Margir stjórnmálamenn eiga það sameiginlegt að boða töfralausnir. Svona eins og það þurfi bara að "ýta á hnapp", bara "að sækja um aðild að Evrópusambandinu", bara "að taka upp euroið", bara "að festa gengið", o.sv.frv.
Hvergi hefur mér þessi árátta verið fyrirferðarmeiri en hjá þeim "frjálslyndu" stjórnmálamönnum sem boða aðild að "Sambandinu".
Viðreisn er t.d. með þá "töfralausn" að það þurfi einfaldlega að festa gengið, talað er um að fest gengi við euro, myntráð með eða án vikmarka. Það muni svo aftur færa þjóðina lága vexti, verðtrygging verði óþörf o.sv.frv.
Stöðugleiki verði tryggður.
En er þetta rétt? Það er að vísu rétt að taka það fram engin þjóð (að ég best veit) býr við "fast gengi". En það eru þó nokkrar þjóðir sem búa við fast gengi við einhverjar aðrar þjóðir, eina eða fleiri, myntráð eða ígildi þess.
Í raun þarf ekki að leita langt til að finna þjóðir sem búa við þennan "stöðugleika". Það eru til dæmis Frakkar.
Þar felst stöðugleikinn til dæmis í því að atvinnuleysi hefur verið um og yfir 10% lengur en forseti landsins kærir sig um að muna. Franskur stöðugleiki felst einnig í því að þar er viðverandi halli á ríkissjóði. Skuldir ríkissjóðs vaxa stöðugt og er Frakkland löngu komið yfir þau mörk sem ríkjum á Eurosvæðinu eru sett. En "c'est la vie" og Frakkland er Frakkland segir Juncker og brosir. Hans frægasta setning að þegar aðstæður eru erfiðar þurfi að grípa til lyga á líklega ágætlega við hér, þó að vissulega neiti því enginn að Frakkland er Frakkland.
En hefur ekki Frakkland búið við nokkuð stöðugan gjaldmiðil og lága vexti?
Og gildir það sama ekki um Portúgal? Og hefur Írland ekki sömuleiðis búið við stöðugan gjaldmiðil og lága vexti? En þrátt fyrir það hefur mér skilist að meira að segja núverandi formaður Samfylkingarinnar tali um hvað Íslandi (með sinn "óstöðuga gjaldmiðil og háu vexti) hafi gengið betur að takast á við bankahrun, sem varð í báðum löndunum. Ítalía hefur einnig búið við "fast" gengi og lága vexti. Stöðugi fastinn í efnahagslífinu hefur þó ekki síður verið skuldasöfnun hins opinbera og hátt (en stöðugt) atvinnuleysi.
Það er ætti að vera óþarfi að rifja upp ástandið í Grikklandi, þrátt fyrir stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og stanslausa "hjálp" Seðlabanka Eurosvæðisins og sjálfs "Sambandsins" er Grikkland í raun orðið 3ja heims ríki á æ fleiri sviðum.
Ég held að flestum ætti að vera ljóst að fastgengi og lágir vextir tryggja ekki velmegun og gott gengi í efnahagsmálum, þó að vissulega sé stöðugt gengi eftirsóknarvert.
En það má hafa í huga að það eru u.þ.b. 24. ár og 1. mánaður síðan sá eftirminnilegi atburður gerðist að Englandsbanki gat ekki varið fastgengi pundsins.
Ekki er síður vert að hafa í huga að flestir eru sammála um að lágir vextir á Eurosvæðinu (og víðar í heiminum) séu afleiðing af stöðnuðu og þjáðu efnahagslífi svæðisins. Seðlabankinn er með "what ever it takes" aðgerð, til að reyna að halda euroinu á lífi, blása einhverjum þrótti í viðskiptalífið og vonast eftir aukningu verðbólgu.
Í þessu skyni hefur Seðlabanki Eurosvæðisins neikvæða stýrivexti og prentar euro eins og hann óttist að það falli úr tísku.
Hverjir eru það sem halda því fram að peningaprentun og neikvæðir stýrivextir sé það sem þarf í íslenska hagkerfið, þar sem spáð er 4 til 5 % árlegm hagvexti?
Viðreisn? Samfylkingin? Píratar? Björt framtíð?
Sjálfsagt myndi Vinstri græn gleypa það jafn auðveldlega og umsóknina að Evrópusambandinu, slá í eina "kommaköku" og spyrja: Hverjum treystir þú?
Nú hillir undir að verulega slakni á gjaldeyrishöftum og hugsanlega að takist að afnema þau með öllu.
Þó að alltaf sé erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina eins og maðurinn sagði, er allt eins líklegt að íslenska krónan muni þá láta eitthvað undan síga.
Það mun ráðast af útstreymi og einnig því hvort að velgengni íslensks atvinnulífs haldi áfram.
Útlitið er býsna gott, en ekkert er í hendi.
Ef útstreymi verður mikið er einhver versta staða að vera með fast gengi, ja nema auðvitað fyrir þá sem væru að flytja út fé og svo aftur þá sem standa í innflutningi.
En allt stefnir í að Viðreisn vilji koma á vinstristjórn. Það sem þeir kalla að kjósa "frjálslynda miðjustjórn", en núorðið virðist "frjálslyndi" helst felast í því að vilja ganga í "Sambandið".
"Frjálslynd miðjustjórn", líklega er helst að leita til "Reykjavíkurmynstursins" til þess að skilja hvað í því felst.
"Reykjavíkurmynstrið", innganga í Evrópusambandið og beintenging við euro eða upptaka þess.
"Landaleiðir" eru víst í tísku þessa dagana.
Hvað ættum við að kalla þessa: "Frönsku leiðina" í efnahagsmálum? Eða förum við alla leið og köllum þetta "grísku leiðina"?
Ef til vill "ítalska leiðin" eitthvað sem kætir. Eiga Íslendingar ekki "sinn eigin Beppo"?
Ef til vill er þetta alltof mikil svartsýni er ekki "danska leiðin" til fyrirmyndar og hefur tenging dönsku krónunnar gengið vel og allt þar í lukkunnar velstandi?
Hér er stutt frétt frá Bloomberg, í henni má m.a. lesa um efnahagsástandið í Danmörku:
Depression-Era Danish Prices Coincide With Record Negative Rates - Bloomberg
The negative rate environment has brought with it a number of surprises. Helge Pedersen, chief economist at Nordea Bank AB in Copenhagen, says its also worrying that investment has failed to pick up. It really tells us that monetary policy hasnt been that successful, he said by phone.
For Denmark, 2016 will be the fourth year in a row with consumer price gains below 1 percent, something not seen since the beginning of the 1930s, said Las Olsen, an economist at Danske. The Danish economy will only expand 0.6 percent this year, after growing 1 percent in 2015, Handelsbanken estimates. Growth will be even slower next year, at 0.5 percent, it said.
After a recession in the second half of last year, the recovery continues to look fragile, Jes Asmussen, chief economist at Handelsbanken in Copenhagen, said in a report on Tuesday. Slower growth abroad, a shrinking tailwind for household spending and lackluster investment all mean that growth isnt likely to pick up over the coming years, he said.
Og fyrir þá sem hafa meiri áhuga á velferð, jöfnuð og tölum um fátækt, en hagvexti og "hörðum" efnahagstölum, má benda á þessa frétt úr Extrabladet og þessa skýrslu frá hagstofu Evrópusambandsins.