Getraun dagsins - um verðbólgu

Oft er fullyrt að ef Ísland aðeins tæki upp euro, yrði verðbólga á Íslandi sú sama og á Eurosvæðinu.

En hver er verðbólgan á Eurosvæðinu?

Eins og oft er, vilja margir tala um meðaltalsverðbólgu á Eurosvæðinu og bera hana saman við Ísland?

En er það rökrétt?

Því er getraun dagsins svo hljóðandi?

A) Hver var verðbólgan árið 2013 í því landi Eurosvæðisins þar sem hún mældist lægst?  Í hvaða landi var það?

B)  Hver var verðbólgan árið 2013 í því landi Eurosvæðisins þar sem hún mældist hæst?  Í hvaða landi var það?

C) Hvað mældist verðbólgan á Íslandi árið 2013?

D) Hver er munurinn á hæstu og lægstu verðbólgu á Eurosvæðinu?  En munurinn á hæstu verðbólgu á Eurosvæðinu og verðbólgu á Íslandi?

Eins og áður er leyfilegt að leita sér upplýsinga á internetinu og er sérstaklega bent á vefsíðuna:

 

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&language=en&pcode=tec00118&tableSelection=1&footnotes=yes&labeling=labels&plugin=1

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband