Göfuglyndi og auðmýkt "Sambandsins" á sér lítil takmörk

Það er að sjálfsögðu gríðarlegur léttir fyrir Íslendinga að "Sambandið" skuli sætta sig við að aðildarsókn Íslands yrði dregin til baka. 

Léttirinn er auðvitað enn meiri þegar "Sambandið" viðurkennir að sú ákvörðun sé í höndum Íslenskra stjórnvalda.

Hvað næst?

Ef til vill viðurkennir "Sambandið" að barátta um hvort að Íslendingar vilji og eigi að ganga í Evrópusambandið sé best komið í höndum Íslendinga?

Þegar sú viðurkenning kæmi myndu þeir loka áróðursskrifstofu sinni á Íslandi, og segja sem svo að best fari á því að andstæðar fylkingar á Íslandi sinni baráttunni og kynningarmálum.

Kosningar og kosningabarátta er yfirleitt talinn til innanríkismála og ekki vel séð að erlend ríki og aðilar blandi sér í það.

Og meðan Ísland er flokkað sem "umsóknarland", má líta svo á að kosningabaráttan standi yfir.

Ef svo illa færi að Ísland gengi í "Sambandið" er sjálfsagt að "Sambandið" opni hér skrifstofu og kynni Íslendingum alla þá möguleika sem "Sambandið" telur sig geta boðið þeim.

Þangað til svo illa færi, fer best á því að baráttan sé "Íslensk", í bestu merkingu þess orðs.

Ég hef heldur aldrei skilið hvað "Evrópusambandsstofa" getur sagt og kynnt fyrir Íslendingum, sem JÁ Ísland, Sjálfstæðir Evrópumenn, Betra Ísland, Viðreisn, Samfylkingin, Betri Framtíð og all þau önnur samtök sem hafa aðild á stefnuskrá sinni geta ekki?

En þau hafa líklega ekki fjárhagslegt bolmagn til að fljúga fjölda manns til Brussel, eða hvað?

En hvað er hægt að læra um "Sambandið" á fáum dögum í Brussel, sem er ekki hægt að læra á Íslandi?

Spyr sá sem ekki veit, og aldrei komið til Brussel, nema svona á járnbrautarpall.

Og já, ég hef heyrt allt um að starfsemin sé sambærileg við Menningarstofnun Bandaríkjanna, MÍR, Goethe stofnunina, Varðberg, Upplýsingakrifstofu NATO o.s.frv.

Fyrst ber til þess að líta að mér er kunnugt að nokkurn tíma hafi það komið til greina, eða talið hugsanlegt að greidd yrðu atkvæði um að Ísland gengi í Bandaríkin, Þýskaland eða nokkurt annað ríki, eða ríkjasamband.

Það var því engin afskipti af kosningabaráttu eða annað slíkt.

Varðberg og önnur slík samtök voru og eru í raun sambærileg við Já Ísland, Heimssýn og önnur slík.

NATO opnaði ekki skrifstofu á Íslandi fyrr en Íslendingar höfðu gengið í NATO.

Þess utan starfrækir Evrópusambandið, Upplýsingaskrifstofu menningaráætlunar Evrópusambandsins.  Hún er að Hverfisgötu 54, en Evrópu(sambands)stofa að Suðurgötu 10.

Það er mál að linni.

Það er líka tímabært að losa Ísland úr stöðu umsóknarríkis.

 

 


mbl.is Framhaldið í höndum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband