Arfleifð Besta Flokksins - hvert fer hún?

Þó að vissulega megi gagnrýna margt hjá meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar sem stjórnað hefur Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili, hygg ég að margir borgarbúar séu honum nokkuð þakklátir.

Meirihlutanum hefur tekist að halda friði í borgarstjórn.  Það er staðreynd, að þótt margir (ég er ekki þár á meðal) freistist til að kalla Jón Gnarr "trúð", þá hefur undir hans stjórn verið minni "sirkus" í borgarstjórn heldur en var kjörtímabilið á undan.

Það er mín skoðun að þó að margir vilji eingöngu rekja stórsigur Besta flokksins til bankahrunsins, þá sé hann ekki síður til kominn vegna þess "hrunadans" sem ríkti í borgarstjórn Reykjavíkur á síðasta kjörtímabili.

Fréttirnar hafa ekki verið fullar af frásögnum af sprungnum meirihlutum, "hnífsstungum", sms skeytum, og öðrum undirferlum, borgarfulltrúa á millum.

Fyrir það held ég að borgarbúar séu Jóni Gnarr og Besta flokknum þakklátir og það skýrir að miklu leyti vinsældir þeirra.

En nú þegar Besti flokkurinn hefur ákveðið að bjóða ekki fram aftur, er eðlilegt að menn velti vöngum yfri því hvert fylgi þeirra fari.

Þó að vissulega sé nokkuð snemmt að spá um hvernig mál þróast í borgarstjórnarkosningum, kæmi mér ekki á óvart þó að Bjartri framtíð gangi illa að halda í fylgi Besta flokksins.  Þessi skoðanakönnun er vísbending í þá átt.

Besti flokkurinn er einfaldlega ekki auðvelt "act to follow".  Sérstaklega fyrir hefðbundin stjórnmálaflokk eins og Björt framtíð er.  Það hefur enginn "atkvæðasegull" í líkingu við Jón komið fram, alla vegna ekki enn þá.

Við það bætist að Píratar munu líklega ná til sín býsna stórum hópi af kjósendahópi Besta flokksins, haldi þeir vel á spöðunum.  Píratar gætu hæglega orðið sá flokkur sem kemur mest á óvart í komandi kosningum.

Ég hef trú á því að árangur Samfylkingarinnar eigi eftir að valda vonbrigðum, en það gæti breyst ef hún heldur vel á spöðunum í landsmálapólítíkinni.  Dagur B. nýtur vinsælda nú, en ég leyfi mér að efast um að hann haldi þeim þegar sjálf kosningabaráttan byrjar.  Einhvern veginn virðist fylgi skila sér betur til hans þegar hann er minna áberandi.

Það er erfitt að spá fyrir um gengi Sjálfstæðisflokksins.  Þar gætu landsmálin sömuleiðis spilað all nokkurt hluverk.  Það er ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærsti flokkurinn, þó að hann verði langt frá sínu besta fylgi, en það er einnig lang líklegast að hann verði í minnihluta.

En enn er langt til kosninga. 

 


mbl.is Meirihlutinn fallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband