Misskilin mannréttindi

Íslendingar ættu auðvitað að taka sig saman og þakka Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness fyrir frábært og óeigingjarnt framtak.

Líklega hefðu margir Íslendingar ekki getað horft á sólmyrkvann ef þeir hefðu ekki staðið sig eins og hetjur.

En það er óneitanlega leiðinlegt að lesa um að þeir hafi setið undir skömmum og jafnveld verið ásakaðir um mannréttindabrot, vegna þess að þeir hafi ekki átt gleraugu handa öllum sem vildu.

En það leiðir hugann að því hvernig æ fleiri virðast nú á dögum misskilja og mistúlka hugtök eins og mannréttindi og jafnrétti.

Auðvitað átti engin kröfu á því að fá ókeypis "sólmyrkvagleraugu", hvað þá að það teljist sjálfsögð mannréttindi að fá slíkt að gjöf.

Það er heldur ekki á skjön við neitt jafnrétti þó að sumir hafi fengið slíkt að gjöf (eða getað keypt) en aðrir ekki.

En það er ef til vill ekki að undra að skilningur á hugökum eins og mannréttindum og jafnrétti séu á niðurleið, ef þeir sem leiðbeina börnum og unglingum setja fram skoðanir líkt og þessar.

P.S. Ég eða mín börn höfðum auðvitað ekkert með gleraugu að gera, en nutum þess að horfa á frábæran sólmyrkva á netinu, bæði frá íslandi en en betri var þó útsendingin frá Svalbarða.

 

 

 


mbl.is Hystería í aðdraganda sólmyrkvans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband