En hvað um Bonus Helicopters?

Ég er alfarið sammála Neytendastofu hvað varðar þann úrskurð að "helicopter" sé of almenns eðlis til þess að fyrirtæki geti krafist verndar fyrir slíkt orð.

Það sama ætti að sjálfsögðu að gilda t.d. fyrir Íslenska orðið "þyrluflug", sem ég reikna með að það geri.

En þegar ég les frétt um úrskurð sem þennan, sem ég er alveg sammála, svo það sé tekið fram, kemst ég ekki hjá því að velta fyrir mér fyrri úrskurðum í Íslensku réttarkerfi.

Svo sem úrskurði um að orðið "Bónus" veiti einkaleyfi á notkun þess, og hafi á sínum tíma komið í veg fyrir að verslun gæti heitið "Bónus tölvur".

Líklega megum við þakka fyrir að nokkurt fyrirtæki gat borgað "jóla bónus" eftir það.

En líklega hefur "bónus verð", ekki verið boðið síðan þá, hvað þá nettó.

Ég held reyndar að Íslenskir dómstólar hafi gengið alltof langt í því að leyfa fyrirtækjum að slá eign sinni á orð.

 


mbl.is Enginn á einkarétt á Helicopter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband