Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Ríkisstjórnin nýtur enn trausts, en ...

Ríkisstjórnin nýtur enn trausts, en skoðanakannanir benda þó til þess að það fari hægt og rólega minnkandi.  Það er ef til vill ekki óeðlilegt, en er þó ákveðin aðvörun til hennar.

Kjósendur hafa enn trú á ríkisstjórninni til góðra verka, en þolinmæðin er þó þorrin hjá hluta þeirra. Þeir hafa misst trúnna á því að ríkisstjórnin bæti hlutskipti þeirra.  

Stóra spurningin er svo hvort er betra fyrir þjóðarhag, efnd loforðanna eða svik þeirra?

Pólítískst langlundargeð er af skornum skammti þessa dagana, ekki bara á Íslandi, heldur almennt um heiminn.  Því reikna kjósendur með að stjórnmálamenn séu snöggir að snúa málunum við og búa í haginn fyrir þá.

Líklega má segja að þetta sé hluti af ofurtrú almennings á getu og hlutverk hins opinbera og stjórnmálamanna.

En það má vissulega velta því fyrir sér hvaða leiðir eru færar, bæði fyrir núverandi ríkisstjórn og svo þá sem hugsanlega tæki við af henni.

En hitt er ljóst að almenningur væntir aðgerða fljótlega með haustinu og er ekki reiðubúin til það veita langa ríkisstjórninni langa fresti til að beina hlutum til betri vegar.

 

 

 


mbl.is Ríkisstjórnin með 54% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað rotið í Danaveldi

Nú er Færeyingum bannað að selja síld til Danmerkur.  Þó deila löndin drottningu.  Danir hafa ákveðið að beita Færeyinga refsiaðgerðum vegna síldveiða þeirra, eða voru það ekki Danir sem ákváðu það?

Færeyjar eru taldar hluti af Danska konungdæminu.

Færeyjar ákveða sjálfir sinn fiskveiðikvóta. Gera Danir það?

Danir geta ekki ráðið því sjálfir hvort þeir beita Færeyinga refsiaðgerðum eður ei.

Hvorug þjóðin hefur fullt sjálfstæði.

En hvor þeirra er sjálfstæðari? 

 


mbl.is Meinað að selja síld til ESB-landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar myndir frá sumrinu

 Sumarið hefur verið nokkuð gott og þokkalega gjöfult hvað varðar ljósmyndatækifæri.  Þó að vissulega séu slík tækifæri, samkvæmt hlutarins eðli, aldrei næg og besta myndin er alltaf ótekin, en er handan við hornið.

En ég læt hér fylgja með nokkrar myndir sem ég hef tekið í sumar.  Eins og jafna er hægt að smella á myndirnar og sjá þær stærri á Flickr síðunni minni.  Þar á http://www.flickr.com/photos/tommigunnars má einnig finna fleiri myndir.  Líklega reyni ég að setja inn "sumarið í svart hvítu" fljótlega.

Slow Love

 

 

 

Boy Under a Dark Cloud

 

 

Stork Chicks

 

 

Arrowshaped Lichen

 

 

Yachts in Harbour

 

 

Three Siblings

 

 

Restaurant From Above

 

 

Calm Beach

Örlítið Mary Poppins

Hér hefur ekkert verið bloggað í því sem næst tvo mánuði. Ég ákvað einfaldlega að hásumarið væri betur notað í annað.  Þvælast um, gangandi, hjólandi, takandi myndir o.s.frv.  Sumarið er jú tíminn.

En nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju, þó að hann verði ef til vill eitthvað stopull til að byrja með.

En það fer vel á því að byrja með léttmeti.

Hér er "remix" úr Mary Poppins sem ég fékk sent í morgunsárið.  Sýnir hvað tækni og hugmyndaflug geta getið af sér skemmtilega hluti.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband