

 

 


mbl.is Óvænt úrslit í Hartlepool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neysluskammtar, lögleiðing og sérfræðingar

Ég get tekið undir þá skoðun að það hljómi skringilega ef 18 ára unglingur er gripinn af lögreglu með 6. g af "grasi" og kippu af bjór, þá sé kippan tekin af honum en grasið ekki.

Cannabis taxed containerEn það sýnir ef til vill að viðhorf til áfengis er óþarflega strangt.

Það má líka velta því fyrir sér hvort hvort að afglæpavæðing er fyrst og fremst hugsað sem skref til lögleiðingar t.d. kannabisefna, eða hvort þar á að láta staðar numið?

Er rökrétt að löglegt sé að hafa í fórum sínum efni sem keypt er af lögbrjótum?  Því einhver þarf að brjóta lögin til að koma efnunum á markað, óháð því hvort að "neysluskammtar" eru löglegir eður ei.

Svo kemur spurningin hvað er neysluskammtur? Er hann mismunandi eftir ólíkum efnum?

Verður gefin út skrá yfir "löglega neysluskammta" af öllum hugsanlegum ólöglegum fíkniefnum?

Það má nefna að í Ontario Kanada, þar sem kannabis er löglegt, má þó ekki eiga, eða panta, meira en 30g af því einu.  Eigin ræktun er leyfð, en ekki mega vera fleiri en 4 plöntur í íbúð.

Þar rekur hið opinbera-fylkið, vefverslun og heildverslun með kannabis.

Þar er mikið úrval af alls kyns efnum, sælgæti, drykkjum og öðru "dóti".

Ef ég hef skilið rétt er "same day express" heimsending í boði.

Quebec er svo með sína vefverslun og svo eru einkaaðilar með verslanir víða um fylkin.

Rétt eins og er með áfengiskaup, miðast kannabiskaup við 19. ára aldur.

Nú eru ríflega 2. ár síðan kannabis varð löglegt í Kanada.  Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist, en heilt yfir held ég að nokkur sátt ríki. Ég hef ekki heyrt neinn berjast fyrir því að efnið verði bannað aftur.

Ég sá að talað var um að hlutdeild hins opinbera í sölunni væri nú komin yfir 50% og ykist jafnt og þétt, eftir því sem fleiri kæmust upp á lagið með að notfæra sér löglega söluaðila, sem byðu upp á meira úrval og öryggi, en hærra verð.

Árangurinn er þó eitthvað misjafn eftir fylkjum. Ontario hefur að talið er markaðshludeild undir meðallagi, að í kringum 40%, en er samt stærsti aðilinn á Kanadamarkaði.  Ontario hefur selt kannabis fyrir u.þ.b. milljarð dollara (CAD) á þeim ríflega 2. árum sem lögleg sala hefur farið fram.

Það er rétt að taka fram að eftir sem áður gilda takmarkanir um hvar megi neyta kannabisefna.  Það vakti t.d. athygli mína að bannað er að neyta kannabisefna á íþróttasvæðum í opinberri eigu, nema á golfvöllum.

Heilt yfir held ég að lögleiðingin hafi ekki haft miklar neyslubreytingar í för með sér.  Vissulega er algengara að sjá neyslu t.d. ef farið í "í bæinn" um helgi.  Jafnvel má sjá neyslu á svölum eða sólpöllum. En það þýðir ekki að neysla hafi aukist heldur er ekki þörf fyrir feluleik eftir lögleiðingu.

En það að eitthvað sjáist ekki, þýðir ekki að það sé ekki til staðar.

Ég held að það sé þarft að ræða þessi mál á Íslandi. Þessi tillaga um afglæpavæðingu er þarft innlegg í þá umræðu.  Ekki þar með sagt að einhver "erlend leið", sé það sem sé best, eða hægt sé að yfirfæra það sem ákveðið hefur verið annars staðar í heild sinni til Íslands.

En miðað við hvað ég heyri, hefur baráttan gegn fíkniefnum ekki borið árangur á Íslandi undanfarna áratugi, hvorki fyrir né eftir að barist var fyrir "fíkniefnalausu Íslandi 2000".

Myndin er af kannabis dós með innsigli hins opinbera í Quebec.

 


mbl.is Sammála sérfræðingum um áfengi en ekki fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott og tímabært skref

Það er löngu tímabært að liðka til í reglum um heimaslátrun.  Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þetta á eftir að nýtast bændum og neytendum.

Persónulega er ég bjartsýnn hvað það varðar og hef trú á því að bændur verði fundvísir á leiðir til að byggja betra samband við neytendur og finna styrkja jafnframt grundvöllinn fyrir búum sínum.

Ég held að þetta sé því býsna merkilegt skref og vonandi verður árangurinn slíkur að þetta verði útvíkkað og fært yfir til fleiri búgreina.

En nú færist "boltinn" yfir til bændanna og ég býð spenntur eftir að sjá hvernig þeir nýta þetta tækifæri.

Kristján var svo í viðtali um þetta efni í Bítinu í morgun, þar segir hann að þetta hafi ekki gengið átakalaust og þurft hafi að berjast við "kerfið" og hagsmunaaðila.

Er það ekki í takt við umræðuna í dag?

En ef til vill þurfti stjórnmálamann sem er að hætta til að taka af skarið?


mbl.is Kristján Þór heimilar slátrun beint frá býli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gott fyrir vín að eldast í geimnum?

Vín batnar með aldrinum, því eldri sem ég verð því betra finnst mér það. En að öllu gamni slepptu þá hefur lengi verið leitað að leið til að "elda" vín við ýmsar aðstæður.

Það er áríðandi að vínið eldist við bestu aðstæður og auðvitað æskilegt að það sé drukkið sem næst toppi gæða þess (þar geta verið skiptar skoðanir).

En nú á víst að fara að bjóða upp eina af vínflöskunum frá Petrus, sem voru sendar út í geiminn, til Alþjóðlega Geimstöðvarinnar og geymdar þar í þyngdarleysi í kringum ár.

Margir sérfræðingar segja að það sé enginn vafi á því að gæðin hafi aukist umtalsvert við geimdvölina og búist er við að flaskan seljist fyrir metfé, jafnvel allt að milljón dollurum.

Með í kaupunum fylgir samskonar flaska (Petrus 2000 árgangur)sem aldrei hefur ferið í geimferð, alveg ókeypis, þannig að væntanlegur kaupandi mun geta borið gæði vínsins fyrir og eftir geimferð, fari svo að flöskurnar verði opnaðar.  Reyndar mun "jarðbundna" flaskan kosta allt að 10.000, dollara, þannig að ef "lífsreynda" flaskan selst á milljón, má líta á það sem 1% afslátt.

Hér er svo grein frá Decanter, sem segir frá smökkun á annarri "geimferðarflösku" og þar er talað um að hún sé 2 til þremur árum á undan "á þróunarbrautinni".

Það er reyndar ekkert minnst á kolefnissporið, sem kom mér nokkuð á óvart.

En svo fór ég að velta því fyrir mér hvernig þetta hljómar á Íslenskunni.  Myndi ég segja að verið sé að bjóða upp "geimelt" vín?

 

 

 


En hún snýst nú samt, eða "einræði vísindanna"?

Sem betur fer gerist það enn reglulega að ég rekst á greinar sem fá mig til að "hugsa", það er að segja heldur dýpra en ég geri í amstri dagsins, af því er "nóg til".

Nú nýverið rakst ég á eina slíka á vefritinu "Unherd".  Þar fjallar Matthew B. Crawford,  um breytt hlutverk vísindanna undir fyrirsögninni "How Science Has Been Corrupted".

Greinin hans er það löng að sjálfsagt þykir mörgum nóg um og slíkt ekki vænlegt til vinsælda nú til dags, en ég verð að segja að mér þótti lestrartímanum vel varið.

Það má alltaf deila um innihaldið, en greinin "ljáði mér" athyglisvert sjónarhorn og vakti mig til umhugsunar. Ég get í raun ekki gefið frá mér betri meðmæli en það.

Crawford fjallar um "stofnana/fyrirtækjavæðingu" vísíndanna, vald þeirra og tiltrú eða trú okkar (almennings) til þeirra eða á þeim.

Þar skiptir líklega ekki síst máli hvort við eigum nokkurn möguleika á því að sannreyna þau, eða hvort við (rétt eins og í trúarbrögðum) ákveðum að fylgja ákveðnum einstaklingum eða einstaklingi (Messíasi?) og/eða "hjörðinni okkar".

Ég get ekki annað en hvatt alla til að gefa sér tíma til að lesa greinina og velta málunum fyrir sér.

Ég reikna með að mismunandi aðilar komist að mörgum mismunandi niðurstöðum, það er ekkert nema jákvætt.

En á meðal þess sem vakti mína athygli, er eftirfarandi:

"The pandemic has brought into relief a dissonance between our idealised image of science, on the one hand, and the work “science” is called upon to do in our society, on the other. I think the dissonance can be traced to this mismatch between science as an activity of the solitary mind, and the institutional reality of it. Big science is fundamentally social in its practice, and with this comes certain entailments.

As a practical matter, “politicised science” is the only kind there is (or rather, the only kind you are likely to hear about). But it is precisely the apolitical image of science, as disinterested arbiter of reality, that makes it such a powerful instrument of politics. This contradiction is now out in the open. The “anti-science” tendencies of populism are in significant measure a response to the gap that has opened up between the practice of science and the ideal that underwrites its authority. As a way of generating knowledge, it is the pride of science to be falsifiable (unlike religion).

Yet what sort of authority would it be that insists its own grasp of reality is merely provisional? Presumably, the whole point of authority is to explain reality and provide certainty in an uncertain world, for the sake of social coordination, even at the price of simplification. To serve the role assigned it, science must become something more like religion.

The chorus of complaints about a declining “faith in science” states the problem almost too frankly. The most reprobate among us are climate sceptics, unless those be the Covid deniers, who are charged with not obeying the science. If all this has a medieval sound, it ought to give us pause.

We live in a mixed regime, an unstable hybrid of democratic and technocratic forms of authority. Science and popular opinion must be made to speak with one voice as far as possible, or there is conflict. According to the official story, we try to harmonise scientific knowledge and opinion through education. But in reality, science is hard, and there is a lot of it. We have to take it mostly on faith. That goes for most journalists and professors, as well as plumbers. The work of reconciling science and public opinion is carried out, not through education, but through a kind of distributed demagogy, or Scientism. We are learning that this is not a stable solution to the perennial problem of authority that every society must solve.

The phrase “follow the science” has a false ring to it. That is because science doesn’t lead anywhere. It can illuminate various courses of action, by quantifying the risks and specifying the tradeoffs. But it can’t make the necessary choices for us. By pretending otherwise, decision-makers can avoid taking responsibility for the choices they make on our behalf.

Increasingly, science is pressed into duty as authority. It is invoked to legitimise the transfer of sovereignty from democratic to technocratic bodies, and as a device for insulating such moves from the realm of political contest.

Over the past year, a fearful public has acquiesced to an extraordinary extension of expert jurisdiction over every domain of life. A pattern of “government by emergency” has become prominent, in which resistance to such incursions are characterised as “anti-science”.

But the question of political legitimacy hanging over rule by experts is not likely to go away. If anything, it will be more fiercely fought in coming years as leaders of governing bodies invoke a climate emergency that is said to require a wholesale transformation of society. We need to know how we arrived here.".

...

"For authority to be really authoritative, it must claim an epistemic monopoly of some kind, whether of priestly or scientific knowledge. In the 20th century, especially after the spectacular successes of the Manhattan Project and the Apollo moon landing, there developed a spiral wherein the public came to expect miracles of technical expertise (flying cars and moon colonies were thought to be imminent). Reciprocally, stoking expectations of social utility is normalised in the processes of grant-seeking and institutional competition that are now inseparable from scientific practice.

The system was sustainable, if uneasily so, as long as inevitable failures could be kept offstage. This required robust gatekeeping, such that the assessment of institutional performance was an intra-elite affair (the blue-ribbon commission; peer review), allowing for the development of “informal pacts of mutual protection”, as Gurri puts it. The internet, and the social media which disseminate instances of failure with relish, have made such gatekeeping impossible. That is the core of the very parsimonious and illuminating argument by which Gurri accounts for the revolt of the public."

...

"

Public opinion polls generally indicate that what “everybody knows” about some scientific matter, and its bearing on public interests, will be identical to the well-institutionalized view. This is unsurprising, given the role the media plays in creating consensus. Journalists, rarely competent to assess scientific statements critically, cooperate in propagating the pronouncements of self-protecting “research cartels” as science.

Bauer’s concept of a research cartel came into public awareness in an episode that occurred five years after his article appeared. In 2009, someone hacked the emails of the Climate Research Unit at the University of East Anglia in Britain and released them, prompting the “climategate” scandal in which the scientists who sat atop the climate bureaucracy were revealed to be stonewalling against requests for their data from outsiders. This was at a time when many fields, in response to their own replication crises, were adopting data sharing as a norm in their research communities, as well as other practices such as reporting null findings and the pre-registration of hypotheses in shared forums.

The climate research cartel staked its authority on the peer review process of journals deemed legitimate, which meddling challengers had not undergone. But, as Gurri notes in his treatment of climategate, “since the group largely controlled peer review for their field, and a consuming subject of the emails was how to keep dissenting voices out of the journals and the media, the claim rested on a circular logic”.

One can be fully convinced of the reality and dire consequences of climate change while also permitting oneself some curiosity about the political pressures that bear on the science, I hope. Try to imagine the larger setting when the IPPC convenes. Powerful organisations are staffed up, with resolutions prepared, communications strategies in place, corporate “global partners” secured, interagency task forces standing by and diplomatic channels open, waiting to receive the good word from an empaneled group of scientists working in committee.

This is not a setting conducive to reservations, qualifications, or second thoughts. The function of the body is to produce a product: political legitimacy."

...

"

As UK epidemiologist Neil Ferguson said to the Times last December: “It’s a communist one-party state, we said. We couldn’t get away with [lockdowns] in Europe, we thought… and then Italy did it. And we realised we could.” He added that “These days, lockdown feels inevitable.”

Thus, what had seemed impossible due to the bedrock principles of Western society now feels not merely possible but inevitable. And this complete inversion happened over the course of a few months.

Acceptance of such a bargain would seem to depend entirely on the gravity of the threat. There is surely some point of hazard beyond which liberal principles become an unaffordable luxury. Covid is indeed a very serious illness, with an infection fatality rate about ten times higher than that of the flu: roughly one percent of all those who are infected die. Also, however, unlike the flu this mortality rate is so skewed by age and other risk factors, varying by more than a thousand-fold from the very young to the very old, that the aggregate figure of one percent can be misleading. As of November 2020, the average age of those killed by Covid in Britain was 82.4 years old.

In July of 2020, 29 % of British citizens believed that “6-10 percent or higher” of the population had already been killed by Covid. About 50% of those polled had a more realistic estimate of 1%. The actual figure was about one tenth of one percent. So the public’s perception of the risk of dying of Covid was inflated by one to two orders of magnitude. This is highly significant.

Public opinion matters in the West far more than in China. Only if people are sufficiently scared will they give up basic liberties for the sake of security – this is the basic formula of Hobbes’s Leviathan. Stoking fear has long been an essential element of the business model of mass media, and this appears to be on a trajectory of integration with state functions in the West, in a tightening symbiosis. While the Chinese government resorts to external coercion, in the West coercion must come from inside; from a mental state in the individual. The state is nominally in the hands of people elected to serve as representatives of the people, so it cannot be an object of fear. Something else must be the source of fear, so the state may play the role of saving us. But playing this role requires that state power be directed by experts.

Early in 2020, public opinion accepted the necessity of a short-term suspension of basic liberties on the supposition that, once the emergency had passed, we could go back to being not-China. But this is to assume a robustness of liberal political culture that may not be warranted. Lord Sumption, a jurist and retired member of the UK’s Supreme Court, makes a case for regarding lockdowns in the West as the crossing of a line that is not likely to get uncrossed. In an interview with Freddie Sayers at UnHerd, he points out that, by law, the government has broad powers to act under emergency. “There are many things governments can do, which it is generally accepted they should not do. And one of them, until last March, was to lock up healthy people in their homes.”"

...

"“Following the science” to minimise certain risks while ignoring others absolves us of exercising our own judgment, anchored in some sense of what makes life worthwhile. It also relieves us of the existential challenge of throwing ourselves into an uncertain world with hope and confidence. A society incapable of affirming life and accepting death will be populated by the walking dead, adherents of a cult of the demi-life who clamour for ever more guidance from experts.

It has been said, a people gets the government it deserves."

En ég ítreka hvatningu mína til allra að lesa greinina alla.

 


Verðbólgan að koma?

Það eru miklar líkur á því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum.  Ekki eingöngu á Íslandi, heldur víðast um heiminn.

Það mun líklega hrikta í kenningum sem hafa verið áberandi upp á síðkastið, um að hægt sé að prenta peninga út í hið óendanlega, án þess að "nokkuð gerist".

Meira að segja Eurosvæðið (þar sem lítið hefur gerst í langan tíma) er farið að sjá hækkandi verðbólgu.

Þannig er verðbólgan Luxembourg 3.3%, 2.1% í Þýskalandi, í Litháen er hún 2.4 og á Spáni 1.9%.  Hér er miðað við HICP (Harmonized Index Consumer Prices) frá "Sambandinu".  Þessar tölur eru fyrir apríl (og eru líklega bráðabirgða).  Nýjustu tölur frá Íslandi eru þar síðan í mars og þá var verðbólgan þannig mæld 3.8%.

Eurosvæðið í heild hefur verðbólgu upp á 1.3% (tölur frá mars), en meðaltalið segir lítið (þó að ýmsum á Íslandi sé tamt að nota það), enda er til dæmis en verðhjöðnun í Grikklandi er enn 0.8% (apríl), sem er þó skömminni skárra en þegar hún var 2% í mars. Verðhjöðnun er sérstaklega eitruð fyrir ríki eins og Grikkand, sem skuldar svo gott sem tvöfalda þjóðarframleiðslu sína.

Í Bandaríkjunum var verðbólga 2.3% í mars, sú hæsta frá 2018.

Á Íslandi mun það duga skammt að ætla að "berja" á fyritækjum, kostnaður þeirra hefur aukist og verð á innfluttum vörum og hráefni mun líklega hækka verulega næstunni.  Hefur einhver heyrt um að kostnaður s.s. raforka, hitaveita, laun eða annar kostnaður hafi lækkað? Hefur einhver trú á því að húsaleiga, eða annar húsnæðiskostnaður muni lækka?

Hvað skyldi kostnaður fyrirtækja af sóttvarnaraðgerðum vera?

Eftirspurn eftir stáli og málmum hefur aukist hratt og verð hækkað. Kopar hefur hækkað um fast að 90% á síðasta ári, hveiti hefur ekki verið dýrara síðan 2013.

Soyabaunamjöl hefur hækkað um 40% á u.þ.b. ári og kostnaðurinn við að ala sláturfé á maís, hefur víða hækkað um fast að 100%.

Framtíðarverð á kaffi hefur hækkað um ca. þriðjung og sykur hefur sömuleiðis hækkað í slíkum viðskiptum.

Víða er því spáð að "hrávara" muni hækka að meðaltali um 10% það sem eftir lifir árs, eða næstu 12 mánuðum.

Mest af þessu eru líklega bein og óbein áhrif viðbragða heimsins við "veirunni".

Hvernig þetta allt spilast eigum við eftir að sjá, því spámennska er eitt og raunveruleikinn annar.

Engin veit hvað framtíðin ber í skauti sér, og eins og maðurinn sagði, ber að varast alla spádóma, sérstaklega um framtíðina.

En það er vert að velta því fyrir sér fyrir hagfræðinga sem og áhugamenn um slík fræði hvernig "veiran" hefur áhrif á hagkerfin.

Hvað gerist t.d., þegar flestir eru heima hjá sér og hella upp á kaffi í sínum vélum (sem oftar en ekki leiðir til að kaffi fer til spillis og eftirspurn eftir kaffi eykst) en spara með því fé, sem hægt er að nota til annars.  Á meðan borgar hið opinbera laun kaffigerðarmannana, og heldur þannig uppi eftirspurn (í raun eykur hana) jafnframt því að stuðla að sóun á kaffi og aukinni eftirspurn eftir því.

Ef þetta er margfaldað yfir allar starfsgreinar, hver verður útkoman?

Halló verðbólga?

Halló vaxtahækkanir?

Seðlaprentun þegar eftirspurn dregst saman er annað en seðlaprentun þegar eftirspurn er að aukast, eða útlit fyrir slíkt.

Líklega eru flestir seðlabankar í heiminum að hugleiða vaxtahækkanir, en hvenær þær koma til framkvæmda er erfiðara að sjá, þar ræður líka pólítískt andrúmsloft nokkru um.

En líklega er veruleg verðbólga nokkurn vegin óumflýjanleg.

En líklega bíta verkfæri seðlabankans á Íslandi fljótar nú þegara svo margir hafa flutt húsnæðislán sín yfir í óverðtryggð lán, með breytilegum vöxtum.

 

 


mbl.is Hækkunin kom mikið á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnar vilja fara varlega í fjármálum

Finnar (hið opinbera) fara alla jafna varlega í fjármálum og fjármálakreppan sem setti landið í heljargreipar seint á síðustu öld dró ekki úr því.

Vissulega hefur staðan, eins og hjá svo mörgum öðrum, versnað undanfarin áratug, og Finnland uppfyllir ekki lengir þau skilyrði sem sett eru Euroþjóðunum.  Það gera þau reyndar fæst.

Ætli það séu ekki 6 eða 7 af þeim.

Það er ekki óeðlilegt að deilt sé um fjárlög og þátttöku þjóða í "Neyðarsjóði Evrópusambandsins", um er að ræða stórar upphæðir og í raun fjármagnsfærslur á milli þjóða. 

Raunar eru enn 10 þjóðir sem hafa ekki samþykkt "Neyðarsjóðssamninginn" á þjóðþingum sínum, þar á meðal ríki eins og Þýskaland, Holland, Finnland og Pólland.

Í Þýskalandi fór málið fyrir Stjórnlagadómstól landsins, sem  gaf grænt ljós fyrir viku síðan, en setti svo marga fyrirvara að líklegt þykir að þar muni koma til nýrra málaferla, sem hugsanlega gætu staðið svo árum skiptir.

En þetta sýnir hvað ákvarðanir og aðgerðir geta tekið langan tíma innan "Sambandsins", nú þegar u.þ.b. 14 mánuðir eru síðan "veirufaraldurinn" hófst, hyllir undir að "Neyðarsjóðurinn" komist á laggirnar, en er þó alls ekki útséð enn hvenær það verður.

En "faraldurinn" hefur skerpt á ójafnvæginu sem ríkir í fjármálum Euroríkjanna, sem sést á meðfylgjandi línuriti, sem sýnir Target 2, "balansinn".

En með örfáum undantekningum stefnir Target aðeins í eina átt, og ekki til jafnvægis.  Finnar hafa jafnan verið plúsmegin og hefur "balans" þeirra því sem næst 16 faldast síðan 2008.

Target 2 balances 01.04.21


mbl.is Harðar deilur á finnska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband