Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
28.2.2014 | 19:10
Getraun dagsins - um verðbólgu
Oft er fullyrt að ef Ísland aðeins tæki upp euro, yrði verðbólga á Íslandi sú sama og á Eurosvæðinu.
En hver er verðbólgan á Eurosvæðinu?
Eins og oft er, vilja margir tala um meðaltalsverðbólgu á Eurosvæðinu og bera hana saman við Ísland?
En er það rökrétt?
Því er getraun dagsins svo hljóðandi?
A) Hver var verðbólgan árið 2013 í því landi Eurosvæðisins þar sem hún mældist lægst? Í hvaða landi var það?
B) Hver var verðbólgan árið 2013 í því landi Eurosvæðisins þar sem hún mældist hæst? Í hvaða landi var það?
C) Hvað mældist verðbólgan á Íslandi árið 2013?
D) Hver er munurinn á hæstu og lægstu verðbólgu á Eurosvæðinu? En munurinn á hæstu verðbólgu á Eurosvæðinu og verðbólgu á Íslandi?
Eins og áður er leyfilegt að leita sér upplýsinga á internetinu og er sérstaklega bent á vefsíðuna:
http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&language=en&pcode=tec00118&tableSelection=1&footnotes=yes&labeling=labels&plugin=1
28.2.2014 | 18:14
Það var þá, en nú gildir....
Þegar þingsályktunartillaga um að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu var lögð fram árið 2009 sýndi skoðanakönnun að tæp 70% Íslendinga vildu að sú ákvörðun yrði tekin íþjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú er lögð fram þingsályktun um að draga þá umsókn sem byggð er á fyrri þingsályktunartillögunni til baka og skoðanakannanir sýna að u.þ.b. 80% Íslendinga vilja að sú ákvörðun verði tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú fara flestir fjölmiðlar hamförum yfir þeirri ósvinnu að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, en þá þögðu flestir.
En hvað veldur og hver er munurinn?
Fyrir kosningar 2009 hafði VG og ýmsir forystumenn þar fullyrt að ekki yrði sótt um "Samandsaðild" á þeirra "vakt". Eitt það fyrsta sem ríkisstjórn með þeirra þátttöku gerði var að sækja um aðild.
Fyrir síðustu kosningar höfðu ýmsir forystumenn Sjálfstæðifsflokks og jafnvel einhverjir í Framsóknarflokknum orð því í viðtölum að best væri að útkljá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú vilja þeir draga umsóknina til baka.
Engin verulegur fjölmiðlahasar varð yfir ákvörðun VG. Nú halda flestir fjölmiðlar ekki vatni.
Getur það verið að Íslenskir fjölmiðlar séu upp til hópa ekki hlutlausir í þessu máli?
Fyrir kosningar 2009 fullyrtu margir frambjóðendur Samfylkingarinnar að Ísland myndu fá hraðferð inn í "Sambandið". Aðildarferlið tæki u.þ.b. 18 til 20 mánuði.
Aðrir töluðu í þá veru að eftir 2 til 3 ár frá umsókn, gætu Íslendingar tekið upp euro.
Hefur einhver fjölmiðill spurt þá stjórnmálamenn hvert sannleiksgildi þeirra fullyrðinga hefur reynst?
Það er gömul saga og ný að stjórnmál er list hins mögulega, og já hið ómögulega spilar þar einnig rullu.
En það er jafn gömul saga að fjölmiðlar eru ekki hlutlausir.
Það væri verðugt verkefni að framkvæma skoðanakönnun á meðal fjölmiðlamanna, um hve margir þeirra eru fylgjandi inngöngu Íslands í "Sambandið" og bera það saman við skoðanakannanir á meðal þjóðarinnar.
Jafn fróðleg gæti skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka á meðal fjölmiðlamanna verið.
28.2.2014 | 12:55
Að tala í meðaltölum - Hvers vegna eru skuldirnar svona háar?
Það er vinsælt að tala í meðaltölum. Reikna út meðaltal og bera það svo saman við Ísland. Líkt og Ísland sé hið "týpíska meðtalsríki".
En er það rökréttur útgangspunktur?
Það vantar líka samanburð á fleiri atriðum samhliða vaxtaprósentu. Hvernig skyldi til dæmis skuldahlutfallinu vera háttað?
Getur verið að Íslensk fyrirtæki séu almennt skuldsettari en gengur og gerist í "samanburðarlöndunum"? Getur verið að að það sama gildi um Íslensk heimili? Getur verið að "einkaskuldir" (private debt) sé hærri en í mörgum öðrum löndum?
Gæti það haft áhrif á vaxtastigið? Getur verið að mikil eftirspurn leiði til hærra verðs á peningum? Ef um hærri skuldsetningu er að ræða, er ekki eðlilegt að hún leiði til hærri vaxta?
Það er alltof auðvelt að setja fram meðaltöl og bera saman við eitt ríki. Það ætti að vera lágmarks kurteisi að segja frá því við hvaða hóp er verið að miða og t.d. lægsta og hæsta gildi í viðmiðunarhópnum. Það væri sömuleiðis fróðlegt að sjá hvert skuldahlutfallið væri í samanburðarhópnum.
En árinni kennir illur ræðari og of skuldsettur atvinnurekandi krónunni.
Bera 150 milljarða aukakostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2014 | 12:31
Öðruvísi pólítískt landslag
Þó að vissulega hafi landsmálin oft áhrif í sveitastjórnarmálum, er hið pólítíska landslag gjarna allt annað í hinum ýmsu sveitarstjórnum. Það hefur gilt um Akureyri, ekki síður en mörg önnur sveitarfélög.
Í síðustu kosningum vann Listi fólksins stórsigur og annað framboð utan hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka náði einnig inn manni. Samtals voru þessi tvö framboð með 7 af 11 bæjarfulltrúum.
Margir töldu það (ásamt velgengni Besta flokksins í Reykjavík) skýrt dæmi um óánægju kjósenda vegna bankahrunsins.
En ég held að þær niðurstöður megi ekki síður rekja til óánægju með hina "staðbundnu" fulltrúa og frambjóðendur. Það var enda svo að víða náðu hinir "hefðbundnu" stjórnamálaflokkar prýðisárangri í síðustu sveitastjórnarkosningum.
En nú virðist sem hinir "eldri" flokkar nái sér aftur á strik.
Það er fyrst og fremst tvennt sem vekur athygli í þessari könnun, hrikaleg staða Samfylkingar, sem er bersýnilega í djúpri lægð og svo frekar sterk staða Bjartrar framtíðar. Það má líklega að miklu leyti tengja þetta tvennt saman.
Enn er langt í kosningar og öll baráttan eftir, en ef þetta yrði niðurstaðan gæti meirihlutamyndun líklega orðið nokkuð snúin.
Tapar fimm af sex fulltrúum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2014 | 06:15
Smá Flickr...
Ég er alltaf eitthvað að myndast við ljósmyndun. Einhverra hluta vegna hef ég þó ekki verið mjög duglegur með myndavélina í vetur.
En hér að neðan má sjá myndir frá vetrinum. Eins og endranær má smella á myndirnar til að sjá þær stærri og flytjast þannig yfir á flickr síðuna mína. Ef áhugi er fyrir að fara beint þangað, má finna síðuna hér.
27.2.2014 | 14:03
Getraun dagsins. Hvað eru algengir vextir á húsnæðislánum í Hollandi?
Það hefur mikið verið rætt um vexti og hvað þeir myndu lækka á Íslandi ef Ísland gengi í "Sambandið og tæki upp euro.
En það eru ekki til neinir "Sambandsvextir".
Vextir eru mismunandi í löndum "Sambandsins" sem og á Eurosvæðinu. Hér er blekkjandi að miða við meðaltal, eða reyna að halda því fram að vextir á Íslandi yrðu eins og í Þýskalandi svo dæmi sé tekið.
Þar með er ekki sagt, að ekki sé líklegt að vextir myndu lækka á Íslandi ef tekinn yrði upp annar gjaldmiðill. En það er einnig líklegt að sú lækkun yrði ekki eins mikil og oft er látið í veðri vaka.
Spurning dagsins er því þessi í tveimur liðum:
A) Hver er vaxtaprósenta á húsnæðisláni hjá Hollenska ríkisbankanum ABNAmro. Svar taki mið af því að lánið sé til 30 ára og lánshlutfall sé á milli 75 og 100%. Vilji menn frekar miða við lán undir 75% veðhlutfalli, verður það svar tekið gilt, en taka verður fram við hvort er miðað.
B) Hver er verðbólga í Hollandi.
Leyfilegt er að nota internetið til að afla sér upplýsinga og skal sérstaklega bent á síðurnar:
https://www.abnamro.nl/en/personal/mortgages/interest-rates/index.html
og
http://epp.eurostat.ec.europa.eu/cache/ITY_PUBLIC/2-24022014-AP/EN/2-24022014-AP-EN.PDF
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.2.2014 | 20:58
Hárrétt mat
Að mínu mati hittir Daniel Gros naglann á höfuðið. Að draga umsóknina til baka mun ekki skaða framtíðarmöguleika Íslands til að ganga í "Sambandið".
Allt annað er hræðsluáróður.
En sú framtíðarumsókn yrði að vera betur undirbúin og byggð en sú umsókn sem verður líklega dregin til baka nú.
Sú umsókn yrði að njóta stuðnings allrar ríkisstjórnar, njóta trausts meirihluta á Alþingi og sýnt þætti að umsóknin nyti velvilja meirihluta Íslendinga, að Íslendingar hefðu raunverulegan vilja til að ganga í "Sambandið".
Allt þetta skorti núgildandi umsókn. Hún var keyrð áfram af Samfylkingunni, af óðagoti, flumbrugangi og æsingi.
Það kann ekki góðru lukku að stýra, því er staðan eins og nú má sjá.
Ég var búinn að blogga áður á svipuðum nótum, þá færslu má sjá hér: Að missa "Sambandið".
Skaðar ekki mögulega umsókn síðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2014 kl. 05:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2014 | 18:40
Arfleifð Besta Flokksins - hvert fer hún?
Þó að vissulega megi gagnrýna margt hjá meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar sem stjórnað hefur Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili, hygg ég að margir borgarbúar séu honum nokkuð þakklátir.
Meirihlutanum hefur tekist að halda friði í borgarstjórn. Það er staðreynd, að þótt margir (ég er ekki þár á meðal) freistist til að kalla Jón Gnarr "trúð", þá hefur undir hans stjórn verið minni "sirkus" í borgarstjórn heldur en var kjörtímabilið á undan.
Það er mín skoðun að þó að margir vilji eingöngu rekja stórsigur Besta flokksins til bankahrunsins, þá sé hann ekki síður til kominn vegna þess "hrunadans" sem ríkti í borgarstjórn Reykjavíkur á síðasta kjörtímabili.
Fréttirnar hafa ekki verið fullar af frásögnum af sprungnum meirihlutum, "hnífsstungum", sms skeytum, og öðrum undirferlum, borgarfulltrúa á millum.
Fyrir það held ég að borgarbúar séu Jóni Gnarr og Besta flokknum þakklátir og það skýrir að miklu leyti vinsældir þeirra.
En nú þegar Besti flokkurinn hefur ákveðið að bjóða ekki fram aftur, er eðlilegt að menn velti vöngum yfri því hvert fylgi þeirra fari.
Þó að vissulega sé nokkuð snemmt að spá um hvernig mál þróast í borgarstjórnarkosningum, kæmi mér ekki á óvart þó að Bjartri framtíð gangi illa að halda í fylgi Besta flokksins. Þessi skoðanakönnun er vísbending í þá átt.
Besti flokkurinn er einfaldlega ekki auðvelt "act to follow". Sérstaklega fyrir hefðbundin stjórnmálaflokk eins og Björt framtíð er. Það hefur enginn "atkvæðasegull" í líkingu við Jón komið fram, alla vegna ekki enn þá.
Við það bætist að Píratar munu líklega ná til sín býsna stórum hópi af kjósendahópi Besta flokksins, haldi þeir vel á spöðunum. Píratar gætu hæglega orðið sá flokkur sem kemur mest á óvart í komandi kosningum.
Ég hef trú á því að árangur Samfylkingarinnar eigi eftir að valda vonbrigðum, en það gæti breyst ef hún heldur vel á spöðunum í landsmálapólítíkinni. Dagur B. nýtur vinsælda nú, en ég leyfi mér að efast um að hann haldi þeim þegar sjálf kosningabaráttan byrjar. Einhvern veginn virðist fylgi skila sér betur til hans þegar hann er minna áberandi.
Það er erfitt að spá fyrir um gengi Sjálfstæðisflokksins. Þar gætu landsmálin sömuleiðis spilað all nokkurt hluverk. Það er ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærsti flokkurinn, þó að hann verði langt frá sínu besta fylgi, en það er einnig lang líklegast að hann verði í minnihluta.
En enn er langt til kosninga.
Meirihlutinn fallinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2014 kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2014 | 13:20
Ef Obama hefði verið forseti....
Skákmanninn Gary Kasparov þekkja líklega flestir, en ekki er víst að eins mörgum sé kunn afskipti hans af pólítík og mannréttindabaráttu.
Nýlegt tíst hans fer nú víða um netheima og hefur það komið pósthólfið mitt úr mörgum mismunandi áttum.
26.2.2014 | 12:41
Farið var fram á þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2009
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)