Er Evrópusambandið ófært um að gera viðskiptasamninga?

Það er þetta með "alþjóðasinnana", þá sem tala svo fjálglega um "vestræna samvinnu", þessa sem eru svo fylgjandi frelsi í viðskiptum á milli þjóða.

Það er reyndar merkilegt að enn skuli vera til stjórnmálamenn á Íslandi sem halda því fram að nóg sé að ganga í Evrópusambandið, til að vera allt í senn, alþjóðasinnaður, fylgjandi frelsi í viðskiptum, sterkur þátttakandi í vestrænni samvinnu.

Hvernig hægt er að sjá allt þetta í viðskiptablokk eins og "Sambandinu" hefur lengi verið mér hulin ráðgáta.

Fríverslunarsamningaviðræður "Sambandsins" og Kanada eru dæmi sem vert er að skoða. Að sjálfsögðu er ekkert óeðlilegt að skiptar skoðanir séu um ágæti slíkra samninga, eða þess einstaka samnings, en það er ferlið sem er athyglivert.

Viðræður á milli Kanada og "Sambandsins" hafa staðið í um áratug, þó líklega megi segja að að krafti hafi verið um að ræða 7 ára ferli.

Og samningurinn hefur verið tilbúinn, að mestu leyti, um all nokkra hríð.  En þó þurfti að gera smá breytingar hér og þar til þess að hægt yrði að koma honum í gegn.

En allt kom fyrir ekki.

Samningurinn er stopp.  Vegna þess að héraðsþing í Belgíu, þar sem frönsku mælandi sósíalistar hafa töglin og hagldirnar segir nei.

Eða öllu heldur "non" , svo við höldum þessu á "alþjóðlegu" nótunum.

Og þar við situr. Samngurinn fæst ekki staðfestur. 

Á endanum var samninganefnd Kanada nóg boðið og gekk út. Viðskiptaráðherra Kanada lét hafa eftir sér.

"It's become evident for me, for Canada, that the European Union isn't capable now to have an international treaty even with a country that has very European values like Canada. And even with a country so nice, with a lot of patience like Canada."

"I've worked very, very hard, but I think it's impossible. "We have decided to return home. I am very sad. It is emotional for me."

Enn verður þó líklega reynt að bjarga samningnum, með fundi snemma laugardags í Brussel, en líkurnar eru ekki góðar.

Reyndar höfðu bæði Bulgaría og Rúmenía hótað að stöðva að samningurinn kæmist í gegn, vegna þess að þegnar þeirra landa þurfa enn vegabréfsáritun til Kanada.

Íslendingar hljóta að spyrja sig hvort að þeir telji viðskiptahagsmunum sínum best borgið í "Sambandi", þar sem viðskiptahagsmunir geta ráðist af því hvort að takist að "berja eða múta", héraði í Belgíu "til hlýðni", eða hvort Búlgaríu eða Rúmeníu sé ósátt við "visafyirkomulag".

Það er ekki síður áhyggjuefni að ef marka má "talsmáta" ýmissa frammámanna "Sambandsins", þá virðist það fyllilega vera reiðubúið til að setja til hliðar eigin viðskiptahagsmuni til þess að beita "refsivendinum", gegn núverandi félaga, sem hyggur á brotthvarf.

Þær áhyggjur verða ekki minni, þegar um stærsta einstaka viðskiptaland Íslendinga er að ræða.

Því segi ég, verum alþjóðasinnuð, en í alvöru.  Múrum ekki Ísland innan "Sambandsins".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Of margir kokkar skemma súpuna.

Sambandið er of flókið, hefur of mikil völd yfir of mörgu.  Þess vegna er þetta svona.

En hver veit það svosem ekki?  Það er einmitt þetta sem fólk sækist í.  Þeir sem vilja í sambandið, þ.e.a.s.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.10.2016 kl. 21:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nei enga innmúrun í ESb.-- - þetta er dæmigerðum íslendingi ekki sæmandi. En þeim dæmigerðu fer smámsaman fækkandi.-

Get ekki annað en nefnt það aftur hér (á blogginu) hvað mér finnst mikið til Lilju Alfreðs koma. Hún er svo áberandi hógvær í annars víðtækri þekkingu sinni á alheims-stjórnmálum.

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2016 kl. 04:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Varðandi færsluna hér á undan,þar sem ég bendi á myndband Guðbjörns,fannst mér óþarfi að geta slitróttrar upptöku. En ég fór eins og þú hratt yfir fyrst,en tók mér síðan tíma.En þarna eru sjónarmið sem breyta ýmsu sem áður er sagt....

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2016 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband