Fjölmiðlar og stjórnmál og þátttaka fjölmiðla í stjórnmálum

Ég reikna með því að mörg okkar hafi oft á tíðum sagt við sjálf okkur að við gætum sagt til um hvar "samúð" margra fjölmiðla og jafnvel fjölmiðlamanna liggi í pólítík.

Lengi vel var þetta lítið leyndarmál, flestir fjölmiðlar voru flokkspólítískir og yfir Ríkisútvarpinu var stjórn pólítískra "varðhunda", sem sagan segir að hafi jafnvel notað skeiðklukkur til að mæla tíma mismunandi stjórnmálaafla.

En síðan urðu allir fjölmiðlar "óháðir", og nei, það er ekki tilviljun að ég set það hér innan gæsalappa.

Samt þykjumst við mörg hver ennþá sjá "samúðina" beinast hingað, eða þangað.

Ef marka má "Orðið á götunni", þá fá Íslendingar hins vegar sjaldgæfa sönnun á því hvernig hlutirnir geta gengið fyrir sig á fjölmiðlum á Íslandi.

Sjálfur sjónvarpsstjórinn er að spyrja stjórnmálamanninn hver gæti verið hentugur í umráðuþátt.

Þess má svo til gamans geta (klassískt orðalag) að sjónvarpsstjórinn er fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar, sem lýsti því fjálglega hvað hann væri feginn að vera "laus undan oki auðmanna", þegar hann hætti störfum á Stöð 2 hér um árið, stuttu áður en hann komst á þing.

Ef ég vitna nú í traustan vin minn, þá segir hann að fjölmiðlamennska sé "profession".  En hann hefur meint það í jákvæðri meiningu, en ekki verið að tala um þá "elstu".

Vidreisn og hringbraut

 

 

 

 

 


mbl.is Viðreisn sýnir spilin fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband