Auðvitað þarf að kjósa aftur í Svíþjóð

Það er stjórnmálaleg kreppa í Svíþjóð. Jafnaðarmenn með Stefan Löfven forsætisráðherra í broddi fylkingar virðast ekki hafa lesið stöðuna rétt og gert stór póltísk mistök. 

Því er eðlilegt að kjósa þurfi á ný í Svíþjóð.

Jafnaðarmenn og samstarfsflokkar þeirra lögðu einfaldlega fram fjárlagafrumvarp án þess að hafa aflað stuðnings við það.  Það þurfti því ekki að koma neinum á óvart að það væri fellt.

Eðli málsins samkvæmt þurfa minnihlutastjórnir að leita víðtækari stuðnings og gera málamiðlanir.  Það virðist minnihlutastjórn jafnaðarmanna ekki hafa gert.

Því fór eðlilega eins og fór.  Þannig virkar þing og lýðræðið.

Gagnrýni Löfvens um að "hefðir" hafi ekki verið virtar, virkar hol og innantóm, ekki hvað síst sé þessi frétt höfð til hliðsjónar.  Þarna gekk Löfven fram og vildi hundsa þinghefðir.

En lang eðlilegast er að kjósa aftur og leita til kjósenda um lausn.

Það er að vísu ekki gefið að hún fáist hreint út í kosningum, en þá reynir á Sænska stjórnmálamenn að vinna úr stöðunni.

Það gerist æ algengara í Evrópskum stjórnmálum að að talað sé um fasisma og öfgar.

Yfirleitt er það umræðunni ekki til framdráttar.  Það er vissulega umdeilanlegt hvað eru öfgar og fasismi er ekki of vel skilgreinanlegur heldur. 

Hvað ætti að gera Svíþjóðar demokrata að "nýfasískum" eða "öfga" flokki, þekki ég ekki til hlýtar, en fagna öllum upplýsingum um það í athugasemdum.  Æskilegt er þó að sneitt sé hjá upphrópunum og staðreyndir týndar til.

En það er hrópað "öfgar" bæði til hægri og vinstri, flestir fjölmiðlar virðast þó að mínu mati hafa mun meiri áhyggjur, ef "öfgarnar" liggj til "hægri".  "Vinstri öfgar" virðast ekki jafn "ógnvekjandi".  En um það bloggaði ég lítillega fyrr í dag.

Hvað varðar stöðuna í Svíþjóð, þá benda skoðanakannanir til þess að Svíþjóðar demókratarnir styrki stöðu sína enn frekar.

Meira að segja 20% þeirra sem kusu flokkana sem mynduðu minnihlutastjórn Löfvens, segjast geta hugsað sér að kjósa Svíþjóðar demókratana í komandi kosningum.

Hvernig skyldu hinir "hefðbundnu valdaflokkar" Svíþjóðar bregðarst við, ef það yrði raunin?

 

 

 


mbl.is Svíþjóðardemókratar nýfasískur flokkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband