"Róttækar" breytingar í Frakklandi, verður leyfðum sunnudagsopnunum verslana fjölgað úr 5 í 12?

Frakkland hefur átt í vaxandi efnahagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi og skuldir hins opinbera hafa stígið jafnt og þétt og er búist við að þær fari yfir 100% af GDP á þessu ári.

Samkeppnishæfi Frakka hefur farið ört minnkandi samhliða euroupptöku og Frakkar gera sér í æ ríkara mæli að þeir þurfa að grípa til umsvifamikilla aðgerða til að laga stöðuna.

Það þarf að "losa um" reglugerðir og boð og bönn og reyna að hleypa lífi í atvinnulífið.

Nýlega upplýsti Emmanuel Macron, efnahagsmálaráðherra Frakklands, um að hann hefði kært líflátshótanir sem honum hefði borist vegna fyrirhugaðra breytinga.

Á meðal hinna "róttæku" breytinga er að leyfa verslunum að hafa opið 12 sunnudaga á ári, í stað 5 áður (þurfa þó að sækja um leyfi), og að verslanir á "alþjóðlegum ferðamanna svæðum" megi hafa opið til miðnættis og alla sunnudaga.

Aðrir geirar sem Macron hefur í hyggju að "opna" eru leigubílaakstur, langferðabílar, lyfjaverslanir og ákveðinn hluti lögfræðigeirans.

Lögfræðigeirinn (notaries og bailifs) hafa þó þegar brugðist hart við áformum við að leyfa frávik við gjaldtöku og krejast enn að verð sé fastsett.  Macron hefur þegar gefið til kynna að hann muni bakka með að hafa frjálsræði innan tiltekins verðbils.

Lengri opnunartími verslana hefur sömuleiðis vakið hörð viðbrögð og búist er við mótmælum á götunum.

Flestir búast svo við að flokksbræður Macrons í Sósíalistflokknum muni þynna breytingarnar verulega út í meðförum þingsins.

Enn það er ekki ólíklegt að það verði "líf og fjör" á götum Frakklands á næstunni, ef Marcron heldur áfram á þessari braut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband