Frá vinstri miðju, til hægri miðju

Það fór eins og flestir reiknuðu með, að UMP, flokku Sarkozy´s myndi sigra í seinni umferð Frönsku sýslu og héraðskosninganna.

Sigur Sarkozy´s er býsna sætur og kemur líklega til með að gefa hugmynd hans um forsetaframboð byr undir báða vængi.

Eins og staðan er í dag, er frambjóðandi UMP lang líklegastur til að ná forsetaembættinu, eftir að etja kappi við Marie Le Pen, í síðari umferð. Yrði baráttan í síðari umferðinni á milli þeirra tveggja, er næsta víst að kjósendur Sósialistaflokksins myndu fylkja sér um Sarkozy, þrátt fyrir að líta á hann sem andstæðing.

En þessar svæðis eða kantónu kosningar eru slæmur fyrirboði fyrir Francois Hollande og Sósíalistaflokkinn.

Aftur er Sósíalistaflokkurinn á eftir bæði hægri flokkunum og Þjóðfylkingunni (Front National) og má segja að kraftaverk þurfi til ef flokkurinn (eða frambjóðandi hans) á ekki að lenda í því hlutskipti að falla úr leik í fyrstu umferð forsetakosninganna eftir 2. ár.

Ef ekki snýst til betri vegar hvað varðar atvinnuleysi, má reyndar efast um að Hollande vogi sér að sækjast eftir endurkjöri.

En að Sarkozy og UMP frátöldum, er sigurvegari þessara kosninga Þjóðfylkingin og Marie Le Pen, þeirra sigur er þó ekki eins stór og kannanir höfðu gefið til kynna, líklega er það að einhverju marki tákn um "taktískar kosningar", en þrátt fyrir allt getur hún vel við unað með u.þ.b. 25% fylgi.

Í síðustu sambærilegum kosningum var flokkurinn með 2. fulltrúa, en nú er talið að hann fái allt að 90.

En það er varasamt að tala um þessi úrslit sem mikla sveiflu til hægri. Vissulega er UMP staðsettur hægra megin við Sósíalistaflokkinn, en í heild sinni eru flokkarnir að mestu staðsettir rétt sitt hvoru megin við miðjuna í Frönskum stjórnmálum og hún líklega lengra til vinstri en víða um lönd.

Þjóðfylkingin, sem oft er þó kennd við "öfga hægri", er að flestu leyti vinstri flokkkur, boðar ríkisafskipti, verndarhyggju og "sterkt Frakkland".

Stóran hluta af fylgi sínu hefur flokkurinn enda sótt frá vinstri væng Franskra stjórmála.

Í samfélagsmálum er flokkurinn hins vegar gríðarlega íhaldssamur.

Rakst á þessa flokkun á frambjóðendum flokkanna eftir starfi, að mörgu leyti áhugavert, þar sést til dæmi að hæsta hlutfall verka og iðnaðarmanna má finna hjá Þjóðfylkingunni.

En það sem er ef til vill mesta áhyggjuefnið hjá mörgum Frökkum, er að enginn af þessum flokkum er líklegur til að megna að umbylta Frönsku efnahagslífi, eins og æ fleiri telja þó nauðsynlegt.


mbl.is Sarkozy sýnir styrk sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband