Evrópusambandið eins og gömul, þreytt, ófrjó "amma"

Þegar Kaþólska kirkjan (eða fulltrúi hennar og guðs á jörðinni) segir að eitthvað sé lúið, þreytt, staðnað og skrifinskubákn, hlýtur það vera ástæða fyrir viðkomandi að líta í eigin barm.

En það var einmitt það sem páfinn gerði þegar hann ávarpaði Evrópusambandsþingið nú nýverið.

Ýmsir hafa tekið svo til orða að páfinn hafi talað eins og "eurosceptic", sem er erfitt að þýða beint á Íslenskuna, en er einstaklingur sem efast um að "Sambandið" sé á réttri leið, eða það hafi verið til góðs.

Despite a larger and stronger Union, Europe seems to give the impression of being somewhat elderly and haggard, feeling less and less a protagonist in a world which frequently regards it with aloofness, mistrust and even, at times, suspicion.

..

In recent years, as the European Union has expanded, there has been growing mistrust on the part of citizens towards institutions considered to be aloof, engaged in laying down rules perceived as insensitive to individual peoples, if not downright harmful.  In many quarters we encounter a general impression of weariness and aging, of a Europe which is now a “grandmother”, no longer fertile and vibrant.  As a result, the great ideas which once inspired Europe seem to have lost their attraction, only to be replaced by the bureaucratic technicalities of its institutions. 

...

The second area in which people’s talents flourish is labour.  The time has come to promote policies which create employment, but above all there is a need to restore dignity to labour by ensuring proper working conditions.  This implies, on the one hand, finding new ways of joining market flexibility with the need for stability and security on the part of workers; these are indispensable for their human development.  It also implies favouring a suitable social context geared not to the exploitation of persons, but to ensuring, precisely through labour, their ability to create a family and educate their children.

Nú er ég ekki trúaður, hvað þá kaþólskur, en vissulega er ræða páfa athyglisverð fyrir margar sakir.

Hann er trúarlegur leiðtogi milljóna manna, leiðtogi kirkju sem er gríðarlega sterk í mörgum af þeim löndum "Sambandsins" sem hafa átt í miklum erfiðleikum undanfarin ár.  Kaþólska kirkjan er sterk á Írlandi, Portugal, Spáni, Ítalíu, Frakklandi og að sjálfsögðu í Póllandi.

Sjónarmið hans er líka athyglisvert fyrir þær sakir að hann er fyrsti páfinn (að það ég best veit og man) sem kemur ekki frá Evrópulandi og hefur vanist því að líta á Evrópu sem "miðpunkt veraldar".

En þegar kaþólska kirkjan gagnrýnir Evrópusambandið fyrir að vera statt, þreytulegt, ófrjótt skriffinnskubákn, gat ég ekki varist því að í huga minn skaut upp Enska máltækinu:  "It takes one to know one".

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að lesa ræðu páfa.

Hér er neðan er svo ræðan á YouTube

P.S. Á þessum "síðustu og verstu" tímum "pólítískrar rétthugsunar", er rétt að velta því fyrir sér hvort að páfi hafi ekki móðgað "ömmur" með því að líkja "Sambandinu" við þær.  Ég myndi ekki taka það sem hrós, væri ég amma.  Hér á eftir er líklega rétt að setja broskall smile

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að vísu las ég ekki þessi ummæli Páfans fyrr en hér hjá þér, og ég fór strax í móðgunarfasann smile,  álít mig hvorki staðnaða né gamla, ef til vill örlítið þreytta stundum.  En það er heilmikill töggur í mér ennþá.  

Setningin þín í þessu sambandi er óborganleg; takes one to know one.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2014 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband