Frakkar ákveða að fresta afhendingu á þyrlumóðurskipum til Rússa - um ótiltekin tíma

Þá hefur Hollande loks tekið á sig rögg og ákeðið að fresta afhendingu á þyrlumóðurskipinu Vladivostok, til Rússlands.  Samningur Rússa og Frakka hljóðaði upp á 2 skip og átti fyrra skipið að afhendast nú í október.

Hollande sagði í tilkynningu að ástandið í A-Ukraínu væri með þeim hætti að ekki gæti orðið af ahendingu í bráð.

Þó að Rússum vilji vissulega fá skipin, þá er ákvörðunin líklega ekki síður högg á Frakkland, enda samningurinn upp á 1.2 milljarða euroa.  Frakkar hafa enda dregið lappirnar við ákvarðanatökuna, þrátt fyrir mikin þrýsting frá NATO og jafnvel öðrum "Sambandsþjóðum".

Frakkar hafa sömuleiðis áhyggjur af því að þetta muni skaða orðspor þeirra sem "alþjóðlegs vopnasala".

Sjá frétt France24

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband